Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 10

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 10
10 — ÞJ6ÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — 11 Gos með síldinni? í bréfi sem greinni fylgdi, segir Klaus Smedman m.a.: „Mér finnst það alveg fárán- legt, að hvergi skuli vera hægt að kaupa almennilegan bjór á Islandi. I rauninni er ekki hægt að matreiða fjölda rétta, þar sem bjór er hafður sem undirstaða. Ekki er heldur mögulegt að nota bjór sem hárþvottaefni. Enn- fremur er það grimmdarlegt, að ekki skuli vera hægt að fá sér bjór og,gnaps með sildarréttum. E.t.v. hefur tsland upp á að bjóða bestu sild sem til er. A þá að drekka gosdrykki með sildarréttum? Hve villimannlegt! Annars er nóg af vistlegum stöðum i Reykjavik, þar sem hægt er að fá brauðbita, kaffibolla og heitan mat. Hið sama er aö segja um aðra bæi á lslandi. En hvergi nokkursstaðar er hægt að fá almennilegan bjór með matnum og hvergi er hægt að ganga inn og fá sér glas af freyðandi léttöli. Dæmigert stéttaþjóðfélag Ég sé ekki annað en að bjórbannið sé dæmigert fyrir það, að yfirstéttin hefur raunverulega öll völd á Islandi, og að ísland sé greinilegt dæmi un stéttaþjóð- félag. Þvi hvar býr yfirstéttin? Hún býr þar sem hinar fáu búðir eru, þar sem hægt er að kaupa áfengi. Og hvað drekkur yfirstétt- in. Hún drekkur rauðvin og sterka drykki eins og viský, gin, vodka o.s.frv. En yfirstéttin drekkur ekki bjór. Bjór er bara fyrir verkalýðinn. Þess vegna er bjór bannaður á íslandi, þrátt fyrir mannréttindayfirlýsinguna. Ef yfirstéttin vildi heldur drekka bjór, þá gæti maður keypt hann i þeim fáu búðum sem fyrirfinnast. Afstaðan til áfengis er krampa- kennd, og hefur varðveist frá danska einokrunartimanum. A landnámstimanum var afstaðan til áfengis eðlileg. t lýðræðisþjóð- félagi er hverjum manni i sjálfs- vald sett að stjórna vinneyslu sinni. Ef menn vilja endilega hafa vit fyrir einstaklingunum, skil ég ekki, að tóbakskuli ekki vera bannað, þar sem það er alveg eins skaðlegt og áfengið eftir þvi sem visindin segja okkur. Sérhver verður að gera það upp við sjálf- an sig, hvort það sé skaðlegt að reykja eða drekka bjór. Þannig virkar þetta i öllum Evrópulönd- Amerískar stjörnur Klaus Smedman kom hingaö með færeysku ferjunni Smyrli og ók um landið á eigin bil. Hér lýsir hann komunni til Seyðisfjaröar: „Inni i firðinum var sjórinn mun lygnari, og fyrstu litlu „dúkkulegu” húsin i sterkum gul- um, rauðum ogbláum litum komu i ljós. Fyrir botni fjarðarins var Seyðisfjörður, þar búa tæplega 2000 ibúar. Klukkan var átta að kvöldi. A bryggjunni voru allir bæjarbúar samankonir og aðrir þeir sem voru að taka á móti farþegum. En fyrst áttu allir að fara i gegnum tollinn. Allt lögreglulið Austurlands var sam- ankomið til að greiða fyrir þess- ari skyndilegu innrás útlendra og innlendra rikisborgara. Lög- reglubilarnir liktust stórum sendibilum, með ameriskum lög- reglustjórum, og lögregluþjón- arnir höfu þessar sömu stóru stjörnur á húfunum. Það tók toll- inn tvo tima að rannsaka alla hátt og lágt. Það' heppnaðist að koma upp um nokkra hasssmygl- ara og áfengissmyglara. Hass- hundur kom upp um smyglarana. Bjórhundar Það má ekki flytja bjór inn I landið. Og það er alls ekki hægt að kaupa bjór á eynni. Þó getur maður keypt ljóst islenskt öl. En það er þynnra en vatn. Bjór var gerður upptækur hjá nokkrum Islendingum. Lögregluþjónarnir unnu það afrek. Ennþá hefur ekki Islensk fegurð til allra átta Miðsvæðis i Þingeyjarsýslunum er Hótel Húsa- vik i dæmigerðu islensku sjávarþorpi. t nýjum glæsilegum húsakynnum er boðið upp á fyrsta flokks þjónustu. Þægileg herbergi, veitinga- búð, notalegur bar, veitingasalur, útisundlaug og sauna i nágrenninu o.m.fl. Siðast en ekki sist má minna á einstaka náttúrufegurð, t.d Ásbyrgi, Dettifoss, Mývatn, Grenjaðarstaður, Hafralækur, Æðarfossar o.fl. Það er auðvelt að staldra við á Hótel Húsavik i nokkra daga og láta sér liða reglulega vel. tekist að þjálfa bjórhunda. En kannski kemur það seinna. Okkar bill var hinn siðasti sem ók i burt frá umráðasvæði tollgæslunnar, vegna þess að við höfðum ekki „græna” tryggingu. I Danmörku hafði trygginga- félagið fullvissað okkur um, að nákvæmlega sömu reglur giltu við komuna til Islands eins og á öðrum Norðurlöndum, I sambandi við bifreiðatryggingar. Þetta vita þeir bara ekki á tslandi, en siðar fékk ég útgefna sérstaka „græna” tryggingu fyrir bilinn. Þessir sömu erfiðleikar vegna reglna, sem eiga að vera hinar sömu á Norðurlöndum, sýndu seinna, að i þessu tilliti er tsland einnig undantekning. 1 Danmörku hafði Andelsbanken gefið þær upplýsingar, að á tslandi geti maður tekið peninga út úr banka rétt eins og i Noregi og Sviþjóð. En þeir vissu það ekki i islensku bönkunum. Ef maður ætlar að taka út peninga, verður fyrst að hafa samband við þjóð- bankann i Danmörku, og siðan fær aðalbankinn i Reykjavik pen- ingana senda 1—2 dögum siðar. Þegar bankinn á staðnum hefur fengið staðfestingu á þvi, að upphæðin hafi verið lögð inn i Reykjavik, getur maður tekið peningana út fyrir 60—70 króna aukaþóknun. Norræna samstarfið stirt Þegar við siðust allra ókum gegnum tollinn, vorum viö ennfremur spurð um vegabréf. Það eru ekki allir, sem þekkja dönsk bilnúmer, eða vilja þekkja dönsk bilnúmer á Islandi. Norrænt samstarf þarfnast að minnsta kosti nokkurra laga- króka á tslandi. Sem kunnugt er, tákna stafirnir DK Danmörku. Klistraöhár Það fyrsta sem við tókum eftir, var eldfjallarykið á vegunum. Þegar sólin skin og veðrið er þurrt, kemst maður ekki hjá þvi eftir að hafa ekið mörg hundruð kilómetra að fá klistrað hár og tennur af rykinu, og skiptir þá ekki máli hve þéttur billinn er, 1 Seyðisfjarðarbæ voru allar götur malbikaðar. En það er einkenni á flestum islenskum bæjum, að göturnar eru malbik- aðar. Allstaðar innanbæjar eru hraðatakmörkin 35—45 km. Þá fær maður lika tækifæri til að njóta malbiksins betur. Eini bilvegurinn frá firðinum lá frá fjarðarbotni yfir 500 m hátt skarð. Hér fengum við fyrst að reyna islenska þjóðvegi og sýsluvegi, sem komnir eru i mjög þokkalegt ástand eftir viðtækar vegabætur undanfarin 10—15 ár. Allir þjóð- vegir, sem ekki eru malbikaðir eins og i nágrenni Reykjavikur, eru oliubornir malarvegir og er ágætt að aka á þeim. Þó komumst við aldrei að þvi, hve hratt var leyfilegt að aka á helstu þjóöveg- um. Margir Islendingar keyrðu oftast á 80—100 km hraöa, sem hefndi sin líka með þvi að algengt var að dekk sprungu. Það sprakk ekki hjá okkur i eitt einasta skipti. Við fórum aldrei yfir 60 km hraða. Eyðilegtog kalt A leiðinni upp hina hlykkjóttu fjallvegi i öðrum gir og stundum i fyrsta gir, þvi að við uröum að vikja til hliðar fyrir bilum meö islensku númeri, og á leið niður fjallvegina á fullri ferö — mætt- um við þó bilum, sem sýndu á uppleiðinni tillitssemi þeim sem á móti komu. Efst uppi á fjallinu i 500 metra hæð, var eyðilegt landslag með þoku, snjó, vötnum og nær gróðurlaust. Hér var eins kalt og i marsmánuði væri. A niðurleiðinni fórum við framúr tveimur Arósabúum. Þeir voru komnir til Isiands i sumarleyfinu, án þess að þekkja aðstæöur nógu vel. Akandi á skellinöðru verður maður rykugur upp fyrir haus eftir daginn og jafnvel forugur i þokkabót. Flestum fannst það l “ r> igum nokkra báta á gömlu verði! uppen- UMBOÐSMENN: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRD HF Hólmsgata 4, slmi 24120, 121-Reykjavík. Miðsvœðis í Þingeyjarsýslum Hiijimlt ■ W áningarstaður í nánd við einstaka náttúrufegurð ••Pioncr-bátamir eru framleiddir úr ‘polyetyIen‘-plasti, sem er ekki hart, en mjög sveigjanlegt og sterkt, og eykur því endingu þeirra. ••Þeir sökkva ekki. Það skiptir engu hvort þeir séu fullir af vatni, þeir bera alltaf þá þyngd, sem þeim er ætlað. ••Þeir eru léttir, og handföng á báðum borðum, gerir þá auðvelda í flutningum. ••Þeir eru framleiddir í 10 mismunandi gerðum allt frá 7 fetum upp í 13 fet. Þegar þetta er haft í huga, og verð Pioner- bátanna siðan athugað, þá ættu engum að koma á óvart Pioner „Selskirkjan” á Skólavörðuholti. Kirkjan á Akureyri: Likist slökkvistöð. Glundroði virðist rikja i umferðinni i Reykjavik. OG -4RKITEKTUR í AfiOASJAÚtiS næstum fyndið, að einhver ætlaði aö fara á skellinöðru um sögu- eyna.” Þrjár tegundir húsa Við gripum næst niður i ferða- söguna, þegar höfundur er að fara frá Egilsstöðum. „Með vegakort á ensku héldum við af stað i þessu merkilega landi. Viðókum um uppsveitirnar og fórum framhjá einum sveita- bænum af öðrum. A eynni er háþróaöur kúabúskapur. Oft má sjá þrennskonar byggingar við bæina. Fyrsta byggingin er e.t.v. hrunin grjótdyngja, þar sem hinn upprunalegi bær hefur staðið allt frá landnámsöld. Eða þá að sjá má grjótveggi, torf og hálffallið þak eða oftast hrunið. Þetta geta verið hús, sem byggð voru á timabilinu frá 1850 og fram að fyrri heimsstyrjöld. A þriöja áratug aldarinnar byggðu flestir sér ljót steinhús og timburhús, og viðast hvar hefur nú verið flutt úr þeim. Hægt er að sjá allar þessar tegundir húsa uppistandandi hjá bændafjölskyldu, annaðhvort i rústum eða notuð sem útihús. Við sáum að viöa hjá bændum er vélvæðing á háu stigi og tvær eða þrjár dráttarvélar. Jafn- framteru kælitankará þeim bæj- um, þar sem kúabúskapur er stundaður og er mjólkin flutt á tankbilum i mjólkurbúið. Mjólkurbúin eru öll samvinnu- félög. 1 dag eru 19 mjólkurbú i landinu, og til þeirra komu t.d. 110 miljón kg mjólkur 1972. Stærstu mjólkursamlögin eru á Selfossi og Akureyri. A Akureyri fara 75% mjólkurinnar i smjör, osta og islenska lostætið skyr. Þetta skyr bragðast dásamlega vel. Þessa súrmjólkurafurð er ekki hægt að búa til i Danmörku eða Noregi. Kannski er bragðið tilkomið vegna hinna sérstöku steinefna, sem valda óvenjuleg- um grasvexti, og grasið gefur kúamjólkinni aftur á móti sitt sérstaka bragð. Skyr gat maður allsstaðar keypt, innpakkað eða i „lausri vigt.” Ef rjómabland var haft með skyrinu, samkvæmt meðmælum Islendinga, varð þetta mjög góður matur.” Bensínstöðvar fáséðar Eftir að hafa áð og dásamað tæra loftið og hreina og „mjúka” vatnið okkar, heldur Smedman áfram til Djúpavogs: „A Djúpavogi létum við fylla bensintankinn aftur. Jafnvel þótt maður hafi bensinbrúsa til vara og næstum fullan tank, freistast maður auðveldlega til að láta fylla tankimvjafnskjótt og maöur kemur auga á eina af þessum sjaldgæfu bensinstöðvum. Skóla- nemendur voru við vinnu á ben- sinstöðinni. Það er einkennandi, að allsstaðar sér maður skóla- krakka önnum kafna i hverskyns Framhald á 12 siðu Frá Skaftafelli: Ef á að friða svæðið, verður að fjar- lægja sauðféð og skipuleggja göngustigi fyrir ferða- mennina. BATARSEM OTNA EKKI ÖKKVA EKKI VELTA EKKI Örfáar ánægjulegar stað- reyndir varðandi vaxandi vinsældir Pioner-bátanna. Háskólinn séður úr Hljómskálagarði: Minnir mest á hin hræðilegu minnismerki Stalintimans. Sjálfur býr islenski bóndinn oft i geysistórum húsum þar sem nóg er plássið. Á eynni er hefð fyrir þvi, að sérhver fjölskylda reisi sér sitt eigið hús. Þess vegna er hvergi betri aðbúnaður hvað ibúöarhúsnæði snertir á Norður- löndum en á sögueynni. Okkur íslendingum hefur löngum leikið nokkur forvitni á að vita hvað útiendingar segja um land og þjóð. Glöggt er gests augað, segir málshátturinn, og víst er það, að margt af því sem okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt i okkar þjóðlífi, eða veitum ekki eftirtekt vegna þess að við erum því svo vanir, — kemur útlendingum spánskt fyrir sjónir. Þjóðviljanum barst nýlega ferðasaga, sem danskur maður, Klaus Smedman, skrifaði um tveggja vikna dvöl sína á islandi í fyrrasumar, Ferðapistlar þessir birtust vikulega í vetur i Mönsbladet. Ferðasagan er ýtarleg og hér verða aðeins birtir smákaf lar úr henni. Við sleppum öllum „sjálfsögðum hlutum", en berum helst niður þar sem höf undur segir okkur til syndanna eða furðar sig á því sem fyrir hann ber. Glefsur úr feröasögu Klaus Smedmans, sem ók um ísland í fyrrasumar 8JOftB4NN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.