Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 17

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 17
ÞJÓÐVILJINN — 17 ;^G Allir þeir sem hafa fengið skiðadelluna, eins og oft er komist að orði, vita hvað það getur verið hressandi og endurnærandi, að maður tali nú ekkium skemmtilegt,að bregða sér á skíði í góðu veðri. Margir verða svo gagn- teknir af þessari skemmtan að þeir nota hverja stund sem gefsttil þess að njóta hennar. Fjallaloftið, hreint og tært, er á við margar vítamínsprautur, og hæfileg á- reynsla á heilnæmu lofti hlýtur að vera ákaflega heilsu- samleg, ekki síst fyrir kyrrsetufólk. Á siðustu 10 árum, eða svo, má segja að hafi orðið alger bylting hvað snertir aðstöðu til skíðaiðkunar á Islandi. Víða um landið hefur verið komið upp mjög góðri aðstöðu fyrir skíðafólk, og skíðaíþróttin er nú orðin almenningsiþrótt til heilsubótar fyrir fjöimarga, og sífellt fjölgar þeim sem nota frí- stundir sínar á veturna til þess að fara á skiði. Hlíðarf jall — skíðaland Akureyringa Akureyri hefur löngum verið tengd skiðaiþróttinni og þaðan hafa komið margir góðir skiða- menn. Þar eins og annars staðar, þar sem möguleiki er á þvi að stunda skiði,er áhugi almennings á iþróttinni mjög mikill. Þeir eru ófáir sem skreppa i „Fjallið” i fristundum sinu, en „Fjallið” er að sjálfsögðu Hliðarfjall, þar sem Akureyringar hafa sitt skiðaland. t Fjallinu er ein stólalyfta, ein svokölluð T-lyfta og tvær tog- brautir. Stólalyftan var sett upp haustið 1967 og var fyrsta meiri háttar skiðalyftan hérlendis. Skiðabrekkur eru þarna við allra hæfi, allar upplýstar þannig að fara má á skiði jafnt að kvöldi til sem degi. Lyfturnar i Hliðarf jalli eru opn- ar frá kl. 10 á morgnana til kl. 10 á kvöldin á hverjum degi. 1 skiða- hótelinu er tekið á móti dvalar- gestum, en það færist stöðugt i vöxt að fjölskyldur, hópar og ein- staklingar utan af landi komi i Hliðarfjall til að vera á skiðum. Og sumir koma aftur og aftur, ár eftir ár. 1 hótelinu eru 11 2ja manna her- bergi og svefnpokapláss fyrir um 70—80 manns. Þarna geta menn fengiðleigð skiði og annað sem til þarf. Útbúnaður er til leigu fyrir 20—30 manns, og skiðakennsla er á hverjum degi. isafjöröur — Seljalandsdalur A Isafirði hefur lengi verið tölu- verður áhugi á skiðaiþróttinni enda skiðaland Isfirðinga, Selja- landsdalurinn, oft nefnt „Paradis skiðamanna”. Þar eru brekkur og gönguland við allra hæfi i fögru umhverfi. Arið 1968 var byggð skiðalyfta á Dalnum, eins og Isfirðingar kalla Seljalands- dalinn dags daglega, og upp frá þvi hefur áhugi almennings á skiðaiðkun farið ört vaxandi á 1973 sem vegurinn upp i Bláfjöll var fyrst opnaður. Þá var búið að koma þar upp einhverjum skiða- lyftum og var strax mikill straumur af fólki þangað. Arið eftir var svo lagt rafmagn á stað- inn og þá voru settar upp fastar lyftur. Það eru Reykjavik og sveitar- félögin i kringum Reykjavik á- samt Keflavik og Selvogi sem hafa sameiningu um að mynda þarna svonefndan Bláfjallafólk- vang. Þessir aðilar sja úm reksturinn þar auk þess sem skiðadeildir iþróttafélaganna Fram, Armanns og Breiðabliks hafa aðstöðu á svæðinu. Opiö daglega Alla virka daga er opið i Blá- fjöllum frá kl. 1—7. Auk þess er opið á þriðjudögum og miðviku- dögum frá kl. 1—10 á kvöldin, og um helgar er opið frá kl. 10—6. Isafirði og i nágrenni hans. Þar eru nú tvær skiöalyftur sem geta flutt þá sem það vilja svo gott sem upp á topp. Ekki hefur verið um neinar skipulagðar skiðaferðir til Isa- fjarðar að ræða þar sem aðstað- an til að taka á móti dvalargest- um er ekki nógu góð enn þá. Reykjavík og nágrenni: Bláf jallafólkvangur Eitt vinsælasta skiðasvæðið i nágrenni Reykjavikur nú er Blá- fjallasvæðið, en þar er bæði fyrir- taks skiðaland og skemmtilegt umhverfi. Það var um páskana vörur til sölu, til þess að afla upp- lýsinga um kostnaðinnn við þokkalegan útbúnað. Verslanirn- ar sem við leituðum til voru Niðurstaða okkar var sú að fyr- ir börn kostaði það allra nauð- synlegasta varðandi svigútbúnað. skiði, bindingar skór og stafir allt frá 15—16 þúsund krónum upp i 40—50 þúsund. Hafa ber i huga að allra dýrasti útbúnaðurinn i öll- um ílokkum er raunar keppnisút- búnaður. Góðan útbúnað fyrir sennilega fá fyrir svona 25—35 þúsund krónur. Þá má reikna með að skiðin kosti 15—20 þúsund, skórnir 6—9 þúsund, bindingar 6—10 og stafir um 2 þúsund krón- ur. Unglingar Fyrir unglinga má reikna meö að fá góðan útbúnað fyrir 45—60 þúsund krónur. og allt upp i 90 þúsund. Skiðin kosta svona 20—30 þúsund, skórnir 10—15 þúsund. bindingar 6—10 þúsund og stafir 1300 til 3000 krónur. Fullorönir Fyrir fullorðna kosta góð skiði 25—40 þúsund krónur. skór 10—25 þúsund, bindingar 9—25 þúsund og stafir 3.500—5.000 krónur. Sem sagt ailt heila klabbið kostar 50—100 þúsund. Það má með Framhald á bls. 12 Skálafell, Hamragil, Hveradalir En það eru fleiri skiðasvæði i nágrenni Reykjavikur en Bláfjöll. Til dæmis er mjög vinsælt að fara i Skálafell, en þar er Skiðadeild KR með aðstöðu. Svo eru IR-ing- ar búnir að koma uppágætri að- stöðii i Hamragili. sem er neðan við Hengilinn. Þar eru komnar lyftur upp á hæstu toppa en snjór- inn er þar heldur óstöðugur, og svo er lika hægt að fara i Hvera- dali. Hvaö kostar skíöaiðkun? Við leituðum til nokkurra versl- ana i Reykjavik, sem hafa skiða- í Kerlingarfjöllum sólskinsparadís - ekki alltaf, en lygilega oft. Og ekki skaðar fjallaloftið Skellið ykkur I Kerlingarfjöll í sumar Skiðakennsla. gönguferðir. náttúrufegurð, luxus matur, fjörugar kvöldvökur. heit böð og skálalíf í einu orði sagt ÆVINTÝRI Skíðanámskeiðin 1978 Nrl Frá Rvk. Lengd T egundnámskeiðis 1 21 júni 6 d Unglmganámskeið (yngri en 1 5 ár, 2 26 júni 6 d U nglinganámskeið 3 1 júli 6 d Fjölskyldunámskeið 4 6 júlí 6 d Fjölskyldunámskeið 5 1 1 júli 6 d Fjölskyldunámskeið 6 16 júli 7 d Almennt námskeið 7 22 júli 7 d Almennt námskeið 8 28 júli 7 d Almennt námskeið 9 3 ágúst 6 d Fjolskyldunámskeið 10 8 ágúst 6 d Fjólskyldunámskeið 1 1 1 3 áqúst 6 d Unglinganámskeið (1 4— 1 8 ára) 12 18 ágúst 6 d Unglinganámskeið (1 4— 1 8 ára) 13 23 ágúst 6 d Unglinganámskeið Keppendur Bókanir og miðasala: FERDASKRÍf-STOFAN Eimskipafélagshusinu simi 26900 Ath.biöjið um upplýsingabækling. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum Skátabúðin, Vesturröst, Domus. Sportval og Útilif. Börn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.