Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 19
ÞJÓÐVILJINN — 19
Útilegur i tjaldi eru vinsæll og
þægilegur ferðamáti, amk. þeg-
ar sæmilega viðrar. En hvað
kostar viðleguútbúnaður? Við
höfðum samband við þrjár
verslanir sem selja viðleguút-
búnað, Domus, Sportval og
Útilif, og spurðumst fyrir um
verðið.
Margar gerðir fást af tjöld-
um.Litil tjöld til gönguferða (2-
4 raanna), svokölluð göngutjöld,
sem eru mun léttari en venjuleg
tjöld, kosta frá kr. 19.900 (2ja
manna frönsk tjöld með tjald-
himni) og allt upp i 74.000 krón-
ur. En algengasta verð á þess-
um tjöldum er frá 23.000 —
30.000 kr.
Venjuleg tjöld, 2ja manna,
kosta 16.700 kr. en algengt verð
á 3ja til 6 manna tjöldum er 27
til 37 þúsund kr. En hægt er að
fá dýrari tjöld, og virðist verðið
allbreytilegt eftir verslunum.
Þannig kosta 4-6 manna tjöld i
Útilifi frá 50.000 og allt að
100.000 kr.
Svefnpoka má fá úr ýmsum
efnum. Pokar úr ullarkembu
kosta 8-9000 krónur, en úr
dralonkembu um 11.000 kr. Þá
fást pokar úr dyolin-kembu og
kosta um 10.000 kr. Gervidún-
svefnpoka má fá fyrir tæpar
20.000 kr. og dúnsvefnpoka allt
upp i 64 þúsund kr. En algengt
verð á dúnpokum mun vera frá
30.000 til 45.000 kr.
Verð á bakpokuin fer eftir
stærð þeirra og eins þvi, hvort
þeir eru á grind og hvað grindin
er viðamikil. Léttir dagferða-
pokar eru ódýrastir, og kosta
frá 5.300 krónum. En siðan má
fá ýmsar gerðir af bakpokum og
á verði frá 10.700 kr. og upp i
34.000 kr.
Vindsængurkosta 4000 til 5000
kr. En svampdýnur hafa mjög
rutt sér til rúms undanfarið i
stað vindsænganna. Fyrirferð-
arlitlar svampdýnur fyrir
göngumenn kosta 1700 — 5000
kr., en venjulegar svampdýnur i
tjöld kosta 4000 til 5300 kr.
Einnar hellu gastæki kosta
4000 til 5000 kr. Gaskútarnir i
þau tæki kosta 690 kr. Tveggja
hellna gastæki kostar frá 8.900
kr. og uppi 20.000 kr. Hver gas-
kútur i ódýrustu gerða þessara
tækja kostar 550 kr. en stór kút-
ur, sem hægt er að fylla á i
næstu bensinstöð, kostar 5.700
kr. Litill haus, sem tekur einn
pott, kostar 2.885 kr. en stór
haus, sem tekur tvo potta, kost-
ar 4.176 kr.
Besfa fciðaúrvalið
SÓLARFERÐ TIL FIMM LANDA f \ SUMARBÚSTAÐIR Á NORÐURL0NDUM ( \ SEPTEMBERDAGAR Á ÍTALÍU
Þessi ferö er einstæö. Feróaskrifstofur verkalýós- og samvinnu- Eftir beint þotuflug í sólarbæinn Portoroz
Hún hefst á 4ra daga dvöl í sólarbænum hreyfinganna á Noröurlöndum eiga aö reka í Júgóslavíu, sem er á frægri baöströnd, er
Portoroz á strönd Adríahafsins. mörg sumarhús, svipuó og til eru hér á landi, eftir þriggja daga dvöl lagt upp í 15 daga»erð
Ekiö á fimmta degi noröur meö landi í en vegna tengsla við þessar skrifstofur og þær til Italíu í loftkældum langferöavagni. Okkur
loftkældum langferóavagni — þv'í þaö er heitt. félagsmálahreyfingar sem aö þeim standa, ber hratt yfir, því vegir eru greiöfærir
Ekiö aó hinu fagra Bledvatni, en síöan liggur geta Landsýn og Samvinnuferöir nú boöiö is- Fyrstu dögunum er eytt í aó skoóa tvær
leiöin til Austurríkis, til Salzburgar, en þar bjó lendingum upp á dvöl í sumarhúsum á hinum frægar borgir, Bolonga og Flórenz, en báöar
hann Mozart og borgin ómar, af tónlist og Noröurlöndunum. eru frægar af sögu og listum, og fyrir fegurö.
sögu. Verðiö fer eftir gerö húsanna og árstíma, Siglt til Elbu, sem er 5 mílur undan
Frá Salzburg ökum viö til Múnchen, sem en unnt ætti aö vera aó leigja mjög gott hús ströndinni. Eyjan er fræg fyrir aö þar var
er milljónaborg, höfuöborg Bæjaralands. Þar fyrir kr. 45.000.— á viku; hús sem rúmar fjóra. Napoleon i haldi 1814—15.
veróur dvaliö í þrjá daga, enda nóg aö sjá — Viö bjóöum fjölskyldufargjöld til Norður- Ekiö til Rómar, hinnar eilífu borgar, og þar
og svo er þaö hinn víöfrægi bjór, sem einnig landa og þau eru mjög hagstæð. Ef til vill hefur veröur dvalið í 3 daga.
hefur gert héraöiö frægt. þarna opnast ódýr leið fyrir alla fjölskylduna til Ekiö meö austur ströndinni, vió Adríahaf.
Frá Múnchen er ekiö til Sviss og viö að dveljast í sumarbústaó á Norðurlöndum. Viödvöl er í Pescara, sem er borg á stærö viö
dveljum tvo daga í Zúrich. sem er héraöshöf- Vegna eftirspurnar veröur aö hafa hraö- Reykjavík og til baðstrandarbæjarins Timini.
uöborg og stærsta borgin í Sviss. Limmat áin ann á og panta hús. Stutt viödvöl í dvergríkinu San Marino,
streymir gegnum borgina og fannhvít fjöllin sem er svo vinsæll feröamannastaóur aó aö-
ber viö himin. gangur er takmarkaöur.
Ekiö til Italíu og vió skoöum Mílanó og Feneyjar skoðaóar og síðan haldiö til
Feneyjar, en aö því loknu er aftur haldió til Portoroz, þar sem dvalið veröur á ströndinni
Portoroz og slappaó þar af í sólinni í tæpa þrjá síðustu dagana.
viku. Brottför 31 ágúst, 3 vikur. Innifaliö: Hótel,
Brottför 10 ágúst, 3 vikur. morgunmatur og kvöldveröur og 15 daga ferö
Innifaliö: Hótel, morgunveröur og meó íslenskum fararstjóra.
kvöldmatur. Verö 193.000.— Fjöldi þátttakenda er
11 daga feróin veröur meö íslenskum takmarkaöur.
leiösögumanni.
Verö 179.000 —
^ Fjöldi þátttakenda er takmarkaóur. ^ ^ ) V J
— f' . . . \ f A
FERÐIST OG MEGRIST ENSKUNAM AIRLANDI FERÐIST OG FRÆÐIST
Venjulega fitnar fólk í sumarleyfinu. Menn Viö höfum nú ákveðið, vegna fjölda fyrir- Venjulega feröast menn tii sólarlanda til
geta ómögulega veriö aö kvelja sig meö spurna, aö efna til enskunámskeiös á (rlandi í þess aö slappa af í sólinni og safna þreki, og
megrunarkúrum í sjálfu sumarleyfinu. sumar. Námsdvölin er einn mánuóur. menn skemmta sér, eftir því sem tilefni gefast.
Annaö er þó líka til, aö feröast og Dvalió veröur á góöum, írskum heimilum En þaö er ekki öllum nóg. Sumir vilja
megrast. undir eftirliti umsjónarmanna, en auk þess að kynnast landi og þjóó, hafa jafnvel feröast þar
I Portoroz í Júgóslavíu er t.d. rekin umgangast enskumælandi fólk, veröa taltímar um í bókum og vilja nú sjá eitt og annað meö
heimsfræg heilsubótarstöö. Hún er líka þekkt einu sinni á dag, þar sem kennarar fá nem- eigin augum.
á íslandi því margir hafa fariö þangað til aö fá endur ti! þess. að tjá sig á enskri tungu. Þetta Ferðaskrilstofurnar bjóða nú i samstarfi
bót viö liöagigt, asma og soreasis, og nú hefur er áhrifamikil aöferö til þess aö bæta viö sig í viö verkalýöshreyfinguna á Islandi, skipu-
stööin tekiö upp megrunarmeóferð, sem tekur enskri tungu. lagðar sjö daga ferðir um Júgóslavíu. Viö
10 daga. heimsækjum fyrirtæki og vinnustaöi, og viö
Hefur árangurinn þótt mjög athyglisverð- Brottför í fyrstu viku júní. munum fræöast um hagi fólks, en um 20 mill-
ur, enda beitt nýjustu aöferöum læknavísind- Innifaliö: flug, gisting og fullt fæói á jónir manns búa í Júgóslavíp, af sex ólíkum
anna, þar á meöal nálarstunguaöferö. heimilunum; auk þess 20 kennslustundir í þjóöernum.
Meöferöin tekur tvo tíma, daglega, og al- ensku. Júgóslavar búa viö sterka stjórn, og mikla
gengt er að menn missi 10 kg. á 10 dögum. Verð 145.000.—kr. valddreifingu er varóar stjórn atvinnulífsins.
Viö höfum þegar tekiö á móti pöntunum Feröast veröur um landiö í viku í loft-
frá fólki, og Ijóst er aö margir viröast vilja kældum vagni og íslenskur fararstjóri veröur í
megra sig í sólarlandaferóinni í ár, og vissara förinni.
er því aö panta tímanlega.
Samvinnuleröir og Landsýn hata einka- Brottför 17. maí, 21 dagur.
rótt til aö vista Islendinga á þessa Innifaliö: Hótel, morgunveröur, kvöld-
heilsubótarstöö. veróur daglega og 7 daga skoöunarferð
meö viökomu i Bled, Zagreb, Plitvice,
Viöbótarverð fyrir Sarajevo og Split.
megrunarferö:
Kr. 25.000 — Veró kr. 145.000 —
s > L— ^ V ! >
LAHDSYN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 SÍMI28899
iSamvinnu-
fenðir
m
'í: •
Austurstræti 12 simi 2-70-77
Ferðamáhráð
gefur út blað
Fyrsta tölublað nýs blaös,
,,Ferðan/ála” er nýlega komið
út. Blaðið er gefið út af Ferða-
málaráði Islands og dreift
ókeypis meðal þeirra sem
starfa að ferðamálum.
Ábyrgðarmaður er Ludvig
Hjálmtýsson ferðamálastjóri.
Heimir Hannesson formaður
Ferðamálaráðs fylgir blaðinu
úr hlaði og segir m.a.: „Ekki
aöeins á timum þegar gjald-
eyrisforðinn er rýr og framtið
helsta útflutningsatvinnunnu-
vegarins óviss er mikilvægt að
við tslendingar leitum viöar en
á fiskimiðtil að tryggja þjóðinni
verðmæti. Með þvi aö laöa
ferðamenn til landsins gerum
viðeinmitt það, aukum atvinnu-
sköpun, dreifum áhættunni og
leggjum um leið drögin að fjöl-
breyttari atvinnulifi i landinu.
Þvi okkur ber tvenns að gæta: I
fyrsta lagi ber okkur að halda
efnahagslegu sjálfstæði okkar,
og i öðru lagi er það skylda okk-
ar að vera hlutgengir i sam-
starfi þjóðanna. t báðum tilvik-
um gegnii- þróun ferðamála
veigamiklu hlutverki.”
Þeir sem áhuga hafa á blað-
inu geta íengið það ókeypis á
skrifstofu Ferðamálaráðs að
Laugavegi 3, Reykjavik.
—eös
Gasluktir kosta 4.500 til 4.800
kr. en tjaldluktir sem ganga
fyrir rafhlöðum kosta 3800 til
4700 kr.
Pottasettmá fá á verði frá kr.
2000, og er það fyrir einstakling,
og upp i 11.000 kr. og er það dýr-
asta með diskum og bollum.
Áhaldatöskur, eða „picnic”
töskur fyrir 4-6 manns kosta 7-
8000 krónur.
Gönguskór fást i mörgum
gerðum og er verðið frá 10 þús-
und kr. og upp i 23 þúsund.
, Anorakar kosta frá 3.000
krónum (i kvenna- og unglinga-
stærðum) og upp i 15.000 kr., en
það eru sérstakir fjallaferða-
anorakar. Einnig má fá buxur
og jakka i setti frá 7000 til 10.000
kr. Dýrasta settið er úr nýju efni
sem „andar” þótt það sé jafn-
framt vatnshelt og kostar það
21.000 kr. Göngubuxur
(hnébuxur) kosta 5-6 þúsund kr.
og háir sokkar 2-3 þúsund.
Auðvitað er ekki nauðsynlegt
að hafa allan þann búnað sem
nefndur er hér að ofan meðferð-
is i venjulega útilegu. Komast
má af með tjald. svefnpoka.
gastæki, potta. diska. bolla og
hnifapör. að ógleymdu nestinu.
En þetta fer eftir ýmsu, hvar
dvalist er og hve lengi og ekki
sist þvi, hvernig menn ætla að
nota timann. Ef menn ætla að
stunda fjallgöngur eða langar
gönguferðir, er nauðsynlegt að
hafa til þess góðan útbúnað,
fyrst og fremst góða gönguskó
og hlifðarföt.
—eös
Rökkur
1977
kom út I desember sl. stækkað
og fjölbreyttara að efni sam-
tals 128 bls. og flytur söguna
Alpaskyttuna eftir H.C.
Andersen, endurminningar út-
gefandans og annað efni.
Rökkur fæst framvegis hjá
bóksölum úti á landi. Bókaút-
gáfa Rökkurs mælist til þess
við þá sem áður hafa fengið
ritið beint og velunnara þess
yfirleitt að kynna sér ritiö hjá
bóksölum og er vakin sérstök
athygliá að það er selt á sama
verði hjá þeim og ef það væri
sent beint frá afgreiöslunni.
Flókagötu 15, simi 18768 Af-
greiðslutimi 4-6.30. alla virka
daga nema laugardaga.
Bókaútgáfan
Rökkur,
Flókagötu 15,
sími 18768.
Afgreiðslutími
4-6.30. alla virka
daga nema
laugardaga