Þjóðviljinn - 22.04.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 22.04.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22 april 1978 AF STJÓRNMÁLAFLOKKI Hugmyndir Forn-grikkja um sköpun jaröarinnar voru — ef ég man rétt — aö í upphafi hafi allt verið gapandi tómt, eins konar Ginnungagap, en það nefndu grikkir ,,Kaos". Elstu heimspekingar grikkja hugsuðu sér víst að í Kaosi hefði verið formlaus og tilgangslaus blanda alls þess sem siðar myndaði hina mótuðu tilveru, ,,Kosmos". í goðafræði grikkja segir siðan frá þvi að uppúr ,,Kaosi" hafi móðir jörð eða ,,Gaia" sprottið. Margir eru þeirrar skoðunar að ástandið í islenskum stjórnmálum núna rétt fyrir kosningar sé ekki ósvipað og ringulreið Kaosins áður en móðir jörð steig uppúr því s.s. ,,tilgangslaus blanda". Þá hyggja margir að ringulreiðin í íslenskum stjórnmálum sé slík að næsta vonlítið sé að nokkur glæpist á að setja krossinn á réttan stað, en ef það hendir þá sé nærtækasta skýringin að viðkomandi hafi gleymt gleraugunum heima, hann hrjái elliglöp, eða hann sé genginn í barn- dóm. Sauðtryggir áhangendur Sjálfstæðis- f lokksins barma sér sáran yf ir því að f lokk- urinn gleymi endrum og eins þeirri skyldu sinni að berjast fyrir hagsmunum auðkýf- inga. Flokknum er jafnvel velt uppúr því miður geðslega svaði, að hann sé að verða krataflokkur, en verra hnjóðsyrði er víst ekki hægt að segja um nokkurn stjórnmála- flokk. Sömu ákúrur fær raunar Alþýðu- bandalagið, sem af mörgum er talið að nálgist það að vera demókratískur flokkur (Það er ógaman að setja svona lagað á þrykk). Þá segja sumir að rikrar tilhneig- ingar hafi löngum gætt i Framsóknar- flokknum að verða krataf lokkur, en við í þéttbýlinu þurfum nú að vísu ekki að vera að ergja okkur yfir þeim flokki. Fram- sóknarflokkurinn er hagsmunaflokkur sveitamanna og verður þess vegna ekki kosinn í þéttbýli. Glöggir menn hyggja að þegar málið er skoðað ofaní kjölinn þá komi í Ijós að eini flokkurinn í landinu, sem ekki geti talist krataf lokkur, sé Alþýðuf lokkurinn, en eins og alþjóð veit hefur það um langt árabil verið aðalstef numál þess flokks að koma örfáum kjósendum sínum í vinnu hjá Tryggingarstofnun Ríkisins. Ástandið í islenskum stjórnmálum er, sem sagt mjög líkt þeim óskapnaði, sem móðir jörð steig uppúr í árdaga samkvæmt mýþu grískrar goðafræði. Og viti menn. Ekki er annað að sjá en hið sama ætli að gerast í islenskum stjórnmálum. Uppúr kaosi íslenskra stjórnmála er að rísa nýr flokkur, flokkur, sem miklar vonir eru bundnar við, flokkur sem þegar hefur sett fram stefnuskrá sína á auglýsingasíðum Dagblaðsins, flokkur sem veit hvað hann vi11 og veit hvað hann ætlar að bjóða kjós- endum uppá. Til aðgreiningar frá hinum flokkunum kallar þessi flokkur sig hvorki meira né minna en ,,Stjórnmálaf lokkinn." Á stefnuskrá þessa flokks er það einkum þrennt, sem ætlunin er að beita sér fyrir. 1. Að breyta stjórnarskrá lýðveldisins íslands 2. Að gerbreyta skattafyrirkomulagi hér á landi og auðvelda i f ramkvæmd. 3. Að taka aðstöðugjald af NATO. Sagt er frá því á auglýsingasíðu Dag- blaðsins orðrétt að á ^Skemmtilegum og fræðandi kvöldfundi" hafi „nær eingöngu verið rætt um stjórnarskrárbreytinguna. Kom þá i Ijós að mikill áhugi var fyrir breytingunni, en ekki skildu allir hvað um var að ræða". Það hefði óneitanlega verið gaman að vera á þessum f undi þar sem fundarmenn hafa setið eins og vankaðir bolakálfar á skemmtilegum og fræðandi kvöldfundi, fullir áhuga á einhverju, sem þeir botnuðu hvorki upp né niður í. í dentíð var Nasistaflokkurinn jafnan kallaður ,, Flokkurinn" til að greiningar f rá því fyrirbrigði. Þá hafa stofnendur ef til vill óttast að flokknum yrði ruglað saman við ,,Hornaf lokkinn". Vonandi verður þess- um tveim flokkum ekki ruglað saman, þótt . þeir séu um margt líkir. Eitt eiga þeir Stjórnmálaflokkurinn og Hornaflokkurinn a.m.k. sameiginlegt, en það er að langa til að láta heyrast í sér og freta hressilega. Annars heyrðist þessi vísa um daginn og var sögð úr herbúðum ,,Stjórnmálaf lokks- ins": Óánægðir íhaldsmenn una í draumum stórum Stjórnmálaflokk þeir stofna senn með stuðningsmönnum fjórum. Flosi. í Fíladelfiu- 2 í dag Skagfirska söngsveitin Tónleikar kirkju kl. og á mánudagskvöld Skagfirska söngsveitin hefur nú aft undanförnu æft kantötuna Oliveto Calvary eftir breska tön- skáldift Jaines II. Maunder. Er liún viAamesta verkefnið sem Auglýsinga- síminn er 81333 uúÐv/um körinn hefurtekið til flutnings að þessu. Höfundurinn, James H. Maunder, fæddist i London 1858 en lést 1920. Hann var söngstjóri og organisti við ýmsar kirkjur i nágrenni Lundúna og kórþjálfari við Lyceum Theatre og kunnur kantötuhöfundur. Kantata sú, sem Skagfirska söngsveitin flyt- ur, fjallar um pislarsögu Jesú, atburöina i Getsemanegarðinum og krossfestinguna. Söngsveitin hefur æft þetta verkefni frá þvi i haust, haft að jafnaði tvær æfingar i viku en þrjár til fjórar upp á siðkastið. Má þvi ljóst vera, að félagar sveitarinnar leggja mikið á sig fyrir sönginn en enginn telur það eftir. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni eru þau Margrét Matthiasdóttir, Ruth Magnússon, Friðbjörn G. Jönsson, Halldór Vilhelmsson, Hjálmar Kjartans- son og Hjálmtýr Hjálmtýsson. Árni Arinbjarnar leikur á orgel undir sönginn. Hefur hann áður leikið með Söngsveitinni en henn- ar fasti undirleikari er annars og hefur verið um mörg ár ölafur Vignir Albertsson, pianóleikari. Skagfirska söngsveitin mun að þessusinni halda tvenna tónleika þar sem kantatan verður flutt. Verða þeir báðir i kirkju Fila- delfiusafnaðarins Hátúni 2, hinn fyrri kl. 17 i dag og hinn síðari á mánudagskvöldið. Stjórnandi Skagfirsku söng- sveitarinnar er sem áður Snaebjörg Shæbjarnardóttir og eru söngmenn um 60. —mgh Fyrirheit hugleiöslumanna: AHar þjóðir eru ósigrandi Maharishi Mahesh Yogi heitir maður sem alloft hefur verið i fréttum. Hann varð maður vin- sæll þegar innhverf ihugun var sem mest i tisku fyrir nokkrum árum. Ihugun er ekki eins eftirspurð og þá, en Maharishi er ekki af baki dottinn. Hann hefur nú kom- ið sér fyrir i Seelisberg i Sviss og hefur þaðan stofnað Alheims- stjórn. Að undanförnu hefur þessi stjórnsent frá sérmikiðaf frétta- bréfum, og berast þau meira að segja til Þjóðviljans. Flest fjalla þau um nýja her- ferð sem Maharishi nú boðar. Hann telur það mikilla meina bót, ef sem flestar þjóðir fást til að senda til hans i læri herforingja og hermenn. Handa þessu fólki hefur hann búið tii ihugunaráætlun sem á aö gera hermenn upplýstari þegna i góðu jafnvægi, styrkja vald þeirra jafnt á sál og likama og „gera félagslega hegðun þeirra rikulegri” eins og þar segir. Maharishi telur, að með þvi að láta eins og eitt prósent manna af hverri þjóð stunda ihugun svo sem tuttugu minútur kvölds og morgna á degi hverjum, þá muni samræmi og þroski breiðast út um alla þjóðarvitundina og þjóðin þar með verða ósigranleg. Hann segir að með þessu móti geti herinn gegnt þeirri skyldu sinniað tryggja öryggi þjóðarinn- ar. Og honum þykir það liggja i augum uppi, að þegar allar þjóðir eruorðnar ósigrandi með þessum hætti, þá sé heimsfriðurinn þar með tryggður. Hinn indverski jógi hefur fundið hollenskan liðsforingja, Cram- winckel að nafni, til aðveraæðsti maður Herráðs Alheimsstjórnar sinnar. Leiðrétting við fréttir af líkamsárás í siðustu viku var frá þvi greint i fréttum, að ráðist hafi verið á tvo menn i húsi við Hrisateig hér i borg og þeim veittir alvarlegii áverkar. Annar þessara manna hefur komið að máli við Þjóðviljann og óskað eftir að koma á framfæri leiðréttingum við blaðafréttir áf þessu máli. Hann kvaðst i fyrsta lagi vilja taka fram að frétt i einu dagblað- anna um að eitthvert „partý” hafi staðið yfir i húsinu við Hrisa- teig þegar árásin var gerð sé al- röng. Þeir tveir, sem fyrir árásinni urðu, hafi átt sér einskis ills von, annar verið sofandi en hinn að bú- verkum. Þá hafi sex menn snögg- lega ráðist inn i ibuðina og hafið átök.sem leiddu til misþyrminga á þeim tveimur mönnum, sem fvrir voru i ibúðinni. Þegar árásarmennirnir hurfu á braut gat hvorugur hinna slösuðu björg sér veitt, en fólk úr annari ibúð i sama húsi kom á vettvang, þegar það heyrði kallað á hjálp. Var náð i sjúkrabil og lögreglu og mennirnir báðir, sem ráðist hafði verið á, fluttir á slysadeild Borgarspitalans, þar sem annar þeirra var lagður inn til meðferð- ar, en hinn fékk að fara heim, þegar gert hafði verið að sárum hans. Viðmælandi Þjóðviljans tók fram, að hann teldi ámælisvert þegar saklausir menn og alsgáðir yrðu óvænt fyrir slikri árás, þá væri frá þvi greint i blöðum, að á þeim hafi verið „lumbrað” i „heljarmiklu partýi”.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.