Þjóðviljinn - 22.04.1978, Side 3
Laugardagur 22 aprfl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3'
Ræningjar
Moros kreflast
fangaskipta
Ganga kristilegir til samninga við þá?
Særingaréttarhöldin í Aschaffenburg:
Hitler og Neró meðal
tilnefndra djöfla
21/4 ‘— Kristilegi demókrata-
tlokkurinn hefur beðið Rauðu
het'sveitirnar svokölluðu að gera
nákvæma grein fyrir þvi, til hvers
þeir ætlist i skiptum fyrir það að
þyrma lifi Aldos Moro, fyrrum
forsætisráðherra ítaliu. Er þetta
tekið sem merki þess, að
stjórnarflokkurinn sé að linast i
þeirri afstöðu sinni að taka cnga
samninga við mannræningjana i
mál. Samkvæmt nýbirtri til-
kynningu i nafni mannræningj-
anna hafa þeir enn ekki tekið
Moro af lifi, eins og þeir höfðu
áður tilkynnt, en segjast ætla að
Suður-köreanska
Boeing-þotan:
Villtist af
leiö
um þús-
und mílur
21/4 — Suðurkóreönsk farþega-
þota af gerðinni Boeing 707 nauð-
lenti í nótt á Hvitavatni (Béloje
Osero) i norðvesturhluta Rúss-
lands, nánar tiltekið í Kirjála-
landi (Kareliu) milli Finnlands
og Ilvítahafs. Vélin var á lcið frá
Paris yfir Norðurheimskauts-
svæðið til Seúl, en virðist hafa
villst af lcið um 1000 milur og
þykir það furðu gegna. Að sögn
sovéskra embættismanna laskað-
ist vélin verulega við nauð-
lendinguna og biðu t veir farþegar
bana og nokkrir slösuðust, þar af
tveir alvarlcga.
110 manns voru i flugvélinni,
flestir þeirra Japanir og
Suður-Kóreumenn. Sovéskir tals-
menn segja að flugmenn vélar-
innar, sem kom inn yfir sovéskt
land á Kólaskaga, þar sem Sovét-
menn hafa mikinn herbúnað, hafi
virtað vettugi fyrirmæli sovéskra
orrustuflugvéla, sem sendar voru
til móts við hana, um að lenda á
flugvelli nokkrum og haldið
áfram tvær klukkustundir suður
eftir uns vélin lenti á vatninu,
sem lagt er þykkum is.
Suður-Kórea hefur ekki stjórn-
málasamband við Sovétrikin og
hafa Japanir og Bandarikjamenn
þvi gerst milligöngumenn. Sovét-
menn hafa þegar tilkynnt Banda-
rikjamönnum að þeir megi senda
flugvél tif MUrmansk til að taka
við áhöfn og farþegum hinnar
veg a vi Utu farþegaþotu.
Suðurkóranska sendiráðið i
Helsinki, segir skekkju i stefnuUt-
reikningi hafa valdið villu flug-
vélarinnar, en gefur enga
skýringu á þvi, að sú villa skyldi
verða svo mikilað flugvélin fór að
minnsta kosti 1000 milur af fyrir-
hugaðri flugleið.
Franskur
liösauki
til Sjad
21/4 — Frakkland hefur sent um
650 manns Ur Útlendingahersveit-
inni og fallhlifasveitunum til
Sahara-rikisins Sjad, sem áður
var frönsk nýlenda, að sögn
áreiðanlegra heimilda Fyrir er i
landinu um 500 manna franskt lið.
Er þetta gert til stuðnings Sjad-
stjórn, sem á i höggi við upp-
reisnarmenn i norðurhluta
landsins. Þeir fá að sögn stuðning
frá Libiu.
drepa hann ef stjórnin hefji ekki
viðræður við ræningjana fyrir
klukkan tvö á niorgun.
Mannræningjarnir krefjast
þess, að allir „kommUnistar i
itölskum fangelsum”, einsog þeir
orða það, verði látnir lausir i
skiptum fýnr Moro, en óljóst er
Moro — taugastríðið um Hf hans
heldur áfram.
við hverja fanga er átt.
KommUnistaflokkurinn lýsti þvi
yfir i þessu tilefni að stjórnin ætti
ekki að taka i mál að beygja sig
fyrir ógnunum hryðjuverka-
mannanna.
21/4 — Domstóll i Aschaffenburg i
norð-vestanverðu Bæjaralandi
dærndi i dag tvo kaþólska presta
og roskin hjón til sex mánaða
fangelsisvistar, skilorösbundið,
fyrir að hafa valdið dauða dóttur
hjónanna, sem andaðist úr nær-
ingarskorti cftir að prestarnir
höfðu i ellefu mánuði rcynt að
reka úr henni djöfla, sem þeir
voruog eru sannfærðir um að hafi
tekið sér bólstað i henni. Fór
þetta fram samkvæmt gömlum
helgisiðum kaþóisku kirkjunnar.
Annar prestanna, faðir Renz,
sagðist álita að stúlkan, Anne-
liese Michel, hafi viljað deyja til
þess að friðþægja fyrir syndir
Þjóðverja almennt, og þá sér-
staklega æskulýðsins og presta-
stéttarinnar. Að sögn prestanna
var stúlkan haldin sex djöflum,
og taldi hún að þeirra á meðal
hefðu verið þeir Hitler, Neró
Rómarkeisari, JUdas Iskariot og
Satan sjálfur.
Faðir stúlkunnar sagði að með-
an á þessu stóð hKfði verið mjög
reimt i hUsinu, ljós hefðu slokkn-
að án þess að nokkur maður kæmi
þar nærri og hringt hefði verið til
foreldranna i nafni fólks, sem sið-
an skýrði frá þvi að það hefði ekki
hringt.
—
í Sýninga-
1 •• 11 • •
holhnni
Stórglæsilegt úrval bifreiða á 9000 fermetra gólff Ieti
—þetta er sýning sem allir verða að sjá
BILAHAPPDRÆTTI
vinningur MAZDA 323
GESTUR DAGSINS hlýtur sólarlandaferð
með Samvinnuferðum
STRÆTISVAGNAFERÐIR á 15 mínútna fresti
SÉRSTAKAR afsláttarferðir og gisting á vegum Flugleiða
AFSLÁTTUR á öllum ferðum sérleyfishafa
Dags. Frá kl. Til kl.
14-4 1900 2200
15-4 14°o 22°°
16-4 1400 2200
17-4 15°° 22°°
18-4 15°° 2200
19-4 15°° 22°°
20-4 14°° 2200
21-4 1500 2200
22-4 14°° 2200
23-4 14°° 2200