Þjóðviljinn - 22.04.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 22.04.1978, Side 7
Laugardagur 22 apríl 1978 l>JÓÐVILJINN — StÐA 7 Ekki veit ég fáfróður, hvort nokkur botn er í kassa þessum, en ólíklegt má það teljast þar sem botnleysan er undirstaða islenska efnahagsundursins nú á siðustu og bestu timum Sk jöldur Eiriksson: Margt er skrítið í kýrhausnum Margt er skritið i kýr- hausnum sagði kerlingin”. Þessi spaklega setning var i eina tið i miklu uppáhaldi hjá Moggaritstjórum. Skyldi ritstjóra þessa ágæta dagblaðs þá, hafa grunað, að nú á þeim herrans árum 1977 og 1978, legðu 2 af ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins leiðir sinar i Austurveg og þægu þar veislur góðar og stjórnarfarsleg heil- ræði. Einhvern veginn hafa lofsam- leg ummæli og augljós aðdáun ráðherra vorra á kollegum sinum austur i Rússiá, bögglast nokkuð fyrir brjósti núverandi ritstjóra Moggans. Væri við hæfi, að þeir færu nú eftir langt hlé, að leita véfrétta i kýr- hausnum góða. Kannski myndu þeir þá uppgötva þann óvænta sannleika, að lýðræðisást for- kólfa Sjálfstæðisflokksins, sé ekki með öllu laus við gerskt ivaf. Til dæmis fer kaupkröfu- fjas og verkfallsbrölt launafólks mjög i finar taugar núverandi valdhafa og er það að vonum. Má þvi bráðlega vænta lög- gjafar um það efni, enda vita alvisir landsfeður vorir betur en óábyrgir upphlaupsmenn, hvað landi og alþjóð er fyrir bestu. Mál- og ritfreisi er nokkuð sem taka verður föstum tökum. Það er beinlinis þjóð- hættulegt, að hieypa komma- skril og öðrum ófyrirleitnum kjaftaskúmum i fjölmiðla, þar sem þjóðhollum, ábyrgum landsfeðrum og valinkunnum góðborgurum eru valin hin óþvegnustu orð, jafnvel bornir landráðasökum. Til þess að koma i veg fyrir að slikur skrill vaði uppi, skal stefna honum fyrir dómstóla og láta hann greiða svo háar skaðabætur, að efnahagsgetu flestra þeirra er slika iðju stunda verði ofboðið, ella gista klefa réttvisinnar' langar stundir. Brýn nauðsyn er að æðsti dómstóll vor verði skipaður hinum hæfustu lögspekingum, sem kunna glögg skil ábyrgs lýðræðislegs þankagangs og munu hin gersku fræði, er ráð- herrar vorir námu i Austurvegi verða sú lýsandi stjarna, sem veginn visar. Ljóst má hverjum vera, hverjir skipa skuli Hæstarétt. Okkar glöggskyggni dómsmála- ráðherra visaði þar veginn, svo sem vænta mátti. Koma þar þvi þeir einir til greina, sem lögvisir eru i forystuliði „Varins lands”. Mega þjóðhollir menn og ábyrgir þvi vænta hins besta með slikri skipan Hæstaréttar Hið gersk- vestheimska réttlæti mun hins vegar loka túlum óábyrgra orðháka; svo hin sannhelga lýðræðisást ábyrgra landsfeðra vorra megi ávöxt bera öldnum og óbornum til blessunar. Margt fleira hefur kýrhausinn góði uppfrætt oss um. Má þar nefna hin spöku fræði, er efnislega’ hljóðuðu á þann veg: að besta aðferðin til að tryggja sjálfstæði smáþjóðar, væri sú, að fórna þvi (sjálfstæðinu). Þessa speki hafa Moggarit- stjórar og aðrir ábyrgir Nató- sinnar löngu skilið og reynt að framkvæma eftir bestu getu, og eiga þeir hið besta lof skilið fyrir markaða þjóðfrelsisstefnu sina. Leiðtogar „Varins lands” hafa nú tekið að sér hina and- legu leiðsögn við framkvæmd þessa ginnhelga boðskapar og látið skrá „hinn þögla meirihluta” á tölvuspólur guðinum Nató til dýrðar. Svo sem vera ber, skal þeim helgu töflum ekki flikað i návist óábyrgs rumpulýðs, enda ekki nema útvöldum trúandi fyrir vitneskju um slikan þjóðar- dýrgrip. Hinar upprennandi stjörnur, „Báknbanarnir” stiga nú vigreifir fram með kýrhaus- speki sina um „Báknið” fræga. Slikir afreksmenn lofa svo sannarlega góðu um réttlátt og siðvætt þjóðfélag, svo niðjar vorir geta litið björtum augum til framtiðarinnar i upp- gnæddum aldinreitum „Frum skógalýðræðisins” þar sem hir feysknu tré verða upp höggvir og i eld kastað, svo hinir grænu visar megi rótum skjóta og bera fagra ávexti. Þá væri nú gamar að vera ungur i annaö sinn. Ekki er þvi að neita, að vé- frétt kýrhaussins um, að best séu brúarstæði og vega i botn- lausri sandkviku, oss fávisum nokkuð undrunarefni, en samgönguráðherra vor veit að sjálfsögðu betur, hvar brýr skal reisa og vegi leggja en fáfróður almúgi. Hann mun hafa vitað, að Bakkabræður þjóðkunnir, skildu botn sins keralds eftir niður i Borgarfirði i eina tlð og hyggst ráðherra vor leita botns þessa i iðrum Borgarfjarðar. En leit sú hefur ekki ávöxt borið til þessa. Vera má að hér sé um tvibytnukeraldsbotn að ræða og sé þvi mikið i húfi að leitin heppnist, þar eð annar botninn mun þá ætlaður i botnlausan kassa fjármálaráðherra. En sem kunnugt er heldur kassi sá ekki einu sinni massafram- leiddum stórseðlum efnahags- páfans i Seðlabankanum, enda hefur sifellt sig seðlanna reynt mjög á kassabotninn og geir- neglingar hans þvi brostið. Þó er á það að lita, að innan fárra ára mun kassi sá marg- nefndur verða girtur megin- gjörðum málmblendis frá Grundartanga og má vera að markaðshorfur þessa eðla fyrirtækis batni nokkuð af þeim sökum. Orkuráðherra hefur alfarið neitað véfréttarhæfni kýr- haussins, enda fundið nýtisku- legra „mótel”, þ.e.a.s. seið- konu eina alvisa úr Villta vestrinu, sem ku geyma dul rúms og tima i einum svörtum kassa. Ekki veit ég fáfróður, hvort nokkur botn er i kassa þessum, en óliklegt má það teljast, þar er botnleysan er undirstaða islenska efnahagsundursins nú á siðustu og bestu timum. Heilbrigðismálaráðherra á mikið lof skilið. 1 málum aldraðra og öryrkja hefur hann gert sér ljóst, að litill fram- færslulifeyrir leiðir af sér minni neyslu, þjónar megrunarlegri heilsugæslu. Þ.e.a.s., þvi minna, sem er til hnifs og skeiðar, þvi heilbrigðara lif og likamleg og andleg farsæld. Dómsmálaráðherra hefur sýnilega ráðið rétt véfrétt kýr- haussins að sið ábyrgra lands- feðra: „A grunnslóðum skal silin veiöa, en ekki kafa i dýpið eftir stórfiskunum”. Hausa- fjöldinn er þónokkuð til að státa af, enda þótt stærðinni sé nú ekki fyrir að fara. Arni Reynisson Við höfum vissulega haft áhyggjur af of snöggum breyt- ingum á umferð og atvinnuhátt- um á þessu svæði, og ég reikna meðað stór þáttur i þeim viðræð- um sem fram undan eru milli heimamanna og ráðsins fjalli ein- mitt um einhverja takmörkun á umferð um fjörðinn. Þessar hugmyndir ráðsins hafa þegar verið kynntar hrepps- nefndunum báðum, viðkomandi jarðanefndum og landbúnaðar- ráðuneytinu, og við vonumst til þess að góður árangur verði af viðræðum við þessa aðila, sagði Atni Reynisson að lokum. -A1 Virða ber viðleitni utanrikis- ráðherra vors i þvi, að tileinka sér eigindir, sem „postulinn mikli” Páll taldi sig hafa i rikum mæli. Þ.e: „Hið góða, sem ég vil gera, það geri ég ekki, en það illa sem ég vil ekki gera, þaö geri ég”. Að bera i hrjósti eiginleika svo dýrðlegs manns, er að sjálfsögðu hverjum einum til sóma. Utan- rikisráðherra hefur þvi markað utanrikisstefnu sina i anda þessa boðskapar Páls. Eitt er vist, að guð vor Nató metur gjörðir orðum fremur og mun þvi mildilegast fyrirgefa breyskum syni meiningarlaus orð, þvi skrifað stendur: „Af verkunum skulið þér þekkja þá.” Nokkur ágreiningur hefur risið upp meðal ábyrgra lands- feðra og annarra góðborgara um verndardýrlinginn helga, sem i eina tið tók sér bólfestu hér á úthjara heims. Deilan stendur um það, til hverra út- deila skuli guðdómsins heilaga sakramenti, hinum græna dollara. Margir þeirra, sem telja sig hafa hotið hinn minni skammt sakramentisins, telja sig afskipta, en hinir, sem inn- tóku hinn stærri skammt óttast, . og það með réttu, að sinn skammtur minnki, ef annarra eykst. Þjóðarkökuskiptingin svifur fyrir sjónum. Hinir vansælu hyggjast nú leita hjálpræðis hjá hjáleigu- bændum Sjálfstæðisflokksins, sem þegar hafa lært mammonsku og kunna þvi nokkuð fyrir sér, um útvegun sakramenta. Hinir ábyrgu, mettu, vita hins vegar vel, að engu skiptir, þótt annar búkur- inn vaxi á kostnað hins, þar sem sama höfuð er á báðum. Mega vansælir, en verðugir huggast við það, að sjálfur stað- gengill guðs vors Natós, hefur tjáð oss, að mikil sakramenti séu enn óútdeild og svo muni verða, meðan hólmi vor ris yfir hafflöt. Munu ábyrgir brátt sannfærast um, aö flas er ei til fagnaðar. Stöðug bæn og knjá- fall mun um siðir ljúka upp Sesamhöll helgri og veita sakramenti verðugum þjónum Verndarra vorra. Skjöldur Eiriksson. Bragi Halldórs- son skák- meistari Mjölnis Vetrarmóti Skáktélagsins Mjölnis 1978 er nýlokið. Teflt var i fjórum flokkum og voru þátttak- endur 40 talsins. Skákmeistari Mjölnis 1978 varð Bragi Halldórs- son en hann sigraði i úrslita- keppni við Jónas Þorvaldsson, Magnús Gislason og Kristján Guðmundsson, en hann tefldi sem gestur i mótinu. útslit i A-flokki urðu: 1.—4. Bragi Halldórsson.Jónas Þorvaldsson, Magnús Gislason og Kristján Guð- mundsson 5,5 v. 5. Þórir 01afsson4,5v. 6. Jóhann Hjartarson 3,5 v. 7. — 8. Haraldur Haraldsson og Sævar B jarnason 3 v. 9. Gisli Jónsson. Björgvin Viglundsson hætti þátt- töku i byrjun mótsins. 1 B-flokki urðu efstir: 1. Guðlaug Þorsteinsdóttir 8,5 v af 9. 2. Arsæll Benediktsson 6,5 v. 3. Helgi Samúelsson 5,5 v. Framhald á 18. siðu Náttúruverndarráð um Breiðafjörðinn: Jarðir haldist í byggð og yerði nytjaðar á hefðbundinn hátt Viðtal við Árna Reynisson Byggðaþróun og verndun Breiðafjarðareyja hafa verið nokkuð lil umræðu upp á siðkast- ið, enda hefur byggð dregist veru- legasaman i eyjunum undanfarin ár. i vctur voru Skáleyjar og Akureyjar auglýstar til sölu á frjálsum markaði, og varð þá fljótlega ljóst að margir höfðu hug á að eignast þar sina einka- eyju fyrir sig og bátinn sinn og dveljast þar á sumrum. Nátturuverndarráð fjallaði um framtið Breiðafjarðar á fundi sin- um um miðjan marsmánuð, og samþykkti ráðið þó að „það sam- rýmist best markmiðum náttúru- verndar aðsem flestar bújarðir á Breiðafjarðareyjum haldist i byggö og séu nytjaðar á hefð- bundinn hátt af fólki, scm hefur reynslu af að umgangast fugla og önnur dýr, sem lifa á eyjunum og við þær”. I framhaldi af þessari stefnu- mörkun skipaði ráðið 4 menn til þess að ræða við heimamenn og sveitarstjórnir hvernig markmið- um náttúruverndarverðibest náð og samræma leiðir að þeim skoð- unum heimamanna á nýtingu eyjanna. 1 þessarr viðræðunefnd eiga sæti: Árni Reynisson, Arnþór Garðarsson, Jónas Jónsson og Vilhjálmur Lúðviksson. Þjóðviljinn átti i gær viðtal við Arna Reynisson, framkvæmda- stjóra Náttúruverndarráðs og innti hann betur eftir þessari stefnumörkun ráðsins. Náttúruverndarráð hefur lengi haft hug á verndun Breiðafjarð- arins sem heildar, sagði Árni. Breiðafjörðurinn er meðal fjölbreyttustu lífrikja landsins, bæði hvaðfrjósemi ogstærð varð- ar, enda var þetta landsvæði þekkt sem ein helsta matarkista þjóðarinnar hér áður fyrr. Einstakir hlutar fjarðarins og eyjanna hafa verið til umfjöllun- ar hjá ráðinu, t.d. I sambandi við Þörungavinnsluna og átakið sem gert var á votlendisárinu. Þá hef- ur hluh Flateyjar, Melrakkaey og Hrisey i landi Miðhúsa verið frið- aðar og Oddbjarnarsker og Sauð- eyjar færðar á náttúruminjaskrá. I þessari vinnu hafa mótast skýrari hugmyndir um Breiða- fjörðinn og stöðu hans i islenskri náttúru, og ljóst er að hann hefur sérstöðu sem eitt fjölbreyttasta og jafnframt eitt viðkvæmasta lifriki Islands, tengt sjó. Náttúruverndarráð hefur þó ekki haft bein afskipti af byggða- þróun i Eyjunum, en þegar Akur- eyjar og Skáleyjar voru auglýst- ar til sölu á frjálsum markaði, varð það tilefni fyrir ráðið til þess að setja sig i samband við heimamenn og marka með þeim ákveðna búskapar- og náttúru- verndarstefnu. Þannig var einnig farið að i sambandi við Mývatn og Laxá, en viðræður heimamanna þar og ráðsins urðu til þess að sett var sérstök löggjöf um svæðið, og eftir henni er farið við alla mann- virkjagerð, umferð, rannsóknir og skipulagsbreytinar á svæðinu. Ég legg áherslu á það, sagði Árni Reynisson, að Náttúru- verndarráð telur rétt að halda i það sem fyrir er i eyjunum og miða framtiðarbyggð þeirra við að sem minnst röskun verði á nýt- ingu og umgengni þar. Ráðið tel- ur að þannig sé hinu viðkvæma lifríki fjarðarins best borgið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.