Þjóðviljinn - 22.04.1978, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.04.1978, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22 aprfl 1978 Starf shópur á vegum Fóstrufélags íslands ingu áeru ákvæði um barnafjölda á hvern starfsmann mjög óhag- stæð. Teljum við að fækka þurfi börnum eða bæta við starfcfólki. Húsrými, leikföng og annar efni- viður þarf einnig að vera nægur, vandaður og aðgengilegur fyrir börnin. Hin beina frædsla Lítum þá svolítið nánar á hina beinu fræðslu. Hún fer fram i samveru og fræðslustundum, i samræðum barns og fóstru, i kynnis- og skoðunarferðum og i skapandi starfi En hvernig fer samveru og fræðslustund fram? Börneru kölluðsaman.en mjög misjafnt er hve mörg þau eru i einu. Fóstran fjallar um ákveðið málefni og Utskýrir það i máli og myndum. Þvi áþreifanlegri sem fræðslan er, þvi betur skilja börnin hana og til þess er nauðsynlegt að hafa hjálpargögn, sem vekja athygli og áhuga barn- anna fyrir efninu. I samveru- stundum eru einnig lesnar sögur, sungnar vísur og farið með þulur. Börnin eru hvött til að tjá sig, Til þess að árangur fræðslu- starfsins verði sem bestur, þarf að gera starfsáætlanir til lengri eða skemmri tima og eiga þær að fela i sér þau markmið sem við ættum að vinna að. t starfsáætlun má taka fyrir viðfangsefni sem eingöngu er miðað við einn dag, eða þá viðfangsefni sem ná yfir viku, mánuð eða lengri tima. Því rýmri sem áætlunin er og lengri timi sem ætlaður er fyrir hvert viðfangsefni, þeim mun meiri möguleika höfum við til að koma til móts við hið einstaka barn, þarfir þess og áhugamál. Starfsáætlun sem tekur bæði mið af þörfum hópsins og hvers einstaklings gefur þannig starfs- fólki betri yfirsýn yfir starfið i heild og gerir það meira meðvitað um hvað það er að gera i dag og ætlar að vinna að næstu daga eða mánuði. Samvinna starfsfólks verður auðveldari og foreldrar fá betra tækifæri til að fylgjast með starfinu á dagvistarheimilinu þegar starfeáætlanir eru kynntar á foreldrafundum eða á 'upplýsingatöflum. Gerð starfsáætlana krefst mik- á dagvistarheimilin Hlutverk dagvistar- heimila i nútimaþjóð- félagi eru margþætt, en starfsemin sem þar fer fram á að leitast við að efla persónulegan, vitsmunalegan og félagslegan þroska barnanna. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Aldrei siðar á æviskeið- inu lærir maðurinn eins mikið og á fyi-stu árum bernskunnar. Það er mikið nám sem á sér stað hjá barni, frá þvi að það liggur ósjálfbjarga i vöggu og þar til það hefur skólagöngu. Með öllu daglegu at- ferli sinu er barnið að læra að búa sig þar með undir lifið. Á dagvistarheimilum fer fram margskonar fræðsla, sem miðar að þvi að örva þroska barnsins á sem flestum sviðum og efla þekkingu þess og skilning á sjáifu sér, umhverfinu og þvi þjóðfélagi, sem það lifir i. Barnið fær fræðslu á tvennskonar hátt. Annars vegar óbeina fræðslu sem það aflar sér sjálft i samskiptum sinurn við umhverfið og hins vegar beina fræðslu sem það fær við skipu- lagðar aðstæður, t.d. i samveru- og fræðslu- stundum, þar sem ákveðin málefni eru tekin til meðferðar. Hin óbeina fræösla t frjálsum leik örvast margir þroskaþættir. Barnið velur sér gjarnan sjálft viðfangsefni og sýnir þannig frumkvæði og sjálf- stæði. 1 hlutverka-og imyndunar- leikjum tjáir barnið tilfinningar sinar og reynslu og hugmynda- flugið fær notið sin. I samleik við aðra eykst félagsþroskinn og barnið lærir smám saman sam- vinnu og tillitssemi. 1 sam- skiptum við aðra lærir barnið lika málið, og þarf að fá mörg og góð tækifæri til að tjá með orðum skoðanir sinar og tilfinningar. Þó munu flestir kannastvið að langt fram eftir aldri vill málið gleym- astl hita leiksins og er þá hnúum og hnefum beitt er deilumál risa. Margir leikir örva einnig skyn- og hreyfiþroska og samhæfa huga og hönd. Þau mættu t.d. nefna að klippa, lita, þræða perlur á band, raða saman myndaþrautum og margt fleira. Venjubundnar athafnir eins og að klæða sig úr og i, sitja tii borðs með íélögum sinum og ganga frá leikföngum og áhöldum eykur öryggistilfinningu barnsins, sjálf- stæði þess og sjálfsvirðingu. Hvað getur svo gott dagvistar- heimili gert til þess að ýta undir þessa þroskaþætti sem svo mjög eru samtvinnaðir? Börnin eru eins ólik og þau eru mörg Við þurfum að hafa i huga að börnin eru eins ólik og þau eru mörg. Það sem hentar einu barni þarf ekki að henta öðru Hvert barn er einstaklingur með sínar sérstöku þarfir og áhugamál. Til þess að hægt sé að koma til móts við það eins og það á heimt- segja frá atburðum eða segja sögur. Samverustundin veitir þeim gleði og samkennd, eykur þekk- ingu þeirra og fróðleiksfýsn. Börnin eru frædd um hin ýmsu málefni, eftir þvi sem þroski þeirra leyfir. Endurtekning og upprifjun hefur mikið að segja, sérstaklega fyrir yngstu börnin. Mikilvægt er að viðfangsefnið nái vel til barnanna og þeim ekki iþyngt með löngum kyrrsetum. Viðfangsefnin, sem tekin eru fyrir eru margvisleg. T.d. hUs- dýrin, náttúran, vatnið, dagar, mánuðir og ýmis hugtök. Sam- ræður barns og fóstru geta að sjálfsögðu átt sér stað hvenær sem er og undir ýmsum kringum- stæðum. Barnið er þá gjarnan að spyrja um eitthvað, sem vakið hefur athygli þess, eða það er að segja frá atburði sem það upplifði utan veggja dagvistarheimilisins. Þessar samræður gefa oft góð tækifæri til að kynnast áhuga- málum barnsins og bæta við þekkingu þess. En heimur barnsins, sem dvel- ur daglangt á dagvistarstofnun er oft þröngur. Það veit litið um menn og málefni utar^ heimilis- ins. Leiðangrar.langir eða stuttir hjálpa barninu að kynnast til- verunni og vekja áhuga þeirra á umhverfinu. Þar að auki eru þeir kærkomin tilbreyting sem vekur gleði. Reynslu sina Ur kynnis- ferðum svo og úr samverustund- um notar barnið svo i leik og i skapandi starfi, eykur þannig við hana og festir sér betur i minni. Farið er i gönguferð um nánasta umhverfi dagvistarheimilisins, heimsóttir eru vinnústaðir og söfn. Ef um lengri ferðir er að ræða er annað hvort farið i strætisvagni eða langferðabíl. Úr þessum ferðum má oft hafa heim með sér eitthvað sem mmnir á ferðina og vinna á úr, s.s. blóm, lauf, steina, skeljar, póstkort o.fl. Allir vita hvað börn hafa gaman af að safna ýmsum smáhlutum, þetta eykur þvi allt áhuga þeirra, auk þess sem áhrif ferðarinnar aukast. Föndur eða skapandi starf er stór þáttur i starfsemi dagvistar- heimila. Oft er það notað mark- visst í tengslum við samveru- stund eða kynnisferðir og eykur þannig gildi þeirra. Barnið lærir að þekkja ýmis efni, eiginleika þeirra og meðferð. Það fær sköpunarþörf sinni fullnægt og þroskar hugmyndaflug sitt. Það er afar mikilvægt að hafa i huga að gleði barnsins er mest yfir að hafa sjálft bUið til hlutinn. Full- orðnir líta gjarnan á þetta sem hvert annað drasl og eyðileggja þannig ánægjuna af sköpun ..listaverksins”. ils undirbúningstima og þvi miður er fóstrunni ekki ennþá ætlaður timi til þess og liggur þvi nær öll undirbúningsvinna utan vinnutima fóstrunnar eða á þeim tima sem ætlaður er börnunum. En hvernig gæti starfsáætlun litið Ut, sém dæmi má taka, að fræða börnin um sjóinn og s jávar- lif. Fræðsla Sjórinn og fjaran Fiskar og fiskaafurðir Sjófuglar Spendýr i sjó Samgöngur á sjó Sögur Selurinn Snorri Sigga fer i sumarfri Kalli og Palli við sjóinn Rödsprætten Katinka Gréta og grái fiskurinn Tommilærirað vernda náttúruna 1 fjöruborðinu Sælen Sögur Ur bókinni Dýrin tala \ið Egil Platan : Ævintýri i Maraþaraborg Þulur og visur Fagur fiskur i sjó Græn eru laufin Ró ró á selabát Alli Palli og Erlingur Litlu andarungarnir Sex litlar endur Urtubörn Ferðalög Niður að höfn FrystihUs FiskbUð Föndur Mála á karton, sem álpappir hefur verið settur utan um. Fiskar klipptir úr kartoni, málaðir og limdar skeljar á. Fuglar klipptir úr kartoni litaðir og limdir saman, crepepappir i stél. Steinar limdir á spýtu, sem hefur verið máluð og lökkuð, einnig er sniðugt að hafa skeljar og kuð- unga með. Skip úr eggjabökkum, málað. Fiskar klipptir Ut, málaðir,- stoppaðir upp og heftir saman. Hjálpargögn Fiskur m/haus og innyflum Uppstoppaður lundi. Kort af fslandi. Loðtöflumyndir Skeljar og kuðungar. Þessi starfáætlun er ætluð fyrir ca.4-5 árabörnoggæti veriðfyrir 2-3 vikur.A þessu séstbestaðsvo lengi lærir sem lifir. Verslunin Brynja í nýjum búningi Verzlunin Brynja var stofnuft árift 1919 af Guftmundi Jónssyni. Verslunin var til húsa aft Lauga- vegi þar sem Fálkinn er nú, og var ekki stærri en svo aft skrefa mátti milii veggja, var stærftin 3 fermetrar. Árift 1928 flutti versl- unin yfir götuna aft Laugavegi 29 þar sem hún hefur verift til húsa siftan. Hafa innréttingar allar verift óbreyttar þar i 50 ár, efta þar til nú að gagnger hreytjng á versluninni fer fram. Gamia búftarinnréttingin, sem margir kannast vift, vikur nú fyrir nýjum litríkum innréttingum og þar sem viftskiptavinir áftur stóftu fyrir framan búftarboröift blasir nú vift stór og bjartur salur meft sjálfs- afgreiftslufyrirkomulagi. Ytri gerð hússins hefur ekki verið breytt fráupphafi. Glugg- arnir sem þóttu hneykslanlega stórir 1906 — og voru reyndar stærstu verslunargluggar i Reykjavik þá — halda sér enn. Brynja er meö elstu starfandi verkfæra-járn- og byggingavöru- verslunum landsins. Verslunin verður 60 ára á næsta ári. Það hefur verið keppikefli Brynju frá upphafi að bjóöa ávallt sem fjöl- breyttast Urval af verkfærum og byggingavöru. Af viöurkenndum vöru- merkjum nægir að nefna: Sand- vik og Bushman sagir og sagar- blöð, Stanley og Record hefla, sporjárn og hallamál, ASSA og Zeiss Ikon inni- og útihurðar- skrár, DORMA hurðarpumpur, Sjöberg hefilbekki, Scheppach trésmiðavélar, Lysbro garð- áhöld. Eigandi Brynju er Björn Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.