Þjóðviljinn - 22.04.1978, Síða 9

Þjóðviljinn - 22.04.1978, Síða 9
Laugardagur 22 april 1978 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9 Umsjón: 1 bagný KTisTiansaonir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir ( Helga Sigurjónsdóttir Silia Aðalsteinsdóttir Vinnustaöafundur i Neskaupstað og störf kyenna Það er ekkert sældarbrauð að lifa á vinnu annarra, það er ómannlegt, ég held það ekki út lengur.” Svona fannst karlmanninum ómanneskjulegtað vera á fram- færi maka sins. Niðurstöður úr könnun kvenna- ársnefndar sem kynntar voru vöktu mikla athygli þó að reyndar kæmu þær ekki svo mjög á óvart. Kom i ljós að nánast öll venjuleg heimilisstörf eru að langmestum hluta i um- sjá kvenna hvortsem þær vinna langan vinnudag utan heimilis eða ekki. Matargerð, ræsting og þeirra. Theodóra Thoroddsen segir árið 1913: Þvi er svo farið með skáld- gáfuna sem flest annað andlegt atgerfi að vér konurnar erum þar að jafnaði eftirbátar karl- mannanna. Skal hér ósagt látið hvort heldur það stafar af þvi, að heilinn i okkur er léttari á voginni heldur en þeirra eins og haldið er fram af sumum, eða það á rót sina i margra alda andlegri og likamlegri kúgun. Og Ása Sólveig segir meira en hálfri öld siðar þegar hún er spurð, hvort hún þurfi að loka að sér til að geta skrifað og hugsað: ...og tvöfalt vinnuálag 15. mars sl. var haldinn i Neskaupsstað kynningarfundur i kaffistofu frystihússins á staðnum . Var fundurinn haldinn á veguin Verkalýðsfélags Norð- firðinga og Jafnréttisnefndar Neskaupsstaðar. Fundurinn var haldinn á vinnutima og var ákaflega fjöl- inennur, liann sóttu um 100 manns, bæði konur og karlar. Margar konur sem aðeins vinna hálfan daginn gerðu sér ferð i frystihúsið sfðari hluta dagsins til að vera á fundinum. stutta texta úr bókum, t.d. þennan texta úr „Dauðinn á þriðju hæð” eftir Halldór Stefánsson: Þú sem lifir á kerling- unni „Ég hef ekkert haft að gera i hálft ár, sagði atvinnu- leysinginn i ávitandi rómi. Það er oft eins erfitt að útvega verkamönnum atvinnu hér og að koma yfirstéttarmönnum i tugthúsið — annars þarft þú ekki að kvarta, sem lifir á kerl- ingunni, hló verkamaðurinn glaðlega. Alls staðar sama sagan. Skiidi þá ekki einu sinni verkamaður hvilik hörmung það var að hafa ekkert fyrir stafni og þiggja viðurværi sitt af kvenmanni i stað bess að geta séð fyrir konu og börnum? Efni fundarins var staða og störf kvenna með sérstakri áherslu á það tvöfalda vinnu- álag sem konur búa við ef þær gegna störfum i atvinnulifinu jafnframt heimilis- og uppeldis- störfum. Dagskrá fundarins var fjöl- breytt og skemmtileg, létt efni og annað alvarlegra skiptist á en gestur fundarins var Jóhanna Friðriksdóttir verka- maður og formaður Verka- kvennafélagsins Snótar i Vest- mannaeyjum. Flutti hún ávarp og lýsti tvöföldu vinnuálagi kvenna. Þrátt fyrir nokkur undantekningartilvik sagði hún konur bera svo til einar ábyrgð á heimili og börnum og sjá auk þess að mestu um öll heimilis- störf. Þetta kemur berlega i ljós i könnunum sem gerðar hafa verið um þetta efni hér á landi. Voru siðar á fundinum sýnd súlurit úr könnun kvennaárs- nefndar sem staðfesta þetta. Þá sagði Jóhannaað þessu tvöfalda vinnuálagi á konur yrði að af- létta og það væri best gert með þvi að allir heimilismenn skiptu með sér verkum. Þá kæmi ekki svo ýkja mikið i hlut hvers og íins. Margt fleira bar á góma i írindi Jóhönnu, hún minnti t.d. á að konur ættu af áðurnefndum orsökum ákaflega erfitt með að taka virkan þátt i félagsmálum og benti á að i miðstjórn ASÍ sem sr 15 manna, væru tvær konur. Konur eru bó 43% félagsmanna i Alþýðusambandinu. JQ ■O m*u □ m ■, konan bax5i karlinn eirv emn Yfir hundraö manns voru á fundi Jafnréttisnefndar Neskaupstaöar og Verkalýösfélags Noröfiröinga. Og þær tóku lagiö Að komast áfram t lok erindis sins ræddi Jó- hanna um mismunandi uppeidi drengja og stúlkna og lagði áherslu á hvað skaðlegt gæti verið að bæla svo sem gert er tilfinningalif drengja. Þeir verða sifellt að vera harðir og þeim er innrætt fyrst og fremst að það sem mestu máli skipt i lifinu sé að „komast áfram” eins og það er kallað. Gætu þessar harðhnjóskulegu uppeldis- aðferðir verið ein orsök þess aö drengir leiddust fremur en stúlkur út á brautir afbrota og glæpa og sagði Jóhanna að hún óskaði konum ekki jafnréttis á við karla I þeim efnum. Hún kvaðst ekki vilja aö konur fylltu fangelsin á viö karla né að þær tækju upp á þvi ^að stunda fjár- plógsstarfsemi á'vift þá. Þá voru sungnir söngvar um konur og stöðu þeirra, m.a. úr söngleiknum „Ertu nú ánægð kerling”, einnig lásu Pétur Kjartansson, Stella Steinþórs- dóttir og Unnur Jóhannsdóttir þvottar eru frá 79%-95% i verkahring kvenna, innkaup og uppþvottur koma heldur betur út konum i hag, en þær sjá um þau störf á 65%-74% heimila. Sama er uppi á teningnum þegar umönnun ungbarna ber á góma, en þó ber hlutur karla þar heldur meiri en i húsverk- unum. Yfir 60% giftra kvenna eru einar um að hátta og klæða börnin, baða þau og vakna til þeirra. Aðeins fimmti hluti karla gegnir þessum störfum til jafnsviðkonursina. Orfáirgera það einir. Andleg iðja kvenna? Og ekki batnar hlutur kvenna ef þær ætla sér að stunda rit- störf eða annars konar andlega iöju. Þetta var rætt allitarlega á fundinum og m.a. lesið úr for- mála Helgu Kress að bókinni „Draumur um veruleika”, þar sem hún f jallar um kvennabók- menntir. Þar vitnar hún m.a. til nokkurrra kvenrithöfunda, sem lýsa starfsaðstöðu sinni og við- horfúm umhverfisins til vinnu „Sko, þá hefði ég nú aldrei skrifað orð,efég þyrfti næði til þess. Ég er búin að venja mig við að vinna i hávaða.” 1 upphafi þessa velheppnaða fundar flutti Guðmundur Sigur- jónsson, • stjórnarformaður verkalýðsfélagsins stutt ávarp og ræddi um tengsl kvenna- baráttu og verkalýðsbaráttu. Hvorugt gætiánhins verið. Og i lokin þakkaði formaður Jafn- réttisnefnd^ir Neskaupsstaðar, Gerður G. Oskarsdóttir forráða- mönnum frystihússins fyrir að hafa gefið leyfi sitt til fundar- haldsins og gestinum, Jóhönnu Friðriksdóttur fyrir hennar framlag svo og öllum sem lögðu sitt af mörkum til þessa ágæta fundar. Hún minnti einnig á hlutverk jafnréttisnefndarinnar sem annars vegar er að sinna málum er varða misrétti vegna kynferðis og hins vegar að vekja almenning til umhugsunar um þetta misrétti sem ákaflega víöa er að finna i þjóðfélaginu, ekki sist i launamálum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.