Þjóðviljinn - 22.04.1978, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22«apríl 1978
Ví&áttumikil fiskimift kringum landið verða ekki nýtt nema með stórum fiskiskipaflota.
landshlutum sem harðast yrðu úti
við breytinguna. Hinsvegar hefur
ekki veriðbentá markað sem biði
eftir þessum iðnvarningi. Sumir
hafa giskað á, að meirihluti nið-
urskurðarmanna hafi stóriðju i
huga og telji hana áhugaverðari
en fiskveiðar, en séu hinsvegar
feimnir við að nefna það úrræði, á
meðan ekki lítur betur út en nú
horfir um Grundartangaævintýr-
iö, og markaðskreppuna, sem
liggur eins og mara á stóriðju
heimsins. Myndin sem hinir á-
hugasömu menn um niðurskurð
fiskiflotans hafa dregið upp, að
aflokinni þeirriaðgerð, er i höfuð-
dráttum þessi: Annað hvort skal
bjóða fiskimiðin upp til leigu á
einuallsherjar uppboði og slá þau
hæstbjóðanda, sem yrði einvald-
ur um nýtingu þeirra. Eða að hár
auðlindaskattur verði lagður á
hvert skip, sem leyfi fái til veiða.
Rökstuðningurinn er þessi: Að
þegar fiskiflotinn sé orðinn aðeins
helmingur þessflota sem nú er að
veiðum, þá verði auðvelt fyrir út-
gerðarmenn og sjómenn að
greiða rikissjóði háa leigu fyrir
miðin þar sem afli hvers skips
verði tvöfaldur miðað við núver-
andi aflamagn. „Þeir koma
skrítnir úr skólanum,” á Stefán
G. Stefánsson einhverntima að
hafa sagt þegar honum ofbauð
vitleysan, sem nokkrir skóla-
menn létu frá sér fara. Um þetta
mætti eitthvað svipað segja. Það
er nefnilega ekki svo langt um lið-
ið, siðan hópur manna með próf
i ýmsum greinum starfaði á
vegum Rannsóknarráðs rikisins
og komst að svipaðri niðursöðu
um tilhögun islenskra fiskveiða
sem að framan greinir. Og spekin
var að sjálfsögðu gefin út i bókar-
formi á rikisins kostnað sem vis-
indaleg niðurstaða, Hvað annað.
En þegar mér barst sú saga til
eyrna að erlendur sérfræðingur i
útgerðarmálum hefði hlegið hátt,
þegar hann hafði kynnt sér hina
islensku visindalegu niðurstööui
útgerðarmálum, þá undraði það
mig ekkert.
En hvernig horfír
þá málið við í
raunveru-
leikanum?
Það horfir þannig við, að ef búið
væri að minnka fiskiflotann sam-
kvæmt niðurstöðum speking-
anna, þá mundi hér rikja eymd og
volæði i stað atvinnu. Þá er það
fjarstæða að afli tvöfaldist við
það á hvert skip, ef flotinn er
skorinn niður um helming. Það er
Framhald á 18. siðu
Framtíð íslenskrar
menningar er
bundinn nýtingu
auðæva
hafs og lands
Sú kynslóð, sem vaxið hefur úr
grasi á tslandi eftir endalok sið-
ari heimstyrjaldarinnar ætti að
öllu eðlilegu að vera betur i stakk
búin, heldur en sú kynslóð sem nú
ýmist er gengin til hvildar, eða
hefur þegar lokið störfum sinum,
og orðin að áhorfanda að hvernig
framtiðin mótast. Þessi kynslóð,
sem ýmist hefur nú þegar tekið
viðstörfum, eða gerirþaðá næstu
timum, hún hefur notið meiri og
almennari skólamenntunar held-
ur en eldri kynslóðin hafði, að þvi
leyti ætti hún að standa mikið bet-
ur að vigi, heldur en eldri kyn-
slóðin, ef hún notfærir sér þetta á
réttan hátt. Mikilvægast i þessu
sambandi er, að þekkja baráttu-
sögu þjóðarinnar i landinu i gegn-
um þúsund ár, og tileinka sér þá
dýrmætu reynslu, sem kynslóð-
irnar upplifðu og sagan geymir.
Fyrir alþýðu landsins sem vill
stefna að meiri jöfnuði lifskjara
heldur en viðgengist hefur fram
að þessu, er saga tuttugustu ald-
arinnar áreiðanlega mikilvægust,
þvi á þessari öld hafa orðið gagn-
gerar margvislegar byltingar i
atvinnusögu og atvinnuháttum,
sem bjóða upp á margs konar
möguleika sem áður voru ekki
fyrir hendi. Hér hafa islenskir
skólar algerlega vanrækt að opna
sögusviðið fyrir nemendum sin-
um, en einmitt þetta sögusvið, er
einna mikilvægast til mótunar
framtiðarinnar. Islensk menning
eins og sagan og reynslan hafa
mótað hana gegnum aldir, er
ekkert einangrað fyrirbæri borið
uppi af litlum eða stórum hópi
einhverra útvaldra i landinu.
Nei hún á rætur sinar djúpt i
þjóðiifinu, meðal hins breiða
fjölda, og þar er hennar lifsvon.
Þangað verður ný kynslóð að
sækja styrk og lifsfyllingu og
auka þráðinn, sem þegar er búið
að spinna á snælduna. Menning
hverrar þjóðar mótast að stærsta
hluta af atvinnuháttum hennar og
er samofin sögunni og óaðskiljan-
leg frá henni.
Landið og
fískimiðin
An landbúnaðar á lslandi yrði
þjóðin eins og fiskur á þurru
landi, umkomulaus og litilsmeg-
andi, og varnarlaus i striðstryllt-
um heimi. Þeir sem tala um að
leggja niður islenskan landbúnað,
þjóðinni til framdráttar, eru ann-
aðhvort í þjónustu óþjóðlegra
afla, eða illa að Sér i sögunni,
nema hvorttveggja sé. Með þessu
er ég ekki að segja, að rekstur is-
lensks landbúnaðar þurfi ekki að
bæta á ýmsa lund, svo hann geti
enn betur en hingað til þjónað
hagsmunum þjóöarheildarinnar.
Þetta þarf vafalaust að gera, og
undirstrikar það aðeins mikil-
vægi landbúnaðar i fslenskum
þjóðarbúskap. Þar sem landið
sjálft endar við ysta fjöruborð,
tekur við landgrunnið hallandi út
i hafdjúpið á alla vegu. Þetta er
sá fótur sem landið stendur á, og
hafið leikur um, og án hans væri
ekkert Island til. Af þessum sök-
um er landgrunnið óaðskiljanleg-
ur hluti landsins sjálfs, og á að
sjónarhól verður að lita á málin
þegar atvinnustefna er mótuð
fyrir framtiðina. Það gildir sama
lögmál gagnvart þjóð sem ein-
staklingi að engin getur lifaö til
langframa á lánum, sem greitt er
af með nýjum lánum'og þannig
alltaf aukið við skuldasúpuna.
Þjóðarleiðtogar sem þannig haga
sér, vinna ekki i þjóðarþágu,
heldur einhverra annarra.
En snúum okkur nú að islenskum
fiskimiðum og athugum hvers
þau eru megnug i islenskum þjóð-
arbúskap. Um áratugi á þessari
öld sóttu margar vestur-evrópu-
efni getum við tekið til fyrir-
myndar sjávarjarðbændur sem
best héldu utan um hlunnindi
jarða sinna i byrjun þessarar ald-
ar. Þeir sáu um að halda nýtingu
sinni á þeim stofnum sem arðinn
gáfu, i eins miklu hámarki og
mögulegt var, án þess að stofnun-
um sjálfum væri hætta búin.
Þannig þurfum við að fara að,
gagnvart fiskistofnum okkar, að
halda þeim i þeirri stærð að þeir
geti á hverjum tima gefið sem
besta nýtingu.
Ég ber engan kviðboga fyrir þvi
að þetta takist ekki þegar fram
Um langa framtfð verðum við að byggja sjálfstæöa tilveru okkar útávið, á fiskveiðum og fiskiönaði.
vera eign þjóðarinnar um alla
framtið, ekki bara til fiskveiða
einna saman, heldur líka til sókn-
ar i önnur þau auðævi sem kunna
að finnast á hafabotni land-
grunnsins. Með útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar i 12 milur sið-
an i 50 milur og að siðustu i 200
milur, hafa verið stigin þýðingar-
mestu spor i þjóðarsögunni til
tryggingar atvinnulegri upp-
byggingu við sjávarsiðuna hring-
inn i kringum landið. Það er
mikilvægi þessarar nýfengnu
aðstööu sem þjóðin þarf að meta
rétt svo hún komi að fullkomnu
gagni.
Fiskveiöar okkar
og fískiðnaður
Um langa framtið verðum við
byggja sjálfstæöa tilveruokkar út
ávið, á fiskveiðum og fiskiðnaði.
Sjávarafurðir verða að vera þess
megnugar að standa undir meg-
inhluta innflutnings til landsins,
og við útflutningsgetu okkar
verðum við að byggja sjálfstæða
tilveru okkar útá við, á fiskveið-
um og íiskiðnaði. Sjávarafurðir
verða að vera þess megnugar að
standa undir megin hluta inn-
flutnings til landsins, og við út-
flutningsgetu okkar verður inn-
flutningurað miðast. Frá þessum
þjóðir á okkar fiskimið með ó-
grynni fiskiskipa, þannig að talið
er að Bretar einir haf i haldið úti á
tslandsmiðum allt að 350 togskip-
um þegar flest var. Nú eru islensk
fiskimið laus við hina erlendu
veiðiflota af miðunum og þvi er
eðlilegt að reiknað sé með því að
miðin nái sér hvað afla viðkemur
að ákvenum tima liðnum. Það
getur að sjálfsögðu tekið nokkur
ár, og fer eftir sterkum eða veik-
um árgöngum, sem komast i
gagnið. Ég skil vel áhyggjur is-
lenskra fiskifræöinga gagnvart
þorskstofninum, enda ber þeim
skylda til að aðvara um hættu ef
þeir telja hana framundan.
Við höfum t.d. slæma reynslu af
þvi þegar þorskveiðar voru leyfð-
ar með nót við suður og suðvest-
urlandið um árið. Eins höfum
við mjög slæma reynslu af þvi,
þegar ótakmörkuöum snurpu-
skipaflota voru leyfðar hér haust-
sildarveiðar án takmörkunar á
veiði, sem endaði með þvi að
sunnlenski sildarstofninn hrundi
niður i ekki neitt. Við verðum að
sjálfsögðu að forðast mistök af
þessu tagi, og byggja okkar þýð-
ingarmestu fiskistofna upp i hæfi-
legar nýtingar stærðir. Þetta á að
vera hægt þegar við einir ráðum
miðunum. En við megum heldur
ekki vannýta miðin þvi þar getur
lika verið hætta fólgin. I þessu
liða stundir ef við á hverjum tima
skipuleggjum veiðarnar og höf-
um stjórn á þeim. Náttúrlega
geta breyttir hafstraumar við
landið, gert strik i mannlega út-
reikninga, og þessvegna er það án
vafa m jög mikilvægt að það rann-
sóknarsvið sé vel starfrækt.
Er íslenski
fiskiskipaflotinn
of stór?
Þessari spurningu svara ég
hiklaust neitandi. En okkur vant-
ar hinsvegar betri skipulagningu
og stjórnun á fiskveiðum okkar.
Allskonar menn sem eiga það eitt
sameiginlegt, að telja sjálfa sig
spekinga á flestum sviðum þjóð-
lifsins, eru nú farnir að syngja i
kór að i'slenski fiskiflotinn sé allt-
of stór, og að öli vandræði þjóðar-
búsins séu þaðan runnin.
Helstu áhugamál þessa að öðru
leyti ósamstæða hóps, er niður-
skurður fiskiflotans um helming
eða jafnvel meira. Þetta er þeirra
bjargráð. Litið heyrist frá þess-
um mönnum um hvaða atvinna
skuli koma i hlut sjómanna og
fiskiðnaðar.fólks að afloknum
þessum niðurskurði, nema að
Kristján Friðriksson iðntekandi,
hefur bent á smáiðnað í þeim