Þjóðviljinn - 22.04.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 22 apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
51. árbók
Ferða-
félags
íslands
Árbók 1978
FERÐAFÉLAG JSLANDS
Arbók Ferðafélags tslands fyr-
ir 1978 er komin út. Þetta er 51.
Arbók Ferðafélagsins og er efni
hennar þriþætt: 1. Lýsing S,-
Þingcyjarsýslu austan
Skjálfandafljóts, rituð af Jóhanp.i
Skaptasyni, frv. sýslumanni á
Húsavik. 2. Um jarðmyndanir á
Tjörnesi, ritaö af Þorleifi Einars-
syni, jarðfr. 3. 50 ára saga Feröa-
félagsins, sem er skrifuð af dr.
llaraldi Matthiassyni á Laugar-
vatni, en sagan kom út sem
sérprent á 50 ára afmæli félagsins
27. nóv. sl. tölusett og árituð. Auk
þess eru i bókinni ársskýrslur og
reikningar félagsins.
Arbókin er 216 siður að stærö
prentuð á vandaðan pappir og
prýdd fjölda ljósmynda bæði
svart/hvitra og litmynda. Árbók-
in er prentuð i tsafoldarprent-
smiðju, en myndirnar eru unnar
af Prentmyndastofunni Litróf,
Offsetmyndum sf. (litmyndir) og
Myndamót hf. (litgreining). Svip-
myndir fyrir ofan helstu kafla
bókarinnar eru teiknaðar af
Gunnari Hjaltasyni. Einnig eru 2
uppdrættir: Yfirlitskort af þvi
svæði sem er meginefni bókar-
innar og jarðfræðikort af
Tjörnesi.
Það hefur verið stefna stjórnar
F.t. að ávallt séu allar árbækur
Ferðafélagsins fáanlegar og þvi
hafa bækurnar verið ljósprentað-
ar jafnóðum og frumútgáfurnar
seljast upp.
Arbækur félagsins eru einhver
besta tslandslýsing, sem völ er á.
Ritstjóri Arbókarinnar er Páll
Jónsson, bókavörður og hefur
hann séð um úgáfu hennar i ára-
raðir.
Félagasamtökin Vernd
Ránargata 10 gefur góða raun
Félagasamtökin Vernd héldu
aðalfund sinn i Gimli við Lækjar-
götu i febrúar s.l. Frú Þóra ein-
arsdóttir gcrði grein fyrir starf-
semi samtakanna, sem hafa
starfað með svipuðum hætti og á-
vallt áður.
i starfseminni iná grcina
nokkra þætti, og eru þessir helst-
ir: HeimsókniraðLitla-Hrauni og
i önnur fangelsi. Skrifstofustjóri
samtakanna, Davið Þjóðleifsson,
annast þessar heimsóknir og nota
allfelstir fanganna sér viðtals-
timann við fulltrúa Verndar.
Skrifstofa Verndar tekur á
móti fyrrverandi föngum og
reynir að útvega þeim vinnu og
húsnæði, og veitir margs konar
aðstoð.
Fataúthlutun er til skjólstæð-
inga Verndar og annarra einstæð-
inga. Húnfer fram að Grjótagötu
9 i húsnæði Félagsmálastofnunar
Reykj av ikur borgar.
Hátiðasamkoma á aðfanga-
dagskvöld er fastur liður i starf-
seminni og er mjög vinsæl meðal
þeirra sem til þekkja. Samkoman
erhaldin i húsi Slysavarnafélags-
ins á Granda og þangað koma ár-
lega um 60 einstæðingar og úti-
gangsmenn.
f nokkur ár hefur verið starf-
rækt vitheimili að Ránargötu 10
og hefur það gefið góða raun. Nú
hefur öryrkjabandalagið, sem á
húsið og hefur látið það i té endur-
gjaldslaust,boðið Vernd að kaupa
það á sanngjörnu verði.
Arsrit Verndar er nú i prentun
og mun koma útbráðlega. Það er
stutt af f jölda kvenfélaga um land
allt og fleiri stofnunum. Af út-
komu ritsins hefur alltaf verið
nokkur hagnaður.
Félagasamtökin Vernd eru
studd til starfa af rikinu og nokkr-
um bæjar- og sveitarfélögum auk
aðildarfélaganna sinna. Skal öll-
um þakkað.
Allt þetta starf fer fram undir
stjórn frú Þóru Einarsdóttur, sem
verið hefur formaður Verndar af
lifi og sál alla tið.
Á siðasta ári lést frú Sigriður
Magnúsdóttir, ein af stofnendum
Verndar og var hennar minnst af
formanni.
1 stjórn fyrir næsta starfstima-
bil vorukosnir: Frú ÞóraEinars-
dóttir, formaður, sr. Arelius Ni-
elsson, Pétur Jónsson, viðskipta-
fræðingur, Bjarki Eliasson, yfir-
lögregluþjónn, Lára Sigurojörns-
dóttir, frú, Alfreð Gislason, lækn-
ir og Hanna Jóhannessen, frú,
Jón Grétar Óskarsson, lektor og
Asgeir Jóhannsson, forstjóri.
Lærid lífgun á einu kvöldi
Reykjavikurdeild Rauða kross.
Islands gengstfyrir námskeiðum
i blástursaöferð. Hvert þeirra
stendur yfir i eitt kvöld, hiö fyrsta
næstkomandi mánudag kl. 8 e.h. i
Heilsuverndarstöð Reykjavikur
við Baronsstig, inngangur frá
baklóð. Sýnd verður kvikmynd og
kennt með brúðum. Fleiri sams-
konar námskeið (en öll eruþau ó-
keypis) verða haldin næstu kvöld
á eftir og fer það eftir aðsókn.
Fólk þarf að tilkynna strax um
þátttöku i sima RKI 28222. Kenn-
ari verður Jón Oddgeir Jónsson.
Formaður Reykjavikurdeildar er
Ragnheiður Guðmundsdóttir
læknir.
Japani
óskar
eftir
pennavini
19 ára japanskur stúdent hefur
skrifað okkur og segist elska
Island og islenska menningu,
hvorki meira né minna. Stúdent-
inn er karlkyns og vill komast i
kynni við islenska pennavini.
Ahugamál hans eru mótorhjól.
rafmagnsgitar, saga og skiöi.
Hann biður um að skrifað sé á
ensku og mynd látin fylgja, ef
hægt er. Nafn og heimilisfang er:
Tooru Maeta,
663-10, 1-ku
Matsuzaki, Togo-cho,
Tohaku-gun,
Tottori-ken 689-07 JAPANÚ
AÐAL-
FUNDUR
Hins íslenska prentarafélags,
er i dag, laugardaginn 22. april, i félags-
heimilinu Hverfisgötu 21 og hefst kl. 13.15.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á
fundinn og taka þannig virkan þátt i af-
greiðslu og umræðum um sin eigin mál-
efni.
Stjórnin.
Garðabær —
Kjörskrá
Kjörskrá til alþingiskosninganna er fram
eiga að fara 25. júni n.k. liggur frammi al-
menningi til sýnis, á skrifstofu bæjarins
Sveinatungu v/Vifilsstaðaveg, alla virka
daga frá 25. april til 23. mai n.k., frá kl. $30
f.h. til kl. 4 e.h. Þó ekki laugardaga. Kær-
ur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist
undirrituðum eigi siðar en 3. júni n.k.
Bæjarritari
Norræn listmiðstöð i Finnlandi.
Auglýsing um stöðu forstöðumanns
Að tilhlutan Norrænu ráðherranefndarinnar mun sumarið
1978 verða stofnuð norræn listmiðstöð, er hafa mun aðset-
ur að Sveaborg við Helsingfors. Hlutverk stofuunarinnar
er að efla og samræma norrænt samstarf á sviði málara-
listar, höggmyndalistar, teiknunar, graflistar, listiðnar og
hönnunar — og er stefnt að samstarfi hinna ýmsu list-
greina og að auðga norrænt menningarumhverfi.
Listmiðstöðin er ein af norrænum menningarstofnunum,
sem sinnir menningarsamstarfi 1 samræmi við norræna
menningarmálasáttmálann. Kostnaður við þessa starf-
semi greiðist úr samnorrænum sjóði.
Ilér nteö er auglýst eftir umsóknum um stöðu forstööu-
manns listmiðstöövarinnar og skal hann bera ábyrgð á
daglegum rekstri stofnunarinnar og listrænni starfsemi
hennar. Ætlast er til að umsækjandi hafi viðtæka reynslu á
þvi starfssviði, er hér um ræðir. Staðan veitist frá 1. júli
n.k.
Ráðningartimi er fjögur ár og árslaunin 78 þúsund finnsk
rnörk. ibúð verður til umráða, en önnur kjör samkvæmt
samkomulagi.
Þess skal getið, að samkvæmt sérstökum samningi milli
Norðurlandarikja, hafa rikisstarfsmenn, er ráðnir eru til
starfa i öðrum norrænu landi, rétt á launalausu leyfi I
fjögur ár og halda á meðan öllum réttindum rikisstarfs-
manna i heimalandinu.
Umsóknir stilist til stjórnar Norrænu listmiðstöðvarinnar
i Finnlandi, en sendist til Norrænu menningarmálaskrif-
stofunnar (Sekretariatet for nordisk kulturelt samar-
bejde), Snaregade 10, DK—1205, Köbenhavn K. (Simi
01/114711) i siöasta lagi 15. mai 1978.
Norræna menningarmálaskrifstofan.
xiöifis Vornámskeið
Heimilis-
iðnaðarfélags
Islands
1. BALDERING — 29. april til 27. mai
Kennt laugardaga kl. 14.00—17.00.
2. TÓVINNA — 9. mai til 6. júni. Kennt
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.00—23.00
3. ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR — fullorð-
inna 22. maí til 9. júni. Kennt mánudag,
miðvikudag og föstudag kl. 20.00—23.00
4. ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR — barna 18.
mai til 15. júni. Kennt þriðjNtaga og
fimmtudaga kl. 14.00—17.00
Innritun fer fram hjá ÍSLENSKUM
HEIMILISIÐNAÐI HafnarstiNti 3.
Kennslugjaid greiðist við innriÉMÍ.