Þjóðviljinn - 26.04.1978, Blaðsíða 5
Miftvikudagur 26. aprll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Fjórir flokkar Húsnæðisstjórnarlána
til útborgunar í maí og júní
Samtals 523 miljónir
A fundi meft fréttamönnum I gær. Frá vinstri eru Ivar Jónsson formaöur MIR, Nikolaj Kúdravtséf aö-
stoöarfiskimálaráðherra Sovétrikjanna, Valentin Gerazimof ritari og starfsmaöur félagsins Sovét-
ríkin—tsiand og Viktor Moroz varaforseti úkrainska vináttufélagsins (Ljósm.:Leifur)
Aðstoðarfiskimálaráðherra
Sovétríkjanna í heimsókn
Nikolaj Kúdravtséf, aðstoðar-
i'iski m álaráðherr a Sovét-
rikjanna, hefur undanfarna daga
verið i heimsókn á islandi, skoðað
island og islenskan sjávarútveg
og átt viðræður við Matthias
Bjarnason.
Kúdravtséf er hér formaður
þriggja manna sendinefndar frá
Sambandi sovéskra vináttufélaga
og félaginu Sovétrikin—Island en
ráðherrann er nýkjörinn for-
maður hins siðarnefnda. Hinir
gestirnir eru Viktor Moroz vara-
forseti úkrainska vináttu-
félagsins og Valentin Gerazimof
ritari og starfsmaður félagsins
Sovétrikin—Island. 1 september
n.k. verður efnt til sovéskra
kynningardaga sem helgaðir
verða Ukráinu.
Á fundi með fréttamönnum i
gær lét Kúdractséf vel af heimsókn
sinni til tslands. Hann og félagar
hans hafa meðal annars skoðað
Hafrannsóknarstofnunina, rann-
sóknarskipið Bjarna Sæmunds-
son, frystihús i Hafnarfirði, farið
i ferð um Suðurlandsundirlendið
og heimsótt Alþingi. Þeir hafa
hitt ýmsa framámenn i útgerðar-
málum og fiskiðnaði. —GFR
í mai og júni-mánuði nk. munu
koma til greiðslu 4 lánveitingar
Húsnæðismálastofnunar rfkisins
samtais að fjárhæð um 523
milljónir króna. Samþykkti hús-
næðismálastjórn lánveitingar -
þessar á fundi sinum hinn 18. apr-
il sl. Lánveittngar þær sem hér
um ræðir eru þessar:
1) Frumlán (1. hluti) eru veitt
til greiðslu eftir 25. mai nk. þeim
lánsumsækjendum til handa, sem
áttu fullgildar og lánshæfar
umsóknir fyrirliggjandi hjá
stofnuninni hinn 31. janúar sl. og
höfðu sent henni fokheldisvottorð
vegna ibúða sinna eigi siðar en
þann dag. — Lánveiting þessi
nemur samtals 144 millj. króna.
2) Frumlán (1. hluti) eru veitt
til greiðslu eftir 15. júni nk. þeim
lánsumsækjendum til handa, sem
áttu fullgildar og lánshæfar
umsóknir fyrirliggjandi hjá
stofnuninni eigi siðar en 28.
íebrúar sl. og höfðu jafnframt
sent henni fokheldisvottorð vegna
ibúða sinna eigi siðar en þann
iMA
skóla-
meistarar
Sumardaginn fyrsta kepptu
IMA og Armúlaskóli til úrslita i
skólamóti framhaldssko'la i
knattspyrnu. IMA sigraði 1:0 og
skoraði Sigurjón Magnússon
sigurmarkið á þritugustu minútu
fyrri hálfleiks.
Þess má geta aö IMA hefur
unnið öll skólamót sem haldin
voru i vetur, bæði blak karla og
kvenna og nú siðast knattspyrnu.
eh
dag. — Lánveiting þessi nemur
samtals 126,milj. króna.
3) Lokalán (3. hluti) eru veitt til
greiðslu eftir 15. mai nk. þeim
umsækjendum til handa, er fengu
frumlán sin greidd eftir 15. mai
1977 og miðlán sin greidd eftir 15.
nóvember 1977. — Lánveiting
þessi nemur samtals 93 milj.
króna.
4) Lán til kaupa á eldri ibúðum
(G-lán) eru veitt til greiðslu eftir
20. mai nk, þeim umsækjendum
til handa, er sóttu um þau á tima-
bilinu 1. október — 31. desember
sl. — Lánveiting þessi nemur
samtals 160 milj. króna.
Greidir
fullar
yísitölu-
bætur
Fiskvinnslufyrirtækið Nöf
h.f. í Vestmannaeyjum hefur
ákveðiö að hunsa kaupráns-
lög rikisstjórnarinnar og
hefur tilkynnt stjórn Verka-
lýðsfélags Vestmannaeyja
aö það muni greiða fullar
vis itölubætur á laun.
Mjög margar fiskvinnslu-
stöðvar viðsvegar um land
hafa hunsað lögin og greiða
fullar visitölubætur á laun.
Ekkert útskipunarbann er á
vörur frá þeim aðilum sem
þetta gera.—S.dór
Sovésk kvikmynd um heim-
sókn Geirs HaUgrímssonar
islenskum blaðamönnum
gafst i gær tækifæri til að sjá
sovéska kvikmynd um heim-
sókn Geirs liallgrimssonar til
So vétrikjanna ! fyrra. Kvik-
myndin cr i litum og með ensku
tali.
Var fróðlegt að bera hana
saman við islensku sjónvarps-
kvikmyndina sem Eiður Guðna-
son sá um. Vist er um það að
Rússarnir gætasiná þvi aðhafa
ekki stórfelldan áróður uppi þar
sem skýrt er frá opinberri
heimsókn af þessu tagi. Myndin
verður sýnd almenningi laugar-
daginn 29. april n.k. i MlR-saln-
um, Laugavegi 178 kl. 14.00 og
15, 30. Auk þess verða sýndar
tvær aðrar kvikmyndir um Is-
land, önnur var tekin i tilefni af
1100 ára afmæli Islandsbyggðar
en hin fjallar um ferð nokkurra
tslendinga til Sovétrikjanna á
árinu 1966.
-GFr
Alþjóóleg bílasýning
í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa
BÍLAHAPPDRÆTTI—vinningur MAZDA 323
GESTUR DAGSINS hlýtur utanlandsferó meó Samvinnuferóum
GESTAGETRAUN - vinningur Casio tölvuúr
TUGÞÚSUNDASTI hver gestur hlýtur Pioneer segulbandstæki í
bílinn frá Karnabæ
opió frá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. frá 14— til 22—
Simar sýningarstjórnar: 83596 og 83567