Þjóðviljinn - 26.04.1978, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. april 1978 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11
Markús B. Þorgeirsson, skipstjóri:
Mánafossmálinu
er ekki lokið
Opið bréf til ríkissaksóknara
fíg undirritaöur fer framá opin-
bera sakadómsrannsókn á hend-
ur Braga Sleina rssyni yararikis-
saksóknara vegna ummæla hans i
Þjóöviljanum 29. jan.sl. Þar sem
hann segir aö Mánafossmálinu
svokallaöa sé löngu lokiö og ekki
sé ástæöatil málshöföunar vegna
þess. fcg óska rannsóknar á þvi
hvort vararikissaksóknari hafi
ekki brotið ákvæöi almennra
hegningalaga sbr. XlV.kafla gr.
13«. 131, 132, 133, 134, 135, 136, 137,
14«, 141.
Ég byggi þessa kröfu mina á
tveim höfuðatriðum. í fyrsta lagi
er það skoðun min að skv. lögum
ber siglingadómi að dæma i máli
en ekki vararikissaksóknara og
hefur vararikissaksóknari þvi
ekki farið að lögum er hann tekur
sér úrskurðarvald um að málið sé
úr sögunni án þess að siglinga-
dómstóll hafi kveðið upp nokkurn
dóm i málinu. 1 öðru lagi tel ég aö
málsmeðferð fyrir sjó- og versl-
unardómi sé stórlega ábótavant
og ekki farið að lögum.
Máli minu til stuðnings bendi ég
á eftirfarandi málskjöl lögð fram
i sjó- og verslunardómi Reykja-
vikur i sjóferðaprófi nr. 18/1975:
nr.6, nr.9,nr. 11, nr. 14, nr. 15. Auk
þess legg ég hér fram með þess-
ari kröfu minni úrdrátt úr dagbók
minni er þetta mál varðar og
einnig skeyti er ég sendi sigl-
ingamálastjóra, Hjálmars R.
Bárðars. hinn 2. febr. ’78 og svar-
skeyti frá honum daginn eftir. Til
rökstuðnings þessari kröfu um
sakadómsrannsókn á hendur
Braga Steinarssyni, vararikis-
saksóknara, vil ég benda á að
hinn 5. febrúar 1976 óskaði rikis-
saksóknari umsagnar siglinga-
málastjóra um sjópróf i Mána-
fossmálinu þar sem ásakanir
komu fram varðandi lestum
skipsins. t svarbréfi frá siglinga-
málastofnun dags. 12. febr. 1976.
sem lagt var fram sem málskjal
nr. 10 segir að rannsóknar sé þörf
til að fá vitneskju um skipið var
lestað er það lét úr höfn i Ham-
borg hinn 4. jan. 1975 og gera
þurfi grein farmi (Lestarplani),
kjölfestu, oh'u og vatni svo hægt
sé að upplýsa hvort stöðugleika
skipsins hafi verið ábótavant.
Einnig segir i bréfinu að hér geti
veriðum að ræða brot á 25., 35. og
36. gr. siglingalaga og eðlilegt sé
að dómur fjalli um þetta mál.
Einnig vitna ég til málskjala nr.
16. og 17. varðandi þetta atriði.
Eins og fram kemur i hjálögðu
simskeyti frá siglingamálastjóra
dag. 3. febr. 1978 er umbeðinni
athugun lokið og álit siglinga-
málastjóra á þessu mikilvæga
atriði sem rikissaksóknari fór
fram á hefur þvi aldrei verið lagt
fram við dómsrannsókn. Samt
tekur vararikissaksóknari sér
það vald að lýsa þvi yfir að dóms-
rannsókn sé lokiö og málið úr sög-
unni.
Þessa afgreiðslu málsins tel ég
vera brot á fyrrgreindum ákvæð-
úm almennra hegningarlaga.
Auk þess itreka ég þá skoðun
mina að siglingadómi beri að
fella dóm i þessu máli en ekki
vararikissaksóknara. Varðandi
fullyrðingu mina.um ranga máls-
ferð frá upphafi i þessu máli sem
vararikissaksóknari segir vera
lokiö vil ég einnig benda á eftir-
farandi.
1. Sjópróf bar að halda skv. al-
þjóða sjólögum strax við komu
skipsins til Reykjavikur en var
ekki haldið fyrr en eftir blaðakrif
min staðfest af stjórn Eimskipa-
félags Islands h/f. i fréttatilkynn-
ingu. þ.e. sjóprófið var ekki hald-
ið fýrr en næstum fimm mánuð-
um eftir að sjótjónið varö.
2. Vakthafandi stýrimaður er
sjótjónið varð, Gisli Jóhann
Yngvason, var ekki kallaður fyrir
sjódóm fyrr en 24. mars 1977,'þe.
meira en tveim árum siðar en
sjótjónið varð. Einnig vil ég taka
fram i þessus-ambandi, að þegar
ég kom til dómsþings aö Túngötu
14. þennan dag var mér visað á
herbergi Valgarðs Kristjánsson-
ar borgardómara. Þá var þar fyr-
ir umræddur stýrimaður sem átti
loks að bera vitni. Ég spyr Val-
garö borgardómara þá „fer sjó-
réttur fram hér?” Segir borgar-
Markils B. Þorgeirsson I réttar-
haldi.
dómari þá: „Nei, viö erum að
fara yfir málskjölinn”. Þannig að
vitnið var látið kanna framburð
annarra i málinu áður en það kom
fyrir rétt.
3. Kröfu minni um að aörir há-
setar en Ingólfur Guðmundsson
yrðu einnig kallaðir fyrir rétt var
ekki sinnt.
4. Þeir aðilar sem fengu i hend-
ur skýrslu skipstjórans um sjó-
tjónið og áfall skipsins, þ.e. for-
ráðamenn Eimskipafélags Is-'
landsh/f, voru ekki kallaðir fyrir
dóm þrátt fyrir kröfu mina.
5. Litið sem ekkert var sann-
prófað um þau atriði varðandi
þetta mál sem fram komu i
einkadagbók minni oglesin voru
upp i réttinum 3. sept. 1975. með
leyfi Emils Agústssonar borgar-
dómara og meðdómenda. Að visu
las borgardómari Valgarður
Kristjánsson upp eitt dæmi úr
frásögn minni úr einkadagbók-
inni, þar sem hannsleppir úr um-
mælum Ingólfs Guðmundssonar,
þar sem hann segir mér og eftir
honum er skráð i dagbók mina, að
hann var staddur i bakborðs-
glugga við útkikk, en ekki við
stýrið er sjótjónið og óhappið bar
að höndum. Hins vegar fór skip-
stjórifram á þaðvið hann siðar er
hann ræddi við hann, að sjórétt-
urinn ætti að fara fram morgun-
inn 28. mai 1975 að hann bæri það
fyrir rétti, að hann heföi verið við
stýrið. Og fór svo að hann gerði
honum þanngreiða, en lofaði hon-
um fullu kaupi allan daginn, en þá
var Ingólfur, að vinna um borð i
Mánafossi er lá þá i höfn i
Reykjavik. *Þetta skráði ég i
einkadagbók mina er Ingólfur
kom á heimili mitt um kvöldið, og
greindi mér frá sjóréttinum.
Þaðkom líka siðar i ljós þegar
Emil Agústsson borgardómari
fór með málið i dóm í 29. april
1976. Þá hefur skipstjórinn misst
minnið, og týnt sjóninni, þvi nú
veit hann ekki hvort handstýring
er á eða sjálfstýring. Hann telur
sig sjá mann hjá stýrinu, en
greinir ekki hvað hann aðhefst.
6. Ekki var kannað misræmi
það sem kom fram skv. vottorði
um veður frá veðurstofu Islands
og þvi sem fram kom i dagbók
skipsins um veður á viðkomandi
stað þegar skipið varð fyrir áfaU-
inu og ber þar mikið á milli er
varðar vindátt og veðurhæð, og
veðurspá. Sjá málskjal nr. 11.
7. Ekki var sannprófuð umsögn
Jóns Kjartanssonar, forstjóra
A.T.V.R. sem fram kom i Al-
þýðublaöinu 29. mai 1975 um tjón
á farmi Á.T.V.R. úti um borð i
skipinu.
8. Enginn sönnunargögn um
tjón á farmi i skipinu kom frá vá-
tryggingaraðilum um tjón á
farmi í skipinu sem lögum sam-
kvæmt bar að taka út við komu
skipsins til Reykjavikur hinn 9.
jan. 1975.
9. Engin skýring hefur komiö
fram á þvi hverjar ástæður voru
fyrir þvi að málið var tekið úr
höndum Emils Agústssonar
borgardómara, sem hafði sýnt
þaðaðhann fór með málið aðlög-
um fyrir dómi.
10. Eins og fram kemur i yfir-
heyrslu yfir skipstjóra 29. april
1976 er Em il Agústsson f jallar um
málið er framburður skipstjóra
mjög ósamhljóða fyrri framburði
hans sjálfs i dómi, sem og fram-
burður annarra yfirmanna skips-
ins er fram koma i fyrri sjóréttar-
gögnum i málinu.
Eins og hér hefur komið fram
er málsmeðferð i þessu máli slik
að það vekur furðu mina sem
skipstjóralærðs” manns hvað
vararikissaksóknari, Bragi
Steinarsson, er ókunnugur þvi
hvernig ber að standa að rann-
sókn slikra mála fyrir dómi. Og
að mi'nu áliti virðist lesa framlögð
réttarskjöl i Mánafossmálmu
með lokuð augu frá minum
bæjardyrum séð, sem hef laga-
nám mittsemihugamál i fristund-
um. A hvaða lagalegum forsend-
um byggir vararikissaksóknari
niðurstöður sinar i þessu máli
eins og fram kemur i Þjóðviljan-
um 29. jan. 1978 um að málinu sé
lokið? Þar með itreka ég kröfur
mina um opinbera sakadóms-
rannsókn á hendur Braga
Steinarssyni, vararikissaksókn-
ara, þarsem ummæli eftir honum
höfð i Þjóðviljanum 29. jan. verði
dæmd dauð og ómerk. Einnig
krefet ég þess að haldiö verði
áfram rannsókn þessa máls fyrir
dómi og Siglingardómur felli sinn
dóm i málinu. Þar sem mannorð
mitt ogheiður er i veði, þar með
skipstjóraréttindi min fótum
troðin á opinberum vettvangi að
vararikissaksóknara mun ég hér
eftir verja mig sjálfur, þar sem
fjallað verður um það eða þau
mál i dómi, er við kemur mér.
Þrátt fyrir að ég er i dag bæði
hjarta- og asmasjúkdómsmaður.
Virðingarfyllst
Hafnarf 8. 2.1978
Markús B. Þorgeirsson,
skipstjóri
Hvaleyrarbraut 7.
Fyrirspurn til rikissaksóknara
Hverfisgötu 6,
Reykjavik.
Frá Markúsi B. Þorgeirssyni
skipstjóra
Hvaleyrarbraut 7.
Þar sem mér hefur ekki ennþá
borist svar af yðar hálfu við
beiðni minni frá 8. febrúar 1978
s.l. þar sem ég bið um opinbera
sakadómsrannsókn á hendur
vararíkissaksóknara Braga
3teinarssyni,hef ég óskað eftir þvi
við ritstjóra Þjóðviljans, að þeir
taki til birtingar i heild erindis
bréf mitt er sent var yður á sin-
um tima og mér hefur ekki ennþá
borist svar við. Égáyðureina ósk
setta fram i' anda mannúðar og
réttlætis, að hér sé ekki að risa á
ný annað Mánafossréttarfars-
hneyksli, hvað viðkemur meðferð
um gang opinberra mála fyrir
dómsstolum. Virðing yðar og
heiður er i veði, hvað viðkemur
afgreiðslu hraða hjá embætti
rikissaksóknara. Svo er hér ein
litil fyrirspurn til viðbótar.
Hvaða stefnu hefur Mánafoss-
málið tekiö siöan 6. mars s.l. aö
Siglingamálastofnunin sendi yður
bréf það er birtist i heild i Þjóð-
viljanum undirskrifað af Páli
Ragnarssyni f.h. siglingamála-
stjóra. 31. marss.l. samkv. beiðni
minni.
Með vinsemd og virðingu
Hafnarfiröi 7. april 1978
Markús B. Þorgeirsson,
skipstjóri.
Akranes —
framboðslistar
Framboðslistum til bæjarstjómarkosninga
á Akranesi,sem fram eiga að fara sunnu-
daginn 28.mai n.k. ber að skila til for-
manns yfirkjörstjórnar Njarðar Tryggva-
sonar, Furugrund 20, fyrir miðnætti
miðvikudaginn 26.april n.k.
Akranesi 24.april 1978
í yfirkjörstjórn Akraness,
Njörður Tryggvason
Sverrir Sverrisson
Björgvin Bjarnason.
Styrkir til háskólanáms
i Alþýðulýðveldinn Kina
Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Klna bjóða fram tvo styrki
handa tslendingum til háskólanáms I Kína háskólaárið
1978—79. Styrkirnir eru ætlaðir stúdentum til háskóla-
náms i allt að fjögur til fimm ár i kínverskri tungu, bók-
menntum, sögu, heimspeki, vlsindum, verkfræöi, læknis-
fræði, eða kandidötum til eins árs framhaldsnáms I kin-
verskri tungu, bókmenntum, sögu og heimspeki.
Umsóknum um styrkina skal komiö til menntamálaráðu-
neytisins, Hverfisgötu 6. Heykjavlk, fyrir 15. mal n.k. —
Umsóknareyðublöö fást I ráöuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
21. apríl 1978
IIAGVISTUN BARNA. FORNHAGA 8 SIMI 27277
Igl Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar
\y
--------------------- ——------->
Laus staða
forstöðumanns
Laus er staða forstöðumanns leikskólans
Seljaborgar við Tungusel, fóstrumenntun
áskilin. Laun samkv. kjarasamningi
borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er
til 9. mai.
Umsóknir skilist til skrifstofu Dagvistun-
ar Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari
upplýsingar.
AÐALFUNDUR
Laugarnessafnaðar verður haldinn i
Laugarneskirkju sunnudaginn 30. april kl.
15, að lokinni guðþjónustu
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Safn-
aðarheimilismálið. önnur mál.
Sóknarnefnd Laugarnessóknar.
LAUSSTAÐA
Kennarastaða við Tónlistarskóla Njarð-
vikur er laus til umsóknar. Góð vinnuað-
staða.
Æskilegt er að umsækjandi geti tekið að
sér starf kirkjuorganista á staðnum.
Umsóknarfrestur er til 13. mai og sendist
umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf til Arnar Óskarssonar,
Hjallavegi 2 Njarðvik.
Nánari upplýsingar um starfið gefur örn
óskarsson i sima 2363 og Páll Þórðarsson i
sima 3480.
Skólastjóri.