Þjóðviljinn - 26.04.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.04.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2B. aprll 1978 ÞJÓÐVILJXNN — StDA 7 Helstu einkenni stalinismans verða þá hugmynda- legur einstefnuakstur, skortur á lýðréttindum og lýðræði, einsflokkskerfi, ihaldssemi i menningar- málum og fjölskyldumálum o. fl. Gísli Gunnarsson, sagnf ræöingur: Skflgreining á hugtaki í Þjóðviljanum 29. mars gagnrýnir Run ílfur Björnsson hve viðtækt hugtakið stalinismi hefur verið notað. Þar talar hann um „ritskýrendur blaðanna” sem eru i þrálátu orðasukki um stalinisma”. Eitt dæmiðsem hann nel'nir er grein eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Réttilega bendir Runólfur á að það er rangt að nota stalin- isma um persónusambönd verkamanna í auðvaldsþjóð- félagi. Það er einnig rétt hjá honum „að húsbóndavald (patriarkat) er jafn gamalt kjarnafjölskyldunni. Einnig er það rétt að verkalý ðsriki Austur-Evrópu hafa erft „kjarnafjölskyldu og húsbónda- vald eins og svo margt annað úr fortiðinni”. Orðalag Runólfs á þessu siðasta atriði er hins vegar rangt en þarf tæplega að koma á óvart. Hann segir að „sósialisminn hefur erft Ikjarna- fjölskyldu .... sósialisminn hlýtur ávallt i fyrstu að bera móðurmerki kapitalismans. ” Hér ruglar Runólfur saman þeirri hugmyndafræðilegu kenningu sem nefnist sósialismi og ástandi i löndum sem sumir kalla sósialisk. Slikur ruglingur áþvihuglægaoghlutlæga er þvi miðuralgengurmeðal sósialis'ta og er ein afleiðing blindu sovét- dyrkunarinnar: Hugmynda- fræðin og samfélagið i sköpun varð eitt og hið sama. Sann- leikurinn er sá að sósialisminn hefurekki erftneitt „húsbónda- vald”. Hins vegar hafa verka- lyðsrikin erft það frá lénsskipu- lagi og kapitalisku kerfi meö mörgu fleira ljótu. En aðalásteitingarsteinn Runólfs er ekki goðsögnin um „staliniaku manngerðina” (en ég og Arni Björnsson höfum deilt á þá goðsögn fyrr). Run- ólfur er fyrst og fremst að mót- mæla að stalinismi er notaður i annari merkingu en hann sam- þykkir. Skilgreining Runólfs á stalinisma er „sósialismi i einu landi”. öll viðari notkun hug- taksins er röng að dómi hans. Til að hægt sé yfirleitt aö ræðast við er nauðsynlegt að vita hvaða merkingu viðræð- andi leggur i hugtök. Þvi vil ég gera Runólf i grein fyrir hvernig ég nota hugtakið stalinismi. Svipaða notkun iðka flestir þeir sósialistarog kommUnistar sem ekki telja að Sovétrikin i dag og sósialismi sé eitt og hið sama. Einfaldasta og viðtækasta skilgreiningin á stalinisma er að þetta er megineinkenni rikis- valdsins „austantjalds”. Það liggur i augum uppi að Stali'n heitinn er ekki einn ábyrgur dfyrir þvi skipulagi, en það er kennt við hann þvi að enginn einstaklingur átti meiri þátt i að móta megindrættina i þvi en hann. (Annað mál er að það er oft hvimleitt að persónugera hugmyndafræði og ákveðna gerð rikisvalds, en þetta er gömul hefð, sbr. marxismi.) Við þessa „skirn” eða (endur- skirn) á austantjaldsrikjum eru sósialistar einfaldlega að setja greinileg mörk milli hugmynda- fræði sinnar og ýmislegs i viðkomandi rikjum sem þeim fellur ekki við. Helstueinkenni stalinismans verða þá hug- my ndalegur einstefnuakstur, skortur á lýðréttindum og lýð- ræði, einsflokkskerfi, ihalds- semi i menningarmálum og fjölskyidumálum o.fl. önnur merking á stalinisma er siðan þegar þessi einkenni i uppbyggingu rikisvalds og sam- félags verða að einhverju leyti opinber hugmyndafræði sósial- isks flokks, þ.e. ákveðin ein- kenni veruleikans verða milli- liðalaust og vélrænt að hug- myndafræði.. (Þessi „prag- matiska” og andmarxiska aðferð er ein af einkennum stalinismans.) Þetta hefur oft verið nefnt „rUssadýrkun” eða „sovétblekking” hvort tveggja fremur útslitin orð sem þarfnast skilgreiningar sem er tvenns konar. Ein merkingin er-þegar allt eða næstum allt austan- tjalds er/var talið gott. önnur merkinger þegar ýmis neikvæð einkenni i verkalýðsrikjunum 'hafa áhrif á starfshætti og hug- myndir í flokkum „vestan- tjalds”, — skapa skort á umræðum og öðru flokks- lýðræði, umburðarleysi gagn- vart minnihlutahópum félaga og ihaldssemi á ýmsum sviðum. Það er erfitt aö sjá nákvæm- lega hvað Runólfur er að fara, neyðist ég sjálfur til að skil- greina andstöðuna við notkun orðsins stalinismi. Fyrir utan almenna þreytu á notkun skrit- ins orðs má skipta þessari and- stöðu i þrennt: 1. Kómantiska túlkunin. — Fátt ljótt er til i rikjum austan- tjalds og framanskráð lýsing er auðvaldslygi. Rómantiska túlkunin verður æ fágætari nema i röðum maóista (sem ræða þá um Kina, Albaniu og 2-3 önnur lönd.) 2. Aðlögunin.Viðurkennter að framanskráð lýsing eigi við austantjaldsrikin en auðkennin eru hins vegar talin vera góðs viti. „Það eigi aö hafa einn flokk, það eigi ekki að þola frjálsar umræður”, o.s.frv. 3. Sögulega nauðsynin. — Ýmislegt er ábótavant austan- tjalds en það er allt „afleiðing kapitaliskra eða lénskra sam- félagshátta, styrjalda o.fl.” Auk þess stefni allt i framfaraátt. Siðasta túlkunin er sú eina sem er verð einhvers svars en það er: Það sem ábótavant er austantjalds er ekki siður afleiðing lélegrar stjórnmála- forystu og æ erfiðara verður með hverju árinu sem liður að kenna öðrum þáttum en henni um það sem aflaga fer. Eitt dæmi má nefna þessu viðvikjandi þvi það Utskýrir að nokkru leyti notkun Stalinhug- taksins i leikriti Vésteins LUð- vikssonar. Eftir rUssnesku bylt- inguna var gengið lengra i mannfrelsisátt en nokkru sinni fyrr i mannkynssögunni. En á árunum 1930-1940 skipulagði sovéska rikisvaldið afturhvarf til gamalla erfðavenja. Fóstur- eyðingar voru bannaðar, gert var erfiðara að fá skilnað, alið var ágamaldags viðhorfum eins og fordæmingu á ógiftum mæðrum og það var gert refsi- vert að vera homosexúalisti. Þessi meðvitaða pólitik mótar ennþá sovéskt þjóðfélag. Þetta var (og er) stalinisminn i fjöl- skyldumálum i Sovétrikjunum: Jafnréttishugmyndir bylt- ingarinnar voru fótum troðnar. En eins og glöggt kemur fram i grein Runólfs voru þessar breytingar islenskum sósial- istum að mestu leyti óþekktar. Þar varöveittust viða upphaf- legar hugmyndir rússnesku byltingarinnar um fjölskylduna. „Sovétblekkingin” hafði sina jákvæðu þverstæðu: Þekkingarleysi á þvi sem raun- verulega var að gerast i Sovét- rikjunum stuölaði að þvi að margar jafnréttishúgmyndir rússnesku byltingarinnar héldust lifandi meðal sósial- ista. Merkasti hluti greinar Runólfs er tvimælalaust gagn- rýni hans á nýsköpunarstjórn- ina og Sósialistaflokkinn. Fróð- legt væri ef Runólfur þróaði þessa gagnrýni nokkuð. En allt slikt biður betri tima enda ætlar Runólfur að skrifa um pólitiska undiröldu innan vinstri hreyfingar bráðlega. Lundur 4. april 1978 Gisli Gunnarsson Frá því i september á s.i. hausti hefur aö Brautar- holti 22 í Reykjavik verið starfrækt vistheimili fyrir fólk, sem er aö koma úr meðferð vegna ofnotkunar ýmissa vímugjafa, einkum þó áfengis. Þetta heimili, sem hefur þann tilgang að veita þessu fólki at- hvarf og hjálp við að laga sig að nýju að samfélaginu, var stofnað af áhugafólki um þessi mál; fyrr- verandi vistmönnum og starfs- fólki á Vistheimilinu á Vifilsstöð- um ásamt Ólafi Grimssyni lækni á göngudeild Kleppsspitalans. Nú i júni rennur leigusamning- urinn fyrir húsnæðið i Brautar- holtinu Ut og i þvi skyni að afla fjár til þess að reyna að útvega og eignast annað húsnæði fyrir starfsemina hafa aðstandendur heimilisins ákveðið að efna til happdrættis og verður vinningur- Þvi var það i ágúst á siðasta ári að fyrrverandi vistmenn á Vist- heimilinu á Vifilstöðum ásamt starfsfólki þar réðust i að stofna Liknarfélagið Risið i þeim til- gangi að setja á stofn og starf- rækja vistheimili fyrir eftirmeð- ferð drykkjusjUkra. Tekið var á leigu Gistiheimilið að Brautar- holti 22 og gripið til þess ráðs að ganga á milli fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu og viðar til þess að afla fjár til starfsins, og gekk það vonum framar. 90 manns frá upphafi Frá upphafi hafa búið á heimil- inu tæplega 90 manns, og af þeim hafa búið þar mest allan timann 10-15 einstaklingar, sem hafa ver- ið að koma úr meðferð á Vifils- stöðum, Gunnarsholti, Viðinesi, Kleppsspitalanum eða Banda- rikjunum frá Freeport. Margt af þessu fólki er slitið úr tengslum við ástvini sina og fjölskyldu og Frá vinstri, Stefán Jóhannsson félagsráðunautur á Vistheimilinu á Vifilsstöðum, ólafur Grlmsson læknir á göngudeild Kleppsspitalans og Valgarður Breiðfjörð formaður Liknarfélagsins Risið. Myndin var tekin á fundi meðfréttamönnum þar sem skýrt var frá starfsemi Vistheimilisins að Brautarholti 22. (Ljósm.: Leifur) Vantar tílfinnanlega húsnæði fyrir eftirmeðferð drykkjusjúka og annarra ofneytenda vímugjafa inn, Renault 5 TL árgerð 1978, dreginn Ut hinn 17. júni n.k. Aðstoða við aðlögun Það hefur oft verið bent á nauð- syn þess að koma á fót eftirmeð- ferðarheimili fyrir vissan hóp drykkjusjúkra manna, einkum þá sem oft hafa átt i erfiðleikum i samskiptum við annað fólk og smám saman, vegna sjúkdóms- einkenna, einangrast félagslega. Óstuddir eru þeir vanmáttugir til þess að rjUfa þessa einangrun og hefja nýtt lif með eðlilegum tengslum við annað fólk og bregð- ast rétt við áreiti og áföllum, sem hið daglega lif ber með sér. enn aðrir eiga ekki lengur neina fjölskyldu. En með stofnun þessa heimilis hefur reynst unnt að veita þessum einstaklingum öruggan samastað, aukna mögu- leika á samhjálp og styrk og stuðning til að hverfa frá fyrra liferni. Reynt er að gefa fólki möguleika á að rjúfa þann vita- hring félagslegrar einangrunar sem það er komið i og auka sjálfs- virðingu þess með þvi að gera þær forkröfur að viðkomandi hafi örugga vinnu, sem honum er að sjálfsögðu hjálpað við að fá, og að hann greiði fullt gjald fyrir fæði og húsnæði og sé þannig raun- verulega ekki upp á aðra kominn. Einasta athvarf sumra Vistheimilið að Brautarholti hefur til þessa ekki notið neins opinbers stuðnings og má fyrst og fremst þakka það óeigingjörnu starfi áhugamanna og samhæfðu átaki vistmanna hversu vel hefur tekist til með reksturinn. Dvalar- timi vistmanna hefur verið mjög mismunandi en hann er i raun ótakmarkaður. Það dvelja t.d. nokkrir sem hafa loks fundið þar öryggi sem þá hefur um langt skeið skort og eygja ekki annaö betra athvarf. Nýtt heimili i júni Eins og áður segir gildir leigu- samningurinn fyrir hUsnæðið i Brautarholtinu aðeins fram til jUnimánaðar n.k. og er nú ötul- lega unniöað þvi að útvega annað húsnæði, helst til langframa. Þeim sem að þessum málum standa þykir hafa tekist svo vel til með rekstur heimilisins að hörmulegt væri ef ekki væri unnt að halda starfinu áfram. Þaö er að sjálfsögðu m.a. undir þvi kom- ið hvernig tekst til með fjáröflun hver framtið þessa starfs verður og er þvi óskandi að happdrætt- inu verði vel tekiö og unnt verði að taka i notkun nýtt eftirmeö- ferðarheimili nU i júni. —IGG • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmfði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.