Þjóðviljinn - 26.04.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.04.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. april 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartau ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn , Páisson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Þeim er hann eiðsvarinn—Þeim er hann trúr Ein er sú leyniregla, sem alþjóðlegar fréttastofnanir telja „lokaðasta klúbb veraldar”. — Þetta er Bilderbergklúbburinn, en forseti hans var til skamms tima Bern- harð prins af Hollandi. 1 þessu 100 manna æðsta ráði auðvaldsheimsins eru saman- komnir nokkrir valdamestu auðjöfrar heimsins ásamt nánustu bandamönnum sinum á sviði stjórnmála og hermála. Þarna eru þeir Rockefeller og Rotschild — þarna eru forstjórar frá Unilever, General Electric og Fiat — þarna eru griskir skipakóngar og þarna eru lika þeir Luns og Haig frá NATO. Einn er sá reglubróðir, sem talið er að sist megi vanta á hina árlegu fundi leyni- reglunnar. Sá er Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra Islands, sem sumir telja áð þama sé nú hvað mestur ráðamaður! Þvi miður hrökklaðist Bernharð Hollands- prins hins vegar frá háborði reglunnar fyrir tveimur árum, þegar upp komst að hinn æruverðugi leiðtogi hafði þegið ómældar risaupphæðir i mútur frá banda- risku flugvélaverksmiðjunum Lockheed. En maður kemur manns i stað. Siðustu árin hefur forsætisráðherra íslands ekki látið sig vanta á nokkurn fund leyniregl- unnar, hvar svo sem þeir em haldnir i veröldinni, og hvaða störf, sem að kalla hér á heimavigstöðvum. Sankti Bern- harðsreglan gengur fyrir. Og fréttastofu Reuters þótti reyndar ástæða til að nefna þá GeirHallgrimssonogKissinger sérstak- lega ásamt aðeins fimm öðrum úr hópi þeirra 100 útvaldra, sem sátu Bilderberg- fundinn i Bandarikjunum nú á dögunum. Geir Hallgrimsson var um það spurður á Alþingi íslendinga i fyrra um hvaða málefni hafi verið fjallað á ársfundi Bilderbergmanna þá, en ráðherrann sat einnig þann fund. Geir Hallgrimsson neitaði að gefa nokkrar upplýsingar, en tók hins vegar fram að áhrif ferðalagsins myndu koma fram i verkum sinum! Hvers vegna neitar Geir Hallgrimsson, að gefa Alþingi upplýsingar um þessa fundi? Ástæðan er sú að maðurinn er bundinn þagnareiði. Samkvæmt upplýsingum þeirra fréttastofnana, sem Morgunblaðið telur trúverðugar eru Bilderbergmenn allir eiðsvarnir. Inn i musterið fær enginn óþveginn að lita. Geir Hallgrimsson má segja þeim Rockefeller og Rotschild allt, en hann má ekki segja þjóð sinni neitt úr innsta hring alþjóðaauðvaldsins. Hver hefur valið lýðræðishetjuna Geir Hallgrimsson til setu á þessum Sankti Bernharðsfundum? Var hann máske kosinn með þjóðarat- kvæðagreiðslu til að prýða þetta sam- kvæmi? Eða var hann kosinn af Alþingi íslendinga? Var hann máske sendur af landsfundi Sjálfstæðisflokksins eða sem fulltrúi islensku rikisstjórnarinnar? Nei, — ekkert af þessu. Bilderberg- klúbburinn hefur nefnilega ekkert með lýðræðislega valda fulltrúa að gera. Bern- harð prins og félagar velja sér sina lags- bræður sjálfir út frá stjórnmálalegum, efnahagslegum og hernaðarlegum hags- munum. Þeirra æðsta mark og mið er að tryggja grundvallarhagsmuni hinna risa- vöxnu auðhringa, að viðhalda allsnægtum fárra en örbirgð meirihluta mannkyns. Þeir þola ekki lýðræði i raun. Þeirra umboð byggir á valdi auðs og vopna. Þeir hafa útvalið Geir. Þeim er hann eiðsvar- inn. Frá þeim er hann fjarstýrður, — for- sætisráðherra Islands. Liðsmenn Sjálfstæðisflokksinns segjast flestir hverjir vilja aukið lýðræði. Þeir segjast vilja meiri valddreifingu. Þeir segjastvilja opnari stjómmálaumræðu og enga hulu yfir aðgerðum stjórnvalda. Sumir þeirra meina þetta i einlægni. Þeir ættu að biðja flokksformann sinn að minnast á opnar umræður við félagana i Sankti-Bernharðsreglunni! Þeir ættu áð biðja Geir að stinga upp á lýðræðislegu kjöri til Bilderbergfundanna! Þeir ættu að biðja forsætisráðherra íslands að predika valddreifingu yfir reglubræðrunum! Eða máske ættu þeir heldur að ihuga, hvort það samræmdist þeirra eigin lifs- skoðun að styðja pólitiskt útibú Bilder- bergklúbbsins á Islandi k. Varnarræöa dr. Gunnars og Kröflunefndar Loks hefur Kröfluskýrslan lit- ið dagsins ljós á Alþingi. I raun er hér um að ræða 220 siðna varnarskjal fyrst og fremst fyrir afhafnir iðnaðarráðherra og ráðuneytis en einnig fyrir Kröflunefnd. Augljóslega hefði það verið kostur ef skýrslan hefði verið gerð af óhlutdrægum aðila. Ekki er að efa að Vilmundi Gylfasyni verði það drjúgt í skrifum sinum um Kröflu- skýrsluna að hún er tekin sam- an af syni Jóns Sólnes, prófessornum Júliusi Sólnes. Það er viðar en i Miðfelli h.f., aðalverktaka byggingar- framkvæmda i Kröfluvirkjun, semSólnestengslin iiggja. t ann- an stað er það deginum ljósara af lestriskýrslunnar að á ýmsan hátt er reynt að velta ábyrgð- inni af ,,mistökunumi Kröflu yfir á Orkustofnun og starfs- menn hennar: Þeir vöruðu of seint við áhættunni i sambandi við gufuöflunina.stóðuá ýmsan hátt rangt að borunum, höfðu ekki nægilega tækniþekkingu og ekki nógugóðan útbúnað til þess að skila sinu hlutverki. Úr þvi að Kröfluskýrslan er ,,hvit bók” fyrir Gunnar Thoroddsen og Kröflunefnd er ekki úr vegi að óska eftir þvi að Orkustofnun sendi frá sér „hvita bók” um sina hlið mála til þess að sæmi- lega hlutlæg mynd fáist af við- burðarás Kröfluframkvæmda og ferli ákvarðana á siðustu sjö til átta árum. Merkt heimildarrit með slagsíöu Ekki þar fyrir að Kröflu- skýrslan er ákaflega þarft plagg. Fyrir löngu eru flestir al- mennir borgarar búnir að tapa áttunum i öllu Kröflumoldviðr- inu — það hefur staðið lengi, flokkspólitik er i málum, mis- munandi sjónarmið og forsend- ur fyrir greinum og fréttaskrif- um 1 fjölmiðlum. Fyrir þá sem vilja ná áttum i Kröfluumræð- unnier skýrslan hrein skemmti- lesning og fróðleiksnáma. Hér er skipulega greint frá atburða- rás og ákvarðanatöku og allt Kröflunefnd á fullu gasi Eins og fyrr er það mikilvægt atriði i Kröfluumræðunni hvort of geyst hafi verið farið- i byggingarframkvæmdir og vélakaup. I skýrslunni er lögð þung áhersla á að Orkustofnun hafi ekki bent á áhættu af nei- kvæðum borunarárangri fyrr en 3. mars 1975, en allar megin- árs 1975, voru menn tilbúnir a taka mikilli áhættu og bjartsýni réði rikjum hjá öllum aðilum, jafnvel hjá Orkustof nunar- mönnum sjálfum sem drógu broddinn úr aðvörunum sinum. Þaö veröur lika að hafa 1 huga að fyrirsjáanlegur orkuskortur á Norðurlandi og kollveltur Gunnars Thoroddsen I stefnunni I orkuframkvæmdum ýttu mjög á eftir. Þrátt fyrir Kröflu- Verði gufa, sagði dr. Gunnar. sett i sina tlmaröð. Jafnframt er tiundaöur ótölulegur fjöldi fylgiskjala sem frammi liggja i Iðnaðarráðuneytinu og þvi er skýrslan ágætur vegvísir fyrir þá sem vilja kryfja „Kröflu- ævintýrið” til mergjar af eigin rammleik i nafni visinda eða rannsóknarblaðamennsku. Og sé slagsföan i garð Orkustofnun- ar höfð i huga við lesturinn er hér á ferðinni merkt heimildar- rit. ákvarðanir i sambandi við framkvæmdir höfðu þá þegar verið teknar, m.a. samið við Mitshubishi um vélar i febrUar. En hvernig sem öllu er velt fram og aftur virðist niðurstað- an vera einföld: A þessum tlma, það er i lok árs 1974 og byrjun skýrslu upp á 220 siður kemst dr. Gunnar ekki frá þvi að fyrir hans tilstilli var byggðalinunni skotið á frest en öll áhersla lögö á Kröflu, og rekiö fast á eftir virkjunarlögunum og kröflu- nefndarmönnum. Þar réði kapp en ekki forsjá. Fjársvelti og valdaspil Kröflunefnd getur margt fært fram sér til réttlætingar varð- andi framkvæmdaflýtinn: af- greiðslufrestur á vélum var skammur verkefnaskortur hjá verksmiðjum i Japan og hægt að fá mjög hagstæð tilboð i vélar. Svo fremi að Orkustofn- un skaffaði gufu var orkusvelti Norðlendinga úr sögunni miklu fyrr en nokkurn óraði. Og ekki er loku fyrir það skotið að hún fái rós i hnappagatið á end- anum fyrir ráðdeild ef ein- hverntima tekst að afla nægi- legrar gufu til virkjunarinnar. Hinsvegar er það afskaplega athyglisvert við lestur skýrsl- unnar að öll árin frá 1974 til 1978 á Orkustofnun I stöðugu striði við að útvega fjármagn til þeirra borana og rannsókna sem hún telur á hverjum tima nauðsynlegar á Kröflusvæðinu. . A meðaner Kröflunefnd á fullu gasi og skortir aldrei fram- kvæmdafé né lánstraust, og hefur enga bakþanka i srnu starfi framanaf. Þarna er mis- ræmi á ferðinni sem er illskýr- anlegt. Kröfluskýrslan gefur þó vis- bendingu um flókið valdaspil kringum framkvæmdirnar og ákvarðanatöku i sambandi við þær. Einkum er athyglisvert að lesa skýrsluna um hin siðari ár þegar allskonar sérfræðingum samræmingaraðilum og póli- tiskum aðstoðarmönnum dr. Gunnars Thoroddsens tekur að skjóta upp til hliðar við Orku- stofnun, ráðuneyti og Kröflu- nefnd. Þá erlika fariðaðsyrta i álinn og gufuöflun og eldsum- brot oröin að máli málanna. Og svo er enn. —e.k.h.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.