Þjóðviljinn - 12.05.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA —‘ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. maí 1978. ElMMTUDAGtjR 16. MAl 1974 jnorguttlilaliifc nucLVSincnR ^-•22480 >1.Midin c-r aí ftrirhugaðri hri lsuga*/luslm) f Brcidholti. 2000 fm hyggingu. sem borgin hcfur áæf'aA ad hcfja fram- ktæmdir við f haust. Úlafur M i\a keknirog Jón llaraldsson arkitckt \oru ráðnir til þess af Rcykjavfkurhorg aó skipu- lcggja og tcikna hcilsugæ/lu- stóóina n; er þ\f vcrki núlokió. I hcilsugær.lustöóinni er gert ráó f.vrlr margs konar læknis- þjónustu. aóstoóu fyrir 5] heimilislækna f fullu starfi. róntgcnstofu. félagsráógjafa- þjónustu. tannlæknaþjónuslu. barnaskoóun oJI. I. áfangi er hægra megln viðinnganginn. Óvissa í framkvæmdum vegna afstöðu ríkisvaldsins .. .. . ... ~ , „ • st'm Kurt cr ráó f.vrir vfótækri tilfdlum um fjármögnun til HeilSUgæZlUStOð l HreiðnOltl læknisþjónustu og m.a. aóstöóu hagsbóta fyrir ríkió. fyrir 5 heiinilislækna. rönigcn- Morgunblaóió hafói f gær sam- IIciIbrigóismálaráóuneytið hcf borgarlækni barst fyrir >kummu stofu og >missi félagslcgri aóstoó. hand við Kirgi Islcif (iunnarsson ur neitað Reykjavfkurborg frá ráóunevtinu. Rcvkjavfkur- Reykjavfkurborg hcfur gcrt borgarstjóra og inntí frátta af um alla samninga vegna væntan- borg hefur veitt fjárinagn til þess sérsamninga vió rfkið f slfkum Framhald á bls. 18 legrar smfði 2000 ffn hcilsugæzlu- aó hcfja byggingarframkvæmdir ...... stöðvar f Brcióholti. cn þessi af- f haust á umræddri hcilsugæzlu- staóa kcmur fram f bréfi sem stöó f Mjóddinni f Breiðholti þar Adda Bára Sigfúsdóttir, borgaifulltrúi: Heilsugæslustöð í Breiðholti Hvað varð um hana? Ég er að horfa á glæsimynd, sem teygði sig yfir þvera siðu i Morgunblaðinu fyrir 4 árum. Hún er af heiisugæslustöð f Breiðholti. Textinn með mynd- inni hljóðar þannig: „Myndin er af fyrirhugaðri heilsugæslustöð i Breiðholti,2000 fm. byggingu, sem borgin hefur ákveðið að hefja framkvæmdir við nú i haust. Ólafur Mixa læknir og Jón Haraldsson arki- tekt voru ráðnir til þess af Reykjavikurborg að skipu- leggja og teikna heilsugæslu- stöðina og er þvi verki nú lokið. I heilsugæslustöðinni er gert ráð fyrir margs konar læknis- þjónustu, aðstöðu fyrir 5 heimil- islækna i fullu starfi, röntgen- stofu, félagsráðgjafaþjónustu, tannlæknaþjónustu, barnaskoö- un o .fl. 1. áfangi er hægra megin við innganginn.” Þessi textigleðiboðskapar er í snyrtilegum eindálk neðan við myndina, en yfir þá þrjá dálka, sem þá eru eftir, flennir sig hin ógnvekjandi frétt: „óvissa f framkvæmdum vegna afstöðu ríkisvaldsins.” Og það er rætt við borgar- stjóra vegna þessara ótíðinda, síðan er málið tekið fyrir i leið- ara Morgunblaðsins og loks kemur það til umræðu i hring- borðsþætti i sjónvarpinu. Svo sannarlega höfðu Sjálfstæðis- flokksmenn áhuga fyrir sinni heilsugæslustöö. Leiðarinn seg- ir okkur að heimilislæknaþjón- usta i Reykjavik hafi lengi verið talsvert vandamál og núverandi borgarstjóri hafi haft sérstakan áhuga á að stórbæta heimilis- læknaþjónustu i höfuðborginni. Hinni fyrirhuguðu heilsugæslu- stöð er lýst og tekið fram, að i fjárhagsáætlun borgarinnar sé fé til byrjunarframkvæmda. „Hins vegar bregður svo við, að ráðuneyti Magnúsar Kjartans- Adda Bára Sigfúsdóttir. sonar hefur neitað öllum samn- ingum og öllum skilyrðum um þátttöku rikisins i þessari fram- kvæmd.” Auðvitað vissi Morgunblaðið og borgarstjórinn að Magnús Kjartansson gat engan samning gert, það stóð ekki i hans valdi. Fé var ekki á fjárlögum og þar að auki höfðu teikningar ekki verið samþykktar af réttum aöiium. Slika smámuni gat þó blaðið og borgarstjórinn ekki verið að setja fyrir sig i kosningabarátt- unni. Málið átti að nota gegn vinstri stjórninni, en samkvæmt öðrum leiðara blaðsins, snerust borgarstjórnarkosningar „þó um eitt lykilatriði öðru fremur: Vilja Reykvikingar vinstri stjórn i höfuðborginni? Og vilja Reykvikingar áframhaldandi vinstri stjórn að þingkosningum loknum?” Siðan var minnt á það að stjórn Hermanns Jónassonar hefði fyrst og fremst fallið vegna þess að hún „hlaut óum- deilanlegt vantraust Reykvík- inga” i borgarstjórnarkosning- um. Þetta er raunar ágæt á- bending til allra þeirra sem vilja núverandi rikisstjórn feiga. Vinstri stjórnin féll og i stól heilbrigðismálaráðherra settist maður Morgunblaðsins. En heilsugæslustööin i Breið- holti, — hvað varð um hana? Það er skemmst af aö segja að hún er til sem snoturt likan í fundarherbergi heitbrigðis- málaráðs og hún er tii i stórum teikniblokkum arkitektanna, en uppi i Breiðholti er hún ekki. En það eru til reikningar fyrir hönnunarkostnað á árunum 1975-1977, samtals röskar 14 miljónir króna, svo að liklega verður að álykta að sú stað- hæfing Morgunblaðsins fyrir 4 árum að skipulagningu og teikningu stöðvarinnar væri lokið, hafi verið aðeins of snemma á ferðinni. Og áhyggjur borgarstjórans vegna heimilislæknaþjónustu I borginni, hvað varð um þær? Þeim hefur ekkí verið flikað svo mjög á torgum siðustu 4 árin. Það hefur verið unnið að málinu i hógværð og kyrrþey, og árang- urinneftir þessi 4árer ein örlitil tala i fjárlögum nú i ár: 3 milj- onir króna i hönnun! Að þessu athuguðu mætti svo e.t.v. spyrja hvort þessi árang- ur borgarstjóra i heilsugæslu- málum þeirra Breiðhyltinga sé svo glæsilegurað hvorki sé hægt á við að jafnast né gera betur. Og ennfremur mætti spyrja hvort núverandi heilbrigðisráö- herra og rikisstjórn hafi verið Reykvikingum hliðholl eða fjandsamleg i þessu máli. Adda Bára Sigfúsdóttir. Skákmótið í Las Palmas Friðrik í baráttu um 1. sætið ,/Jú, þetta er óneitan- lega heldur vænleg staða hjá mér, sagði Friðrik Ólafsson", stórmeistari er Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær, en þá sat Friðrik yfir biðstöðu í skák sinni gegn Spánverjanum Medina. Friðrik tókst snemma að jafna taflið gegn Spánverjanum og undir lok setunnar sneri hann laglega á hann, vann peð og hefur miklar vinningslíkur i biðstöðunni. Vinni Friðrik þessa skák er hann a.m.k. kominn í 4. sætið, en það fer eftir úr- slitum i skák Larsens og Sax en þar hefur Larsen aðeins hagstæðari stöðu, Staðan Staðan eftir 9. umferðir á mótinu í Las Palmas er þessi: 1. Tukmakov 7 v. 2. — 3. Larsen 6 v. — 1 biðsk. 2.—3. Sax 6v. — lbiðsk. 4. — 5. Miles 5,5 v. 4. — 5. Stean 5,5 v. 6. Friðrik 5 v. — 1 biðsk. 7. Mariotti 5 v. 8. — 9. Vesterinen 4,5 v. 8. — 9. Rodriquez 4,5 v. 10. Del Corral 4 v. — biðsk. 11. Csom 4 v. 12. Sanz 3,5 v. 13. Panchenko3v. — 1 biðsk. 14. Medina 2 v. — 1 biðsk. 15. Dominquez 2 v. 16. Padron 1,5 v. 1 i im i i i l i m m i m á : &: f5 Hg^ (Biðstaðan hjá Friðrik og Medina. Friðrik hefur svart og \Iék biðleik.) J sem Friðrik taldi þó ólík- legt að honum tækist að vinna. Úrslit 19. umferð sem tefld var i gærkvöldi urðu annars sem hér segir: Stean vann Padron. Jafntefli gerðu Vesterinen og Mariotti, Csom og Tuknakov, Dominquez og Miles, Sanz og Rodriquez. Bið- skákir urðu hjá Larsen og Sax, Friðrik og Medinaog Del Corral og Panchenko. Úrslitin i bið- skákum 8. umferðar urðu sem hér segir: Vesterinen vann Miles og er það fyrsta tap Miles i mótinu, en að sögn Friðriks er Miles nú ekki svipur hjá þvi sem hann var i fyrstu umferðum mótsins. Hann hefur ekki unnið skák frá þvi i 4. umferð. f gær þáði t.d. andstæð- ingur hans, Dominguez jafntefli i mun hagstæðari stöðu gegn hon- um. Þá vann Italinn Mariotti bið- skák sina gegn Del Corral. 1 dag verður tefld 10. umferð. Þá teflir Friðrik við Ungverjann Csom og hefur hvitt. Tukmakov teflir við Del Corral, Larsen við Rodriquez og Sax við Stean. —hól Þessa kappa þekkja ugglaust allir. Það er Friðrik Ólafsson sem situr að tafli en Guðmundur Sigurjónsson fylgist spenntur meö Ijósm. —• gsp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.