Þjóðviljinn - 12.05.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. mal 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Litiö inn hjá
nokkrum starfsmönnum
Orkustofnunar; sem
jjármálaráðuneytið
telur ónauðsynlega
Starfsmenn Jarökönnunardeildar, frá vinstri, Kristján Agústsson, Þórólfur Hafstaö, Siguröur Tómas-
son, Snorri Björn Snorrason, Freysteinn Sigurösson og Arni Hjartarson. ( Ljósm: -eik )
Hvað eru þeir að fást við?
Eins og greint hefur veriö frá i
fjölmiðium aö undanförnu hefur
f jármálaráöuneytiö fyrirskipaö
launadeild Orkustofnunar aö
hætta aö greiöa tilteknum fjölda
starfsmanna stofnunarinnar laun
á þeirri forsendu aö ráöningar-
samningar þeirra hafl ekki veriö
samþykktir af ráöuneytinu.
Hér er annars vegar um að
ræða 18 starfsmenn, sem störfuðu
hjá stofnuninni samkvæmt samn-
ingi sem rann Ut i lok janúar s.l.
Orkustofnun hefur fyrir sitt leyti
undirritað áframhaldandi samn-
ing til eins árs, en f jármálaráöu-
neytið hefur neitaö að undirrita
hann. Hins vegar er um að ræða
12 starfsmenn, sem starfað hafa á
timakaupi, sem greitt hefur verið
af rekstrarfé Orkustofnunar, og
ráðuneytið vill að sagt verði upp
störfum.
Undanfarna mánuði hafa þess-
um starfsmönnum öllum, 30
að tölu, verið greidd laun af
rekstrfé Orkustofnunar og er
reyndar allt i óvissu um framtið
þessara starfsmanna, þ.e. hvort
þeim verður öllum sagt upp eður
ei og munu ýmsir þeirra vera nú
þegar farnir að huga að störfum
erlendis.
Aður hefur verið greint frá hér i
blaðinu hvað það þýðir fyrir
starfsemi Orkustofnunar ef hún
nýtur ekki umræddra starfs-
krafta, en þeir munu vera um
helmingur allra sérfræðinga
stofnunarinnar.
Okkur langaði að forvitnast ör-
litið um hvaða verkefni þessir
starfsmenn væru að fást við og
heimsóttum i þvi skyni nokkra
þeirra, þar sem þeir voru við
störf si'n.
„Það sem Orkustofnun
hefur verið gagnrýnd
fyrir að gera ekki”
Fyrsta hittum við fyrir verk-
fræðingana Jón Ingimarsson og
Snorra Kjaran, en þeir vinna i
Straumstöð Orkustofnunar.
Meginviðfangsefni okkar hér í
Straumstöðinni eru vatnafræði-
legar rannsóknir fyrir hitaveitu-
framkvæmdir sögðu þeir Jón og
Snorri. Vatnafræöi og straum-
fræði eru ákaflega mikilvægur
þáttur i rannsóknum á vinnslu-
eiginleikum jarðhitasvæöa, en er
þó sá þáttur á vinnslueiginleikum
jarðhitasvæða, sem einna minnst
hefur verið sinnt, og stofnunin
hefur verið gagnrýnd hvað mest
fyrir t.d. i sambandi við Kröflu.
Astæðurnar fyrir þvi, að þessar
rannsóknir hafa orðið Utundan,
eru aftur á móti aðallega þær aö
löngum hefur skort sérmenntaða
starfsmenn til aö sinna þeim.Eni
30manna hópnum margumrædda
eru einmitt verkfræðingar sem
hafa þessa sérmenntun og
stofnunin hefur alls ekki efni á að
vera án.
Undanfarna mánuði höfum við
aðallega verið að vinna fyrir
Hitaveitu Suöurnesja og er enn
töluverð vinna eftir við það verk-
efni. Þar er um að ræða rann-
sóknir á ferskvatnsöflun fyrir
hitaveituna og vinnslueiginleika
jarðhitasvæðisins i Svartsengi.
Neysluvatnsöflun og
vatnabúskapur Aust-
firðinga
Næst litum við inn i Jarðkönn-
unardeild og áttum þar tal við
nokkra jarðvisindamenn.
í Jarðkönnunardeild er unnið
að fjölmörgum verkefnum ogeru
það einkum athuganir á neyslu-
vatnsöflun fyrir hin ýmsu sveit-
arfélög svo og jarðefnaleit.
Eitt af þeim verkefnum sem þar
er nú verið að vinna er úttekt á
vatnsbúskap Austfirðinga og
vildu þeir félagar meina að Aust-
firðingar hefðu i þessum efnum
sýnt öörum landsmönnum fram-
sýni og fyrirhyggju. Þarna er um
að ræða undirbúning og vinnslu
fyrir rannsókn sem á að fara
fram i sumar þ.e.a.s. ef starfs-
mennirnir halda vinnunni.
Einnig er verð að vinna að stóru
verkefni fýrir Hitaveitu Suður-
nesja. Þar er um aö ræöa athug-
anir á þvi vatnsvinnslusvæði sem
tilheyrir Svartsengi og snúast
þær einkum um, hvort unnt sé að
afla nægjanlega mikils vatns,
hvernig þess skuli aflað, hvernig
sé unnt aö halda þvi óspilltu af
sjávar uppdrætti i borholunum,
og hvernig megi halda efnainni-
haldi þess innan nýtanlegra
marka.
Að þessu verkefni hefur verið
unnið hjá JKD siöan 1976 og eru
horfur á þvi, að öllu óbreyttu, að
eftir árið i ár verði komnar nokk-
uð góöar hugmyndir og niðurstöð-
ur'um þessi atriði öll. En það
stendur og fellur að sjálfsögöu
með þvi' hvernig þessum ráðning-
armálum okkar lyktar, sögðu
þeir félagar.
Aðspurðir um atvinnuhorfur
jarðfræðinga utan Orkustofnun-
ar, sögðu þeir þær vera næstum
engar, en meiri likur væru á að
verkfræðingarnir gætu horfið inn
i önnur störf. Ef svo færi að þess-
um starfsmönnum yrði sagt upp
væru miklar líkur á að margir
verkfræðinganna yrðu að taka
störfin með sér og þá þyrfti rikið
að kaupa vinnu þeirra á töxtum
verkfræðiskrifstofa.
Þar eru tækin smiðuð
I Jarðeðlisfræðistofu sem er til
húsa i gráa steinhúsinu á horni
Laugavegs og Snorrabrautar, fer
fram öll almenn tækjasmiði fyrir
Orkustofnunog viðhald á tækjum.
Það er Jarðhitadeild sem rekur
þessa stofu og fá starfsmenn
hinna ýmsu deilda stofnunarinnr
aöstöðu þar til að sinna verkefn-
um sinna deilda.
Þar hittum við Heimi Sigurðs-
son, rafmagnstæknifræðing, einn
30 menninganna. Heimir vinnur
hjá Jarðkönnunardeild og sagði
að á hennar vegum væri aðallega
um aö ræða smiði á tækjum til
borholurannsókna. Ég er núna að
vinna við smiði á seltumæli sem
notaá við vatnsborunarmælingar
fyrir Hitaveitu Suðurnesja. sagði
Heimir. Mælirinn kemur reyndar
til með að mæla meira en seltu
þvi hann mælir jafnframt dýptina
i holunni hverju sinni.
Þessi tækjasmiði er tiltölulega
ný af nálinni hjá Orkustofnun. en
áður þurfti að sækja alla sika
vinnu út i bæ, eða jafnvel lengra,
og gat þaö oft komið sér bagalega
og valdið meiri og minni stöðvun
á vinnslu tiltekinna verkefna.
Auk þesshefur tækjasmiðin aukið
til muna nytsemi jarðfræði
mælinga þar sem nú er jafnvel
unnt að smiða tæki til að leysa eitt
ákveðið verkefni, ef þess þarf
með.
Framhald á bls. U
Dagur: 31. júll 1978.
Guttormur Sigurbjarnarson, deildarstjóri, gefur starfsmönnum OS-
JKD dagskipun sina og þeir horfa á meistara sinn I lotningarfullri að-
dáun.
Þessi teikning hékk uppi hjá starfsmönnum Jarðkönnunardeildar og
reyndar sáum við af henni Ijósrit I Raforkudeild, en hún gefur til kynna
ástandið I JKD eins og það myndi vera 31. júll n.k. samkvæmt fyrir-
skipunum fjármálaráöuneytisins. Enginn starfsmaður nema deildar-
stjórinn. ( Ljósm: -eik)
Snorri Kjaran, t.v. og Jón Ingimarsson, verkfræðingar.
Heimir Sigurðsson, rafmagnstæknifræðingur t.v. og Björgvin Guð-
mundsson, rafmagnsverkfræðingur, starfsmaður Jarðeðlisfræðistofu.
Tækiö.sem er til hægri á mvndinni er sjálfvirkt hitakvörðunartæki til
að kvaröa hinar ýmsu geröir hitamæla og er i einu og öllu smiöaö þarna
I stofunui.