Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. mai 1978 Umskipti i Kópavogi Úrslitin kalla á vinstra samstarf Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur misstu meirihluta sinn i bæjarstjórn, 8 ára valdaskeiði þeirra er lokið BæjarfuUtrúarnir I Kópavogi: Björn ólafsson verkfræöingur, Helga Sigurjónsdóttir kennari og Snorri Konráösson bifvélavirki. Alþýöubandalagið er nú orö- inn stærsti flokkurinn i Kópa- vogi, og þess vegna hlýtur aö hvila á okkur forustuhlutverk um myndun nýs meirihluta i bæjarstjórn á þvi kjörtimabili sem nú er að hefjast. Rikis- stjórnarflokkarnir eru komnir i minnihluta i bæjarstjórn Kópa- vogs, og er þá lokið valdaskeiöi þeirra i bænum sem hófst eftir kosningarnar 1970. Björn ólafsson, fyrsti bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins i Kópavogi, mæiti þessi orð, þegar fréttamaður Þjóð- viljans tók hann tali i gær ásamt hinum tveim bæjarfulltrúum flokksins i Kópavogi, Helgu Sigurjónsdóttur og Snorra Kon- ráðssyni. — Hvernig er útkoma Al- þýðubandalagsins i Kópavogi? — Við erum með svipað hlut- fall greiddra atkvæða nú og sið- ast eða um 27%. Við höldum þvi okkar hlut, en um aukningu er ekki að ræða. Raunar er það svo, að við margar undan- gengnar kosningar höfum við, Alþýðubandalag,og á undan þvi Félag óháðra kjósenda, verið að lækka i hlutfalli. Nú er komin stöðvun á. Innflutningur fólks i Kópavog hefur verið geysimikill um langt skeið, og þá helst úr Reykjavik sem verður að telja harla hægri sinnað svæði, aö minnsta kosti til þessa. Aukning á kjörskrá hjá okkur var um 20% frá 1974 til 1978. — Það voru margir listar i framboði i Kópavogi. — Það voru fjögur hrein flokkaframboð, en auk þeirra S- listi „sjálfstæðisfólks” og K-listi „borgara úr öllum flokkum”. Sundrungin, i Sjálfstæðisflokkn- um,sem olli þvi að framboðin voru tvö á hans vegum, leiddi til þess að af flokknum hrundi meira fylgi en gerðist almennt á landsvisu. A K-lista var efsti maður úr Samtökunum, en hann sat siðast á sameiginlegum lista með Framsókn og komst af hon- um i bæjarstjórn, en skipaði sér þar i lið minnihlutans gegn samstjórn Ihalds og Framsókn- ar. Á K-listanum var einnig þingmaður Alþýðuflokksins og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, og hefur það haft sitt að segja um styrkleika listans. — Hvað segja úrslitin i Kópa- vogi um vilja almennings? — í fyrsta lagi refsa menn rikisstjórninni og snúa baki við flokkum hennar, einkum Sjálf- stæðisflokknum. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins var um 37% i bæjarstjórnarkosningunum 1974, en þó atkvæðatala S-lista sé bætt við D-lista nú, nær fylgið, ekki nema 26% . t öðru lagi snúa menn baki við þeim meiri- hluta sem hefur stýrt málefnum kaupstaðarins i 8 ár. Alþýðuflokkurinn fær mikinn byr, en hann er þó enn minnstur af stjórnmálaflokkunum hér i Kópavogi. Nýju framboðin hér, einkum K-listinn, veittuhægri sinnuðu fólki tækifæri til að mótmæla stjórnarstefnunni með atkvæði sinu, án þess að ganga alla leið til vinstri og kjósa G. Hins vegar hefur Alþýðubandalagið lykil- stöðu nú i bæjarmálunum sem stærsti flokkur bæjarins og hlýtur að beita sér fyrir vinstra samstarfi. — Þið Björn og Helga eruð gamalreynd i kosningabaráttu, en þú ert aftur nýr i þessu, Snorri. Hvernig fannst þér? — Þetta var mjög skemmti- leg reynsla, það var stigandi i baráttunni og spenna þegar nær dró kosningum. Mér finnst ánægjulegt að hafa verið með i þessu, og nú er bara að ganga til starfa. Vinstri menn standi saman er lærdómurinn sem draga má af kosningaúrslitunum, sagöi Kjartan Ólafsson er Þjódviljinn hafdi samband vid hann á ísafirdi í gær Þjóðviljinn haföi samband við Kjartan Ólafsson, efsta mann á lista Alþýðubandalagsins I al- þingiskosningum á Vestfjörðum, þar sem hann var staddur á Isa- firöi,til aö leita álits hans á úrslit- um sveitarstjórnarkosninganna vestra og möguleikum Alþýðu- bandalagsins i þingkosningunum meö tilliti til þeirra. — Ég vil þá fyrst nota tækifær- ið til að láta i ljós ánægju mina með kosningaúrslitin um allt land og tel að fall borgarstjórnar- meirihlutans i Reykjavik megi kallast atburð aldarinnar i is- lenskum stjórnmálum, sagði Kjartan. Um úrslitin á Vestfjörðum er það að segja að við Alþýðubanda- lagsmenn megum una mjög vel við okkar hlut hérna. A Isafirði fengum við bestu út- komu sem Alþýðubandalagið og fyrirrennarar þess hafa nokkurn tima fengið i bæjarstjórnarkosn- ingum. Við jukum fylgið úr 163 at- kvæðum i 246 eða úr 11% i rúm- lega 16%, sem er um 50% fylgis- aukning. Okkur vantaði aðeins 8 atkvæði til þess að vinna hér nýj- an bæjarfulltrúa og hér hefur fólk greinilega fullan hug á að láta ekki þannig fara i þingkosningum að vanti nokkur atkvæði til að koma manni á þing. Mjög viða á Vestfjörðum var um að ræða blandaða lista i fram- boði og aðeins i einu byggðarlagi auk ísafjarðar var hreinn flokks- listi Alþýðubandalagsins. Það var á Suöureyri i Súgandafirði og þar var útkoman góð, viö héldum ein- um manni i hreppsnefnd og vel það. 1 þremur byggðarlögum þar sem Alþýðubandalagið hefur aldrei áður átt neinn hlut að sveit- arstjórnarkosningum hafa flokksmenn i Alþýðubandalaginu nú verið kosnir i hreppsnefnd af blönduðum listum. Þau eru Flat- eyri, Bildudalur og Hólmavik. Viðar á Vestfjörðum hafa flokksmenn og góbir stuðnings- menn Alþýðubandalagsins verið kjörnir i sveitastjórnir af blönd- uðum listum en allviða er erfitt að draga ályktanir um fylgi ein- stakra flokka af fylgi hinna blönduðu lista. Ég tel að útkoma Alþýðubanda- lagsins um allt land sýni að núna stendur straumurinn frá hægri til vinstri i islenskum stjórnmálum. Flokkurinn lengst til hægri, Sjálf- stæðisílokkurinn, hefur beðið afhroð, en flokkurinn lengst til vinstri, Alþýðubandalagið, er tvimælalaust sigur- vegarinn i þessum sveitar- stjórnarkosningum. Þessi staðreynd hlýtur að styrkja mjög stöðu Alþýðubandalagsins um allt land og það gildir ekki siður hér á Vestfjörðum en annars staðar. Sveitarstjórnarkosningarnar og ekki sist borgarstjórnarkosning- arnar i Reykjavik hafa sýnt hversu óendanlega mikilvægt það er að vinstri menn i landinu standi saman og vænti ég þess að lærdómurinn sem af þvi má draga muni m.a. sýna sig i al- þingiskosnirigum á Vestfjörðum 25. júni. Ég tel miklar likur á þvi að i þeim geti hæglega oltið á 2 Kjartan ólafsson eða 3 atkvæðum hvernig úrslit ráðast og vil treysta þvi aö allt okkar fólk vinni að undirbúningi kosninga með tilliti til þess. —GFr. BLAÐBERAR ÓSKAST AUSTURBORG: VESTURBORG: Bólstaðarhlið Skjól MIÐSVÆÐIS Laugavegur (neðri) Langahlið afl. i sumar Eikjuvogur afl. i júní Afleysingafólk óskast um lengri og skemmri tima, víðsvegar um borgina. Vinsamlegast itrekið eldri umsóknir DJÚÐV/Um Afgreiðsla Siðumúla 6, simi 8 13 33 Megum ekkert fyrir alþingiskosningar, segir Gard- ar Sigurösson alþingismadur um pólitiskar horfur á Sudurlandi Hér i Vestmannaeyjum er ó- hætt aö segja aö viö höfum sigraö mjög glæsilega og uppi á landi höfum viö haldið okkar fylgi, sagði Garðar Sigurðsson þegar Þjóöviljinn haföi samband viö hann i Vestmannaeyjum i gær til aö spyrja hann um kosningahorf- ur i Suöurlandskjördæmi meö til- liti til úrslita i sveitarstjórnar- kosningunum. Hins vegar megum viö ekkert slaka á til aö halda okkar fyrra fylgi I alþingiskosn- ingum, sagöi hann. I Vestmannaeyjum fengum við að þessu sinni 20% fleiri atkvæði en kratar og hlutfall okkar á móti ihaldinu er nú 2/3 af þeirra fylgi en var áður á sameiginleg- um lista okkar og Framsóknar- manna 1974 aðeins 1/3. Ég vil taka það skýrt fram, sagði Garðar, að fólk tekur ekki sömu afstööu i sveitarstjórnar- kosningum og alþingiskosning- um. Sókn Alþýðubandalagsins um allt land er þó greinileg og maður þrufti að láta segja sér úr slitin i Reykjavik tvisvar eða þrisvar til aö trúa þeim. -'GFr slaka á Garöar Sigurösson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.