Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 31. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Þorsteinn L. Þorsteinsson, formaöur Verkalýðsfélagsins i Hornafirði: Yfirvinnubann næsta aðgerð — Ég held að reynslan af út- flutningsbanninu sé sú, að það hefur valdið miklum þrýstingi, sagði Þorsteinn L. Þorsteinsson, formaður Verkalýðsfélagsins á Höfn í Hornafirði. — Og ég held, að atvinnurekendur séu komnir i verulega erfiðleika vegna banns- ins. Aðgerðirnar sem siikar eru þvi áhrifarikar. Þó að seinni bráðabirgðalögin séu ákaflega vitlaus, þá eru þau engu að siður visst undanhald fyrir áhrif þessa yfirvinnubanns. — Til hvaða aðgerða telur þú að Verkamannasambandið eigi að gripa nú? — Sú vitleysa, sem birtist i bráðabirgðalögum rikisstjórnar-, innar, er náttúrlega skerðing á yfirvinnutekjum og bdnus. Það er að sjálfsögðu ótæk aðgerð og stefnir i 10 'stunda dagvinnu 1 raun. Þá er eðlilegt að álykta sem svo, að yfirvinnubann verði næsta aðgerð. Hvort það á að koma til viðbótar útskipunarbanninu, skal ég ekki segja um. — Hvenær ættu þá næstu að- gerðir að koma til framkvæmda? — Ég held að næstu aðgerðir, hverjar sem þær verða, verði að koma fljótlega til framkvæmda. Mér finnst að yfirvinnubannið væri rökrétt svar. En það má vera, að breyttar aðstæður i þjóð- félaginu eftir kosningarnar verði til þess að auðvelda baráttuna. Mér þætti ekkert óliklegt, að ný- kjörnar sveitarstjórnir verði fús- ari til þess að greiða verkafólki ó- skert laun. Þessi ráðstefna verð- ur að taka mikilvægar ákvarðan- ir um næstu aðgerðir i kjarabar- verdi Þorsteinn L. Þorsteinsson. áttunni, og ég held að þær aðgerð- ir verði að koma fljótt til fram- kvæmda. —eös Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja: Stjórnin hefur tekið sér vald tíl að ákveða laun verkafólks — Ég tel, að útflutningsbannið sé einhver sterkasta aðgerð sem við höfum fundið upp á, sagði Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja. — Það kostar okkur ekki neitt, en veldur atvinnurekendum alveg gífurlegum óþægindum og út- gjöldum. Undanþágur þær, sem veittar hafa verið, þýða ekki að við séum með neinn undanslátt, heldur eru þær veittar vegna þess, að við viljum ekki láta at- vinnufyrirtækin stöðvast. En um þetta virðist hafa gætt nokkurs misskil nings. Hvertá að verða næsta skrefið i baráttunni? — Næst tel ég að eigi skilyrðis- laust að banna yfirvinnu og bón- us, en jafnframt þurfum við að halda útflutningsbanninu áfram. Ég tel það svo sterka aðgerð, að alls ekki megi sleppa þvi. Að minu mati ætti yfirvinnubannið að koma til framkvæmda sem allra fyrst, þannig að menn þyrftu ekki að vinna eftir þessum nýju bráðabirgðalögum. Rikisstjórnin er eiginlega búin að taka sér það vald, að ákveða laun verkafólks I landinu, og samkvæmt hennar kenningum ætlar hún sér að skera niður yfir- vinnuálag, þannig að það mun með sama áframhaldi verða lægra heldur en dagvinnutekjurn- ar. Þar með er i raun og veru ver- ið að afnema 40 stunda vinnuviku i reynd. Það er lika alveg ókann- að mál, hvort rikisstjórnin hefur ekki hreinlega brotið orlofslögin með þessari skerðingu, vegna þess að orlofsgreiðslurnar verða lægri en samningar segja til um. Hitt er svo aftur annað mál, að ég reikna ekki með að rikisstjórn- in éti þetta allt ofan i sig. Hún er búin að kyngja stórum bita nú þegar, þótt það hafi kannski verið mest sýndarmennska. —eös Jón Kjartansson. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness: Andvígir því aö stjórnvöld blandi sér í gerða samninga Yfirvinnubann hentar ekki í Borgarnesi — 1 Borgamesi er ekki útflutn- ingshöfn.en við höfum boðið fram alla aðstoð sem við getum veitt i sambandi við útflutningsbannið, sagði Jón Agnar Eggertsson, for- maður Verkalýðsfélags Borgar- ness. — Við gerðum samning við Borgarneshrepp um kjör verka- manna, og gildir samningurinn frá 1. marstil 1. september. Þetta var fyrsti samningur sem undir- ritaður var eftir að bráöabirgða- lögin voru sett og með þessum samningi fá verkamenn fullar verðlagsbætur á laun. Ég held að þessi samningur hafi vakið eftir- tekt og orðið til að hvetja önnur sveitarfélög til að ganga til samn- inga við starfsmenn sina. Við höfúm lýst harðri andstöðu viö kjaraskerðingarlög ríkis- stjórnarinnar, sem ég tel að hafi veriö stór mistök. Viö erum and- vigir þvl, að stjórnvöld séu að blanda sér i gerða samninga. Það verður aðeins til þess, að fólk missir trúna á gildi samninga. — Hvað finnst þér um næstu aðgerðir Verkamannasambands- ins? — Mér li'st ekki vel á að setja yfirvinnubann hvað varðar mitt félag, þótt ljóst sé, að megingall- ar bráðabirgðalaganna séu tengdir yfirvinnunni. Aðstæður eru þannig hjá okkur, aö erfitt yrði að framfylgja yfirvinnu- banni, og þar að auki erum við búnir að semja fyrir nokkurn hluta félagsmanna. Það er erfitt að koma á yfirvinnubanni vegna mjólkurflutninga og vöru- flutninga. Margir mjólkur- bilátjórar og vöruflutningabil- stjórar eru i félaginu, og það er miklum erfiöleikum bundið að setja yfirvinnubann á slika vinnu. En það kann vel að vera, að yfirvinnubann henti öðrum félög- um, þótt það henti ekki fyrir okk- ur. Það kæmi hins vegar vel til greina aö setja nætur- og helgar- vinnubann og bann á bónuseös Jón Agnar Eggertsson. Kúpavogskanpstaðiir !S1 Frá Grunnskólum Kópavogs FRAMHALDSNÁM i grunnskólum. Kópa- vogs næsta vetur og innritun i unglinga- deildir. FRAMHALDSNÁM: A skólaárinu 1978-’79 munu verða framhaldsskóladeildir I grunnskólum Kópavogs (Vighólaskóla og Þinghólsskóla) með eftirtöldum námsbrautum, ef næg þátttaka verbur: VIÐSKIPTABRAUT — HEILSUG ÆSLUBRAUT — UPPELDISBRAUT — HUSSTJÓRN ARBRAUT og FORNAM. Umsóknir þurfa að berast ofangreindum skólum eða Skóiaskrifstofu Kópavogs, Digranesvegi 10 fyrir 10. júni n.k. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um námið fást I skólunum eða skólaskrifstofunni. Skipting deilda og námsbrauta i framhaldsnáminu milli skólanna verður ákveðin þegar umsóknir eru komnar fram. Innritun i 7. 8. og 9. bekk grunnskóla: Þeir nemendur 7. 8. og 9. bekkjar grunnskóla Kópavogs næsta vetur, sem ekki hafa þegar iátið innrita sig, eru minntir á að gera það FYRIR 10. JCNI i skóiunum. Eink- um eru nýfluttir nemendur, eða þeir sem flytjast munu f Kópavog i sumar minntir á þetta. Slika innritun má einn- ig tilkynna i Skólaskrifstofu Kópavogs simi 41863. Skrifstofur skólanna eru opnar fyrir hádegi alla virka daga. Afrit eða ljósrit af siðasta prófskirteini þarf að fylgja nýj- um innritunum. Kópavogi 30. mai 1978, Skólafulltrúinn i Kópavogi. Frá skólum Reykjavíkurborgar Innritun í framhaldsnám Skólaárið 1978-’79 er áformað að eftirtald- ar námsbrautir verði starfræktar ef að- sókn leyfir: Hússtjórnarbraut Heilsugæslubraut Sjávarútvegsbraut Uppeldisbraut Fornám Viðskiptabraut Tekið verður við umsóknum og nánari upplýsingar veittar i Miðbæjarskólanum, simi 129 92, dagana 1. og 2. júni n.k. kl. 13- 18. Jafnframt verður tekið við umsóknum i fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnar- götu 12, til 10. júni n.k. Umsókn fylgi ljósrit eða staðfest afrit af prófskirteini. Innritun i Fjölbrautaskólann i Breiðholti fer fram i húsi skólans við Austurberg sbr. auglýsingu frá skólanum. Innritun i Iðnskólann i Reykjavik fer fram i húsi skólans á Skólavörðuholti sbr. aug- lýsingu frá skólanum. Fræðslustjóri. Iðnaðarlóðir — Hafnarfjörður Úthlutað mun verða á næstunni lóðum fyr- ir iðnaðarhús i nýju hverfi austan Reykja- nesbrautar. Umsóknum skal skilað á þar til gerð eyðiblöð eigi siðar en 16. júni 1978. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings Strandgötu 6. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Frá Garðyrkjuskóla ríkislns Umsóknir um skólavist þurfa að berast fyrir 10. júni næstkomandi. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.