Þjóðviljinn - 31.05.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 31.05.1978, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. mai 1978 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Hœstiréttur kemur saman 25. júní Um allt land töpuðu stjórnarflokkarnir meira og minna fylgi. Talsmenn flokkanna á hinum ýmsu stöðum úti um landið segja i blöðunum i gær, að ástæðan til fylgistapsins sé stefna rikisstjórnarinn- ar i efnahags- og kjaramálum. Má heita að þessi af- staða sé einróma hjá öllum þeim sem hafa opinber- lega tjáð sig um fylgishrun stjórnarflokkanna. Fráfarandi borgarstjóri Reykjavikur tekur i þenn- an sama streng i öllum blaðaviðtölum og minnir jafnframt á að kosningasigur Alþýðubandalagsins eigi rætur að rekja til óánægju launafólks með rikis- stjórnina. Þannig telja sveitarstjórnarmenn um land allt að rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé svo óvinsæl og illa þokkuð að menn neiti að kjósa fulltrúa i hreppsnefnd án þess að hugsa jafnframt um það hvilik óstjórn situr i landinu. Þessir sveitastjórnarmenn stjórnarflokk- anna hafa kveðið upp þungan dóm yfir stjórnar- stefnunni og stjórnvisku þeirra Geirs Hallgrims- sonar og ólafs Jóhannessonar. tJt yfir tekur þó þegar forsætisráðherrann sjálfur viðurkennir að rikisstjórnin og óvinsældir hennar séu meginorsök þess fylgistaps sem stjórnarflokkarnir urðu fyrir. Þannig komst ráðherrann að orði i viðtali við Visi um kosningaúrslitin: „Enginn vafi er á þvi að höfuðskýringuna er að finna i stöðunni i landsmála- baráttunni.” Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu viðurkenningu Geirs Hallgrimssonar og ólafs Jóhannessonar einnig á óvinsældum rikisstjórnarinnar hefur þess ekki orðið vart að þeir telji kosningaúrslitin hið minnsta tilefni til þess að endurmeta stefnu rikis- stjórnarinnar. Þvert á móti telja þeir að nú beri þegar i stað að hefja áróðurs sókn til þess að reyna að afla rikisstjórninni vinsælda. Berlega kemur til dæmis fram að bráðabirgðalögin sem rikisstjórnin setti nokkrum dögum fyrir sveitarstjórnarkosning- ar voru af hálfu ráðherranna hugsuð sem kosninga- brella eins og bent var á hér i Þjóðviljanum. ólafur Jóhannesson viðurkennir þetta beinum orðum er hann segir i viðtölum við fjölmiðla i fyrradag að efni, bráðabirgðalaganna hafi ekki komist „til skila” fyrir kosningarnar — það sé ein skýringin á ósigri stjórnarflokkanna. Nú beri að hef ja upp áróð- ursherferð til þess að bjarga stjórnarflokkunum og stjórnarstefnunni, nú eigi á næstu vikum og fram að alþingiskosningum að hefja allsherjarheilaþvott á landsmönnum. Þar verður stjórnarmálgögnunum beitt til þess að fegraþokkabrögð rikisstjórnarinnar og þar verður allt gert til þess að sverta stjómar- andstöðuna. Það er spá Þjóðviljans að nú þegar hefjist tryllt áróðursherferð afhálfu stjómarfJokk- anna. Þar verður öllum meðölum beitt. Tilgangur stjórnarflokkanna er vitaskuld sá að treysta stöðu sina frá sveitarstjórnarkosningunum og takist það munu þeir stjóma landinu áfram — eftir alþingiskosningar. Þó að stjórnarflokkamir hafi beðið afhroð i sveitarstjórnarkosningunum, þó að það sé viðurkennt nú af sveitastjórnarmönnum stjórnarflokkanna að ríkisstjórnin sé óhæf með öllu þá munu þeir ólafur og Geir halda áfram að stjórna landinu eftir kosningar takist þeim að rétta úr kútn- um þó ekki væri nema að hluta til. Málaferlunum er nefnilega ekki lokið að fuilu fyrr en alþingis- kosningarnar hafi farið fram svo notuð sé samlíking úr einu stjórnarblaðanna: Undirréttardómur byggðakosninganna er ótvíræður. Hæstiréttur kem- ur saman 25. júni. Þá verður kveðinn upp dómur yfir stjórnarstefnunni. —s. Til þess skal vanda Það er erfitt hlutverk og vandasamt sem biður fulltrúa væntanlegs borgarstjórnar- meirihluta. Þeir þurfa áreiðan- lega á allri sinni ró festu og skynsemi að halda á næstu dög- um þegar taka þarf afdrifarikar ákvarðanir. Enda þótt fegins- alda breiðist út um borgina meðal þeirra sem trúa á breyt- ingar eru þeir væntanlega sára- fáir sem ætlast til þess að ný borg risi úr ,ihaldsrústunum” á einni nóttu. Reykjavik er enn höfuðvigi ihaldsins. Enn eru þau öfl sem hafa verið bakfiskurinn i stöðu Sjálfstæðisflokksins voldug i borginni. Þetta eru sjálfsagðir hlutir sem þó er vert að minna á til þess að halda bjartsýni okkar og vonum innan skynsamlegra marka. Enn er Moggi. Enn er rá Eliasi Snæland Jónssyni, fréttamanni isis i Washington, i morgun: Atta tslendingar taka sem er hei&ursforseti tt i lciðtogafundi fundarins. \TO, sem hefst kl. 13.30 F'undurinn fer aö ööru lag aft islenskum tima leyti fram i húsakynnum :r I Washington og bandariska utanrikis- ;ndur I tvo daga. Geir ráöuneytisins. Þá veröur illgrimsson, forssetis- nokkrum fulltrúum frá ftherra, og Einar hverju a&ildarlandi boöiö (ústsson, utanrikisráft- til veislu i Hvita húsinu i •rra, komu ásamt kvöld Igdarlifti sinu meft lest Fundurinn f Washington siftdegis i Washington er haldinn I :r frá New York, þar beinu framhaldi af sams- m þeir sátu aukafund konar fundi, sem fram fór Isherjarþings Sam- i London I fyrra. A þeim valdakerfi Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik uppistandandi, þótt skrautblómin hafi fallið i „vor- harðindum”. Smávægilegustu mistök, bráðræöi i ákvörðunum eöa augljós yfirboð geta reynst valdatækjum sjálfstæðismanna nægilegt haldreipi til þess aö snúa taflinu sér i hag á nýjan leik. Til þess skal vanda sem lengi á aö standa, segir ein- hvers, staðar. Kosningaúrslitin hafa lagt þunga ábyrgð á Alþýðubandalagið og sú eld- skirn sem flokkurinn gengur i gegnum þessa dagana, skiptir launafólk i landinu öllu miklu máli. Það hefur sett traust sitt á Alþýðubandalagið og þvi trausti má ekki bregðast. Á Öðru tilveru- stigi Þaö fer ekki hjá þvi að eftir sé tekið að helstu foringjar stjórnarflokkanna hafa látiö sem þeim kæmu ekki borgar- og sveitarstjórnarkosningarnar við. Þeir hafa treyöí þvi aö embættismannaliðið og launað- ir flokksstarfsmenn sæju um að koma kosningasigrinum i höfn. Geir Hallgrimsson og Einar Agústsson hafa til dæmis ekki annað betra fyrir stafni meðan á örlagarikum kosningum stendur heldur en að þinga um 100 tillögur i varnarmálum NATÓ og ræða viö bandariska herforingja og stjórnmála- menn. Vafalaust er fjöldi flokksmanna i Sjálfstæðisflokki og Frámsóknarflokki þeirrar skoöunar aö þeir hefðu betur verið heima til þess að ræða við sitt fólk. Engu er likara en þess- ir tveir ráöherrar séu búnir að koma sér fyrir á öðru tilveru- stigi, gjörsamlega úr tengslum við hinn pólitiska raunveruleika i kringum þá. Og afhverju aflýsti Geir Hallgrimsson ekki fundarsetu sinni og flýtti sér heim er kosn- ingaúrslit lágu fyrir? Var hann of góður til þess að samhryggj- ast með sinu fólki? Eða kom honum ósigurinn ekki við? Þetta eru nú stjórnmálaleið- togar i lagi. Þórarinn Þórarinsson er einn- ig annað dæmi um þá embættis- mennsku sem hlaupin er i stjórnarliða á valdatima helm- ingaskiptastjórnarinnar. Hann sat á Hafréttarráðstefnunni meðan á kosningahriðinni stóð og kom ekki ná’ægt stjórnmála- skrifum i Timann fyrir kosning- ar nema allra siðustu dagana. Enda tók Timinn ekki þátt i kosningabaráttunni að heitið gæti. Eru þessir menn ekki Geir og Einar verfta meftal þáttlakenda I leifttogafnt lengur i pólitik? Halda þeir að þeim hafi verið gefin eilifðar- ávísun á stjórn landsins? Sundrungartákn- inu teflt fram Og hver varþaö svo sem' taka skyldi karlmannlega a móti kosningatapinu og stappa stál- inu i Sjálfstæðisflokkinn? Gunn- ar Thoroddsen sjálfur ifjarveru Geirs. Sjálft táknið um sund- runguna í Sjálfstæöisflokknum. Maðurinn sem i sinni ráðherra- tið hefur skemmt meira fyrir flokknum en samráöherrar hans samanlagt. Krafa um nýja forystu Fjöldi Sjálfstæðismanna heimtar nú nýja forystu i flokk- inn. Þar er nú aftur rætt um Bjarna Benediktsson og Ólaí Thors. Mennina sem kunnu að sameina flokksmenn og halda öllum valdaþráðum hins breiða flokks i einni hendi. Eins og Birgir Isleifur Gunn- arsson margbenti á eftir aö úr- slit lágu fyrir i kosningunum, þá voru það Gunnar og Geir sem felldu borgarstjórnarmeirihlut- ann. Stjórn þeirra á Sjálfstæðis- flokknum og málameðferð öll i hinni „sterku stjórn” thalds og Framsóknar meö allan þing- meirihlutann að baki sér hefúí verið með slikum vingulshætti að þeir hafa glatað trausti flokksmanna og kjósenda. Þeim vex nú óðum fylgi i Sjálfstæðisflokknum sem krefj- ast þess að „sterkur maður’ Það var sú tið að Sjálfstæðis- flokknum var stjórnað. taki við stjórn Sjálfstæðis- S flokksins. Tvieykið \ sundurvirka g Forystugrein Visis á morgni ■ ósigursins bendir einnig ótvi- ■ rætt til þess að tvieykinu Gunn- ~ ari og Geir verði gert ókleift að 1 sitja áfram eftir þingkosningar, j ef þeim verður þá treyst til þess | að leiða flokkinn fram yfir kosn- ■ ingarnar. Hinu ómögulega tvi- | eyki sem togar sitt i hvora átt- " ina verður ekki lengur leyft að I ráskast með fjöregg Sjálf- [ stæðisflokksins. Það eru ein- ■ faldlega alltof miklir hagsmunir I i húfi til þess að þeim haldist ! uppi að glutra niður valdastöðu g Sjálfstæðisflokksins i landinu. ■ Varúð skal höfð ! Sundrungariðja Morgun- I blaösins er þegar hafin. Við eig- J um eftir að lesa dag eftir dag | viðtöl viö borgarfulltrúa vænt- ■ anlegs meirihluta þar sem reynt I verður að láta þá vera tvisaga , og blása upp ósamlyndi milli ■ þeirra. Minnsta blæbrigðamun ' á afstööu og i skoðunum verður j slegið upp sem hrikalegum I ágreiningi til þess að staðfesta ■ glundroðakenninguna. Or g Morgunblaðsáttinni geta full- ■ trúar væntanlegs meirihluta g alls ekki búíst við neinum heið- , arleika, þótt Birgir Isleifur hafi lofað drengilegri stjórnarand- J stööu i borgarstjórn — enda . besti strákur. Þetta er þvi góí I vinnuregla sem meirihluta- [ menn ættu að temja sér er þeir | taka við stjórnartaumunum: ■ Varúð skal höfð i nærveni g Mogga. — ekh Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Washington í dag: Hwndrað tillögur c sviði varnarmála verða til wmrœðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.