Þjóðviljinn - 31.05.1978, Síða 7
Miðvikudagur 31. mai 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Ég hefi heyrt menn fárast yfir of miklum skuttogara-
kaupum, þá þurfi aö selja aftur sem fyrst. Mig
furðar aö islenskt hjarta skuli slá i brjósti þess sem
þannig hugsar. Atvinna fyrir alla á aö vera krafan.
Valgarður
L. Jónsson
Vid viljum nýja vinstri stjórn
1 dag er fyrsti mai, fridagur
hins vinnandi manns. Að sjálf-
sögðu er margt hægt að segja á
þeim degi, sem er þess virði að
um væri fjallað, en það verður
gert af öðrum en mér i þetta
sinn. Þó get ég ekki stillt mig
um aö geta þess að nokkru, sem
eftir situr i huga minum, eftir aö
hafa hlustað á eldhúsdagsum-
ræöur i útvarpi, fyrir fáum dög-
um: Ég leyfi mér að hafa hér
eftir nokkrar tölur eftir einum
þingmanni, þeim var ekki mót-
mælt, svo ég heyrði, mega þvi
geymast sem sannar i huga
okkar, þó ótrúlegar séu, en þær
sýna óréttlætið i allri sinni dýrö.
Hann sagði verkamannalaun
kr. 117 þúsund á mánuði, áttu
samkvæmt samningi að hækka
um kr. 11.200 á mánuðýþaö þótti
valdhöfum of mikiö, kr. 5.600 er
nóg. Þingmenn með kr. 350 þús.
á mánuði fengu kr. 18.600 hækk-
un á mánuði og þótti ekki of
mikið. Bankastjórar kr. 6 — 7
hundruð þúsund á mánuöi fengu
kr. 34.500 hækkun á mánuði.
Flugstjórar kr. 550 þúsund á
mánuði fengu kr. 29.000 á mán-
uði i hækkun. Forstjórar flugfé-
laga mánaðarkaup kr. 10-11
hundruð þúsund fengu kr. 55.000
i uppbót og ráðherrar með kr. 1.
miljón á mánuði fengu kr. 50.000
i uppbót. Þetta dæmi var okkur
nú sýnt, rétt fyrir kosningar.
Skyldu allir vera ánægðir með
sinn hlut? Áreiðanlega ekki og
ekki von.
En tók fólk eftir þvl, að Stefán
Jónsson þingmaður flutti frum-
varp á alþingi um að engum
skyldi greidd hærri laun en tvö-
föld laun þess sem minnst hef-
ur? Hann hefur trúlega haft
gamla og góða hlutaskiptareglu
á fiskiskipum i huga, þar voru
skipstjóra ætlaðir tveir háseta-
hlutir og þótti nóg. Aldrei heyrði
ég um það deilt, þegar ég var á
meðal þessara manna til sjós.
Liklega þætti skipstjóra þjóðar-
skútunnar þetta rýr hlutur, þó
svo að hlutur þeirra lægstu
hækkaði töluvert. Eitt ber þó að
hafa hugfast, að ábyrgð fiski-
skipstjórans er mikil. 1 hans
hendi og guðs er lif allra mann-
anna um borð og afkoma að-
standenda þeirra, svo og þeirra
sem skipið gera út og eiga. Af
honum er einnig krafist að hann
flytji góðan afla að landi, úr
hverri veiðiferð. Ef það ekki
tekst, þá er hætt við að hann
yrði dæmdur óhæfur til verksins
og fengi pokann sinn. Þarna er
gerður samanburður á tveim
embættum: hugur, hönd og
hæfileikar er það sem til þarf i
hvort plássið sem ráðið er i, sem
sagt mannlegur máttur og vit. í
báðum tilfellum eru menn sem
eru þjóð sinni nauðsynlegir
máttarstólpar, sem mikils er
krafist af.
En vinnuskilyrðin, vettvang-
ur starfsins og aðstaða getur
orðið ólik. Báðir taka á sig
ábyrgð fyrir fjöldann, land
sitt og þjóö, sem útheimtir
áhyggjur og áreynslu, en vinnu-
skilyrðin geta orðið harla ólikr
það er áreiðanlegt. Fiskimaður-
inn má oft upp á lif og dauða
berjast við erfið náttúruöfl, en
sá i landi við erfið málefni. Ekki
treysti ég mér að dæma frekar
hér um, en eitt þykist ég sjá, að
hlutaskiptareglan er ekki rétt-
lát, þar vantar mikið á, það hef-
ur Stefán séð. Það heföi verið
mannlegt af þingheimi að taka
vel slikri tilraun til bóta órétt-
lætinu, en þaö var vist ekki þvi
aö heilsa, sanngirnismál var
það engu að siður og vel hugsaö
af flutningsmanni. Þessara
dæma sem hér hafa verið nefnd
skulum við minnast i vor, þegar
til kjörstaðar verður fariö. Rift-
ing gildandi nýgerðra
samninga, með lagaboði, er
vitavert ábyrgðarleysi þeirra
sem þaö verk unnu án þess aö
láglaunafólkið væri undan skil-
ið, það veröur munað á kjördag,
þar á fólkið sterkasta leikinn i
stöðunni og á að nota hann.
Erf itt aö ná rétti
Annað dæmi vil ég nefna úr
sömu umræðum i útvarpi, dæmi
frá öðrum þingmanni. Hann
sagði öryrkjar, veikt fólk og
óvinnufært, sem hlotið hafði
framlag frá rikistryggingum
var óaðspurt fært niður t.d. með
örorku um 10-15% úr 75% i 60-65
o.s.frv. Þó læknisvottorð hljóð-
uðu uppá allt annað, sem sé
hærri töluna, þau voru ekki tek-
in gild og ekkert athugaö hverj-
ar ástæður sjúklings voru, hvort
hann hafði hóp barna á fram-
færi,, ekkert athugað,. lækkun
skellt á alla, hreint handahóf
virtist vera, óskiljanleg vinnu-
brögö og vægast sagt kæru-
leysisleg i meira lagi. Þingmað-
urinn sagðist hafa hringt I vin
sinn sem vinnur hjá tryggingun-
um og spurt hversu þetta sætti,
þetta handahófs óréttlæti. Svar-
ið var við ráðum hér engu um,
þetta eru aögerðir stjórnvalda.
Nú vita það allir að sparifé
eldra fólks og fleiri reyndar
einnig varð óráðsiu og verðból.
aö bráð. Svo gamalt fólk sem
var búið að tryggja sér þægi-
legra lifsviðurværi i ellinni, en
þaö mátti oft áður búa við og
varð að leggja hart að sér til aö
spara þetta saman, það var arð-
rænt á þennan ósmekklega hátt.
Atti þetta fólk þó annað skilið af
samtiö sinni, fyrir þrotlaust
starf og þegnskap eins og hann
er bestur og stærstur. Sama má
segja gagnvart öðrum t.d. börn-
um og unglingum, öllu rænt á
þennan hátt. Það má einnig
minnast á skyldusparnað
unglinga ég er hræddur um að
þau hafi verið arðrænd á ósæmi-
legan hátt, allt til þessa dags,
þau fá sitt aldrei allt til baka
með sanngjörnum vöxtum og
verðtryggingu. En þá ber að
hafa i huga sem unnu aö nokkr-
um úrbótum hér á, en það eru
þeir sem beittu sér fyrir
tryggingarhjálp til þeirra sem
standa höllum fæti i lifinu. Svo
er góðum fyrir að þakka að eng-
inn ætti að lfða skort á Islandi
lengur ef allt er með felldu,
nema að svona atburðir, sem
hér var lýst: niðurfærslu bóta til
þeirra sem lifið draga fram á
þessum aurum, séu sviftir stór-
um hluta þeirra af handahófi,
án þess að málið sé kannað.
Sjálfsagt eru einhverjir sem
vilja misnota þessa góðu hjálp,
þvi ber aö vera á verði og kanna
öll mál vel, en að eitt gangi yfir
alla nær engu tali.
Oft furðar mig stórkostlega
hve erfið barátta það er að ná
sanngjörnum og sjálfsögöum
rétti fyrir hvern einstakling I
okkar þjóðfélagi. Nú viljum viö
teljast friösöm þjóð og sann-
gjörn og öðrum stærri til fyrir-
myndar og erum það, trúi ég,
samt vantar geysilega mikið á
að sanngirni ráði t.d. varðandi
launamál, það er svo hróplegt
ranglæti að manni getur dottiö I
hug þrælahaldið áður á árum.
Getur það verið að enn eimi eft-
ir af þeim niðurlægjandi hugs-
unarhætti, sem engum nútima-
manni er þó bjóðandi. Hvað á
maður að halda, þegar menn
geta verið þekktir fyrir það að
taka jafnvel tiföld laun á við þá
sem minnst hafa. Ofaná þetta
bætist það að það fólk sem
minnst fær i sinn hlut, vinnur
erfiðustu og óþrifalegustu störf-
in, en það er einmitt vinna þessa
fólks sem ræður sköpum, þetta
fólk vinnur fyrir fjöldanum i
fleiri en einum skilningi. Það
eru verk þessa fólks, sem skapa
öðrum möguleika á þvi aö
stunda nám við sitt hæfi aö eigin
geðþótta lifir engu sultarlifi, eöa
allar lystisiglingarnar, sem fólk
getur veitt sér, ekki einusinni
tvisvar á æfinni, það er ekkert
til að hafa á orði, en þeir sem
fara oft á ári með alla fjölskyld-
una til útlanda og þarf ekkert að
spara, hver skapar möguleik-
ann til að þetta geti gengiö og
hvaöan kemur gjaldeyririnn.
Þetta þyrfti fólk að hugsa úti
þegar það er að eyða stórum
fúlgum fjár, hvaðan eru þær.
Með hrausta hönd og heil-
an hug
Þegar við hugleiðum ráðstaf-
anir stjórnvalda á sl. vetri,
gengisfelling og rifting gildandi
samninga launþega, sem sagt
var að væri til að hjálpa
atvinnuvegunum og þá fyrst og
fremst frystihúsum o.fl. i út-
vegi: Hefði ekki verið nær að
leggja verulegt gjald á seldan
gjaldeyri til lúxusferðalaga
trekk i trekk hjá sama fólki og
annars óþarfa, bilakaupa o.fl.
Þessi gjaldeyrir er hvort hið er
að stærstum hluta frá útgerð-
inni. Nota þessa peninga hrein-
lega til að greiða niður skuldir
útgerðarinnar, og fyrst erlend-
ar. Var það ekki besta og varan-
legasta hjálpin, sem þurfti engu
að raska sem var i gildi, aðeins
draga úr óhófi, skila hluta aftur
til þeirra sem öfluðu. Við
islenskir bændur vitum það af
reynslu og reyndar fleiri, að
frumskilyrði fyrir öruggri
afkomu er að eiga það sem
maöur hefur undir höndum,
þetta er gömul og ný speki sem
búin er mörgum sinnum aö
sanna gildi sitt.
Ég hefi heyrt menn fárast yfir
of miklum skuttogarakaupum,
óhófs fjárfesting, þá þurfi að
selja aftur sem fyrst. Mig furð-
ar hreinlega að islenskt hjarta
skuli slá i sliku brjósti sem
þannig hugsar, ég hélt að hvert
manns barn á Islandi vissi þaö
að atvinna fyrir alla er fyrir
öllu, til þess að svo megi vera,
verður að vera góður útvegur á
Islandi, góð fullkomin skip og
vinnslustöðvar i sambandi viö
v
þau, viö eigum einir að fiska á
okkar miöum og engar undan-
þágur að gefa til útlendinga,
ætli það séu ekki töluvert á ann-
að hundrað erlend fiskiskip aö
veiða með leyfi á okkar miðum,
enn þann dag i dag, sum stórtæk
aflaskip og fyrir ekkert gjald,
þvi likt hneyksli og tjón, við ætt-
um fyrst að reka þau heim, áö-
ur en við tölum um of stóran
fiskiskipastól islendinga.
Hvernig væri og hefði atvinnu-
ástandið verið umhverfis allt
landið ef skuttogararnir væru
ekki? Þaö var stórt framfara-
spor, þegar þeir voru keyptir og
umþóttað i snöggri svipan af
siðutogurunum, landhelgin færð
i 50 milur sem áfanga, erlendum
skipum visað heim, sagt upp
alræmda samningnum við
Breta, sem er trúlega sú mesta
handvömm, sem átt hefur sér
stað um langan tima og er þá
nokkuð sagt. Þar með voru
tryggð örugg atvinnuskilyrði
fyrir alla sem vildu vinna á Is-
landi.
Það var kraftaverki likast aö
þetta skyldi vinnast, þar sem
Bretar fengu jákvæða niöur-
stöðu Haagdómstólsins sin
megin, reyndar var djarft hald-
ið á okkar málum að ætla að
stöðva veiðar Breta viö þessar
aðstæöur þegar þeir komu með
herskip til að vernda sin veiði-
skip. Allt vannst þetta og það
með miklum sóma sem verður
okkur lengi mikils virði, einnig
varðandi álit útá við. Nú er búið
að sanna það að islenska þjóðin
er ekki neitt á þvi að láta troða
sér i svaöiö. Þarna sannaðist
það, svo ekki verður um villst að
það er allt hægt að gera ef hugur
fylgir máli. Það er áræðiö, sem
þarf i hverju máli, þeir sem ekki
hafa það eiga ekki að fara i
framboð til að vinna fyrir f jöld-
ann. Við eigum, sem betur fer
menn á Islandi ennþá sem eiga
hrausta hönd og heilan hug sem
má treysta, það sýndu
islendingar, sem allir stóðu
saman á örlagastund, i land-
helgismálinu. Við vitum að
mest hvildi á þeim sem forust-
una hafði.Lúðvik Jósepsson hef-
ur sannað það oftar að honum
má treysta til stórræða. Allt
voru þetta verk vinstristjórnar-
innar, það munum við á þessum
vordögum, þvi viljum við nýja
vinstristjórn og það meira að
segja bændafólk. Ef við fáum
ekki okkar hlut réttan þannig,
þá er vonlaust annarsstaðar,
það vitum við af reynslunni.
Valgarður L. Jónsson
Eystra-Miðfelli.
(Gjört á 1. mai 1978).
Nýtt lágmarksverð á rækju
Við brautskráninguna lir Armiilaskóla talaði Ingunn Thors fyrir hönd
nemenda.
Ármúlaskóli braut-
skráir stúdenta
A fundi Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins fyrir helgi var ákveðið
eftirfarandi lágmarksverð á
rækju frá 1. júni til 30. september
1978.
Rækja, óskelflett
i vinnsluhæfu ástandi:
a) 180stk.ogfærri ikg,
hvertkg........... kr. 184.00
b) 181 líf 200 stk i kg,
hvertkg........... kr. 171.00
c) 201til220stk. ikg,
hvergkg........... kr. 158.0i0
d) 221 til 240 stk. i kg,
hvertkg........... kr. 145.00
Landssamtökin Þroskahjálp
halda almennan fund i Norræna
húsinu fimmtudaginn 1. júni kl.
20.30.Flutt verða 3 erindi og fyrir-
spurnum svarað. Margrét
Margeirsdóttir mun ræða um
verkefni og starfsemi Þroska-
hjálpar. Jóhanna Kristjánsdóttir
e) 241 til 260 stk. ikg,
hvertkg............ kr. 132.00
f) 261 til 280 stk. i kg,
hvertkg............ kr. 119.00
g) 281 til310stk,ikg.
hvertkg............ kr. 106.00
Verðflokkun byggist á talningu
framleiðslueftirlits sjávarafurða
eða trúnaðarmanns, sem
tilnefndur er sameiginlega af
kaupanda og seljanda.
Verðið er miðað við, að seljandi
skili rækju á flutningstæki við hlið
veiðiskips.
skólastjóri mun ræða starfsemi
sérfræðideildar Oskjuhliðarskóla,
og að lokum mun Siguröur
Magnússon flytja erindi um
iþróttir þroskaheftra og sýna
kvikmynd þar að lútandi.
1 fréttatilkynningu frá Lands-
samtökunum segir að allt áhuga-
fólk um málefni þroskaheftra sé
velkomið á fundinn.
Laugardaginn 27. mai sl. út-
skrifaöi Armúlaskóli sina fyrstu
stúdenta, 38 talsins. 27 nemendur
útskrifuðust úr félagsfræðideild
og 11 úr náttúrufræðideild. I.
einkunn hlutu 9 nemendur, II.
einkunn 22 og 7 nemendur fengu
III. einkunn. Hæstu meðaleink-
unn hlaut Sólveig Þórhallsdóttir,
8,55.
Formlega útskrifuðust stúdent-
arnir frá Kennaraskóla Islands,
en vegna húsnæðisleysis sóttu
þeir kennslu til Armúlaskóla.
Magnús Jónsson skólastjóri Ar-
múlaskóla sagði i samtali við
Þjóðviljann, að skólinn myndi út-
skrifa stúdenta aftur vorið 1979,
en hvaö framtiðin fæli i sér væri
ekki enn vitað. Magnús gat þess,
að tillaga heföi komið fram á Al-
þingi i vetur um að gera Armúla-
skóla að fjölbrautaskóla, en hún
heföi ekki náð fram að ganga.
Frétt frá
viðskiptaráðuneytinu
Nefndar-
formadur
hjá
OECD
Á fundi fiskimálanefndar Efna-
hags- og framfarastofnunar
Evrópu (OECD) 22. mai s.l. var
Már Elisson, fiskimálastjóri, kos-
inn formaður nefndarinnar til
eins árs. Már Elisson er fyrsti
Islendingurinn, sem gegnir
nefndarformennsku hjá OECD,
en fiskimálanefndin er til komin
vegna tillögu Islendinga árið 1960,
þegar OECD var stofnað.
Fiskimálanefnd hefur ýmis
þýðingarmikil verkefni með
höndum, svo sem árlega skýrslu-
gerð um þróun sjávarútvegs
aðildarrikjanna, sem ekki er
unnin af öðrum alþjóðastofnun-
um.
Almennur fundur Landssamtakanna
þroskahjálp