Þjóðviljinn - 31.05.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. mai 1978
/
Islendingar 21 árs og yngri töpuðu fyrir Noregi i gærkvöld 0:1
Þrautfúll
slæmt tap
Fyrsti landsleikurinn
undir 21 árs, leikur sem
vert er að gleyma sem fyrst
„Þetta var ekki okkar
dagur. Við lékum illa en
hefðum þó átt skilið að
hljóta annað stigið í
leiknum"/ sagði Lárus
Loftsson þjálfari íslenska
liðsins í knattspyrnu sem
tapaði fyrir Noregi í gær-
kvöld 0:1.
//Máttarstólpar liðsins
brugðust okkur og því fór
sem fór"/ sagði Lárus.
Það er alveg óhætt að segja að
þessi úrslit eru okkur íslend-
ingum mikil vonbrigði. Liðið er
skipað ungum leikmönnum sem
eiga að taka við i náinni framtið
og ef þeir standa sig ekki betur en
raun ber bitni megum við athuga
okkar gang.
En þrátt fyrir tapið i gærkvöld
er engin ástæða til að hengja
haus. Við verðum bara að taka
okkur á og gera betur næst.
Ef við vikjum að leiknum i
Noregi i gærkvöld, þá var hann i
einu orði lélegur og þvi fátt um
hann að segja.
Sérstaklega var fyrri hálf-
leikurinn slappur en i þeim siðari
tóku Islendingarnir sig saman i
andlitinu og sóttu mun meira en
það dugði ekki. Þeir skorðuð ekki
einu sinni þó að þeir stæðu fyrir
framan opið markið og þó að það
væri mannlaust i þokkabót.
Slikt henti Atla Eðvaldsson á
siðustu min. leiksins er hann allt i
einu stóð einn fyrir opnu marki en
einhverra hluta vegna skoraði
hann ekki. Var þetta besta tæki-
færi islenska liðsins i leiknum.
Að sögn Lárusar Loftssonar,
sem við höfðum samband við að
leiknum loknum, var völlurinn
afar slæmur. Varla gestum
bjóðandi.
Norska liðið væri sæmilegt en á
góðum degi ynnum við þetta lið
létt.
Hann sagði ennfremur, að Jón
Þorbjörnsson hefði verið mjög
góður i markinu og kemur það
englim á óvart sem fylgst hafa
með leikjum Skagamanna i
leikur og
Jón Þorbjörnsson ÍA átti mjög góðan leik gegn Noregi i Fredrekstad I gærkvöld. Hér sést hann verja
skot frá félaga sinurn I islenska liðinu, Albert Guðmundssyni Val.
sumar. Einnig hefðu Rafn
Rafnsson og Einar Ólafsson átt
góðan leik.
Eins og áður sagði var þetta
fyrsti leikurinn hjá þessu liði, en
leikmenn eru undir 21 árs aldri.
Ekki eru fyrirhuguð nein frekari
verkefni fyrir þetta lið i sumar og
hlýtur það að vera slæmt fyrir
islenska knattspyrnu.
Til dæmis verða Norð-
menn með prógramm i gangi i
sumar, i þvi eru meðal annars
leikir gegn Dönum og Vestur-
Þjóðverjum.
þrfvegis hafa unnið keppnina og
eru af mörgum taldir sigur-
stranglegir, komu til Buenos Air-
es á föstudaginn, ásamt skosku
landsliðsmönnunum, gáfu litið i
skyn hver framvinda mála verð-
ur. Þeir eiga létt verk framundan
að komast áfram i 8-liða úrslitin
með Svium, Spánverjum og
Austurrikismönnum i riðli.
Æfingar þeirra fara fram i Mar
del Plata sem er ein stærsta borg
Argentinu. Þjálfarinn Claudio
Coutino gaf blaðamönnum upp
liðið sem leikur fyrsta leikinn
næstkomandi laugardag við Svia.
Það verður þannig skipað: Leo,
Toninho, Oscar, Amarel, Edinho,
Batista, Cerezo, Rivelino, Gil,
Zico, Reinaldo.
//Viö munum tala með fót-
unum"!
Skosku landsliðsmennirnir
komu eins og áður sagði á föstu-
daginn og þeir munu koma til
með að verja heiður breskrar
knattspyrnu. Framkvæmdar-
stjóri skoska liðsins gaf ekki út
neinar yfirlýsingar við komuna
og var jafnvel hinn óþægilegasti
viö blaðamenn, hreinlega neitaði
þeim um allar upplýsingar. Það
eina sem hann sagði við komuna
var: „Viö munum tala með fótun-
um” En blaðamennirnir hrein-
lega hefndu sin með þeim afleið-
ingum að skosku knattspyrnu-
mennirnir eru nú manna óvinsæl-
astir i Argentinu. Raunar minnir
þetta allt á durgslega framkomu
Sir Alfs Ramsey i Mexikó 1970 er
Englendingar biðu algert skip-
brot i keppninni. Skotar ættu að
eiga mjög góða möguleika á að
komast i 8-liða úrslitin en þeir eru
i riðli með Hollendingum, Perú og
tran.
Heimsmeistararnir V-Þjóð-
verjar hafa hægt um sig i Cor-
doba þar sem þeir dveljast við æf-
..Viö yrðum sigurvegarar værum viö með” — segja vonsviknir Englendingar, en eins og kunnugt er féli
lið þeirra úr keppninni fyrir hendi ttala. Þessi mynd var tekin á Wembley-leikvanginum fyrir nokkru er
Englendingar og Brasilfumenn léku saman. Leiknum lauk með jafntefli 1:1, en allir viðstaddir voru á
einu máli um yfirburði enska liðsins. Hér er einum leikmanna þess brugðið gróflega innan vitateigs en
ekkert er dæmt.
ingar fyrir fyrsta leikinn við Pól-
land á fimmtudaginn. Þeir eru i
riðli með Túnis og Mexikó auk
Pólverja. Okkar eina takmark er
að verja titilinn sögðu þeir.
Erfiðasti og tvisýnasti riöill
ÖLL LIÐIN MÆTT TIL LEIKS
Það hefur gengiö á ýmsu
siöustu daga í Argentínu
varöandi Heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu
sem hefst i Buenos Aires
næstkomandi fimmtudag
1. júní. öll liöin eru mætt til
leiks en fram á það síðasta
hefur jafnvel verið vafa-
samt með þátttöku nokk-
urra þjóða. Svíar t.d. voru
lengi vel í vafa um hvort
þeir ættu að senda lið til
leiks en á endanum varð
uppá að svo verður. Síð-
asta þjóðin sem átti í ein-
hverjum brösum voru svo
Austurríkismenn en þeir
gera sér allgóðar vonir um
sæti í 8-liða úrslitunum.
keppninnar er tvimælalaust 1.
riðill en i honum eiga sæti ítalir,
sem svo eftirminnilega slógu
England út, Ungverjaland, Ar-
gentina og Frakkland. Eitt at-
hyglisveröasta liðið er tvimæla-
laust það franska. Þjálfari þess
taldi möguleika liðsins á að kom-
ast i 8-liða úrslitin ekki mikla
„Við sjáum bara hvað setur”,
sagði hann.
—hól.
Langt fram eftir siðustu viku
stóð i stappi milli Austurriska
knattspyrnusambandsins og leik-
manna um greiðslur vegna
keppninnar. Var komiö i svo hart
að jafnvel leit út fyrir að Austur-
riki yrði alls ekki með i keppn-
inni. A siðustu stundu björguðust
þó málin en grunnt er á miskliö
milli leikmanna og forráðamanna
knattspyrnusambandsins. Það
kom vel fram er varaforseti
Austurriska knattspyrnusam-
bandsins sagði blaðamönnum að
hann væri mjög bjartsýnn á að
hinir ungu leikmenn Austurrikis
myndu spjara sig. Þeir eru
snöggir, haröir, ákveönir, sagði
hann en einn leikmanna liðsins
sem stóð við hliðina á honum
muldraði aðeins i barm sér „Þvi
miður, það eru hinir llka”
En ekki geta Austurrikismenn
talist ýkja liklegir til árangurs i
Argentinu. Brasiliumenn, sem