Þjóðviljinn - 03.06.1978, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.06.1978, Qupperneq 1
UÚÐVIUINN Laugardagur 3. júni 1978—43. árg. —114. tbl. Ægir Sigurgeirsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði: Deiluna verdur að leysa um helgina Ægir Sigurgeirsson. bæjarfulltriii Þaö er liöin sú tiö að fótk láti kúga sig //Afstaða okkar Alþýðubandalagsmanna í Hafnarfirði til deilunnar hjá Bæjarútgerðinni er alveg á hreinu. Samstaða allra starfsmanna er slík að Ijóst er að það er réttlætismál að mennirnir tveir víki að kröfu starfs-_ fólksins. Þeir timar eru liðnir að fólk láti kúga sig"/ sagði Ægir Sigurgeirsson, bæjarfulltrúi i viðtali við Þjóðviljann í gær. Fyrsti fundur nýs borgarráðs í gær: „Borgarstjórinn” stjórnar fundum Fyrsti fundur nýs borgarráös var haldinn i gær. Af hálfu meirihlutaflokkanna eru i borgarráöi Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson og Krist- ján Benediktsson, en af hálfu minnihlutaflokksins þeir Birgir tsleifur Gunnarsson og Albert Guömundsson. ,,Það er eölilegt aö fólk vænti tiöinda af fyrsta borgarráösfundi nýs meirihluta”, sagöi Sigurjón Pétursson i gær. ,,En sannleikurinn er sá aö þetta fór allt saman ákaflega eöiilega fram og ekkert óvenjulegt gerðist. Ýmis mái voru tekin til venjulegrar afgreiösiu en öörum frestaö eins og gengur.” Sigurjón upplýsti aö á fundi borgarráös i gær heföi verið lögö fram sameiginleg tillaga frá meirihlutaflokkunum og ákveðið 1 aö sá sem gegnir embætti borgar- stjóra stjórni fundum borgarráös. „Þetta þýöir að Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri borgarinnar, j leggur mál fyrir borgarráð þar til I Gunnlaugur Pétursson, borgar- ritari, kemur heim og tekur við borgarstjórastööunni til bráöa- birgða”, sagði Sigurjón ennfremur. „Kjöri formanns og vara- formanns borgarráös var svo frestað i samræmi við áður- greinda tillögu”, sagði Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar að lokum. —ekh Enn er allt viö það sama hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Starfsfólk Fiskiðjuversins neitar að snúa aftur til vinnu fyrr en tveir verkstjórar hússins hafa vikið úr starfi. Deilan hefur staðið siðan á miðvikudag. „Málið er nú orðiö svo stórt i sniöum”, sagði Ægir Sigurgeirs- son, bæjarfuiltrúi Alþýðubanda- lagsins, i gær, „að ég held það sé ekki á færi forstjórans að leysa það. En það er engin spurning um það aö máliö verður að leysa um helgina og það á þann veg að verkafólkið sætti sig við það”. Enginn meirihluti hefur verið myndaður i Hafnarfiröi og frá- farandi útgeröarráð er umboðs- laust. Ægir sagði þó að ákveöið væri að bæjarfulltrúar kæmu saman i dag til óformlegs fundar m.a. að kröfu verkafólksins. „Og málið verður að leysa hvort sem starfhæfur meirihluti er fyrir hendi eða ekki. Verömæti liggja þegar undir skemmdum og hafa skemmst og framleiðslustöðvun er alltaf ákaflega bagaleg.” Frh. á 14». siðu Listahátiö setur svip á borgina. Sigurjón setur Listahátíð’78 Listahátið ’78 vcröur sett á Kjarvalsstööum kl. 14 i dag. Lúörasveit Reykjavikur leikur undir stjórn Brians Carlile og Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, setur Listahátiö. Jóhann G. Jóhannsson leikur Ragtime á pianó og opnuö veröur yfirlitssýning á verkum Errós. Kl. 16 verður opnuð yfirlits- sýning á verkum Kristjáns Daviðssonar i FIM salnum að Laugarnesvegi 112. 1 Norræna húsinu veröa opnaðar sýningar á vatnsiitamyndum eftir Vigdisi Kristjánsdóttur og á málverkum og grafik eftir Mattinen-hjónin kl. 17. í Bogasal verður franska sýningin á myndvefnaði og lista- verkum þeim tengdum opnuð kl. 18. 1 kvöld verður svo Laugardals- höllin full út úr dyrum á djasstón- leikum Óskars Péturssonar.—ekh G-lista hátíð Alþýðubandalagið i Reykjavík gengst fyrir sigurhátíð með stuðningsmönn- um G-listans og starfsmönnum á kjör- dag. Húsið verður opnað klukkan 21:00. Dagskráin hefst klukkan 22:00. Sigurjón Svavar Jónas Starfsfólk G-listans á kjördag og stuðningsmenn Gleðjumst saman i Sigtúni annað kvöld Sigurjón Pétursson, forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, flytur ávarp. Guðmundur Guðmundsson eftirherma og búktalari fer með gamanmál. Bergþóra Árnadóttir leikur og syngur baráttusöngva. Svavar Gestsson, ritstjóri Þjóðviljans og efsti maður G-listans við alþingis- kosningarnar 25. júní nk., flytur á- varp. Kynnir verður Jónas Sigurösson, ný- kjörinn f ormaður Aiþýðubandalagsins i Reykjavík. Hljómsveitin Galdrakarlar leikur fyr- ir dansi til klukkan 01:00. i Sigtúni annað kvöld Miðaverð 500.00 krónur. Miðar seldir við innganginn Alþýðubandalagið í Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.