Þjóðviljinn - 03.06.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. júnl 1978
af erlendum vettvangi
lnnrásin i Shaba og hryöju-
verkin i Kolwezi hafa mjög verið I
sviðsljósi heimsfréttami&lanna
undanfarið. Þeir atburðir eru ein
áminningin enn um það, hvfllkt á-
takasvæði Afrika er og hversu
ástandið þar er eldfimt af mörg-
um orsökum. Ein meginástæðan
til þess er ólánieg samsetning
flestra Afrikurikja, en núverandi
landamæralinur búta niður
marga þjóðflokka og þjóðir milli
tveggja rikja eða fleiri. Lunda-
þjóðflokkurinn, sem stendur að
innrásinni i Shaba, er þannig bút-
aður sundur miiii þriggja rikja,
Zaire, Angólu og Sambiu. Á þær
deilur, sem af þessu skapast,
spiia afriskir valdhafar I valda-
taflinu sln á milii, og hið sama
gera utanaðkomandi aðilar, Vest-
urveidin, Sovétrlkin, Kúba,
Arabarlki og jafnvel Kina, sem
öll reyna að notfæra ástandiö sér I
hag.
Það segir sina sögu, að i frétt-
unum frá Zaire, er sérstaklega
mikið fjallað um fjöldamorðin á
hvitum mönnum i Kolwezi. Ekki
er nema eðlilegt að mikið sé
skrifað um þau hryðjuverk, en
minna má á til samanburðar að
fjölmiðlarnir eru öllu fáorðari um
blökkumenn þá i Kolwezi, sem
sættu sömu örlögum, og voru að
likindum allmiklu fleiri en þeir
hvitu. Skammt er lika siðan Suð-
ur-Afrikumenn réðust á flótta-
mannabúðir Namibiumanna i
Angólu og kvistuðu þar niður 400-
800manns. Þau hryðjuverk fengu
ekki ýkja mikið pláss i vestræn-
um fjölmiðlum.
Uppreisnarmenn ekki
einir I sökinni
Einhverjir segja sjálfsagt að
þetta endurspegli kynþáttaremb-
ing hvitra manna gagnvart
blökkum, og er efalaust eitthvað
til i þvi. Hvað sem þvi liður, er
ljóst að kynþáttahatur átti drjúg-
an hlut að hryöjuverkunum i
Shaba. Eins og við mátti búast
kenndu Frakkar og Belgar upp-
reisnarmönnum um hryðjuverk-
in, efalaust i þeim tilgangi að
réttlæta herhlaup sitt, og frétta-
miðlar hafa sumir bergmálað
það. En nánari fréttir, sem meðal
annars eru hafðar eftir evrópsk-
um flóttamönnum frá Kolwezi,
leiða i ljós að uppreisnarmenn
voru langt i frá einir um hituna
við illvirkin. Meira að segja
kunnu sumir flóttamenn frá þvi
að segja, að i sumum hverfum
hefðu uppreisnarmenn hegðað
sér ámælislaust og að þess heföu
verið dæmi að foringjar þeirra
bönnuðu liðsmönnum sinum morð
og rán. Fréttir um fjöldanauðg-
anir uppreisnarmanna á hvitum
konum virðast einnig að minnsta
kosti mjög orðum auknar. Engu
aö siður er ljóst að aginn fór fljótt
úr böndunum hjá uppreisnarlið-
inu og að það átti mikinn þátt i
hryðjuverkunum.
Skutu fyrst og
spuröu svo
Það átti hinsvegar einnig
stjórnarher Zaire. Um varnir af
hálfu hers þessa varð litiö eða
ekkert, en hinsvegar snerust
margir hermannanna gegn hvit-
um mönnum, sem þeir áttu að
vernda, rændu þá og drápu. Og
enda þótt ætla megi að fallhlifalið
frönsku ÍJtlendingahersveitar-
innar hafi bjargað nokkrum og ef
til vill mörgum mannslifum, þá
er ljóst af fréttum, að þessir harö-
Mobuto, fyrrum liðþjálfi f belg-
iska nýlenduhernum og núver-
andi Zaireforseti — 1 annað sinn á
skömmum tima bjargaði hernað-
araðstoð Frakka honum frá faiii.
soðnu vigamenn höfðu þá regluna
i Kolwezi að skjóta fyrst og spyrja
svo. Frakkar segja sina menn
hafa fellt mörg hundruð upp-
reisnarmanna, jafnvel yfir þús-
und, en sú tala er tortryggileg þó
ekki sé nema með tilliti til þess,
að samkvæmt sumum fréttum
var allur liðstyrkur innrásar-
manna ekki yfir 2000. Erfitt kann
að hafa verið að þekkja uppreisn-
armenn úr öðrum svörtum og er
þvi svo að sjá að frönsku her-
mennirnir hafa drepið hrönnum
alla þá blökkumenn, sem þeim
við fyrstu sýn leist ekki allskostar
á. Frakkarnir eiga meira að
segja sinn hlut I fjöldadrápunum
á hvitum mönnum, þvi að Júgó-
slavi nokkur hafði þá sögu að
segja, að þeir hefðu skotið landa
sinn og belgisk heimild segir
Frakkana hafa drepið einn Belga
og nokkra Ródesiumenn.
Lunda-menn
brenndir inni
Hatrið, sem kom fram i hryðju-
verkum jafnt uppreisnarmanna
og stjórnarhers Zaire, getur átt
sér ýmsar aðrar orsakir en eina
saman helbera mannvonsku.
Ekki fer á milli mála að „Kat-
anga-varðliðarnir” njóts mikils
fylgis meðal Lunda-þjóðarinnar,
sem er fjölmenn i Shaba, og að sú
þjóð hefur að sama skapi litinn
þokka á Mobuto Zaire-forseta.
Eftir að fyrri innrás „varðlið-
anna” fyrir rúmu ári var hrundið,
hefndi stjórnarher Zaire, sem þá
sýndi af sér álika mikinn garp-
skap og nú, sin grimmilega á
Lunda-mönnum i Shaba. Heil
þorp voru jöfnuð við jörðu og ibú-
arnir drepnir, ef til þeirra náðist.
Algengt var að fólki væri safnað
inn i strákofa og það brennt þar
inni. Marokkómennirnir, sem
hrundu þeirri innrás fyrir Mo-
buto, voru ekki taldir nein sérstök
ljúfmenni, en þeim ofbuðu þó
hryðjuverk Zaire-hermanna og
tóku stundum til sinna ráða til
þess að koma i veg fyrir þau.
Hugöu á hefndir
gegn Frökkum
Uppreisnarmennirnir, sem
komu aftur i þessum mánuði,
voru að sögn sumra flóttamanna
fullir af hefndarhug vegna þess-
ara atburða. Sá hefndarhugur
beindist ekki einungis gegn
mönnum Mobutos, heldur og hvit-
um hjálparmönnum hans. Enda
verður þvi ekki neitaö að rekstur
koparnámanna viö Kolwezi, sem
kallaðar eru „taugamiðstöð efna-
hagsiifs Zaire”, byggðist á tækni-
kunnáttu þeirra hvitra manna,
einkum belgiskra og franskra,
sem við þær unnu. Uppreisnar-
menn voru þess einnig minnugir
erlendar
bækur
Albion's FatalTree.
Crime and Society in Eighteenth
Ccntury England. Douglas Hay —
P. Linebaugh — J.G. Ruie — E.P.
að vopn þau, sem fyrri árásinni
var hrundið með, komu frá
Frökkum. Þegar uppreisnar-
menn hófu dráp á hvitum mönn-
um i Kolwezi, leituðu þeir Frakka
en kváðust ekki eiga sökótt við
Belga. En þegar til kastanna
kom, munu þeir ekki hafa gert
mikinn greinarmun á Frökkum
og Belgum — frekar en liðsmenn
Otlendingahersveitarinnar á
stuðningsmönnum uppreisnar-
manna og öðrum blökkumönnum.
Hvítir menn enn
sérréttindastétt
Þrátt fyrir gifurleg náttúruauð-
ævi er Zaire, eitt af viðlendustu
rikjum Afriku með um 26 milj.
ibúa, eitt mesta eymdar- og ó-
stjórnarbæli veraldar. Um helm-
ingur landsmanna er stöðugt
miður sin af sulti, samkvæmt
skýrslum frá stofnunum Samein-
uðu þjóðanna. Meöan Belgar réðu
landinu, reyndu þeir að tryggja
yfirráð sin til frambúðar með þvi
að neita landsmönnum að mestu
um æðri menntun. Þetta á auðvit-
að mikinn þátt i óstjórninni, sem
rikt hefur á flestum sviðum i
landinu siðan þaö varð sjálfstætt.
öllum ber saman um að óánægj-
an með stjórn Mobutos sé gifur-
leg, enda lét hann nýlega fara
fram rækilegar hreinsanir innan
hersins og voru allmargir þá
teknir af lifi að undangengnum
sýndarréttarhöldum. Erfitt er að
sjá aö Mobuto héldist við völd
stundinni lengur ef ekki kæmi til
Thompson-Cal Winslow. Penguin
Books 1977.
Byltingin 1688 veitti mönnum
ekki frelsi, heldur auðsöfnun.
John Locke taldi aö auösöfnunin
væri tilgangur mannlegs lifs og
fáir hafa réttlætt hana sem hann.
Allt tal um ágirnd og græðgi
varð illa séð eftir þvi sem áhrif
borgarastéttarinnar og auð-
manna jókst. Tal um vilja guðs og
rikisvald, sem skyldi stuðla að
réttlæti, friði og gæta hags guðs
volaðra, hjaönaði. Auðurinn og
eignasöfnun voru kjörorð dagsins
og rikisvaldiö var samkvæmt
Locke til þess að tryggja eignar-
réttinn. Lofgerðir um frjálsa
samkeppni voru ekki langt
undan, kenningar kirkjunnar og
fyrri tima rikisvalds um „kær-
leika manna meðal” voru illa
séðar. Þessi breyting á afstöðu
manna til auðsöfnunar varö
bakstuðningur Belga og Frakka.
Tæknilegir kunnáttumenn frá
þessum þjóðum halda námunum i
Shaba i gangi, og varla þarf að
taka fram að lifskjaramunurinn á
þeim og innfæddum er engu
'minni en hann var á Belgum og
blökkumönnum meðan landið var
belgisk nýlenda. Allt þetta á efa-
laust sinn þátt i dáðleysi og aga-
leysi Zaire-hers og þvi, að hann
skuli ofsækja hvita menn i stað
þess að vernda þá.
Belgar og Frakkar
togast á
Hvað nú tekur við i Zaire er enn
með öllu óljóst. Þótt uppreisnar-
menn hafi i bráðina verið hrakir
frá Kolwezi er flestra hald að
margir þeirra felist enn i skógun-
um og savannagróðrinum i kring,
biðandi nýs tækifæris ef Frakkar
skyldu fara. Vesturlandarikin
vita enn ógerla hvern nú skuli upp
taka, þvi að Belgar og Frakkar
eru hreint ekki sammála um það.
A bak við tjöldin á sér sem sé stað
harðvitug barátta þeirra á milli
um hagsmuni i Zaire. Belgiskt
fjármagn er enn itakamest i
námunum i Shaba. Belgum er
fyrir mestu að tryggja sér þau i-
tök áfram, og þeir hafa ekkert álit
á Mobuto og eru fyrir sitt leyti
reiðubúnir að sætta sig við annan
og ef til vill dugmeiri valdhafa i
hans stað og jafnvel sjálfstætt
Shaba undir nýjum Tshombe.
Frakkar, sem hafa áfram mikil i-
tök i fyrri Afrikunýlendum sin-
um, hafa hinsvegar mikinn hug á
að ýta Belgum til hliðar i Shaba
og hyggjast fá þvi framgengt með
þvi að styðja Mobuto, þótt lélegur
sé, gegnum þykkt og þunnt.
//Samafriskur" herstyrkur
Frakkar eru hinsvegar feimnir
við að fá á sig orð sem „lögregla
Afriku” fyrir hönd Vesturlanda
og vilja þvi helst komast hjá þvi
að hafa her i Shaba til frambúðar.
Með stuðningi annarra Vestur-
landa hafa þeir nú á prjónunum
„samafriskan herstyrk”, sem
ætlast mun til að samanstandi af
liði frá Afrikurikjum hlynntum
Frökkum og taki við gæslu i
Shaba. Vonir ráðamanna i Paris
— og Nató yfirleitt — munu i þvi
sambandi ekki sist bundnar við
Marokkó. En Marokkó hefur nóg
að gera fyrir sinn her i skæru-
striðinu við sjálfstæðissinna i
Vestur-Sahara, sem hafa öflugan
stuðning Alsirs, og þvi er spurn-
ing hvort Marokkókóngur getur
að þessu sinni séð af teljandi liðs-
styrk suður i Shaba, til þátttöku i
striði sem ómögulegt er að sjá
fyrir endann á.
Slikur „samafriskur herstyrk-
ur”, ef hann kæmist einhvernveg-
inn á legg, gæti einnig heldur auk-
ið vandræði Vesturlandarikja
þarna en hitt. Flóttamennirnir
hvitu frá Kolwezi ljúka flestir upp
einum munni um það, að þeir snúi
ekki aftur nema þvi aðeins að
vestrænn her verði i landinu til
frambúðar. Og án hvitra tækni-
manna eru Kolwezi-námurnar
lamaðar. Þar að auki má búast
við þvi að staðsetning utanað-
komandi herliðs i Shaba myndi
framkalla viðbrögð af hálfu
Angólumanna og hjálparaðila
þeirra, Sovétmanna og Kúbana.
dþ.
áberandi strax á siðari hluta 17.
aldar og ráðandi þegar kom fram
á 18. öld á Englandi. í þessu riti er
fjallað um afleiðingar þessarar
stefnu. Bilið milli rikra og
snauðra jókst og þvi meira sem
réttlæting auðsöfnunar magn-
aðist þvi afskiptari uröu hinir
snauðu. Höfundarnir rekja hér
ýmis dæmi um aðgerðir rikis-
valdsins gegn þeim sem fyrir
volæðis sakir reyndu að afla sér
nauðþurfta á ólöglegan hátt eða
efna til upphlaupa til þess að
vekja athygli á eymd sinni.
Löggjafarvaldið tryggði auðnum
réttinn, réttur þeirra fátæku var(
enginn, en skylda þeirra að skapa
öörum auðinn. 1 ritinu er dregin
upp skýr mynd af stéttabaráttu
18. aldar á Englandi og viðbrögð-
um löggjafarvalds og réttarkerf-
is. Rit þetta kom út um leið og
hliðstætt rit, Whigs and Hunters
eftir E.P. Thompson, sem ritar
um hótunarbréf í þessa bók.