Þjóðviljinn - 03.06.1978, Qupperneq 9
Laugardagur 3. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Umsjón:
Dagný Kristjánsdóttir
Elisabet Gunnarsdóttir
Helga ólafsdóttir
Helga Sigurjónsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir
Hverjir verda undir í
skólakerfinu?
Og verða þeir undir af félagslegri mismunun?
i ársbyrjun/ 7. jan./ var hér á síðunni sagt frá rit-
gerð Ásgeirs Sigurgestssonar um kynlíf íslenskra
unglinga. Jafnréttissíðu hefur nú borist önnur ritgerð/
sem er hluti af sömu heildarathugun á reykvískum
unglingum, UiR eða Ungdom i Reykjavík. Þessi rit-
gerð er eftir Andrés Ragnarsson, og hann vinnur úr
þeim hluta spurninganna sem fjölluðu um skólann,
námsárangur og námsáhuga. Báðar ritgerðirnar eru
unnar við sálfræðideild Árósarháskóla, og Andrés
skilaði sinni í janúar í ár. Hún heitir: TABERE I
SKOLEN = SOCIAL SKÆVHED?
bendir til aö fólki gangi ekki
sem best — og llði ekki sem best
i skólanum.
Andrési þykir augljóst eftir
athugun sina að unglingum úr
lægri stéttum þjóðfélagsins liði
verr i skóla en unglingum úr efri
stéttum. Þetta styður hann enn
frekar með þvi að sýna, að nær
helmingur þeirra unglinga sem
ætla að hætta námi að lokinni
skyldu er úr V. stétt en aöeins
4,3% úr I. stétt. Enginn heldur
þvi fram að alþýðubörn fæðist
óhæfari til náms en hástéttar-
börn. Einhvers staðar á leiðinni
er félagsleg brotaiöm sem gerir
þeim erfiðara fyrir en öðrum.
Börnin tvö voru að koma með mömmu I flna bilnum, þau eru brosleit og ánægð og leiðast. Eitt er stakt
og grætur. Kannski hefur það orðið undir I skólakerfinu? Teikninguna gerðiSigþrúður 6 ára.
Eins og skýrt var frá i sam-
bandi við athugun Asgeirs var
heildarkönnunin gerð i feb. 1976.
Þá fengu öll börn I 8. bekk
grunnskóla I Reykjavik spurn-
ingalista sem þau svöruðu nafn-
laust. Andrés rekur kosti og
galla þessarar rannsóknarað-
ferðar m.a. i samanburði við
einkaviðtöl, og telur að þannig
hafi verið staðið að málum hjá
þeim félögum, að mikið mark sé
takandi á rannsókninni.
Aður en Andrés byrjar á aðal-
efni sinu segir hann sögu al-
þýðumenntunar og skóla hér á
landi. Aðalheimild hans er bók
Gunnars M. Magnúss: Saga al-
þýðufræðslunnar á Islandi, sem
kom út 1939. Þaö gefur auga leið
' að svo gömul bók er ekki besta
heimild sem maður getur hugs-
að sér, m.a. hafa fræðileg við-
horf breyst mikið siðan þá, en
hér er ekki um auðugan garð að
gresja. Sú sögulega villa sem
mest stakk I augun er þó varla
frá Gunnari komin, en þaö er
þegar Andrés flýtir endurreisn
Alþingis um aldarfjórðung (18).
Raunar er vafamál hvort rit-
gerðin græðir á þessum sögu-
lega inngangi, alltént heföi farið
betur á að byrja seinna, t.d. um
1880. Tilgangur Andrésar með
kaflanum er að sýna hve erfitt
uppdráttar skólar hafa átt hér á
landi, hve langt við vorum á
eftir grannlöndum okkar i
skólamálum og hve mikið af
hugmyndum okkar um þau er
komið frá Norðurlöndunum.
Til hvers er skólinn?
Reglur skólans eru settar af
þeim sem þar ráða en ekki nem-
endum sjálfum. Þessar reglur
hafa það m.a. að markmiði að
laga nemendur að þjóðfélags-
kerfi okkar og viðhalda þvi.
Hlutverk nemenda er að hlýða,
taka á móti þekkingu og skila
henni aftur þegar kennarinn á-
kveður próf. Hlutverk skólans
er að mennta nemendur og ala
þá upp — en til hvers?
Skólinn er miðaöur við nem-
endur frá heimilum þar sem
börnin læra þann orðaforða sem
kennarinn notar og foreldrar
vinna ekki lengur úti hvern dag
en svo að þeir geti veitt börnun-
um aðhlynningu og aðstoö eftir
þörfum. Hér er þvi oftast um að
ræða börn af efnuðum heimilum
miðstéttar- og yfirstéttarfólks,
segir Andrés. Þau eru hvött til
að standa sig vel i samkeppni
skólans, og það sem meira er,
þau fá dygga aöstoð til þess.
Skólinn verður þessum börnum
eins og annað heimili, þau
þekkja þarna ailt til hlitar.
Þau börn sem koma frá efna-
minni heimilum þar sem fólk
vinnur mikið og lengi fyrir lifs-
nauðsynjum eru lika hvött til að
standa sig, en þau vantar marg-
ar forsendur til að uppfylla þær
kröfur. Þau eru mörg hver óvön
reglum skólans og orðanotkun
kennarans, og þau fá ekki að-
stoð heimanað. Með þvl að gera
þessum börnum baráttuna erf-
iða i skólanum, stuðlar skólinn
að þvi að viðhalda rikjandi
stéttaskiptingu.
««•
Samkeppnisandi skólans set-
ur mark sitt á unglingana.
Andrés lagði fyrir þá spurning-
una „Hver vildirðu helst vera i
bekknum, ef þú mættir ráða: sá
duglegasti, sá sterkasti, sá lag-
legasti, sá vinsælasti, sá
skemmtilegasti eða sá töffasti?
(Nú veit lesandi ritgerðarinnar
ekki hvernig þetta var orðaö á
islensku, á dönsku er siðasta
atriðiö „den skrappeste”.). Út-
koman var skýr. Það vildu bara
örfáir vera töff, sætir og sterkir,
margir vildu vera skemmtilegir
og vinsælir, en flestirvildu vera
duglegastir að læra.
Hvað gerist svo þegar það
tekst ekki? Börn þurfa að vera
lengi i skóla, a.m.k. 9 ár. Ef
þeim gengur illa kemur það oft
fram i aölögunarerfiðleikum
lika. Þau eru vansæl, og vanlið-
an þeirra fær útrás á ýmsan
hátt.
Stéttaskipting og
einkunnir
Þegar Andrés hefur gert grein
fyrir skiptingu Islendinga i
stéttir á sama hátt og Asgeir
gerði i sinni ritgerð, raðar hann
unglingunum i hópa eftir stöðu
foreldra og skoðar námsárang-
ur og afstöðu til skólans i ljósi
þess. Unglingarnir skiptast
þannig milli stétta að 12% eru i
I. stétt, 14,5% i II. stétt, 17,8% I
III. stétt, 30,8% IIV. stétt og 24,8
i V. stétt.
Andrés spyr svo hvað fólk hafi
fengið i aöaleinkunn á vorprófi
árið áður, og setur svörin upp i
töflu. Þegar hún er skoðuð
vekur það fyrst athygli, að
stelpur standa sig betur en
strákar á þessum aldri, en
Andrés er ekki að athuga mun á
kynjum og gerir ekkert með
það. Hins vegar dregur hann
fram töluverðan stéttamun:
0,7% af yfirstéttarbörnunum (I.
stétt) höfðu fengið falleinkunn
(verið fyrir neðan 5) vorið áður
og 3,6% verið fyrir neðan 6. Aft-
ur á móti höfðu 10,4% lágstétt-
arbarna (V. stétt) fallið og 38%
þeirra verið fyrir neðan 6 i aðal-
einkunn. Þegar litið er á hæstu
einkunnir snúast hlutfallstöl-
urnar alveg við. Nær helmingur
hástéttarbarná er með yfir 8 i
aðaleinkunn en aðeins 10% lág-
stéttarbarna. „Þetta er merki-
leg niðurstaða i stéttlausu þjóð-
félagi”, segir Andrés, „þar sem
allir hafa jafnan rétt til náms,
eins og goðsögnin segir”. (46)
Andrés spurði unglingana lika
um afstöðu þeirra til skólans,
hvernig þeim þætti að vera þar:
ægilega gaman, gaman, sæmi-
legt eða andstyggilegt? I svör-
unum hér kemur ekki fram
neinn munur að ráði. Yfirgnæf-
andi meirihluta unglinganna af
öllum þjóðfélagshópum finnst
gaman — eða ennþá skemmti-
legra — að vera i skóla, og má
það vera kennurum nokkur
huggun harmi gegn. Að visu eru
fleiri lágstéttarbörn meöal
þeirra sem kunna illa við sig i
skólanum, en sá hópur er bara
svo litill. Sennilega eru krakk-
arnir að hugsa hér um félags-
lega hliö skólastarfsins, vinina
og böllin, en i næstu spurningu
fengu þau að láta álit sitt I ljós á
náminu.
Er gagn að skólanum?
Mikiö gagn? Nokkurt gagn?
Ekki mikið gagn? Ekkert gagn?
Eins og raunar kom fram þegar
þau vildu helst vera duglegust i
bekknum en ekki laglegust, þá
hafa þau trú á þvi að skólinn sé
ákaflega gagnlegur. Yfir 70%
þeirra merkja við fyrsta svar
(75% hástéttarbarna og 73,8%
lágstéttarbarna). Og jafnmörg
af I. og V. stétt merkja við sið-
asta svar (ekkert gagn, 0,6%).
En það er fleira sem kemur til
greina þegar athuga á liðan
ungiinga i skólanum. Skróparðu
i skólanum, var spurt. 80% há-
stéttarbarna svöruðu nei,
aldrei! 20% þeirra sögðu já,
stundum, jafnvel oft. Hins veg-
ar skrópa 32% V. stéttar barna
og jafnvel mörg af IV. stétt, auk
þess sem gera má ráð fyrir að
einhverjir hafi skrópað dagana
sem athugunin var gerð.
Þegar athugaðar eru
einkunnir þeirra sem skrópa
kemur fram ákveðið samræmi
eins og engan undrar liklega.
Þeir skrópa oftast sem hafa lág-
ar einkunnir. Hvort tveggja
Goðsögnin um
stéttlaust þjóðfélag
I lok ritgerðarinnar ræðir
Andrés um ástæður þess að Is-
lendingar standa á þvi fastar en
fótunum að þjóðfélag þeirra sé
stéttlaust og þar sé tekið jafnvel
á móti öllum þegar þeir komi i
skóla. Hann byggir hér aöallega
á grein eftir Þorbjörn Brodda-
son og Keith Webb sem birtist i
Acta Sociologika 1975. Þeir fé-
lagar komust að raun um að
verkalýösstéttin yrði undir i
baráttunni um menntun og stöð-
ur, og rökstuddu það á ýmsan
hátt. Andrés bendir á að hans
athugun leiði hið sama i ljós. En
af hverju vilja tslendingar ekki
viðurkenna stéttamuninn? Þor-
björn og Keith nefna nokkur
atriði til að svara þvi og Andrés
itrekar þau sem honum finnast
næst lagi.
Þaö er mikil hreyfing á fólki
hér á landi. Þjóðfélagsþróun
hefur verið ör og mikill skortur
orðið á fólki i valdastöður. Yfir-
stéttin varð of fámenn til að
hafa við og fólk úr öðrum stétt-
um hljóp i skarðið. Þetta veldur
þeim misskilningi að allir hafi
hér jafnan rétt til auðs og met-
oröa.
Einnig er stór þáttur i málinu
hvað tslendingar eru fáir og
hvað kunningsskapur og skyld-
leiki skiptir hér miklu meira
máli en nokkurs staðar i grann-
löndum okkar (miklu meira
máli en menntun eins og kom
fram i veitingu skólameistara-
embættis á Egilsstöðum um
daginn). Ekki skaöar heldur að
hafa „réttar” pólitískar skoðan-
ir. Ættarsambönd fara iðulega
þvert á stéttir og það hefur ekki
sist leynt þvi fyrir fólki hvað
menn eru i raun ójafnt settir i
þjóðfélagi okkar.
„tsiand er stéttskipt þjóðfé-
iag”, segir Andrés að lokum,
„og einstaklingar hafa þvi ó-
jafna aöstöðu. Mönnum hefur
ekki verið það fyllilega ljóst
vegna ýmissa sérkenna á is-
lensku samfélagi, en þróunin
heldur áfram og með timanum
verða vafalaust breytingar sem
leiða eðli stéttaskiptingarinnar
betur i ljós”.
Ritgerð Andrésar er fróðleg
og lipurlega skrifuö þótt auðvit-
aö sé galli að hafa hana á
dönsku. Hún er væntanleg i
Bóksölu stúdenta og þangaö
geta áhugamenn nálgast hana.
Mest saknaði ég þess aö fá ekki
samanburð við norsku og jósku
unglingakönnunina (sem UiR er
e.k. hluti af) eins og Asgeir
hafði I sinni ritgerð. Það væri
fróðlegt að vita hvort stétta-
munur er meiri þar en hér og
hvort unglingar una sér betur
eða verr i skólanum en jafnaldr-
ar þeirra i Noregi og Dan-
mörku.
SA