Þjóðviljinn - 03.06.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 3. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Amerískar teikningar
í Listasafni íslands
Yfirlitssýning á ameriskum
teikningum frá árunum 1927-
1977 verður opnuð i Listasafni
tslands á morgun og er sýningin
þáttur i Listahátið i Reykjavik.
Eru þetta 75 teikningar eftir
jafnmarga bandariska lista-
menn, en einu sinni áður hefur
verið hér á ferö yfirlitssýning á
bandariskri myndlist. Var þaö
árið 1959 og var Island þá siöasti
viðkomustaður sýningarinnar
eftir ferð um Evrópu. Þessi sýn-
ing á ameriskum teikningum er
farandsýning, sem á eftir að
fara viða, en tsland er fyrsti
viðkomustaðurinn. Minnesota
Museum of Art hefur komið upp
þessari sýningu, en forstööu-
maður safnsins, Malcolm E.
Lein,mun verða viöstaddur opn-
un hennar á sunnudag. Sýningin
verður opin daglega frá 2-10
fram til 1. júli.
þs
Blaðið segir hann hafa komið
SALT-viðræðum í sjálfheldu
Jóhannes Jóhannesson, sem sá um uppsetningu sýningarinnar,
Paul Saxton aðstoðarforstöðumaður Menningarstofnunar Banda-
rikjanna, Selma Jónsdóttir forstöðumaðurListasafns Islands og Irv-
ing E. Raníanen, forstöðumaður Menningarstofnunar Banda-
rikjanna,við eitt verkanna á sýningunni. Mynd: — eik.
Listahátíð
2/6 — Carter Bandarikja-
forseti sagöi i dag aö blaðið
Washington Post hefði
farið með hrein ósannindi#
þegar það hélt því fram að
Bandarikjastjórn hefði
tekið þá afstöðu að hafna í
bráðina öllum tillögum
Sovétrikjanna viðvíkjandi
takmörkun á strategískum
kjarnorkuvígbúnaði
(SALT) og þar með komið
viðræðunum um þetta í
sjálfheidu. Hélt Wash-
ington Post því fram> að
stjórnin hefði ákveðið
þetta með tilliti til innan-
landsstjórnmála, en harð-
linumenn i afstöðunni til
Sovétríkjanna deila nú fast
á Carter og niðurstöður
skoðanakannana benda til
þess> að margir Banda-
rikjamenn teJji forsetann
alltof linan gagnvart Sov-
étmönnum.
Carter kallaði saman blaða-
mannafund af þessu tilefni, sem
er óvenjulegt, og var að sjá hinn
reiðasti. Sagði hann þessi skrif
ekki til annars fallin en að skaða
málstaö Bandarikjanna og gera
sig sjálfan tortryggilegan. Jody
Powell, blaðafulltrúi forsetans,
neitaði þvi að gangur mála i
Afriku hefði nokkur áhrif á
afstöðu Bandarikjanna i SALT-
viöræðunum.
Andrei Grómikó, utanrikisráö-
herra Sovétrikjanna, ræddi
SALT-viðræðurnar og Afrikumál
viö Carter fyrir tæpri viku, en
bandariskir embættismenn segja
að uppástungum sovéska utan-
rikisráðherrans hafi eindregið
verið hafnað. Agreiningur varð
að sögn bandarisku talsmann-
anna einkum um nýja hreyfan-
lega eldflaug meö margföldum
atómoddi, sem Bandarikin
hýggjast fá herjum sinum i
hendur, og sovéska sprengjuflug-
vélargerö, sem fer á miklu meiri
hraða en hljóðið.
Mobutu þykkjuþungur
í garð Belga
mmŒm jm msm .1
l‘-*v - " - '•
Sjómannadagurinn
í Hafnarfirði
Fjöl-
breytt
dagskrá
Kl: 0900 Fánar dregnir að
hún.
Kl: 0930 Skemmtisigling
meö börn.
Kl: 1000 Guösþjónusta i
Hrafnistu i Hafnarfiröi,
þar verður vigt nýtt
hljóöfæri.
Kl: 1100 Heimsókn i Hrafn-
istu i Hafnarfirði. Karla-
kórinn Þrestir syngur
fyrir vistmenn.
Kl: 1330 Sjómannamessa i
Þjóðkirkjunni.
Kl:1415Að lokinni sjó-
mannamessu, skrúð-
ganga frá Þjóðkirkjunni
að útihátiðarsvæöi viö
Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar, þar verður útihá-
tiðin sett. Þar flytja
ræður fulltrúi sjómanna,
Ingólfur Ingólfsson for-
seti Farmanna og Fiski-
mannasambands Is-
lands, og fulltrúi Slysa-
varnadeildarinnar
Hraunprýði, Sjöfn
Magnúsdóttir. Heiðraðir
verða 3 aldraðir sjómenn.
Að þessu loknu veröa
skemmtiatriöi:
Gummi & Goggi
Koddasíagur
Kl: 1530 Sýnir Björgunar-
sveitin Fiskaklettur
björgun manna úr
sjávarháska og björg-
unarstörf á gúmmibáti.
Kl: Kappróöur: Kvenna- og
karlasveitir keppa.
Kl: Sjómannahóf I Skiphóli.
Merki dagsins og Sjó-
mannadagsblaðið verða af-
hent sölubörnum I Bæjarbió
frá kl: 0900 á Sjómannadag-
inn.
2/6 — Kastast hefur i kekki milli
Belglu og Zaire öðru sinni á
skömmum tima eflir innrásina i
Shaba. Mobutu Sese Seko, Zaire-
forseti, veitir belgisku stjórninni
nú þungar átölur fyrir að veita
zaireiskum andspyrnuhreyfing-
um aðgang að útvarpi og sjón-
varpi i Briissel. Sakar Mobutu
Belga um ,,machiaveiiiskar”
fyrirastlanir viðvlkjandi Shaba.
Að sögn hinnar opinberu frétta-
stofu Zaire er llklegt að ambassa-
dor landsins i Brtissel verði
kallaður heim.
Áður sakaöi Mobutu Henri
Simonet, utanrikisráðherra
Belgiu, um aö draga af ásettu
ráði á langinn að verða við beiðni
Zairestjórnar um hjálp, þegar
uppreisnarmenn réðust inn i
Shaba f s.l. mánuöi. Belgar virð-
ast hafa miöað hersendingu sina
þangað eingöngu viö það aö
bjarga vesturlandamönnum frá
Kolwezi, en tilgangur Frakka
með sendingu herflokka úr Út-
lendingahersveitinni þangað var
• 1
Mobutu — Belgum ffanst Utið á
honum að byggja.
hinsvegar engu siður sá, að
hrinda innrás uppreisnarmanna.
Grunur leikur á að Belgar, sem
hafa mikil itök i námunum i
Shaba, hafi takmarkaðanáhuga á
að halda Mobutu við völd og séu
tilbúnir að samþykkja nýja stjórn
1 landinu eða jafnvel aðskilnað
Shaba frá Zaire, að þvi tilskildu
að Belgiahaldiitökumsinum þar.
Áskorun til borgarstjórnar:
Fridun Grjótaþorps
og Torfunnar þolir
ekki lengri bið
ibúasamtök Vesturbæjar,
Torfusamtökin og ibúasamtök i
Grjótaþorpi hafa sent borgar-
stjórn bréf þar sem farið er fram
á að hafinn verði undirbúningur
til að tryggja varðveislu húsa á
Bernhöftstorfu og Grjótaþorpi.
Bréfið er svohljóðandi:
„Torfusamtökin, Ibúasamtök
Grjótaþorps og Ibúasamtök
vesturbæjar leyfa sér hér með að
snúa sér til nýkjörinnar borgar-
stjórnar meö eftirfarandi mála-
leitan.
Fyrir nýafstaðnar borgar-
stjórnarkosningar virtist það
vera skoöun flestra frambjóð-
enda, sem tjáðu sig um húsvernd,
að þar væri um að ræða mál, sem
taka þyrfti föstum tökum og
vinna rösklega að.
Meðal þess, sem þá var nefnt,
var verndun Bernhöftstorfu og
verndun Grjótaþorps. Þvi fer
fjarri, að þessi merkilegu menn-
ingarverömæti eigi sér trygga
framtiö, þar eð engin skýr stefna
hefur verið mörkuð af borgar-
stjórn til þessa. Nýorðnir atburðir
i Grjótaþorpi taka af öll tvimæli
um það. Þaö er þvi brýn nauðsyn
aö borgarstjórn hefji nú þegar
undirbúning að lausn þessara
mála, þannig að varðveisla húsa
á fyrmefndum svæðum verði
tryggð.
Þetta er mál, sem þolir ekki
lengri bið.”
Jakkamir
komnir aftur
SEnoum DEcn pústkröfu
Carter reidur
W ashington Post