Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
ÆSKULÝÐSBLAÐ
RÆTT VIÐ
ÓLAF R. EINARSSON
UM RANNSÓKNIR
Á VERKALÝÐSSÖGU
Ólafur R. Einarsson
í húsi Jóns Sigurðssonar
í Kaupmannahöfn er mið-
stöð félagslifs l'slendinga
þar í borg en jafnframt
fræðimannsíbúð. Þar hafa
undanfarin ár dvalið
margir íslenskir fræði-
menn við rannsóknastörf.
Ibúðinni er að jafnaði út-
hlutaðtil þriggja mánaða í
senn, og hefur umsóknum
um afnot af fræðimanns-
íbúðinni stöðugt fjölgað.
Þeir hafa þó einkum feng-
ið inni sem þurft hafa að-
gang aðgögnum í dönskum
söfnum og stofnunum.
Síðustu þrjá mánuði,
mars til maí, dvaldi í
fræðimannsíbúðinni Olaf-
ur R. Einarsson sagnfræð-
ingur, en hann vann að
rannsókn á dönskum áhrif-
um á þróun íslenskrar
verkalýðshreyf ingar fram
til 1930. Blaðamaður Þjóð-
viljans ræddi við Ólaf
skömmu eftir heimkom-
una. Það lá beint við að
spyrja Ölaf fyrst, hvernig
honum líkaði dvölin í Jóns-
húsi?
—MW—
Merkar heimildir á
verkalýðssögusafni
í Kaupmannahöfn
Ég kunni ákaflega vel viB
mig i þessu húsi sem er frá fyrri
hluta 19. aldar og liggur i hjarta
borgarinnar. Þarna var ma&ur á
söguslóðum og þvi gott andrúms-
loft til aö vinna að sagnfræðirann-
sóknum. Þá var það nýlunda fyrir
mig að geta i þrjá mánuði sam-
fleytt helgað mig rannsóknar-
störfum. Hérheima er aldrei frið-
ur til sliks, margt sem slitur i
sundur vinnu að sagnfræöirann-
sóknum, bæði kennslan og félags-
starf. Fram til þessa hefur rann-
sókn min á verkalýðssögu verið
nætur- og helgidagavinna, en nú
gafst manni kostur á að helga sig
verkefninu algerlega. Ég tel til-
vist fræðimannsibúðarinnar vera
ákaflega mikilvæga fyrir is-
lenska fræöimenn og þaö hefur
sýnt sig að vistin þar hefur komið
mörgum fræðimanninum að
miklu gagni og ýmis rannsókna-
verk sem út hafa komið á seinni
árum tengjast dvöl höfunda i
Jónshúsi. Fræðimannsibúðin hef-
ur þvi mikið gildi fyrir islenska
visindastarfsemi.
Hvers vegna varstu að fara til
Kaupmannahafnar til aö afla
heimilda um sögu Islenskrar
verkalýöshreyfingar? Var ekki af
nógu aö taka hér heima?
Jú, vissulega er af nógu aö taka
hér heima, en mér hefur lengi
sviðiö sárt, hve litill áhugi er hjá
verkalýðshreyfingunni hér á þvi
aö sinna eigin sögu og varðveislu
sögulegra gagna. Ég vissi að
danska verkalýðshreyfingin hefði
unnið gott verk, hvað snertir sina
sögu og ég vildi kynna mér það.
Þvi var aöalvettvangur minn i
Höfn Arbejderbevægelsens
Bibliotek og Arkiv. Þetta verka-
lýðssögusafn var stofnað árið 1909
og þar er að finna gagnmerk
. skjalasöfn bæði verkalýössam-
bandsins, verkalýðsfélaga og
Socialdemokrataflokksins. Einn-
ig er þar að finna einkabréfasöfn
helstu leiðtoga flokksins. Þetta
safn er einstaklega vel skipulagt
og öll þessi gögn eru opin fyrir
Frá útlánadeild safnsins.
fræöimenn. Forstöðumenn safns-
ins sögðu mér a& áhugi á verka-
lýðssögu hefði aukist mjög sið-
ustu 10 árin, þ.e. einkum eftir
1968. Þeir tóku það fram að svona
„arkiv” skirskotuðu ekki lengur
bara til sagnfræðinga heldur væri
áberandi hve blaðamenn, rit-
höfundar, dagskrárgerðarmenn,
kvikmyndagerðarmenn o.fl. leit-
uðu mikið til safnsins til aö afla
sér heimila um lif og baráttu
verkafólks. Þá væri einnig i stöð-
ugt vaxandi mæli námsmenn sem
veldu sér verkefni er tengdust
verkalýðsbaráttu og veitti safnið
mikla fyrírgreiðslu I þvi sam-
bandi.
Ég vil sérstaklega geta þess, að
svona söfn eru lika starfandi I
Osló og Stokkhólmi. Þá eru i lönd-
unum þrem einnig starfandi á-
hugafélög um verkalýðssögu er
gefa út árbækur, fréttabréf,
heimildasöfn og ritgerðir. Þátt-
takan i þessum félögum og
„seminörum” þeirra sýnir að á-
huginn á verkalýössögu fer stöð-
ugt vaxandi.
Var öllum heimil afnot af þess-
um skjölum?
Já svo sannarlega. Það er eitt-
hvað annað en hér á landi þar
sem erfitt er að fá aðgang að
ýmsum mikilvægum gögnum,
þar aö þau ýmist eru glötuð eða
geymd i óaögengilegum kjallara-
kompum ellegar lokuð inni hjá
viökomandi flokkum. Þarna fær
hver sem er aðgang að öllum
gögnum safnsins. Fáeinir aðilar
setja þaö skilyrði aö sótt sé um
afnotarétt, en þeir sögðu mér að
slikri umsókn hafi aldrei verið
hafnaö. Þarna fær hver sem er
aðgang að skjölum Socialdemo-
krataflokksins og Alþýöusam-
bandsins fram til 1958 og menn
gætu fengiö nýrri gögn en notkun
þeirra er þeim erfiðleika háö að
eftir er að flokka þau skjöl. Þá
eru þarna öll skjöl danska SF
flokksins fram til 1975, öll gögn
flokks Vinstri-sósialista til 1976
svo eitthvað sé nefnt. Það er aö-
eins danski Kommúnistaflokkur-
inn sem ekki hefur afhent sin
gögn. Þó eru á safninu einhver
gögn frá DKP, m.a. einkasafn
Axel Larsens sem m.a. snerta
veru hans i kommúnistaflokkn-
um. Það er þvi óhætt að segja að
danska verkalý&shreyfingin ótt-
ast ekki sina eigin sögu og vill allt
fyrir þá aðila gera sem sinna vilja
sögu danskrar verkalýðsbaráttu.
Var mikið efni i þessum skjala-
söfnum er snerti islenska verka-
lýðshreyfingu?
Já, það var öllu meira en ég átti
von á. Það var mitt fyrsta verk að
gera yfirlit yfir þau skjöl er
snertu ísland og athuga megin-
innihald þeirra. Er ég hafði kann-
að þetta magn heimilda hófst ég
handa við úrvinnslu. Ég hafði áð-
ur en ég fór út sett mér að kanna
sérstaklega sendiför ólafs Frið-
rikssonar ritstjóra Alþýöublaðs-
ins til Hafnar vorið 1918 vegna
sambandsmálsins. Þessi sendiför
var jafnframt upphaf beins sam-
bands milli Alþýðuflokksins
og Socialdemokrataflokksins
danska. Þetta var forvitnilegt
efni þvi sambandsmálið ógnaði
að vissu leyti einingu Alþýðu-
flokksins sem byggði á stétta-
stjórnmálum, en sambandsmálið
var arfur frá sjálfstæðismálun-
um. Ég kannaði sérstaklega hlut
ritstjóra Socialdemokrtaen, F.J.
Borgbjergs, i viðræðunum i
Reykjavik um sumarið og áhrif
hans á þá afstöðu Alþýðuflokksins
að lýsa fylgi við sameiginlegan
þegnrétt. Um þetta tókst mér að
afla mikilla gagna og skrifaði ég
alllanga ritgerð um þetta efni.
Þá vann ég einnig að þvi að
kanna hugmyndafræðileg áhrif
danskra jafnaöarmanna á stefnu-
mótun íslenskra_jafjnaðarmanna
1915-1922. Þar er um að ræða
fyrstu stefnuskrár Islenskra jafn-
aðarmanna og báru þær mörg
einkenni frá danska socialdemo-
krataflokknum, einkum þær sem
Ólafur Friðriksson var aðalhöf-
undur að.
Áður en ég fór út hafði ég gert
mér vonir um aö finna bréf og
skýrslur er vörpuöu ljósi á ein-
staka stjórnmálaatburði heima
og ágreining Alþýðusambands-
forystunnar við kommúnista eftir
1921. Eiginlega varö ég fyrir
nokkrum vonbirgðum hvað það
snerti. Aö visu fann ég gagnmerk
bréf frá Jóni Baldvinssyni forseta
ASÍ til Th. Staunings leiðtoga
danskra Socialdemokrata og for-
sætisráðherra. Þar gerði Jón á
athyglisverðan hátt skil atburð-
um eins og Islandsbankamálinu,
Stóru bombunni, Garnaslagnum,
þingrofinu, stofnun kommúnista-
flokksins o.fl. Jón virðist hafa
verið I góðu vinfengi við Stauning
persónulega eftir 1926 og varpa
bréfaskipti þeirra skýru ljósi á
hinn merka stjórnmálaferil Jóns
Baldvinssonar sem þvi miður
hafa alls ekki verið gerð þau skil I
islenskri sögu sem sllkum stjórn-
málaleiðtoga sæmir. Það væri
svo sannarlega verðugt verkefni
fyrir Alþýðusamband og Alþýöu-
flokkinn að sjá til þess að saga
hans verði skráö meðan þeir eru
enn á llfi sem muna baráttu hans
og þekktu hann persónulega.
En ég fann tiltölulega litiö af
skýrslum er skilgreindu stjórn-
málaástandið á tslandi og stöðu
verkalýðshreyfingarinnar. Einn-
ig fór lítið fyrir lýsing-
um á kjarabaráttu og stéttaá-
tökum. Eflaust hefði ég fundiö
slikt efni ef ég heföi blaöað I mál-
gögnum verkalýðshreyfingarinn-
ar en til þess vannst ekki tlmi. En
allmikiö efni var um stjórnmála-
ágreininginn innan verkalýðs-
hreyfingarinnar á þriðja ára-
tugnum. Ég hafði fyrir tveim ár-
um samið yfirlit um þennan á-
greining milli socialdemokrata
og kommúnista I jafnaðarfélög-
unum I Reykjavlk 1921—30 og
fékk nú ýmsar heimildir er gáfu
mér skýrari mynd af þesssum
innanflokksdeilum. Hef ég sett
mér að gera þvl efni rækileg skil I
fræðilegri ritgerö við fyrstu hent-
ugleika.
Um hvaö fjölluðu þá bréfa-
skiptin milli Alþýðuflokksins og
danska Socialdemokrataflokks-
ins?
Það er von aö þú spyrjir, þvi
mig hafði ekki órað fyrir að þegar
á árunum 1919—28 hefði fjár-
stuöningur við íslenska Alþýðu-
flokkinn verið kominn til sögunn-
ar Að vísu vissi ég að danski
flokkurinn hefði styrkt Alþýðu-
flokkinn til að hefja útgáfu Al-
þýðublaðsins áriö 1919. Þá sendi
Stauning 15.000 kr. ávlsun til ts-
lands. Ég vil taka það fram að ég
tel það ofur eðlilegt og i samræmi
við alþjóðahyggju verkalýðsins
aö bræöraflokkar styðji hvor ann-
an og þá einkum að þeir sterku
styðji veikari flokka eða flokka er
sæta ofsóknum i heimalandi slnu.
Þetta geröu bæði Socialdemo-
krataflokkar og Kommúnista-
flokkar á þessum árum. Þannig
var I þessu tilviki að danski Soci-
aldemokrataflokkurinn var að
stuðla að landnámi sósialiskra
hugmynda á tslandi. En I mínum
augum verður þessi fjárhagsfyr-
irgreiðsla fyrst alvarleg þegar
hún fer að ráða stefnu móttak-
enda. Ég varð mjög undrandi aö
sjá, að stór hluti bréfanna milli
þessara flokka voru bréf er
snertu fjárstuðning. Þannig fékk
Alþýðuflokkurinn 5.000 kr. styrk I
kosningasjóð 1923, en þá var
timakaup islenskra verkamanna
ÆSKULÝÐSBLAÐ
ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
----------------m—
i húsi Jóns Sigurössonar hafa margir fræöimenn fengiö aö
dvelja i fræðimannsibúð og afla heimilda um íslenska sögu.
Mikfl bréfaskipti milli
danskra og íslenskra
sósíaldemókrata
varðveitt
í Kaupmannahöfn
um 1.20 kr. En þessi styrkur var
bundinn þvi skilyrði að danski
Socialdemokrataflokkurinn væri
ekki að styrkja áróður þeirra er
ynnu að sundrungu verkalýös-
hreyfingarinnar þ.e. kommúnista
sem danskir socialistar áttu einn-
ig I höggi við. Varð Jón Baldvins-
son að lýsa þvl yfir að kosninga-
baráttan yrði háð á sosialdemo-
kratlskum grundvelli bæði I ræðu
og riti. Danir höföu spurnir af tlð-
um Moskvuferðum ólafs Frið-
rikssonar og voru þvi hræddir um
of mikil Itök þeirra I islenska Al-
þýðuflokknum. Þurfti forysta Al-
þýðuflokksins oft að gera grein
fyrir sambúð socialdemokrata og
kommúnista I Alþýðuflokknum
áður en von væri til að fjárstuðn-
ingur fengist. T.d. fékk Alþýöu-
flokkurinn engan styrk 1924 til
1926 vegna frétta erlendis um
vaxandi áhrif kommúnista I Al-
þýðuflokknum. Það var ekki fyrr
en forysta Alþýðuflokksins lét
til skarar skrlða gegn komm-
únistum á Alþýðusambands-
þingi 1926 og útilokaði fé-
lag þeirra, Jafnaöarmannafélag-
ið Spörtu, og ASt gekk I Al-
þjóðasamband sósialista aö for-
ystunni tókst að afmá allar grun-
semdir erlendis um áhrif komm-
únista. Þá lét llka danski Social-
demokrataflokkurinn til skarar
skrlða, skipulagöi fjársöfnun I
Socialdemokrataflokknum ellefu
landa og I verkalýösfélögunum I
Danmörku til stuðnings islenska
Alþýðuflokknum. Út úr þeirri
söfnun fékkst dágóð upphæð er
bjargaöi fyrirtækjum flokksins út
úr skuldasúpunni. En aðgerðin
1926 varð til þess að magna á-
greininginn innan verkalýðs-
hreyfingarinnar. Eftir heimildum
að dæma mun Alþýðuflokkurinn
hafa fengið rúmlega 60.000 kr á
tlmabilinu 1919—1928, sem er ekki
svo litil upphæð, þegar á þaö er
litið að tlmakaupið var á þeim
tíma, 1.00 til 1.20 kr. Þegar ég
varð þess visari aö fjármálin
skipuðu öndvegið i þessum bréfa-
skiptum og að fjárhagsfyrir-
greiðslan hafði áhrif á sambúð
hægri og vinstri armsins, þá
samdi ég yfirlit yfir fýrirgreiðsl-
una og áhrif hennar á stjórnmála-
ágreininginn.
Telur þú dönsku áhrifin á is-
lensku verkalýðshrey finguna
hafa veriö mjög mikil fram til
1930?
Þar sem ég hef ekki lokið rann-
sókn minni, né gert samanburö
við önnur lönd, þá vil ég ekki full-
yrða of mikið. En rétt er að hafa i
huga að á þessum árum voru
tengsl tslendinga viö Kaup-
mannahöfn mikil og löndin i kon-
ungssambandi. Þvi verða tengsl
Islenskrar verkalýöshreyfingar
likiega mest við þá dönsku og
þangað er sótt margvlsleg
reynsla. Þar fá islenskir jafnað-
armenn m.a. fyrirmyndina að
tryggingalöggjöf, ýmsum nýjung-
um I félagsstarfi og danskir soci-
aldemokratar miðla miklum upp-
lýsingum um verkalýösmál til
flokksbræðra sinna hér. Þvl
fannst mér eðlilegt að byrja á þvi
að kanna þessi tengsl er ég reyndi
að athuga erlend áhrif á þróun Is-
lensrkar verkalýðshreyfingar
fram til 1930.
Þú sag&ir á&an aö verkalýös-
safniö hef&i aö geyma heimildir
allt fram tii 1958. Lést þú staöar-
numiö viö áriö 1930?
Þegar maður hefur aðeins
þriggja mánaða rannsóknatima
I Höfn, þá er nauösynlegt að af-
marka rannsóknaverkefnið og
þrengja það sem mest. Þvl lagði
ég aðaláherslu á að kanna heim-
ildir fram til 1930. En þar sem ég
hef verið aö kenna sögu verka-
lýðshreyfingarinnar bæði við Fé-
lagsmálaskóla alþýðu og við Há-
skóla Islands og þar fjailað um
söguna fram á okkar dag, þá
reyndi ég að afia einnig heimilda
um tlmabilið eftir 1930.. Ég geri
ráð fyrir að skrifa um þróun
verkaiýðshreyfingarinnar I heild
fyrst fram til 1930, en vonandi
gefst manni slðar tækifæri til aö
rannsaka vel tlmabilin eftir 1930.
En ég taldi rétt að gera mér mynd
af því hvaða heimildir væru til I
Höfn um það tlmabil. Þvi fór ég i
gegnum skjölin allt fram til 1958
skráði yfirlit um innihald og ljós-
ritaði mikið af þeim.
Hvaö fannst þú markveröast i
þessum seinni tima heimildum?
Þar kennir margvislegra
grasa. Margt er þar ritað um
átökin I Alþýöuflokknum 1938 og
stofnun Sósialistaflokksins.
Einnig eru bréf varðandi
lýðveldisstofnunina og siðan
handritamálið. Eftir 1938 er það
fyrst og fremst Stefán Jóh.
Stefánsson sem annast bréfa-
skiptin við danska socialdemó-
krata ogerubréf hans varðveitt i
þessu safni. Eru þau einkum frá
1938 til 1952 er hann var formaöur
Alþýðuflokksins. En þaö kom mér
á óvart að rekast á mörg bréf frá
honum á árunum 1952—54 er
Hannibal Valdimarsson var
formaður þar sem Stefán reynir
að hindra að Alþýöublaðið undir
ritstjórn Hannibals fái fjárstuðn-
ing eða pappirsfyrirgreiðslu.
Gerir Stefán rækilega grein fyrir
átökunum I Alþýðuflokknum og
er þungorður i garð þeirra
Hannibals og Gylfa Þ. eftir að
þeir felldu hann úr formannssæti
Alþýðuflokksins 1952. Setur
Stefán norrænu leiðtogana i mik-
inn vanda, en þeir draga þó frem-
ur taum Stefáns og hans manna
og skjóta fyrirgreiðslum á frest.
Var ég mjöghissa að sjá hvernig
fjárhagsfyrirgreiðslan blandaðist
inn í innanflokksátökin. Einnig
var athyglisvert aö lesa, hve mik-
il afskipti norrænir forystumenn
Socialdemokrataflokka höfðu af
deilunum. Verkalýðsleiðtogar er
sóttu faglegar ráðstefnur á
tslandi sömdu skýrslur um
ágreininginn, sögðu frá viðtölum
við strlðandi aðila og reyndu að
meta pólitiskt gildi atburðanna.
Einn þessara leiðtoga, Kai
Nissen, sem sat Alþýðusam-
bandsþingið 1954 og þing Alþýðu-
flokksins fyrr á sáma ári, lýsir
leiðtogum hægri armsins innan
Alþýðuflokksins m.a. þannig að
„begge brænder af hævntörst”.
Og fram kemur i skýrslunni að
Nissen hefur orðið þess var að
hætt væri við að Gylfi yfirgæfi
flokkinn ef Hannibal yrði þegar i
stað rekinn.
Hans Rasmussen „den stærke
smed” formaður sambands
danskra málmiðnaðarmanna var
sumarið 1954 á þingi norrænna
málmiðnaðarmanna i Reykjavik
og raeridi við þá marga forystu-
menn Alþýðuflokksins. Við
heimkomuna samdi hann skýrslu
og taldi nauðsynlegt að fé yrði
veitt til að gera Alþýðuflokknum
kreift að hafa erindrekstur og
öflugan áróður I kosningum til
Alþýðusambandsþings um haust-
ið. Fyrrnefndur Kai Nissen sat
þing Alþýðuflokksins i september
1954 og komst ásamt norömann-
inum Rolf Gerhardsen að sömu
niðurstöðu og fékk Alþýðuflokk-
urinn fjárstuðning frá danska og
norska flokknum til að vinna gegn
brölti kommúnista og Hannibals
(sem þá haföilátið af formennsku
i Alþýðuflokknum en stefndi að
forsetastóli hjá ASt með stuðningi
„kommúnista”). Varþað fésiðan
notað I kosningabaráttunni til
ASl-þings haustið 1954, en dugði
ekki til að hindra „valdatöku
Hannibals”. En afskipti
norrænna sociademokrata af
flokksdeilunum innan Alþýöu-
flokksins 1952—55 sýna vel hið
nána samband sem er milli
norrænu socialdemokrataflokk-
anna. Samstarf við svonefnda
kommúnista viröist eftir bréfun-
um að dæma vera eitur i beinum
norrænu leiötoganna, enda þessi
bréf skrifuð i miðju kalda striðinu
og Hannibal átti þvi ekki upp á
pallborðið hjá þeim. And-
kommúnismi viröist einnig allan
timann vera forsenda styrkveit-
inga.
En er mikið skrifað um fjár-
hagsstuöning i þessum seinni
tima heimildum?
Ekki eins mikið og á árunum
1919—1928, enda eru beiðnir um
fjárstyrk að likindum teknar upp
og ræddar á norrænum sam-
starfsfundum, sem urðu regluleg-
ir með þátttöku Islendinga eftir
að flugsamgöngur bötnuðu. Þau
gögn sá ég ekki, þó minnst sé á
fjárbeiðniAlþýöuflokksinsá þeim
fundum i öðrum bréfum. En án
tegund fjárstuðningsins kom mér
svo sannarlega á óvart.
Fyrrgreindur fulltrúi á ASI-þingi
1954 Kai Nissen samdi „Referat
af samtalemed den amerikanske
arbejderattache Godtfredsen” i
júni' 1954. Þessi „verkalýðsmála-
sendifuiltrúi” Bandarikjanna var
þá nýkominn úr tveggja mánaðar
dvöl á Islandi. Hann hafði áður,
árið 1952, dvaiiö á Islandi og er
samkvæmt þessari skýrslu vel að
sér um átökin innan Alþýðusam-
bandsins milli „iýðræðisflokk-
anna” og „kommúnista”. I
skýrslunni um viðtal Kai Nissen
við Godtfredsen segir m.a.:
„Godfredsen hefur við fyrri
heimsókn til islands fyrir tveim
árum útvegað Marshall-peninga,
þannig að hægt væri að senda út
minniháttar fréttablað frá
Alþýðusambandinu og þessihjálp
virkarenn (1954).Godtfredsen sá
einnig svo um, að „Þrælabúðir
Stalins” voru prentaðar og
sendar út rétt fyrir Alþýðusam-
bandsþing fyrir tveim árum.
Hann kannar nú möguleikana á
að veita stuðning i gegnum
„produktivitetsudvaig” (hvað
sem það hefur verið) sem nýlega
hefur verið stofnað, þannig að á
þann hátt verði mögulegt að veita
upplýsingar, sem mikil þörf er á
til að koma kommúnistunum á
undahald.”
Ég get ekki skiliö þessa skýrslu
á annan veg en þann að fréttabréf
Álþýðusambandsins, er það laut
stjórn „lýðræðisflokkanna”, hafi
verið kostað af Marshallfé, þaö er
úr Mótvirðisjóði. Sama gildir um
bæklinginn „Þrælabúðir Stalins”
sem sýna átti fulltrúum á ASI-
þingi 1952 „hiö rétta andlit
kommúnista”.
I sömu skýrslu er rætt um
möguleikana á því að Alþjóða-
samband frjálsra verkalýðs-
félaga veitti einhvers konar
stuðning til að hindra „valdatöku
kommúnista” i ASI 1954, en siðar
i annarri skýrslu er sagt að likur
bendi til að ASt verði rekið úr
alþjóðasambandinu ef það „lúti
kommúniskri forystu” eftir
ASt-þing 1956. Annars er mikinn
fróðleik að finna um stöðuverka-
lýðshreyfingarinnar i skýrslum
norrænna áheyrnarfulltrúa á ASt-
og Alþýðuflokksþingum og
virðast þessir fuiltrúar temja sér
mjög samviskusamlega skýrslu-
gerð um þing sem þeir sitja.
Aö iokum ólafur. Finnst þér
ekki óeðlilegt að sagnfræðingar
séu aö hnýsast I trúnaðarskjöl
stjórnmálaflokka frá árunum eft-
ir strið?
Svona spyr aðeins islenskur
blaðamaður! Erlendis gildir viöa
súregla að söguleg gögn sem náð
hafa 20 ára aldri séu öllum
heimil. Þannig ert.d. um opinber
skjöl Bandarikjastjórnar. Þess
vegna birtust bandarisku leyni-
skýrslurnar i fyrra um inngöng-
una i Nato og komu hersins. Þetta
tel ég vera hina eðlilegu reglu um
aðgang aðsögulegumheimildum.
Við tslendingar þurfum aö fara
aðátta okkur á þvi að við erum nú
komin inn á siðasta aldarf jórðung
tuttugustu aldar og atburðir
kaldastrlðsáranna eru vinsælt
rannsóknarefni fyrir fræðimenn.
Þvf miður eru rannsóknir á
islenskri verkalýðssögu svo
skammt á veg komnar, að enn
verður þess liklega nokkuð langt
að blða að farið verði að gera
heildarúttekt á sögu Islenskrar
verkalýðshreyfingar eftir seinni
heimsstyrjöldina. En fyrst ég
minnist á rannsóknir á islenskri
verkalýðssögu þá vil ég i lokin
leggja áherslu á að ein höfuð
forsenda sagnfrææðilegrar
rannsóknar er að sögulegum
heimildum sé forðað frá glötun. I
þeim efnum eigum við mikið
ólært. Það er brýnt verkefni að
gera þann visi að verkalýðssögu-
safni sem MFA hefur komið á fót
aö raunverulegusafni. Til þess aö
svo megi verða þarf bæði hið
opinbera að ljá sliku fyrirtæki lið
og verkalýðshreyfingin bæði hin
faglega hreyfing og verkalýðs-
flokkarnir, að sýna sögu islenskr
ar verkalýðsbaráttu meiri
ræktarsemi en til þessa. t þvi efni
mætti verkalýðshreyfingin taka
Samvinnuhreyfinguna sér til
fyrirmyndar, sem nú hefur komið
á fót sögulegu skjalasafni og
lætur semja sögu Sambandsins
Ef Verkalýöshreyfingin vanrækir
þessaskyldu við þá sem gert hafa
hana aö þjó&félagslegu afli, þá er
hætt við aö hlutur verkalýös
stéttarinnar I islenskri þjóöar
sögu 20. aldar veröi ekki metinn
aö veröleikum.
— ekh
I
I
I
I
I
I
|