Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN ÆSKULÝÐSBLAÐ þrjár gáðar /> Electrolux Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.0 rúmm/min.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn i hjólið. Vegur aðeins 7 kg. og er með 6 m. langa snúru. z.mi Kraftmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.) liún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregst inn i hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykið dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg- ur 7 kg og er með 6 m langa snúru. Verð kr. 67.500,- Z./ttif Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft (loftflæði 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru. Verð aðeins kr. 52.500,- V 3VI Vörumarkaðurinn hf. ÁRMULA 1A — SIMI 86117 | Electrolux | / „Eg er ekki með stjömuna í maganum” „Nei, andskotinn, ég er ekki meðstjörnuna i maganum,” seg- ir Hanna M. Karlsdóttir, nemandi f 4. bekk Leiklistarskólans, við spurningu Þjóðviljans um draumahlutverk og stjörnuleik. — Aðalatriðið er ekki að baða sig í stjörnuleik, heldur að vinna i samvinnu við aðra leikara og starfsfólk leikhúss. En megin- vandamáliö verður náttúrulega að fá atvinnu þegar skólanum lýkur. — Eru atvinnumöguleikarnir litlir ? — Eins og ástandið er núna eru helstu möguleikarnir á vinnu við uppsetningu úti á landi eða við kennslu. — llvað með frjálsan leikhóp? — Frjálsir leikhópar kostar sjálfstæða vinnu, peninga og mikla fórnarlund. Eins og fjár- veitingarmálum er komið i augnablikinu er i raun og veru engin starfsgrundvöllur fyrir frjálsa leikhópa. Hins vegar held ég að flesta úr þessum skóla langi eitthvað annað en inn á leikhús- stofnanirnar. — Gætir þú hugsað þér aðra at- vinnu? — Nei. Ég vann einusinni á skrif- stofu. Guð minn almáttugur. það geri ég aldrei aftur. Leiklistin er það eina sem ég gæti hugsað mér. — Hafðir þú einhverjar ákveðn- ar hugmyndir um leiklist áður en þú komst i skólann? — Þær voru nú ákaflega tak- markaðar. Maður byrjaðiað fikta við leiklist hérna áður fyrr, án þess að gera sér grein fyrir þeirri vinnu og einbeittni sem felst i leik. Maður var eins konar áhorf- andi út i bæ og vissi mun minna. „Hér verslar fólk sem á peninga” Uppi á lofti i verslun Karnabæj- ar við Austurstræti hittum við Svölu Ilaukdal, afgreiðsiustúiku. Hún hefur unnið hjá Karnabæ i 3 ár og unir sér vel. Auk afgreiðsiu- starfsins hefur hún verið sýning- ardama á tiskusýningum. Við spyrjum hana fyrst, hvaða ald- ursflokkur versli einna helst i Karnabæ. 1 þessari deild, — Garbó-deild- inni — verslar aðallega eldra fólk. Þ.e.a.s. deildin var opnuð tii að þjóna miðaldra fólki og eldra, sem vil klæða sig fallega. Karna- bær hefur ekki áður haft föt fyrir þá, sem eru ekki eins og táningar i vexti, og þessi deild var sem sagt sett á laggirnar til að brúa bilið. Fáanlegir aukahlutir 1 ■ Hakkavél 2. Pylsufyllir 3. Grænmetis- og ávaxtakvorn 4. Sítrónupressa 5. Grænmetis-og ávaxtajárn 6. Stálskál 7. Ávaxtapressa 8. Dósahnifur 3 mismunandi litir Fáanlegiraukahlutir 9. Grænmetis-og ávaxtarifjárn 10. Kaffikvörn 11. Hraógengt grænmetis- og ávaxtajárn 12. Baunahnífur og afhýóari 13. Þrýstisigti 14. Rjómavél 15. Kartöfluafhýóari 16. Hetta Hér er ein lítil systir..... CHEFETTE ....oghér er önnur MINI KENWOOD HEKLA HF. Luugavegi 170-172,- Simi 21240 — Hvernig finnst þér íslend- ingar klæða sig? — Það fer mikiö eftir hvaö þeir gera. Fólk i skóla hefur t.d. ekki efni á aö klæða sig vel. En á heild- ina litið er fólk huggulega kiætt. Flestir eru hreinir og vel til fara. Fólk, sem er illa til fara, rifið, slitið og skitugt: það er það versta, sem ég sé. Maður þarf ekki að vera svo finn, það er t.d. hægt að vera vel til fara i bættum fötum. — Hverjir versla hér? — Hér verslar fólk, sem á pen- inga, og sem vill fá eitthvað end- ingargott. Föt, sem fara ekki úr tisku, heldur ganga gegnum árin. — Hvernig á fólk. að fylgjast með tiskunni? — Það hefur alla möguleika. T.d fjölmiðlana. Oft eru þættir i sjónvarpinu frá tiskusýningum. Blöðin flytja lika frétttir af þvi nýjasta. — Hvernig finnst þér að vera tiskusýningarstúlka ? — Fint, en það er bara „hobbi”. Samt er nóg að gera. Mikið um tískusýningar. Þær eru haldnar viða á islandi. Ég hef verið þessu allt frá iðnsýningunni ’76. — Er tiskan nauðsynleg? — Já. Fólk á að hafa sitt á- hugamál. Tiskan er eitt slikt. Kostar ekki mikið að tolla i tiskunni? — Stúlka, sem vill fylgjast meö tiskunni, þarf á mörgu að halda. Hún þarf góðan kjól, bux- ur, skyrtu, skó, einnig stigvél. Hún gæti hæglega farið meö 100 þúsund á mánuöi. Það væri alls ekki mikiö. — Hvað með karlatiskuna? — Karlmenn eru heppnari, þvi að herrafötin hafa breyst svo lít- Hanna M. Karlsdóttir. Þegar við byrjuðum með SAL-skólann byrjuðu linurnar að skýrast. — Hafið þið fylgt einhverri póli- tiskri linu? — Nei. Skólinn he.fur ekki byggt grundvöll sinn á neinu pólitisku hugmyndakerfi. Við höfum notað það sem við töldum brúklegt hverju sinni., en það hefur aldrei rikt nein stjórnmálaleg einstefna við skólann. —IM Svaia Haukdal. ið. Ég byrjaði, að vinna i Bóna- parte, og siðan hefur þetta litið breyst: ein klauf, tvær, stungið eða rykkt berustykki, og þess- háttar. En tiskan hefur ekkert breyst i heild. — Á karlatiskan að vera fjöl- breyttari? — Já, þaö á að gera jafn mikið fyrir herra og dömur. Nú er það þannig, að helstu tiskufyrirtækin útieru rekin af karlmönnum. Það *eru karlmenn, sem ráða tiskunni. Þeir hafa náttúrulega komið með ýmislegt nýtt fyrir karlmenn lika, en ef karlmenn ættu að klæöast þvi hérna, mundu allir halda að þeir væru öfugir. — Nú eru ýmsir kvennahópar á móti tiskufyrirbærinu eins og t.d. rauðsokkar. —Ég hef ekkert álit á rauðsokk- um Hef ekki myndað mér neinar skoðanir um þá hreyfingu. Starf- semi þeirra er öfgafull. — Hvað um stöðu kvenmanns- ins i þjóðfélaginu? — Sem slik kvarta ég ekki. Ég hef það eins og ég vil hafa það. Geri allt, sem ég vil. — En giftar konur? — Mér finnst að þær geti yfir- leitt gert þaö, sem þær vilja. Þær geta veitt sér flest. Aðstaðan i bænum er góð i sambandi við dagvistun og þaö er hægt að koma börnum fyrir á einkaheimilum. En mér list illa á, hve fólksfjölg- unin er litil hér á Islandi. Annars er alltaf verið að tala um hve sú kona eigi bágt, sem verður aö vera heimavinnandi. Það er nú þannig, að sumar vilja vera heima og hugsa um heimilið. Og svo er þaö einnig venjulegt viðhorf, að sá sem ekki á mann og börn, geti alltaf leyft sér allt. Þetta er ekki rétt. Þó ég sé ógift og barnlaus, þá er ég með mitt heimili og þarf lika að halda þvi i horfinu. _im

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.