Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 5
ÆSKULÝÐSBLAÐ ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA S Rætt viö Magnús Kjartansson um innlimunar- stefnu Bandaríkjanna Magnus Kjartansson Hingaó hafa hermangsflokkarnir sott ráö og gefió upplysingar. Mynd tekin a Keflavikurvelli í mai 1978. Gera átti Island að einni samfelldri herstöð Magnús Kjartansson verður aðalræðumaðurinn á útifundi i lok Keflavikurgöngu á laugardaginn. Magnús hóf störf við Þjóðviljann um það leyti sem bandarisk ásælni tók að magnast i lok siðari heims- styrjaldar. í þessu viðtali drepur Magnús á mörg atvik tengd bandariskri ásælni á Islandi, en fyrst var hann spurður um upphaf afskipta hans að stjórnmálum. Herfflegasta niðuriægingarskeiðið var 1951-56 — Þaö var krafan um 99 ára hersetu sem olli þvi aö ég hóf af- skipti af pólitik. Ég er alinn upp á pólitisku heimili og segja má aö éghafidrukkiö f mig almennsósi- alfsk viöhorf meö móöurmjólk- inni, en ég haföi aldrei hugsaö mér aö skipta mér á virkan hátt af stjórnmálum. Þegar þessi ó- sköp dundu yfir 1945, aö Banda- rikjastjórn bar fram kröfur um þrjár herstöövar til 99 ára, orkaöi þaö á mig eins og reiöarslag og ég fór aö skipta mér af stjórnmálum á virkan hátt. Þessi barátta sem ég hef tekiö þátt í hefur staöiö aldarþriöjung og þar hafa oröiö ákaflega mikil og afdrifarik átök. Alvarlegasta timabiliö I sambandi viö þessa sögu er timinn eftir aö Bandarik- in sendu hingaö herliö ööru sinni 1951 og fram til ársins 1956. Þá virtust allir hernámsflokkarnir leggjast á eitt um þaö aö innlima ísland hreinlega i bandariska stórveldiö. Arið 1951 voru hafnar hér á Islandi áka|flega miklar framkvæmdir á vegum hernáms- liösins. Þúsunduni manna var smalað á Keflavikurflugvöll til starfa og hernám^flokkarnir þrir, Sjálfstæöisflokkurinn, Alþýöu- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn, létu starfsmenn sina gegna njósnaverkefnum I þágu he; námslibsins. Þessir flokkar könn- uöu skoöanir allra þeirra er sóttu um vinnu hjá hernum, — þá var erfitt atvinnuástand, — og ekki aöeins stjórnmálaskoöanir þeirra sem sóttu heldur og aöstandendur þeirra i ýmsa libi. Ég er ekki i nokkrum vafa um að Bandarikin komu sér þá upp spjaldskrá um stjórnmálaskoöanir allra Islend- inga. Ég rakst á staðreyndir sem staöfestu þetta margsinnis. Það kom oft til min fólk sem átti er- indi til Bandarikjanna og sótti um leyfi til að fara þangaö. Þaö fékk þau svör i bandariska sendiráö- inu aö þaö gæti ekki fengið leyfi vegna þess aö bróöir eöa systir, faðir eöa móöir hefðu hættulegar skoðanir. — Voru ekki uppi áform um að auka umsvif bandarlska hersins á tslandi á þessu tímabili, 1951—56? — A þessum árum voru uppi á- form um aö gera Island aö einni samfelldri herstöð fyrir Banda- rikin. Aformað var að koma upp miklum flugvelli á Rangárvöll- um, höfn á suöurströndinni, aöal- lega talaö um Þykkvabæ. Gerö var áætlun um aö sprengja kjarn- orkukafbátalægi inn i Þyril i Hvalfiröi og þaö vár meira' aö segja búiðaðgera samning um aö Njarðvik yrði bandarisk her- skipahöfn. Hernámsflokkarnir þrir stofn- uöu allir sérstök fyrirtæki til þess aö hagnast fjárhagslega á her- náminu. Það voru Sameinaðir verktakar sem Sjálfstæöisflokk- urinn stofnaöi, Framsóknarflokk- urinn stofnaöi fyrirtækiö Regin h.f. og þar var lagt fram fé frá samvinnuhreyfingunni. Ollufé- lagiö var stofnaö i þvi skyni aö græöa á hernáminu, og gróöa- fýsnin var svo mikil aö fariö var út i þjófnaöarstarfsemi og for- ystumenn þess voru dæmdir I hæstarétti fyrir stuld og gjaldeyr- issvik. Alþýðuflokkurinn stofnaöi sin hermangarasamtök lika. A þessum árum kom yfir fjóröi hluti gjaldeyristekna Islendinga frá hernámsliöinu. Þaö var stefnt að þvi aö afkoma Islendinga yröi algerlega háö þessari banda- risku hersetu, hér kæmi upp hlið- stætt ástand og á Möltu, þar sem eru breskar herstöövar sem þjóö- in vill losna viö en hefur ekki efnahagslega möguleika á þvi vegna þess að tekjurnar af her- stööinni eru afar stór hluti af þjóðartekjunum. Þaö var greini- lega stefnt aö þvi að tsland kæm- ist i sömu aðstöðu. — Hvaö viltu segja um barátt- una gegn her i landi á þessu tima- bili? — Baráttan gegn þessari herfi- legu niðurlægingu bar I fyrsta skipti verulegan árangur i kosn- ingunum 1956. Þá voru tveir af hernámsflokkunum orðnir hræddir, Framsóknarflokkurinn og Alþýöuflokkurinn, og þeir lýstu yfir þvi að þeir væru reiöu- búnir til þess aö gera ráöstafanir til aö takmarka umsvif hersins og láta herstöðina vikja. Kosning- arnar 1956snerust fyrst og fremst um þetta, og meirihluti þjóðar- innar studdi þá flokka sem lýstu þvi yfir, mismunandi greinilega þó, aö þeir vildu losa Island und- an þessari herstöð. Þetta fyrir- heit var svikiö af Framsóknar- flokknum og Alþýöuflokknum. Súezdeilan og innrásin i Ung- verjaland voru notuö sem tilefni til þess, en engu aö siður uröu þessar kosningar til þess aö „Ég er ekki i nokkr- um vafa um að Banda- ríkin komu sér þá upp spjaldskrá um stjórn- málaskoðanir allra Islendinga." // Hernámsf lokkarnir þrír stofnuðu allir sér- stök fyrirtæki til þess að hagnast fjárhags- lega á hernáminu." //Einn daginn fyltist st jórnarráðið við Lækartorg, skrifstofa forsætisráðherrans/ Ólafs Jóhannessonar, af karlmönnum í væn- um holdum og fötum úr góðum efnum, sem hótuðu forsætisráð- herra öllu illu." Bandarikjamenn óttuðust um stöðu sina og breyttu áformum sinum.komu upp þessu mikla vig- búnaöarkerfi, sem ætlunin var að hafa á Islandi, á Grænlandi i staö- inn. Sú veigamikla breyting varð, að þar sem áöur haföi meira en fjóröi hluti af gjaldeyristekjum þjóöarinnar komiö frá hernáms- liðinu, sökk þaö hlutfall niöur fyr- ir 5% og hefur haldist svo siðan. Þetta var þvi ákaflega veigamik- ill árangur. Ég tók þá ákvörðun aö taka þátt i stjórnmálum, eins og ég sagöi áöan, einvöröúngu vegna þessar- ar bandarisku ásæini, og hún het- ur alltaf veriö efst I huga minum. Þaö sem ég hef reynt aö vinna aö, hefur haft þann tilgang aö sanna^ aö tslendingar gætu starfrækt þjóöfélag sitt án þess að vera háö- ir erlendu stórveldi. Viö værum menn til þess aö hafa islenskt þjóðfélag, sem héldi til jafns viö önnur á sviöi efnahagsmála, menningarmála og öllum öörum sviöum, án þess aö þurfa aö sækja tekjur sinar til herstöðvar. A þessu sviöi hefur okkur oröiö á- kaflega mikiö ágegnt. Ég hygg aö nú sé varla nokkur maöur sem gerir sér þaö ekki ljóst aö viö megnum þetta, tslendingar. Við getum tryggt hér ámóta góö lifs- kjör og ámóta mikla möguleika og i öörum og miklu stærri þjóöfé- lögum. Þar ab auki getum viö haft miklu mannlegra þjóðfélag heldur en þar sem fjölmenniö er meira. — Nú hafa sósialistar tvívegis setiö I vinstri stjórnum sem svikib hafa fyrirheit um brottför hers- ins. i- — Já, þaö er rétt. Það var ein af forsendum vinstri stjórnarinn- ar 1956—58aö herinn ætti aö fara. En þaö fyrirheit var svikiö m.a. vegna óvæntra alþjóðlegra at- burða. Siöari vinstri stjórnin haföi þaö enn ofar á blaði aö her- inn skyldi vikja og þaö var aö lok- um gert samkomulag um það viö hina stjórnarflokkana, hvernig þessum brottflutningi skyldi hag- aö I öllum atriöum. Siöan geröust þau tiðindi, sem eru mér ákaflega minnisstæö. Einn daginn fyltist stjórnarráöiö við Lækjartorg, skrifstofa forsætisráöherrans, Ólafs Jóhannessonar, af karl- mönnum I vænum holdum og i fötum úr góöum efnum, sem hot- uðu forsætisráðherra öllu illu, ef staöiö yröi við þaö samkomulag sem gert haföi verib innan rikis- stjórnarinnar. Þetta voru her- mangararnir i Framsóknar- flokknum, þeir sem eiga hluta- bréf i Regin h.f. og Oliufélaginu h.f. Þeir hótuöu ólafi Jóhannes- syni öllu illu. Og þeir geröu meira. Þeir gerðu bandalag viö félaga sina, hermangarana i Sjálfstæðisflokknum og Alþýöu- flokknum um aö hefja undir- skriftasöfnun þess efnis að þjóöin skyldi lúta erlendri hersetu um alla framtiö. Þetta sýndi aö hags- munaaöilar i þessum flokkum lita á einkagróða sinn sem miklu stærra atriði en sjálfstæöi Islend- inga. Þær raddir hafa heyrst aö þetta séu viöskipti sem tslendingar hagnist á; aö vinna i þágu Banda- rikjanna hér. Þaö er vissulega rétt að á þessu hagnast vissir einkaaöilar, m .a. eru öll fyrirtæki núverandi forsætisráðherra, Geirs Hallgrimssonar, i Samein- uðum verktökum. Það er enginn aðili sem hefur jafn öruggan gróða og hermaixgararnir á Keflavikurflugvelli, enda hafa þeir veriö i vandræöum með aö koma fjármunum sinum i lóg. Þaö eru þessir hagsmunaaöilar sem aö vilja hafa hersetu hér, en I eðli sinu er þessi vinna i þágu her- námsliösins lélegustu viðskipti sem Islendingar geta átt, þvi ver- iö er að selja vinnuafl sem hrá- efni. Þab eru lélegustu viöskipti sem til eru. Siögæðið hjá þessum mönnum má marka af þvi, aö Einar Agústsson var utanrikisráöherra i þeirri rikisstjórn sem ákvaö aö herinn skyldi fara. Hann heldur áfram sem utanrikisráöherra i þessari rikisstjórn, sem vinnur aö þvi aö magna hermangið, og hef- ur nýlega veriö að hæla sér af þvi aö hafa gert samning um stór- auknar framkvæmdir á Keflavik- urflugvelli til þess að gróðasam- tök hernámsflokkanna geti fengiö meiri peninga. — Hvaö meö baráttuna gegn hersetunni i dag? — Baráttan gegn innlimunar- stefnu Bandarikjann hefur alltaf veriö efst i huga minum. Barátt- an gegn þessum hugmyndum Bandarikjanna hefur veriö háö á margbreytilegan hátt. Réttilega hefur verið lagt kapp á þaö aö fá sem almennasta þátttöku fólksins i landinu i þessari baráttu. Ein leiðin til þess hefur verið mót- mælagöngur sem hafa farið fram um 20 ára skeiö. Þær hafa haft mjög mikil áhrif. Mér er þaö mik- ið fagnaöarefni aö þaö hefur allt- af farið fram endurnýjun i þess- ari baráttu og það er ungt fólk sem ber hana uppi núna. Við þurfum aö setja okkur þaö mark og hvika aldrei frá þvi, að Island á að vera algerlega óháð öörum rikjum, þaö er sterkasta framlag okkar til allra þeirra þjóöa i heiminum, sem veröa enn aö una erlendri hersetu, ýmist Banda- rikjanna eöa Rússa. Viö leggjum fram skerf okkar i þeirri baráttu meö þvi að gera Island alfrjálst land, án erlendra herstööva. Þaö getur orðiö öörum þjóöum mikið fordæmi, ef fslenska smáþjóöin hefur dug og samstööu til þess aö hreinsa landiö af erlendum her- stöðvum. Það gæti vakiö mikla hreyfingu annarsstaöar, þar sem hliðstæöir atburðir þurfa að ger- ast. Ég held aö þetta sé öflugasta framlag okkar Islendinga til þeirrar alþjóöahyggju sem hefur alltaf veriö rauöi þráöurinn i bar- áttu sósialista um heim allan. ELDHUS OG KLÆÐASKAPAR Auðbrekku 53, Kópavogi. Sími 43820. Filu skáparnir eru vandaöir. fallegir. odyrir og henta hvar sem er. Fifuskáparnireru islensk framleiösla. Þeir fást i þrem viöartegundum, hnotu. alm og antikeik. Haröplast a boröplötur i mörgum fallegum litum allt eftir yöar eigin vali. Komiö og skoöiö. kynniö ykkur okkar hagstæöa verö. Latiö okkur teikna og faiö tilboö. Fifa er fundin lausn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.