Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 25
ÆSKULÝÐSBLAÐ
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 25
Hefur mestan áhuga
á kvikmyndagerð
1 ölgerðinni Agli Skallagrims-
syni hittum við ungan mann sem
vinnur við að raða flöskum i
„flókna" flöskuþvottavéi. Hann
kvaðst heita Kristinn Kristinsson
og vera 18 ár^ Hann tjáði okkur
að hann væri búinn að vinna
þarna i tvo mánuði.
— Hvernig likar þér starfið?
— Svona þokkalega. Þótt þetta
sé færibandavinna er dálitÚ til-
breyting i þessu sem gerir að
verkum að vinnan er ekki leiöin-
leg.
— Við spurðum Kristin þvi
næst hvernig honum fyndist
skemmtanalifið fyrir ungt fólk i
Reykjavik.
— Aðstaðan fyrir okkur til
skemmtana er hreint Ut sagt
alveg ömurleg og ég held að
reykviskir unglingar hafi mestar
áhyggjur af þvi. Við sem erum 18
ára getum þó komist i Klúbbinn á
fimmtudagskvöldum, en það er
lika það eina. Ástandið er óþol-
andi.
Kristinn Kristinsson
— Er kaupið gott i þessari
vinnu?
— Kaupið er náttúrulega ekki
of hátt.
— Geturðu lifað af þvi?
— Ég bý i foreldrahúsum svo
ég þarf ekki að borga mat og hús-
næði. Kaupið hjá mér fer hins
'vegar allt i bilinn sem ég er að
festa kaup á.
— Helstu áhugamál?
— Fara út að skemmta mér við
þessar frumstæðu aöstæöur, fara
ibióog svo hef ég mikinn áhuga á
kvikmyndagerð.
— Tekurðu kvikmyndir sjálf-
ur?
— Já ég hef gert nokkrar stutt-
ar myndir og mig dreymir um að
geta lagt þessa iðju fyrir mig i
framtiðinni. Hins vegar hef ég
ekki hugsað neitt um h var best er
að læra þetta eða hvernig. Það
mætti koma fram að ég er mjög
óhress með að ekki er hægt að
leggja stund á þessa listgrein hér-
lendis eða fá upplýsingar um
þessi mál. Þ>g-
„Barist er um hverja
stöðu sem losnar”
„Ef ég fer ekki út, skeili ég mér
væntanlega i kennslu”, segir
Birna Bragadóttir sem útskrifast
i vor úr Blásarakennaradeild
Tónlistarskólans i Reykjavik.
Birna hefur lagt stund á flautu-
leik.
— Hvers vegna valdirðu flautu-
leik?
— Ja, eiginlega er ég fædd og
uppalin við músik. Móðir min var
pianóleikari, svo þetta kom allt af
sjálfu sér. Ég býst við að það hafi
haft mikið að segja. Einhvern
veginn varð það þó flautan, sem
sigraði að lokum.
— Og nú tekurðu lokaprófið?
— Já, lokapróf Ur kennaradeild
blásara. Þaðerekki þarmeðsagt
aö ég sé fullnuma sem flautu-
leikari eða einleikari. Kannski
held ég eitthvað áfram hér i
skólanum eða réyni að koma mér
út.
— Er erfitt að komast inná
skóla erlendis?
— Mjög svo. Þetta er eiginlega
happa og glappaaðferðin. Skólar
erlendis eru mjög umsetnir, ekki
sist af flautuleikurum.
— Ef þú ferð ekki I framhalds-
Birna Bragadóttir.
nám erlendis, hvað býður þin þá?
— Maður gæti auövitað alltaf
farið i kennslu. Það er nú einu
sinni braut flestra tónlistar-
manna. Það er miklu meiri eftir-
spurn eftir tónlistarkennurum en
einleikurum.
— Hvað um sinfóniuna?
— Það er nU kannski alveg
lokaður heimur, og sérstaklega
erfitt að komast þar inn. Losni
einhver staða er barist um hana
með kjafti og klóm. Og þar sem
mikið er um flautuleikara segir
það sig sjálft, að samkeppnin
verður enn harðari.
— Hvernig er valið I sin-
fóninuna?
— Það eru hrein próf. ÞU ert
beöin að leika ákveðna kafla úr
verkum ogsvoframvegis. Þaðer
ekkert tillit tekið til menntunar
eöa starfsferils, heldur þess eins
hvað þú getur. Aðeins sá besti að
mati dómnefndar er tekinn inn.
— Dreymir þig um að komast i
sinfóniuna?
— Éghefði ekkertá móti þvi en
ég er nú ekkert byrjuð að hugsa
svo langt ennþá. Ég hef lika
áhuga á kennslu i einhvern tima,
þvi ég tel að það sé mikil þörf á
tónlistarkennslu á Islandi i dag.
—IM
„Svo mamma þurfi ekki
að hreinsa fiskinn”
—Maður fær 30 tonna réttindin,
svokallað pungapróf, og 6 mán-
aða siglingatima út úr þessu,
sagði Jón Ingi Jónsson, úr Kópa-
vogi þegar v'ð spurðum hvort sjó-
vinnvdeildin i Hagaskólanum
g.efi einhver réttindi. . t
Stýrirnannaskólann þarf maoUr
nð hafa verið eitt og hálft til tvö ár
á sjó, en við fáum sex mánuði frá-
dregna af þeim tima og þurfum
þvi ekki nema eins til eins og hálfs
árs siglingatima.
— Hvað lærið þið þarna I sjó-
vinnudeildinni?
— Það er nú hitt og þetta sem
%J~X
viðkemur sjómennsku og fisk-
vinnslu, t.d. siglingafræði og neta-
vinna^svo erum við 8 tima á viku i
vinnu hjá BÚR og fáum þar leið-
beinslu i fiskverkun. Fyrst er
maður settur i móttökuna og svo i
vinnslustöðina. „Þarlærir maður
til dæmis að skera beinin úr fisk-
inum svo mamma þurfi ekki aö
hreinsa ofan i mann fiskinn”,
skaut einhver inn i. Og svo fáum
við lika að kynnast Fiskvinnslu-
skólanum og getum svo fengið
pláss á BÚR togurunum i sumar
ef við viljum, sagði Jón Ingi.
— Þú varst eitthvað að tala um
það áðan að'þú ættir bát. Hvernig
bátur er þaö?
— Það er 78 feta seglbátur sem
ég byggði sjálfur.
Jón Ingi Jónsson
— En þarftu ekki aðuppfylla ein-
hver skilyrði til að mega sigla
bátnum?
— Nei, nei, ekki nema það að
kunna að synda. Þetta er svo litill
bátur. Það er ekki fyrr en þeir eru
komnir i 3-4 tonn að maður þarf
að hafa réttindi.
— Ertu alltaf með hugann við sjó-
Já, alltaf.
-IGG.
NÝTT NÝTT
SKÓDEILD
Ódýrir strigaskór á
alla fjöiskylduna.
Gönguskór, æfinga-
skór o. fl.
Ármúla la Simi 86113
Fífa er fundín lausn
Auðbrekku 53, Kópavogi. Sími 43820.
Fifu skaparnir eru vandaöir. fallegir, ódýrir og henta hvar sem er.
Fifu skaparnir eru islensk framleiósla.
Þeir tast i þrem viöartegundum. hnotu. alm og antikeik.
Haróplast a boröplötur i mörgum fallegum litum allt eftir yöar
eigin vali. Komiö og skoóiö. kynniö ykkur
okkar hagstæóa verö. Latiö okkur teikna og fáió tilboö.
Fita er fundin lausn.