Þjóðviljinn - 09.06.1978, Blaðsíða 16
16. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
ÆSKULVÐSBLAÐ
, ,Markaðslögmál
ráða listsköpun”
„Ég hef hugsað mér að fara I
keraniik, að ioknu undirbúnings-
námi”, segir Hildur Sigurbjörns-
dóttir, nemandi við Myndlista- og
handiðaskóla islands.
— Annars er dálitið skrýtið, að
Iðnskólinn fær næstum alla fjár-
veitingu, sem rennur til leirkera-
smiði i skólum. Deildin við okkar
skóla hefur þvi verið mjög
útundan i sambandi við fjárhags-
legan stuðning.
— Nú krcfst leirkerasinfði mik-
ils rúms. Hvernig verður með
vinnuaðstöðu að skóla loknum?
— Vinnuaðstaðan er mjög erfið
að loknum skóla. Eina leiðin er,
að fólk sameinist um verkstæði.
Það er t.d. mjög jákvætt sem hef-
ur gert á Skólavörðustignum, i
gamla húsnæði Þjóðviljans.
Fyrirkomulagið á þvi verkstæði
er alveg til fyrirmyndar.
— Hver er tilgangurinn með
listsköpun?
— Það er erfitt að svara þessu.
Ætli hann sé ekki að búa eitthvað
til? Einhver innri þörf, sem Tætur
mann aldrei i friði.
— Stjórnast listainenn af
sölugetu listaverka?
— Já, ég held að erfitt sé að
komast hjá þvi. Listamenn sjá
hvaðfellurikramiðog hvað selst.
Þeir þurfa að lifa eins og aðrir.Oft
búa þeir til list fyrir markaðinn til
að geta haft ofan i sig og á, og
tryggja sér þannig framfærslu-
grundvöll. Sumir gera þetta til að
geta fengið tima til að fást viö
það, sem þeim liggur raunveru-
lega á hjarta. Selja sig til að geta
framfleytt sér, á meöan þeir fást
við hina eiginlegu sköpun. Fáir
listamenn eru frjálsir. Það væru
einna helst þeir stærstu, þeir sem
selja svo vel að þeir þurfa aldrei
að hugsa um peninga. En ég held
að öll list sé háð markaðslögmál-
unum.
— Hvað er helst til úrbóta?
— T.d. mætti fræða almenning
meira um list og listsköpun. Það
þarf að opna hug fólks fyrir
myndlist. Nauðsynlegt er að
koma haldgóðri listfræðslu inn i
skyldunámið. Ég held, aö það
mundi breyta miklu. — IM
Hildur Sigurbjörnsdóttir.
Braga Eggertssonar
Smiðshöföa 13 — Sími 85180
Verð 380.000 kr.
C+m
Vertu með..
— Ég hef mestan áhuga á
kennslu og blaðamennsku, og
einnig gæti ég vel hugsað mér að
stunda einhverrannsóknastörf, ef
til féllu.
— Er dýrt að stunda háskóla-
nám?
— Það fer eftir ýmsu, eins og
t.d. þvi hversu dýru húsnæði
maður býri', og hvar i bænum. Ég
bý t.d. uppi i Breiðholti, leigi þar
ibúð ásamt vinkonu minni. Við
fengum þessa ibúð til tiu mánaða,
fyrir 38.000 krónur á mánuði og
allt fyrirfram. Og svo eru það
ferðirnar á milli þær kosta sitt.
Annars finnst mér það dýrasta i
þessu öllu vera matarinnkaupin
og aðrar nauðsynjavörur.
Ég var að vinna allt siðasta ár
ogþess vegna fékk ég ekki náms-
lán, enég fæ enda tilað ná saman
með þvi að taka bankalán.
— Ertu ánægður með þjóðfélagið
okkar?
.—Ekki get ég sagt það. Það er
margt sem mér finnst að mætti
breyta, en það virðist allt vera
svo ihaldssamt að engu fæst
breytt nema með miklu átaki.
Mér finnst t.d., sem nemanda,
að það þurfi að breyta námslána-
lögunum. Það á ekki að refsa
námsmönnum fyrir að taka sér
fri og vinna, og ekki heldur fyrir
að eiga börn, eins og nú er gert.
Svo er það ástandið i húsnæðis-
málunum. Ég er eiginlega mest
hissa á þvi að ekki skuli fyrr hafa
verið stofnuð leigjendasamtök,
eins og ástandið hefur verið i
þessum málum. Eg er viss um að
slik samtök geta haft mikil áhrif
bæði á verðlag á leiguhúsnæði og
öryggi leigjenda.
Þá má nefria félagslega þjón-
ustu i Breiöholti. Þar býr nálægt
1/4 hluti allra Reykvikinga og
þar er ekki einu sinni bió eða veit-
ingahús.
Enn fremur vil ég geta þess að
ég er á móti aðild Islands að
hverskonar hernaðarbandalögum
ogtelaðvið eigum að halda okkur
algerlega fyrir utan hernaðar-
kapphlaup stórveldanna.
Og að lokum vil ég geta þess að
ég er fylgjandi sölu á áfengum
bjór og finnst að salan ætti,
a.m.k. til að byrja með, að tak-
markast við A.T.V.R. —IGG
, ,Það fæst engu breytt
nema með miklu átaki”
Stefán Jóhann Stefánsson.
Mér finnst viðhorf fólks til
þe ssa náms vera dálitið neikvætt.
Flest fólk virðist sætta sig við að
taka umheiminum eins og honum
er troðið i þaö gegnum fjölmiðl-
ana, og það er eins og það megi
alls ekki minnasl á aðra hluli en
þá, sem eru fyrirfram gefnir.
Sá sem þetta segir er Stefán Jó-
hann Stefánsson, þjóðfélags-
fræðinemi við Háskólann.
— Égerþóbjartsýnná að þetta
eigi eftir að lagast, heldur Stefán
áfram. Það er svo stutt síðan
farið var að kenna þjóðfélags-
fræði hér, að fólk er ekki enn búið
að átta sig á gagnsemi þessara
fræða, sem fyrst og fremst fjalla
um hinn félagslega veruleika
mannsins.
— t hverju er þessi gagnsemi t.d.
'fólgin?
— M.a. i þvi að auka skilning
manna á þvi sem er að gerast allt
i kringum okkur, og gera menn
hæfari til aðskilgreina þjóðfélag-
ið, hvernigþað er i raun, og hvers
vcgna það er þannig.
Og ég tel aö á grundvelli fjöl-
margra og merkilegra rannsókna
megi auðveldlega sýna fram á
hagnýtt gildi þessara fræða, ekki
siður en annarra, þó ýmsir vilji
halda öðru fram. Það má t.d.
nefna að þær eru ófáar kreddurn-
ar og fordómarnir, sem tekist
hefur að uppræta, aðeins'fyrir
auknar rannsóknir og athuganir
þjóðfélagsfræðinga á hinum
ýmsu sviðum.
— Hvað myndir þú helst vilja
starfa við?
Húsgagnavinnustöfá
FUR UHÚSGÖGN
Nýtt, glæsilegt og stílhreint sófasett á hagstæðu verði