Þjóðviljinn - 10.06.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.06.1978, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Laugardagur lO.júni 1978 — 43.árg. — 120.tbí. HEFJA BANDARIKJAMENN OLIUKANNANIR HER? Mikil leynd yfír málinu Rikisstjórnin heimilar iönaöarráöu- neytinu samningaviðræður við bandarísk olíufyrirtæki Fulltrúar tveggja bandarískra olileitarfyrirtækja hafa gert til- . boO í oiiuleit við island. Fyrr f vikunni var samþykkt á rikis- stjórnarfundi að veita iðnaðar- ráðuneytinu heimild til að ræða við Bandarikjamenn um þessi mái. Arni Þ. Arnason, skrifstofu- stjóri iðnaðarráðuneytisins, stað- festi I viðtali við Þjóðviljann að ákveðnar hefðu verið viðræður við umrædd fyrirtæki um frum- kannanir á setlögum i hafsbotnin- um við strendur tslands. Forsaga þessa máls er sú, aö fyrir nokkrum árum gerðu Norð- menn tilboð i oliukannanir við Island, en þvi tilboöi var ekki tek- ið. Staðfesti Arni, að Norðmönn- um hafi verið svarað, og sagði, að venja væri aö svara öllum þeim tilboðum sem ráöneytinu bærust. Sagði Arni, að margir aðilar hafi sýnt áhuga á þessum málum, og meðal annars tvö virt fyrirtæki, frá Bándarikjunum, sem hann vildi ekki gefa upp nöfnin á fyrr en þeim hefði verið svarað af eða á. Þjóðviljinn hefur hins vegar eftir mjög áreiðanlegum heimild- um, að hér sé um að ræða bandarisku oliufyrirtækiin Geophysicai Service Incorporat- ed og Western Geophysical Company. Þetta er ekki i fyrsta skipti, sem Bandarikjamenn leita hófanna hjá tslendingum i sam- bandi við oliumál. Fyrir nokkrum árum gerðu þeir 1000 miljón doll- ara tilboö i oliuhreinsunarstöð á Austurlandi. Það tilboð samsvar- ar nærfellt tvöföldum ársfjárlög- um islenska ríkisins. Ekkert hef- ur verið hreyft viö þvi máli enn- þá. Sú spurning vaknar óhjá- kvæmilega, hvers vegna slik leynd hvilir yfir þessum erlendu tilboöum og hvers vegna fjölmiðl- um hafi ekki verið tilkynnt um komandi viðræður iðnaðarráðu- neytisins og bandarfsku oliufyrir- tækjanna tveggja. Einnig vaknar sú spurning, hvort hér á landi sé aðstaða og tækniþekking fyrir hendi til að vinna úr upplýsingum erlendra aðila i oliukönnunum. Reynsla Norðmanna hefur sýnt, að hægur vandi er fyrir erlenda auðhringi að hlunnfara smá- þjóð, ef hun á ekki yfir tækni- menntuðu fólki að ráða sem getur fylgst með oliukönnun og metið niðurstöður. Þjóðviljinn reyndi i gær að hafa samband við Gunnar Thorodd- sen, iðnaðarmálaráðherra, en hann var ekki til viðtals. —IM Verkafólkið I Fiskiöjuveri B.Ú.H. stendur fast á sinu og visaöi „tiliögu” bæjarstjórnarmeirihlutans frá i gær. Starfsfólki BÚH misbodið með „tilboði” Vísað frá Stuðningur víða að og fjársöfnun að hefjast Baráttan heldur áfram i fisk- iðjuveri BÚHI Hafnarfiröi.A fundi starfsfólks i gær kom aftur tillaga frá bæjarstjórnarmeirihlutanum. Fimm starfsmenn i fiskiðjuver- inu fluttu frávisunartillögu, þar sem greint var frá þvi áliti starfs- fólks að það teldi sér misboðið með tillögu. meirihluta bæjar- stjórnar. Tillaga meirihlutans væri aðeins boð um nánast það sama og starfsfólkið var búið að kolfella. Frávisunartillagan var Framhald á bls. 18 Kefiavíkurgangan Með- yindur og milt veður Þaö viðrar bærilega fyrir göngumenn i dag, þótt ekki sé hægt að lofa þurrviðri til kvölds. Spáin i gær hljóöaði upp á suðvestan golu eða kalda, sem er hreint ekki afieitt, þvi þá hafa göngumenn vindinn i bakið. Veður verður milt og jafnvel sólarglennur af og til framan af. Hins vegar var útlit fyrir súld eða jafnvel smá rigningu, en þó ekki fyrr en siðdegis. Ekki er iiklegt aö morgunþul- irnir í fyrramálið hafi mörg orð um veðrið, þvi eins og kunnugt er hefur varaútvarpsráðsmaðurinn Markús A. Einarsson komið á framfæri I útvarpsráði „óánægju yfir óþarfa masi morgunþuia um veörið”, eins og segir i bókun um fund útvarpsráðs frá 18. aprfl s.l. Við spurðum Pál Bergþórsson, veðurfræöing sem einna best kann að blanda saman humor og veðurfari, hvorthann hefði orðið var við almenna óánægju stéttar- bræðra sinna vegna veðurfræði- legra athugasemda morgunþula: ,,Nei, þaðhef ég ekki,ogég vona bara að þeir Jón Múli og Pétur taki þetta ekki alvarlega, enda eiga þeir þakkir skilið fyrir að halda þessari fræðigrein á lofti. Þaðerákaflega eðlilegt aö endur- taka þurfi oft á morgnana athugasemdir og upplýsingar um veðurfarið, þvi alltaf eru ein- hverjir að koma á fætur. Mér finnst þetta leiöindamál og um- mælin i bókun útvarpsráðs alls ómakleg” sagði Páll. Þvi má svo bæta við að einstak- ir útvarpsráðsmenn hafa ekki aöeins áhyggjur af veðurfræði- legu masi morgunþulanna, heldur hefur þvi verið beint til þulanna að misnota ekki aðstöðu sina með vali of viðeigandi tónlistar á meðan Keflavikur- gangan stendur yfir. ÞS Keflavíkurganga í dag Útifundur á Lækjartorgi í kvöld kl. 10 Bilferðir til móts við gönguna Bflferðir til móts við gönguna frá úmferöarmiðstöð- inni ailan daginn: Með sérleyfisbilum Suðurnesja kl. 9.00, 13.30, og 15.30. Sérstakir vagnar á vegum her- stöövaandstæðinga kl. 7.30, 10.10, 11.30 og 14.30. Fundur í Hafnarfirði kl. 18.30 t Hafnarfirði tala Bergljót Kristjánsdóttir og Sigurður Jón ólafsson, en hijómsveitin Melchior leikur. Fundur í Kópavogi kl. 20.15 t Kópavogi tala Guðsteinn Þengilsson og Pétur Tyrf- ingsson. Nafnlausi sönghópurinn skemmtir. Kvöldfundur á Lækjartorgi A Lækjartorgi tala Asmundur Asmundsson og Magnús Kjartansson. Fundurinn á að hefjast kl. 10 og vera lok- ið fyrir hálf-ellefu. ísland úr NATO Herinn burt. Magnús, Pétur, Sigurður, Skrifstofa Samtaka herstöðvaandstæðinga að Tryggvagötu 10 er opin allan daginn, simi 1 79 66. Magnús Kjartansson talar á Lækjartorgi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.