Þjóðviljinn - 10.06.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.06.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 fólks, sem her,lögregla og hægri- öfgamenn i þjónustu Videla- stjórnarinnar hafa myrt, fangels- aö, pyndaö og látiö „hverfa” á þeim rúmlega tveimur árum, sem liðin eru siöan valdarániö var framiö. Tala hinna myrtu er um 4000, pólitiskir fangar um 10.000, og hversu margir hafa horfið sporlaust veit enginn; á- giskanir um þaö leika á tölum allt frá 2500 upp i 30.000. Munur á grannrikjum Enda þótt varla verði gert upp á milli Videlastjórnarinnar og Pinochet-hyskisins i Chile hvaö illmennsku viökemur, er Argen- tina um margt ólik grannlandinu Chile og sama er að segja um stjórnarfariö i löndum þessum eftir valdaránin 1973 og 1976. 1 Chile hefur dýrslegur hrottaskap- ur einræöisins veriö eins opinskár og framast er hægt aö imynda sér; stjórnmálaflokkar eru þar haröbannaöir svo og verkalýðs- samtök, og öllum þeim, sem hugsa ööruvisi en valdhafar, er leitast viö aö litrýma. 1 Argentinu eru stjórnmálaflokkarnir ekki beint bannaöir — bara starfsemi þeirra. Verkalýössamtökin fá einnig aö vera til áfram, enda þótt þaö segi sig sjálft aö herfor- verkföllum, ab miklu leyti gegn vilja hinnar gömlu peronisku verkalýðsforustu. Hershöfðingj- arnir óttuöust, að sósialiskir flokkar og hreyfingar næöu tök- um á verkalýðshreyfingunni i staðhægriarms peronista ogmun sú hafa verið aöalástæöan til valdaránsins. Linkind við stjórnmála- flokka Skæruliöar á vegum róttækra vinstrihreyfinga höföu þá um skeið látiö nokkuð á sér kræla, en þeir höföu þegar aö miklu leyti veriö brotnir á bak aftur er valda- ránið var framið. Videlastjórnin hélt herferöinni gegn þeim áfram og til frekari öryggis lét hún myröa og fangelsa fjölda fólks, sem hugsast gæti aö heföi ein- hverja samúö með byltingarsinn- um, svo og þá óþægari meðal for- ustumanna i verkalýösfélögum. Hinsvegar lét Videla stjórnmála- flokka þá, sem ekki höföu hallast aö vopnaöri baráttu, aö miklu leyti I friði. Ekki einungis hægri- flokkana.heldurog radikala, sem eru einskonar miðjuflokkur, sósialdemókrata og argentinska kommúnistaflokkinn sem mun vera nokkuð svo sovétsinnaöur. Tilraun ógnarstjórnar til andlitslyftíngar Þessa dagana stendur yfir i Argentinu heims- meistarakeppni i knattspyrnu, þeirri iþrótt sem lik- lega nýtur meiri vinsælda i heiminum en nokkui önnur. Enda er heimsmeistarakeppnin aðalfrétta- efni blaða, sjónvarps og útvarps víðast i heiminum um þessar mundir. Á iþróttafréttasíðum islensku dagblaðanna sést nú dag eftir dag fátt annan en frá- sagnir af afrekum knattspyrnukappa i téðu landi á hinum enda heimsbyggðarinnar. Jafnvel hinar venjulegu „heimsfréttir” frá Reuter og öðrum fréttastofum detta alveg i skuggann af knattleikun- um i Argentinu. \W„ ****** Ekki er ætlun þess, sem þetta ritar, aö vera meö eitthvert skens út iíþróttir og þá, sem hafa áhuga fyrir þeim. Þvert á móti. En meö iþróttir er það eins og annað gott að ill öfl geta átt það til aö mis- nota þær til að breiða yfir glæpi sina og svinari. Þetta reyndi nas- istastjórnin þýska eftir bestu getu meö Ölympiuleikunum i Berlin 1936. Og glæpahundar þeir, sem stjórna Argentinu, reyna af öllum mætti hiö sama meö heims- meistarakeppninni i knattspyrnu. Segja má aö þetta séu nokkuö eölileg viöbrögö af hálfu Videla, forsprakka argentinsku herfor- ingjaklíkunnar, og kumpána hans, þvi aö hvergi eöa óviöa i heiminum er knattspyrnuáhugi eins gifurlegur og i Rómönsku-Ameriku. 1969, þegar landsliö Mið-Amerikurikisins E1 Salvador sigraöist á grannrikinu Hondúras i heimsmeistarakepnni i knattspyrnu urðu Salvadorar svo hressir af sigrinum aö þeir fóru i striö við Hondúra, sem þeir áttu ýmsa óuppgerða reikninga við, að eigin dómi að minnsta kosti. Ekkert tii sparað Argentinska herforingjastjórn- in hefur gert allt, sem i hennar valdi hefur staöiö — og raunar rúmlega þaö — til þess aö heims- meistarakeppnin yrði henni and- litslyfting bæöi i augum heimsins og eigin þegna. Stjórnin hefur variösem svarar 1.300 miljöröum islenskra króna til þess aö aug- lýsa þessa iþróttaviöburöi sem best og á sem jákvæöastan hátt fyrir Videlastjórnina. Ekkert hef- ur verið til þess sparað. Þrir i- þróttaleikvangar hafa veriö gerö- ir upp og þrir aörir byggðir upp frá grunni. 50 miljónum dollara var varið til byggingar litsjón- varpsstöövar. Flugvellir voru stækkaöir, vegir lagöir og end- urlagðir, nýjum og dýrum hótel- um hrófaö upp i skyndi og gifur- lega fjölmennt öryggisíið skipu- lagt til þess að gæta erlendra knattspyrnumanna, fréttamanna og túrista fyrir skæruliöum — og einnig til þess aö tryggja aö gest- irnir sjái ekki annaö en það, sem þeim er ætlaö aö sjá. Fátækrahverfi jöfnuð við jörðu Umhverfis Buenos Aires (sem Laxness kallar Góöviðru i þýð- ingu sinni á Birtingi Voltaires) er giröing af eymdarhverfum, eins og i kringum svo aö segja allar stærri borgir I Róm- önsku-Ameriku. Þau þessara hverfa, sem næst eru iþróttaleik- vöngunum, voru rifin til grunna, til þess aö fréttamenn og tUristar sæju ekki ósómann. Hvaö gert var viö ibúa eymdarhverfanna veit enginn. Allar likur eru til þess aö þessi andlitslyftingartilraun Argen- tinustjórnar beri einhvern árang- ur. Reiknaö er Ut aö miljaröur manna um allan heim fylgist meö knattspyrnuleikjunum i sjón- varpi, sem gervihnettir miöla, og er haft fyrir satt aö aldrei fyrr hafi nokkrir atburðir dregið aö sér svo marga sjónvarpsáhorf- endur. Og þessi miljaröur manna sér varla mikiö annaö en Vid- ela-stjórnin vill aö hann sjái. Ef eitthvað sést á skerminum af Buenos Aires og öðrum argen- tinskum borgum, veröur þaö eitt- hvað Ur miöhlutum þorganna, sem eru til þess ab gera i góbu á- sigkomulagi. Fólkiö sem sést verður aöallega millistéttarfólk, sem er fjölmennt i Argentinu á rómansk-ameriskan mælikvaröa. Þetta fólk nær aö visu endunum varla saman, flest af þvi, en lifir þó ekki verra lifi en svo aö þaö lit- ur þokkalega út. Tugþúsundir myrtra og horfinna Annað mál er þaö svo, hvort Argenti'na hefur efni á þessari auglýsingamennsku. Veröbólg- unni þar i landi halda engin bönd og jafnvel ísland telst land stööug leikans á þeim vettvangi miöaö við Argentinu. Frá þvi aö herfor- ingjarnir rændu völdum i mars 1976 hafa rauntekjur verkamanna minnkaö um helming hjá sumum, hjá öörum um tvo þriöju. 4.5% vinnufærramanna eru skráöir at- vinnulausir, en talið er aö litiö sé aömarka þá tölu og að raunveru- legt atvinnuleysi sé mikiu meira. Og þaö fer hraövaxandi. Ekki er enn hægt aö segja aö sultur sé al- mennur i landinu, en hann fer vaxandi. HUsaleiga er ennþá háö veröbindingu, en til stendur aö gefa hana frjálsa — þó ekki fyrr en heimsmeistarakeppnin er gengin um garð. Flestir verka- menn eruleigjendur, svo aö stór- hækkuö húsaleiga hlýtur að koma yfir þá sem reiðarslag. Tilgangur Argentinustjórnar meö heimsmeistarakeppninni er sá, aö fólk um allan heim fái já- kvæöa mynd af ástandinu i land- inu, að það gleymi haröstjórninni þar og vaxandi neyö og viöur- styggilegri sögu Videla-stjórnar- innar. Einkanlega er ætlast til að menn gleymi þeim tugþúsundum ingjarnir hafa I þeim tögl og hagldir. Hrörnun peronismans Valdarániö I Chile var framið til aö tortima öflugum og vinstri- sinnuðum verkalýösflokkum, sem reyndu aö gera landiö aö vel- feröarríkiog skeröa yfirráö auö- stéttarinnar og erlendra — fyrst og fremst bandariskra — auð- hringa. I Argentinu var ástandið fyrir valdarániö þar á margan hátt öðruvisi. Enda þótt Argen- tina sé iðnvæddasta land Suö- ur-Ameriku og stétt iðnverka- manna þar af leiðandi fjölmenn- ari að tiltölu viö fólksfjölda en i nokkru ööru suöuramerisku riki, voru þar engir sterkir eöa vinstri- sinnaöir verkalýösf lokkar. Verkamenn voru lengi flestir per- onistar, fylgismenn hreyfingar þeirrar, erPeron forseti og valds- maöur um langt skeiö kringum miöja öldina kom á fót. Peron tryggöi verkamönnum aö visu bætt kjör, en pólitiskt prógramm hans var losaralegt mjög og ein- kenndist fyrst og fremst af lýös- krumi miklu og hóflausri per- sónudýrkun á Peron og Evitu fyrri konu hans. Peron komst i annað sinn til valda 1973 eftir langa útlegö, en var þá gamall orðinn og farinn aö heilsu. Þegar hann lést árið eftir tók við ónýt stjórn undir forustu Isabel siðari konu hans. Efnahagsástandiö fór þá hriðversnandi. Isabel og gæð- ingar hennar réðu ekkert viö þaö, peronistarklofnuðu og misstu óð- um gamalgróin tök sin á voldugri verkalýöshreyfingu landsins. Verkalýöshreyfingin snerist gegn gifurlegum kjaraskeröing- um af völdum veröbólgu með Þessir flokkar viröast hafa grátiö örlög byltingarhreyfinganna þurrum tárum. Þeir lifa i voninni um að herforingjarnir muni um siðir telja sér hagstætt aö endur- reisa þingræöiö I einhverri mynd, og þá vonast þeir vinstrisinnaöri af stjórnmálaflokkunum liklega til þess aö geta tekið viö verka- lýðssamtökunum af þrotabúi per- onista. Þaðgæti oröið auöveldara þegar þessir flokkar þurfa ekki lengur aö óttast samkeppni bylt- ingarbreyfinganna. Viðskiptavinir Þessi linkind við stjórnmála- flokka á efalaust nokkurn þátt i þvi aö Videla-stjórninni hefur tekist að komast hjá þvi aö veröa alveg eins illræmd og herfor- ingjaklikan i Chile. Meðal mestu viöskiptavina Argentinu á versl- unarsviöinu eru Bandarikin Brasilia, Vestur-Þýskaland, Jap- an og Italia. En þaö telst vart til tiðinda. En Sovétrikin sem harö- ast allra fordæma ógnarstjórnina i Chile, hafa nú meiri verslunar- viöskipti viö Argentinu en nokkru sinni fyrr. Og sænsk stórfyrirtæki hafa þar mikil umsvif og raka saman gróöa. Sænska Chile-nefndin og fleiri aöilar beittu sér fyrir þvi, aö heimsmeistarakepnnin i Argén- tinu yröi sniðgengin sem mest. Vonandi ná þær raddir eyrum einhverra af þeim miljaröi manna, sem sitja fyrir framan sjónvarpstækin og fylgjast i spenningi meö úrslitaleikjum heimsmeistarakeppninnar. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.