Þjóðviljinn - 10.06.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. júnt 1978
Listahátfð I Reykjavík
rhár\ r%£\ rkár\ ^jt\ rAár\ rhár\ rh£\ r%£\ r%£\ rhárx r%£\
cQ Ö> <CÞ O Ö) O Q) <Q) <0 <Q) <Cp
^Pfy <Jf> <K> vjrty '—
Barney McKella; llkur blóðlötum bangsa Luke Kelly; ef forsetinn grefur nógu John gheahan;
djlípt... flanto c o m fSAI'
flauta sem fiðla
léku honum i höndum
(Ijósm. Leifur)
DUBLINERS I LAUGARDALSHÓLL:
Jim McCann syngur um ástæður fyrir þvi
að Paddy kemst ekki i byggingarvinnuna
I dag
Þjóðleg hátíð írsk
(rski flokkurinn the
Dubliners fór langt með
að fylla Laugardalshöll-
ina á fimmtudagskvöld
og allt frá því að þeir
komu inn og hituðu sig
upp með keltneskum
danslögum skapaðist
milli þeirra og áheyrenda
hið rammasta samband,
sem á stundum ætlaði að
verða of innilegt: á mað-
ur að klappa og stappa
eða heyra og hlusta?
Þaö hefur réttilega verið tekið
fram, að tónlist af því tagi sem
Dýflinarmenn flytja nýtur sin
betur I smærri húsakynnum og
má gjarna vera ölkrús á borði
og önnur skemmtileg þægileg-
heit. Það gat hugsanlega oröiö
nokkuð erfitt að fylla þennan
sportgeim sem Laugardalshöll-
in er — til dæmis með litilli
flautu og gltar. En þetta gekk
ljómandi vel og hrifningin var
mikil.
Dýflinarmenn fara ákveðinn
hring i lagavali sinu. Þeir koma
allir saman og beita Luke Kelly
fyrir sig i forsöng þegar farið er
meö gamla uppreisnarsöngva
(t.d. Rising of the Moon) eöa
drykkjusöngva (TheWild Rover
sem Jónas Arnason hefur gert
við islenskan texta). Þá er spurt
eftir hressileika fyrst og fremst,
krafturinn situr i fyrirrúmi, þaö
á að rffa mannskapinn upp úr
sætunum. I annan stað kemur
Jim McCann i hlutverk forsöng-
vara — bæði i lögum skyldum
þeim sem nú voru nefnd og svo i
angurværari söngvum eins og
Four Fields, sem eru hinir fjórir
hlutar Irlands sem aðkomu-
menn vilja sundur slita. Eöa þá
i gamansöngvum eins og i af-
sökunarbeiðni Paddys — af
hverju hann kemst ekki til vinnu
i dag. 1 þriðja lagi fara þeir meö
dansstef frá Hjaltlandi, Skot-
landi og írlandi, reels og jigs —
þar er John Sheahan kominn
meö flautu eða fiðlu eða þá
Barney McKenna sem litur út
eins og vinsamlegur en blóðlatur
skógarbjörn, en er engu að sið-
ur svo lipur og fljótur og örugg-
ur á banjó og mandólin að undr-
un sætir. Og það er lika fariö
með fangelsissöng eftir
Brendan Behan, afmorsvisur,
verkamannavisur og ýmislegt
fleira.
1 allri framgöngu tranna á
sviðinu var vel vakandi sjálf-
sögö kæti yfir þvi að vera til,
verkleg viðurkenning á þvi, að
illt er að kunna ekki aö bregða á
leik.
Aður en þessu lýkur er rétt að
hæla sérstaklega Jim McCann,
hann bæði söng ljómandi
smekklega og lét allan undirleik
mæða á sér i danslögum og fann
á þeim vanda góðar lausnir.
AB.
úr markteignum
Það hefur orðið að
samkomulagi milli mín
og ritstjóra íþróttasíðu
Þjóðviljans að ég ritaði
vikulega greinar tengdar
knattspyrnulífinu í land-
inu. Þar sem mikill tími
fer í æfingar og keppni
hjá okkur sem stöndum í
víglínunni og margir leik-
ir eru leiknir á sama tíma
munu greinar þessar ekki
fjalla mikið um einstaka
leiki mótsins.heldur meir
um mál sem upp koma í
sambandi við það. Þó
ætla ég að reyna að fylgj-
ast með sem flestum
leikjum til að geta f jallað
um lið og leikmenn á sem
sanngjarnastan hátt.
Hins vegar mun ég ekki skrifa
um leiki og frammistööu leik-
manna i þeim leikjum sem ég
ekki sé, þó svo margir iþrótta-
fréttaritarar hafi gert sig seka
um þannig blaðamennsku.
tþróttafréttaritararnir, þeir
eru nú kapituli út af fyrir sig.
Það eru ekki ýkja ábyrg skrif
SIGURÐUR
HARALDSSON
SKRIFAR
sem hafa komið fram á iþrótta-
siðum dagblaðanna um leiki i 1.
deildar keppninni. Fyrirsagnir
hafa verið eintómar upphrópan-
ir um léiega, ömurlega og
hlægilega leiki. I greinunum um
þessa leiki er siðan ekkert nema
skætingur og sleggjudómar út i
liðin og spurningar um hvað
menn séu að gera 5 sinnum i
viku á æfingum, fyrst betri ár-
angur skili sér ekki. Ekki hef ég
enn séð neinar ábendingar hjá i-
þróttafréttariturum um hvaö
megi betur fara.
Jú, eina hef ég séð, það var
herra SOS sem benti forráða
mönnum FRAM og IBV á að ef
ekki ætti illa að fara yrði aö
yngja þessi lið upp. Greinin var
öll full af skæting og dylgjum og
bar það með sér að SOS hafði
ekki kynnt sér málið til hlýtar,
þvi meöal annars benti hann á
aö IBV-liöiö væri hægt að yngja
upp meö ákveðnum leikmanni,
en þegar fæðingarár leikmanna
voru rannsökuð kom i ljós að
þessi ákveðni maður var næst-
elstur i hópnum!
Hins vegar gleymdi SOS þvi
að fyrir nokkrum árum sendi
IBV ekki yngriflokka i Islands-
mótiö vegna óviðráðanlegra at-
burða, og gæti það kannski haft
áhrif á yngingu á annars tiltölu-
lega vel blönduöu liöi.
Við Valsmenn áttum aö fara
til Vestmannaeyja um siðustu
helgi, en þar sem ekki gafst flug
kl. 2 á laugardag var einhverra
hluta vegna leiknum frestað um
óákveðinn tfma. En oft er það
þannig I Eyjum að veörið er
fljótt að breytast og kl. 4 hefðum
við komist til Eyja, en þá var
engin mótanefndarmaður til
staöar sem hægt var aö ná i. Aö
vonum eru Eyjamenn óhressir
meö framvindu þessa mála þvi
þetta er i annað sinn nú i sumar
sem þetta kemur fyrir. Hitt
skiptið var þegar .FH átti að
fara til Eyja miövikudaginn
31/5. Þá var leiknum sem leika
átti ki. 20.00 frestað kl. 18.30 þó
svo aö bliöskapar veöur væri i
Eyjum um kvöldmatarleytið.
Augljóst er, að mótanefnd verð-
ur að nafa mann á vakt þegar
leika á i Eyjum og vera i stöö-
ugu sambandi við aðila leiksins
en ekki haga vinnubrögðum sin-
um þannig að leita þurfi út um
allar trissur að einhverjum úr
nefndinni, til að vita hvernig
málin standa.
Þegar ákveðiö var að ekkert
yrði af leiknum 'fór ég ásamt
Mr. Nemet þjálfara okkar Vals-
manna og Einari Friöþjófssyni
vini minum úr IBV suður á
Kaplakrika til að sjá leik FH og
IA. Veðrið sem veðurguðirnir
buðu upp á var aldeilis ófor-
svaranlegt og ekki nokkur
leið aö sýna góða knattspyrnu
við slikar aðstæður. Leikurinn
einkenndist lika af villum sem
leikmenn hefðu ekki látið henda
sig við betri aöstæður. Sérstak-
lega var FH-vörnin veik, enda
einkennileg ráðstöfun hjá þjálf-
ara liðsins að setja tvo sterkustu
varnarmenn liðsins fram á völl-
inn gegn Akranesi.
Þó að FH hafi leikið á heima-
veili hlýtur öllum að vera ljóst
að FH ætti að leika varnarleik
gegn IA, einfaldlega vegna þess
að liö IA er mun sterkara en FH.
Ég er alveg ósammála þeim
mönnum sem segja að knatt-
spyrna sé ekki skemmtileg fyrir
áhorfendur ef leikinn er varnar-
leikur; skynsamlega leikinn
varnarleikur á móti sterkara
libi getur boöið upp á skemmti-
legan leik.
Það verður FH-liðið sem
veröur næsti mótherji okkar
Valsmanna,og þó þeir hafi tapað
tveim siöustu leikjum sinum
stórt, verða þeir okkur örugg-
lega ekki auðveld bráð.
1 FH-liöinu eru 3—4 mjög
sterkir einstaklingar, og haldi
þjálfari liösins rétt á spilunum
getur FH unnið hvaða lið sem er
á Islandi.
Nú, það eru ýmsir sem hafa
verið að leika sér að spá fyrir
um úrslit leikja á mótinu.og hér
kemur min spá fyrir fimmtu
umferð:
ÍA-Fram 2-1
Breiöabl.-Keflav. 0-0
Þróttur-ÍBV 1-4
KA-Víkingur l-l