Þjóðviljinn - 24.06.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — 9 StÐA Rætt við frambjóðendur G-llstans VESTFIRÐIR: KJARTAN ÓLAFSSONs Lokaspretturinn ræður úrslitum Kosningabaráttan hér á Vestfjörðum hef- ur óneitanlega gengið vel. Okkar fólk hefur verið mjög áhugasamt og margir nýir liðs- menn komið til starfa, sagði Kjartan ólafs- son, þegar Þjóðviljinn náði tali af honum á Bildudal i gær. Við höfum nú siöustu vikuna eftir sameiginlegu framboös- fundina haldiö fundi á 5 stööum, Isafiröi, Bolungarvík, SUganda- firöi, Flateyri og Patreksfirði, og þessir fundir hafa allir tekist vel. Þar hefur hópur ísfiröinga flutt heimageröa skemmtidag- skrá, auk þess aö fólkið í hverju byggöarlagi hefur lagt fram sinn skerf. Andstæöingar okkar hér eru aö þvi'er viröist mjög bjartsýnir fyrir okkar hönd og slöustu dag- ana hefur boriö hæst I þeirra áróðri staðhæfingar um að Alþýöubandalagiö sé öruggt meöað fá mann kosinn og þurfi þvi ekki á fleiri atkvæöum að halda. Hér er fyrst og fremst um herbragðað ræðaog ég legg áherslu á að þaö er aöeins von, en ekki vissa um aö Alþýöu- bandalagið fái mann kjörinn á Vestfjöröum. Orslitin munu aö öllum líkindum velta á örfáum atkvæðum og ráöast af þvi hverjir verða drýgstir á loka- sprettinum i dag og á morgun. Hvaö málflutning frambjóö- enda hér varöar, þá er mjög áberandi að litiö hefur veriö um varnir fyrir rikisstjórnina, en helst hefur það veriö Matthias Bjarnason ráðherra sem reynt hefur aö halda uppi vörnum fyr- ir verk stjórnarinnar. Um frambjóöendur Alþýöu- flokksins er það aö segja aö þeir hafa fyrst og fremst boðaö þaö sem þeir kalla þjóöarsátt.og er helst á þeim aö skilja aö engar raunverulegar andstæður séu finnanlegar i okkar þjóöfélagi og aö stjórnmálin snúist um eitthvaö allt annaö en andstæða hagsmuni, annars vegar alþýðu manna og hins vegar peninga- valdsins i landinu. Allur er þeirra málflutningur þvi marki brenndur aö vera ætlaö aö skirskota til hægri sinnaöra kjósenda. A frambjóö- endafundum hafa þeir allt aö þvi grátbeöiö Sjálfstæöisflokk- inn aö lána sér nú nokkur at- REYKJAVÍK: SVAVAR GESTSSON: Málstaður okkar á greiðan aðgang Kosningabarátta Al- þýðubanda lagsins í Reykjavik hefur gengið vel. óhemjufjöldi nyrra iiðsmanna hefur lagt hönd á plóginn í sjálf- boðavinnu daginn á enda og stundum hafa menn lagt nóttina við daginn, sagði Svavar Gestsson. Þetta unga fólk sem eink- um hefur borið uppi starfið mun á sunnudag- inn taka rösklega til hendinni eins og gerðist 28. mai. Málefnaleg barátta Alþýöu- bandalagsins hefur i þessari kosningabaráttu hlotiö góöan hljómgrunn. Við höfum sótt vinnustaöafundi frambjóöend- ur flokksins, og Þjóöviljanum hefur veriö dreift sérstaklega á marga vinnustaöi og okkur hef- ur alls staðar veriö mjög vel tekiö. Ég hef aldrei kynnst kosningabaráttu þar sem mál- staður Alþýöubandalagsins hef- ur átt eins greiöan aögang aö fólki og nú. 1 kosningabaráttunni höfum við lika lagt á það sérstaka á- herslu að vera málefnalegir; við höfum ekki tekið upp áróö- ursaðferðir Morgunblaðsins og kaldastriösins þó að mjög hart hafi verið að okkur sótt úr öllum áttum. Við höfum ekki fariö fram með öskrum heldur meö rökum og haldiö þétt um okkar málefni. Horfur hér i kjördæminu — en Reykjavik er lika kjördæmi þó að sumir virðist stundum gleyma þvi — eru góöar. Viö leggjum áherslu á að þaö þarf mikiö til þess aö halda þvi sterka hlutfalli sem við fengum i borgarstjórnarkosningunum, eöa um 30% atkvæöa. 1 alþingis- kosningunum 1974 fengum við liölega 20% atkvæöa og tvo menn kjörna I Reykjavik og vantaöi aðeins nokkur atkvæöi — innan við 200 — til þess að tryggja kjör þriöja manns Al- þýöubandalagsins i Reykjavik. Miöaö viö úrslit borgarstjórnar- kosninganna er hins vegar fylli- lega raunhæft aö keppa aö kjöri 4. manns listans og þar meö aö 5. maður verði landkjörinn þingmaöur. I baráttusætum listans eru Ólafur Ragnar Grimsson og Guömundur J. Guömundsson. Mér þætti leitt til þess að vita ef vinstrimenn, verkalýðssinnar Kjartan ólafsson. kvæöi til aö fyrirbyggja að heimskommúnisminn nái fót- festu á Vestfjörðum. Þeir hafa ekkert sagt beint um stjórnarmyndun tileða frá, en marka má mikinn áhuga þeirra á samstarfi viö Sjálf- stæðisflokkinn. Karvel hefur sem endranær flutt sinn boöskap á skörulegan hátt og tekiö þátt I þvi meö okkur Alþýöubandalags- mönnum að deila á rikisstjórn- ina. Hinu er ekki að neita aö mörgum þeirra sem á sinum tima gengu undir sameiningar- merki Samtakanna, gengur nú æriö illa að koma þvi heim og saman aö i staö þess aö byggja upp sterk vinstri samtök þá sé nú allt i einu oröiö rétt aö leysa upp öll pólitisk samtök vinstra fólks og að hver maður eigi aö gala ii sinum privat tón. Svavar Gestsson og sósialistar, dreifðu atkvæöum sinum á smáhópa i þessum kosningum. Ég vil taka undir þau orð sem Magnús Torfi lét falla i sjónvarpinu á dögunum , aö vonandi sér enginn eftir þvi á mánudegi hvernig hann greiddi atkvæöi á sunnudegi — vonandi iðrast þess enginn á mánudegi aö hafa eytt atkvæðum sinum á smáhópa sem i raun veröa þá til þess að tryggja ihaldinu nýjan þingmann. Við höfum lagt á það áherslu að baráttan standi milli Alþýðu- bandalagsins og rikisstjórnar- flokkanna i þessum kosningum. Verkefnið er þvi aö fella kaup- ránsflokkana frá völdum, en um leið verður aö tryggja aö við- reisnargrýlan skjóti ekki upp kollinum á nýjan leik þó aö margt bendi til þess i málflutn- ingi Alþýðuflokksins og Sjálf- stæöisflokksins þessa dagana. Það sem mér finnst ógeöfelld- ast við kosningabaráttuna i Reykjavik eru vinnbrögð Vil- mundar Gylfasonar — ég hélt satt að segja að ég ætti aldrei eftir aö sjá annan eins óþverra frá einum frambjóöanda og sést hefur frá Vilmundi. Ég trúi þvi ekki aö launafólk verölauni subbuskap með atkvæði sinu á kjördag. VESTURLAND: BJARNFRÍÐUR LEÓSDÓTTIR: Hljómgrunnur er góður fyrir stefnu Alþýðubandalagsins Hér er ákaflega gott hljóð i fólki og virðist vera góður hljómgrunnur fyrir stefnu Alþýðu- bandalagsins bæði i þétt- býli og ekki siður í sveit- unum, og við höfum átt mikið í framboðsfundun- um, sagði Bjarnfríður Leósdóttir þegar Þjóð- viljinn hafði samband við hana á kosningaskrif- stofu Alþýðubandalags- ins á Akranesi i gær. Hún skipar þriðja sæti á fram- boðslista Alþýðubanda- lagsins i Vesturlands- kjördæmi. — Hvernig hefur málflutn- ingur flokkanna verið? — Viö höfum lagt öll okkar stefnumál á borðiö og ekkert verið aö hringla meö þau eins og Alþýöuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn. Viö höfum komið framan aö kjósendum og þaö hefur Sjálfstæðisflokkurinn lika gert. Hann hefur alveg skýra stefnu. Geir Hallgrimsson lýsti henni i sjónvarpinu þar sem hann lýsti þvi yfir aö fólkiö I landinu heföi nóg kaup. Ef fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn er það aö kjósa yfir sig láglaunastefnu og kjaraskerðingu. Ef þaö skil- ur ekki aö kjörseöillinn er vopn i kjarabaráttunni er þaö eitthvað ruglaö. — Þú segir aö Alþýöuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn hringli með stefnumálin? — Já, Eiður Guönason segir fullum fetum að hann vilji hafa herinn áfram og sé fylgjandi stóriðju.en Bragi Nielsson segist vera á móti hernum og stóriðju. Þetta er sama sagan hjá Fram- sóknarflokknum. Dagbjört Bjarnfrlöur Leósdóttir. Höskuldsdóttir er á móti her og stóriöju og þar að auki á móti kjaraskerðingalögunum og þaö sé allt i lagi að brjóta þau. — Og þetta er þvert á móti þvisem ráðherrann i fyrsta sæti segir? — Já, en hann lét nú samt hafa sig til þess á síðasta fund- inum á Akranesi að segja að ekki skyldi standa á hans at- kvæði gegn hernum ef um þaö væri að ræöa. — Hefur eitthvað veriö minnst á viöreisnarstjórn? — Nei, ekki beint, en Eiður Guðnason heldur mjög á lofti aö gera þurfi kjarasáttmála, en út- færir hann ekki á neinn hátt. Þarna er greinilega um enduróm frá viðreisnarstjórn- inni að ræða þegar Alþýöuflokk- ur og Sjálfstæöisflokkur geröu með sér sáttmla um að sitja á hlut launafólks. A siðasta fund- inum sagöist ég ekki trúa þvi aö óreyndu að hann stæði ekki meö verkalýðsstéttinni og Alþýðu- bandalaginu i herlausu landi. —GFr REYKJANES: GILS GUÐMUNDSSON: GEIR ER ENGAN VEGINN ÖRUGGUR Kosningastarfið hefur gengið dável, sagði Gils Guðmundsson. Við höfum aðeins haldið 2 sameigin- lega fundi, annars hefur hver flokkur baukað i sínu horni. A þessum fundum hafa Sjálf- stæöisflokksmenn verið i mjög mikilli vörn bæði vegna lands- málastefnu sinnar og svo hefur Matthias verið aö verja fjár- málasnilli sina. Þeir hafa einnig reynt aö verja það hvernig komið er i atvinnumálum á Suöurnesjum þar sem hvert atvinnufyrirtæk- ið á fætur öðru hefur neyöst til þess aö loka. Málflutningur Framsóknar- manna hefur helst gengið út á það að menn ættu aö kjósa Jón Skaftason vegna þess að hann heföi eiginlega verið á móti báö- um þeim stjórnum sem Fram- sóknarflokkurinn hefur átt aðild að s.l. 7 ár! Það hefur verið töluverður blástur i Alþýöuflokksmönnum og greinilegt er aö þeir ætla sér stóran hlut hér i kjördæminu. Gils Guömundsson. Málflutningur þeirra er eins og annars staðar á landinu: . ,,nýr flokkur,” ný andlit” og „nútimaflokkur.” Þeir skiptu meö sénliöiþannig að i Garðabæ létu þeir Gunnlaug Stefánsson tala sem herstöðvaandstæðing og pössuöu siöan að sýna hann ekki á Suöurnesjum þar sem Karl Steinar predikaði sina her- stöðvastefnu og sagði að mönn- Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.