Þjóðviljinn - 24.06.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.06.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN iLaugardagur 24. júní 1978 RÆTT VIÐ FRAMBJOÐENDUR I REYKJAVIK Guðión lónsson form. Málm- og skipasmiðasambandsins: / A morgun svarar launa- fólk valdsherrunum Guðjón Jónsson form. Málm- og skipasmiða- sambands islands og 13. maður á G-listanum í Reykjavík lét eftir- farandi orð falla um gildi alþingiskosninganna » fyrir launafólk: — 1 minum huga og flestra þeirra er sinna verkalýðsmál- um er árásin á samningsrétt- inn mál mála. Við verðum að vera minnug þessaðsú breyting sem verkalýðshreyfingin hefur framkvæmt á Islensku þjóðfélagi á þessari öld byggir á þvi að samningsréttur verka- lýðssamtakanna sé frjáls og virtur. Og hann hefur verið virt- ur og það er forsenda þess að okkur hefur tekist að gera mannlifið bærilegt i þessu landi. Nú hefur á grófari og valds- mannslegri hátt en nokkru sinni fyrr i sögu islenskrar verka- lýðshreyfingar veriö rift gerðum samningum. Þetta er ögrun við verkalýðssamtökin. Valdsherrarnir hafa litilsvirt verkalýðshreyfinguna og sam- tök hennar. Það hafa þeir Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson gert vitandi vits með lögunum frá i febrúar og mai. Þessi gerningur er svo alvarlegur að honum varð aö svara og honum var svarað á viðeigandi hátt I borgar- stjórnarkosningunum. Það er mikils virði að hafa áhrif á gerðir sveitastjórna. En það er meira virði fyrir launafók að hafa mikil áhrif i þeim stofnun- um er fara með löggjafar- og framkvæmdavaldið þ.e. alþingi og rlkisstjórn. Nú þarf fólkið að svara valds- Guöjón Jónsson. herrunum, sem riftu gerðum samningum, á réttum vett- vangi. Launafólk þarf að sjá til þess að hvorki þessir herrar, Ólafur og Geir, né aðrar rikis- stjórnir sem eftir þeim koma iáti sér detta i hug að rjúfa gerða samninga. Rikisstjórnar- flokkarnir verða i sunnudaginn að fá skell, áframhaldandi fylgishrun, svo þeir læri af. Verkafólk þarf nú að kvitta fyrir árásina i eitt skipti fyrir öll. Það er best að kenna þess- um valdsherrum að samnings- rétturinn er friðhelgur. Þaö ger- ir verkafólk best með þvi að kjósa Alþýðubandalagið i a 1 þin giskosn in gun um á morgun. Ég minni á að þing Málm- og skipasmiðasambandsins sam- þykkti einróma ályktun þar sem skorað var á málmiðnaðar- menn og skipasmiöi að kjósa ekki stjórnarflokkana vegna fjandskapar þeirra við verka- lýðshreyfinguna. Ég veit að ótrúlega stór hópur málmiðn- aðarmanna kaus þá ekki i borgarstjórnarkosningunum og kjósa þá heldur ekki á morgun. Eini valkostur vinnandi fólks sagði Tryggvi Þór um Alþýðubandalagið Tryggvi Þór Aöalsteins- son gjaldkeri Alþýðu- bandalagsins og formaöur Sveinafélags húsgagna- smiða skipar 10. sætiö á G- lista í Reykjavik. Aðspurö- ur um alþingiskosn- ingarnar sagði Tryggvi: — Eins og margoft hefur komið fram á undanförnum vikum og ekki að ástæðulausu, þá eru það raunveruleg stéttaátök sem eiga sér stað á þessu vori. Og þau ná þessa dagana hámarki. Það eru Alþýðubandalagið sem verka- lýðsflokkur og Sjálfstæðisflokk- urinn sem flokkur eignastéttanna og fjármagns sem takast á. Hver einasti launamaður hlýtur að hugsa mjög alvarlega um það, hvort það sé ekki i bestu sam- ræmi viö hans daglegu hagsmuni aö gerast liðsmaður Alþýðu- bandalagsins i þessum átökum, ef hann hefir ekki verið það fyrir. Byggingamenn og aðrir sem I þeim greinum starfa þurfa ekki að grafa djúpt i hugskot sitt til þess aö minnast þess er þeir margir hverjir þyrftu að hverfa af landi brott, margir frá fjöl- skyldum s inum um langan tima i atvinnuleit. Þvi ástandi tókst sem betur fer að breyta. En óstjórn efnahagsmála hefur fljótt áhrif á svo viðkvæma starfsgrein sem tréiðnaðinn og getur fljótt leitt til samdráttar og algers atvinnu- leysis eins og dæmin sanna. Þetta langar mig til að biðja húsgagna- smiði m.a. að hafa hugfast er þeir ganga inn i kjörklefann á morgun. Ég neita þvi ekki, að hin mörgu framboð i Reykjavik geti haft sundrun i för með sér meöal launafólks. Þetta á ekki hvað sist við um róttæka smáhópa sem telja sig vinstra megin við Alþýöubandalagiö. Sósialiskur stjórnmálaflokkur hlýtur að lita á kosningar sem tæki til að auka fylgi sitt og ná fram enn meiri fót- festu og áhrifum i þjóðlifinu en áður. Barátta okkar verður aö byggjast á fjöldafylgi og kjörfylgi þ.e. 14 þúsund atkvæöi I borgar- Tryggvi Þór Aðalsteinsson form. Sveinafél. húsgagnasmiða. stjórnarkosningunum sannar svo ekki verður um villst að Alþýöu- bandalagið hefur fjöldafylgi. Eitt til tvö hundruð atkvæði og það jafnvel i tveim kjördæmum eins og smáhópar höfðu 1974, er allt allt annað en fjöldafylgi við starf og stefnu. Það undirstrikar einangrun þeirra og sýnir að þeir hafa ekki hljómgrunn. Þess vegna er þaö alröng baráttuað- ferð hjá þeim sem stjórnmála- samtökum aö bjóða fram og til þess fallin aö veikja möguleika vinstri hreyfingarinnar sem heildar til aukinna áhrifa i islensku þjóðfélagi. Þvi má ljóst vera að Alþýðu- bandaiagið er eini valkostur vinn- andi fólks i þessum þingkosning- um jafntog á degi hverjum, sagði Tryggvi að lokum. 1 Verðum að styðja sterkasta aflið Stutt viðtal við Valgerði Eiríksdóttur kennara sem skipar 15. sæti á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík Ef við ætlum að standa okkur innan verkalýðshreyfingarinn- ar verðum við að styðja sterk- asta aflið. Þaðer kominn timi til að fella þetta skelfilega ihald,og ef fóik flykkist um Alþýðu- bandalagiö þá er von til þess. Þaö er sá aðili sem getur gert það. Þess vegna vil ég gjarnan ieggja því Iið. Þetta sagði Val- gerður Eiriksdóttir kennari þegar Þjóöviljinn spurði hana hvers vegna hún styddi Alþýðu- bandalagið. Hún skipar 15. sæti á framboðslista þess f Reykja- vik. — Þú kennir I Fellaskóla i Breiðholti. Hvernig eru aðstæö- ur þar? — Upphaflega var skólinn reistur fyrir 800 börn en nú eru þar 1600 svo að aöstæður eru ekki sérstaklega góðar. Skólinn er þrisetinn og stoppaö i hvert horn. Kennslan slitnar mikiö I sundur hjá börnunum og þau verða ákaflega þreytt á þvl. — Er ekki mikill fjöldi af ung- um kennurum I Fellaskóla? — Jú og þar rikir mjög góöur andi.^Mér finnst þetta vera hressilegt fólk — Þú hefur verið virk innan Rauðsokkahreyfingarinnar. Að hverju hefuröu starfað þar? — Ég hef starfað þar meö svokölluðum verkalýðsmálahóp sem hefur unnið heilmikið starf. Viö vorum með dagskrá 1. desember og aftur 8. mars og gáfum siðan út bók meö Valgerður Eirfksdóttir dagskránni, sem geysimikil vinna lá i. Þar er að finna mikl- ar heimildir um sögu verka- kvenna alveg frá aldamótum. Við teljum að kvenréttindamál hafi oröiö útundan hjá verka- lýðshreyfingunni og hlut kvenna þar þyrfti að stórefla. — Er Rauðsokkahreyfingin pólitisk? — Þetta er spuring sem ég hef oft veriö spurð að og venju- lega hef ég svarað henni á þann veg að hún sé ekki neinn sauma- klúbbur. Það er endalaust hægt að ræða hlutina, en það gerist aldrei neitt nema hendur séu látnar standa fram úr ermum og aðeins með vinstri stefnu. — GFr. Kosningin launabarátta segir Þuríður Backmann hjúkrunar- fræðingur sem skipar 12. sætiá lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík Ég hef alltaf verið beðin- um að sitja á fram- stuðningsmaður Alþýðu- boðslista Alþýðubanda- bandalagsins þó að ég hafi lagsins til þessara alþing- ekki verið flokksbundin, iskosninga, sagði Þuríður og þess vegna var mér Backmann hjúkrunar- Ijúft að leggja fram lið- fræðingur þegar Þjóðvili- sinni mitt þegar ég var inn átti við hana viðtal. — Hverju viltu ná fram I þess- um kosningum? — Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um launabaráttu en auðvitað er það ákaflega margt sem maður vonast eftir að ná fram,komist Alþýðubandalag- ið til valda. — Nú ert þú hjúkrunarfræðing- ur og i stjórn Hjúkrunarfélags Is- lands. Er róttækni rlkjandi i þess- ari stétt? — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það.en mér finnst þess- Þuriður Backmann ar yngri konur vera róttækari en þær eldri. Þær siöarnefndu vinna oft ekki nema hálfan daginn eða hluta úr degi og verkalýösbarátt- an snertir þær ekki eins og þær yngri sem verða að vinna. — Þér hefur kannski fundist vera vinstri sveifla meöal yngra fólks. — Já, mér hefur fundist það. — Hvað finnst þér þá um kosn- ingahorfurnar? — Ég er nú hálfbangin, vegna þess aö margir spá Alþýðuflokkn- um fylgisaukningu. Ég treysti honum ekki vegna fyrra sam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn og hef ekki trú á málflutningi hans eins og hann er núna. Þar er um of mikiö lýðskrum að ræða. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.