Þjóðviljinn - 24.06.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 24. júnl 1978
Það er ekki þrautalaust
— að fá það
sem maður
á rétt á
Aö undanförnu hafa æ oftar
borist til blaösins kvartanir frá
fólki sem telur sig órétti beitt
vegna rangs örorkumats. 75%
örorka (hæsta örorka) er nú
metin á 44.400 kr, en tekjutrygg-
ing (fari tekjurnar ekki fram úr
ákv. upphæö) eru 39,706 kr. fyrir
einstakling. Dæmist örorka
undir 50% eru ekki greiddar
örorkubætur, en sé örorkan
50—74% er heimilt aö greiöa
örorkustyrk meö tilliti til
efnahags ofl.
Auk þess sem fariö er aö
endurmeta örorku i rikara
mæli, hafa borist margar kvart-
anir þar sem fólk telur aö iækk-
un á örorkumati sé alltof oft til-
viljanakennd. Þarf fólk siöan aö
ganga I gegnum flókiö og
seinvirkt kerfi til aö fá leiörétt-
ingu mála sinna, en ekki eru all-
ir sjúklingar vel I stakk búnir
undir þá baráttu. Reynir þá ekki
sist á dugnaö og áhuga þeirra
lækna sem sjúklingurinn hefur.
Örorkubætur húsmæöra hafa
einnig veriö gagnrýndar eins og
fram kemur hér á siöunni, svo
og hiö flókna reglugerðarkerfi,
sem greiöslur almannatrygg-
inga á lyfjakostnaði falla undir.
Viö leituöum til nokkurra
aðila sem þessi mál snerta og
eru viötöl viö þá hér á siðunni.
Tekiö skal fram aö tryggingar-
yfirlæknir, Björn önundarson,
gat ekki gefið sér tlma til
viötals.
„V erður ekki leyst nema með
samstarfí þeirra stétta sem
um þetta fjalla”
Hvað er örorkumat og hver
framkvæmir þaö?
Viö veröum fyrst aö lita á,
hvaö almannatryggingar eru.
Lög um almannatryggingar
voru sett til þess aö tryggja öll-
um þegnum þjóöfélagsins fram-
færslueyri, þó aö vinnugeta
skerðist vegna elli, sjúkleika,
slysa o.s.frv. örorkubætur
skulu tryggja þeim, sem misst
hafa vinnugetu vegna sjúk-
dóma, viðunandi lifsviöurværi
fvrir sig og slna.
örorkumat er mat á þvi,
hversu mikið vinnugeta sjúkl-
ings hefur skerst af völdum
sjúkdóms eða slyss. Það fram-
kvæmir tryggingayfirlæknirinn
i Tryggingastofnun rikisins með
segir Guðrún
Helgadðttir,
deildarstjóri í
Tryggingastofnun
aðstoð tveggja iækna. Trygg-
ingayfirlæknir er nú Björn
önundarson. Auk hans er Jón
Guðgeirsson, en staða hins er
laus og hefur verið auglýst.
Er örorkumat einungis
læknisfræðilegt eða er það lika
félagslegt?
Eins og 12. greinin i almanna-
tryggingalögunum ber með sér,
er sterkur félagslegur þáttur i
örorkumati. Það skal sem sagt
meta, að hve miklu leyti sjúkl-
ingur hefur misst möguleika á
tekjum vegna sjúkdómsins, sem
hann annars hefði getað haft ,,i
þvi sama héraði við störf, sem
hæfa likamskröftum þeirra og
verkkunnáttu og sanngjarnt er
að ætlast til af þeim, með hlið-
sjón af uppeldi og undanfarandi
starfa,” eins og segir i lögunum.
Skýrara getur það ekki verið.
En lagagreinar eru eitt, fram-
kvæmdin annað. Endurhæfing-
armál, atvinnumál og önnur
mál öryrkja eru ákaflega
frumstæð hjá okkur, svo að erf-
itt er að tala um þessa hluti af
nokkru viti. Samvinna Endur-
Guörún Helgadóttir,
deildarstjóri.
hæfingarráðs og Trygginga-
stofnunar er t.d. allt of litil. Það
er t.d. til litils að segja viö
roskna konu sem unnið hefur i
frystihúsi alla ævi og verður að
Framhald á bls. 22
„Hafði
fengið
endan-
legt mat
um 75%
örorku”
— segir örorkuþegi,
sem skyndilega var
lækkaöur i 65%,
svo unnt væri aö
tengja bæturnar tekjum
Einn af þeim örorkubótaþeg-
um, sem viö ræddum viö um
þetta mál, og vill ekki láta nafns
sins getiö, sagöist hafa veriö
búinn aö fá endanlega metna
75% örorku.
Þessi maður vinnur andleg
störf og hafði nokkrar tekjur á
siðasta ári. Er þá gripið til þess
að lækka örorku hans i 65% án
þess að um nokkurn bata sé að
ræða, til þess að unnt sé að
tengja bæturnar tekjunum.
Maður þessi sagði að fyrir-
sjáanlegt væri að hann myndi
hafa mjög litlar tekjur á þessu
ári, og þvi væri broslegt að álita
að starfsgeta hans hafi aukist,
þótt tekjurnar væru eitthvað
hærri eitt ár en annað.
„Æ harðar gengið eftir að
sjúklingar greiði sjáifir lyf sín”
„Jú, þvi er ekki aö neita aö viö
höfum oröiö vör viö tilhneigingu I
þá átt aö lækka örorkubætur hjá
siúklingum, án þess aö úm bata
sé aö ræöa. Þetta væri I sjálfu sér
ekki óeölilegt, ef um væri aö ræöa
fólk sem væri aö fá aukiö starfs-
þrek og á leiö út á vinnumarkaö-
inn. Oft hefur okkur fundist aö
þetta væri óréttlátt og hefur þá
stundum tekist aöfá þetta leiörétt
hjá Tryggingastofnuninni.” sagöi
Guösteinn Þengilsson, læknir,
þegar viö ræddum viö hann um
örorkumatiö. Sagöi hann enn-
fremur aö hann geröi ráö fyrir aö
þetta stafaöi af minnkandi fjár-
veitingu til öryrkja. Vegna vax-
— segir Guð-
steinn Þengilsson,
læknir__________________
andi veröbólgu hefur kaupmáttur
bótanna einnig lækkaö verulega.
Hvað snertir endurhæfingu ör-
orkuþega sagöi Guösteinn að end-
urhæfing væri mjög háð því hvers
eölis örorkan væri. Engin endur-
hæfingarstofnun er áf vegum
Tryggingastofnunarinnar, og i
Kópavogi hefur ekki tekist að
koma upp endurhæfingarstöö
vegna fjárskorts. Við höfum
misst tvo sjúrkraþjálfa, vegna
þess aö stööin er ekki komin upp.
Hér eru þvi litlir möguleikar á
endurhæfingu sjúklinga og er þaö
ákaflega slæmt.” sagöi Guö-
steinn.
Varöandi lyfjakaup sjúklinga
staöfesti Guösteinn ennfremur aö
nú væri æ gengið haröar eftir þvi
að sjúklingar greiddu lyf sin
sjálfir, en áður var þetta metiö aö
nokkru eftir tekjum manna.
„Þar að auki er ýmislegu ábóta-
vant i lögunum um lyf jagreiöslur
fyrir sjúklinga; þvi t.d. falla sum
blóöþrýstingslyf undir sjúkra-
samlag og önnur ekki”, sagöi
Guösteinn ennfremur.
þs.
Guösteinn Þengilsson, læknir.
„Undir hælinn lagt hvort fólk
treystir sér í gegnum kerfið”
segir Jón Björnsson,
félagsmálastjóri á Akureyri
Jón Björnsson, félagsmála-
stjóri á Akureyri, sagöi, er viö
spuröum hann hvort hann hefði
oröið var viö aö örorkumat væri
lækkað hjá örorkubótaþegum á
Akureyri, að nú væri fariö aö
herða á örorkumati og endurmeta
I æ ríkara mæli svokallaö endan-
legtörorkumat.
Sagði Jón að fólk heföi snúið sér
til félagsmálastofnunar Akureyr-
ar með slik dæmi, og hefur stofn-
unin kostað fólk i sumum tilfell-
um til Reykjavikur til að reyna að
fá þetta leiðrétt. Jón sagði að
mikið skorti á endurhæfingu, en
þótt veruleg bót sé að likamlegri
endurhæfingastöð Sjálfsbjargar á
Akureyri, vantar það eins og við-
ar verndaða vinnustaði og fjöl-
þættari endurhæfingu. „Það sem
skiptir þó kannski einna mestu
máli, er að ákvæði tryggingarlög-
gjafarinnar um bætur og annað
séu skýr og einföld, svo að fólk
Jón Björnsson,
félagsmálastjóri.
geti áttað sig á þvi á hverju þaö á
rétt, og þurfi ekki að fara i gegn-
um flókið kerfi til að ná fram rétti
sinum. Stundum er llka eins og
örorkumat sé lækkað hjá örorku-
þegum af handahófi, og þá treyst
á að þeir sem eru i raunveruleg-
um erfiðleikum muni leita réttar
sins og fá matið leiðrétt aftur.”
Það er svo undir hælinn lagt hvort
fólk gerir það. Oft þarf fólk að
ganga hart eftir þvi.og riður þá á
aö læknir viðkomandi sé nógu á-
kveðinn i málinu. Það er þvi eng-
an veginn tryggt aö þeir sem í
mestum vanda eru, treysti sér til
að standa i þessu,” sagöi Jón enn-
fremur.
þs.
„Giftar
konur
metnar
lægra”
en aörir”
segir Petra
Ingólfsdóttir
„Ég Ht fyrst og fremst á þetta
sem mannréttindamál, upphæöin
sem sllk skiptir ekki máli. Ég hef
unniö úti frá þvi ég var 14 ára
gömul og borgaö mina skatta og
ég er ekki sátt viö þá afgreiöslu
sem ég hef fengiö” sagöi Petra
Ingólfsdóttir, en hún er 52ja ára
gömul, hefur fengið kransæöa-
stiflu og getur nú ekki unniö.
Hennar örorka var metin 65% og
fær hún engar bætur, þar sem
maður hennar haföi rúmar tvær
miljónir I tekjur.
„Ég hef reynt að fá þetta leið-
rétt og mér var sagt að af þvi aö
ég væri gift þá fengi ég örorkuna
aðeins metna á 65%. Mér var sagt
að starfskraftur konu nýttist á
heimilinu, þótt hún væri örorku-
þegi og aö það væri prinsip að
meta giftar konur aðeins 65% ör-
yrkja, þótt þær gætu ekki unnið
neitt. Mér finnst ég vera svipt
einstaklingsrétti með þessu og ég
get ekki séð að ég sé minna veik
þótt ég sé gift. Mér var sagt að
það væri litið öðru visi á þetta ef
um karlmenn eða ógiftar konur
væri að ræða, og það sætti ég mig
ekki við. Ég hef sent inn annað ör-
orkuvottorð og hef ekkert svar
fengið við þvi” sagði Petra enn-
fremur.