Þjóðviljinn - 07.07.1978, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. júlí 1978
ISverrir Haraldsson sýnir olíumálverk og teikningar. Ljósm. eik.
Glæsileg sumar-
sýning í kjallara
Norræna
Sumarsýning Norræna húss-
ins 1978 verður opnuð á laugar-
daginn kemur, 8. júll kl. 15:00.
Þar sviia BRAGI ASGEIRSSON
og SVERRIR haraldsson
verk i boði Norræna hússins, og
svndar eru myndir eftir AS-
GRIM JÓNSSON, sem fengnar
eru að láni úr ASGRÍMSSAFNI.
Þetta er I þriðja sinn sem Nor-
ræna húsið gengst fyrir sllkri
sumarsýningu. Aðaltilgangur-
inn er að veita þeim fjölmörgu
erlendu ferðamönnum, sem
leggja leið slna i húsið á sumrin
innsýni íslenska myndlist, — og
vera jafnframt islenskum list-
unnendum til ánægju. Aður hafa
sýnt á sumarsýningu Norræna
hússins Ragnheiður Jónsdóttir
hússms
Ream, Hjörleifur Sigurðsson,
Snorri Sveinn Friðriksson, Jd-
hann Briem, Sigurður Sigurðs-
son og Steinþór Sigurðsson.
Bragi sýnir nú teikningar,
grafikmyndir og samsett mynd-
verk, og Sverrir oliumálverk og
teikningar. Fæstar myndanna
hafa verið sýndar opinberlega
áöur, og eru fáeinar þeirra til
sölu.
Myndirnar eftir Asgrim völdu
Bjarnveig Bjarnadóttir for-
stööumaður Asgrimssafns og
Hjörleifur Sigurðsson sem einn-
ig er i stjórn safnsins. Þau sáu
einnig um upphengingu mynd-
anna i sýningarsal Norræna
húSsins.
Bragi Asgeirsson sýnir teikningar, graflkmyndir og samsettar
mvndir. Liósm. eik.
Bjarnveig Bjarnadóttir og Hjörleifur Sigurðsson völdu myndirnar eftir Ásgrlm og sdu um uppsetningu
þeirra. Ljósm. eik.
Sýningin veröur opin til 30.
júll frá kl. 14 til 19 daglega,
nema á fimmtudögum, þá verð-
ur sýningin opin til 22, þvl þá er
„Opið hús” fyrir erlenda feröa-
menn, — fyrirlestrar, tónleikar
og kvikmyndir i samkomusaln
um, — og bókasafniö og kaffi
stofan opin fram eftir kvöldi
Chet Navarat, sendiherra Thailands, afhendir trúnaöarbréf sitt
á Bessastööum.
Chon Gi Gap, sendiherra Norður-Kóreu, afhendir forseta ts-
lands trúnaðarbréf sin að viðstöddum Einari Agústssyni, utan-
rikisráðherra.
Nýir sendiherrar
Fulltrúar Thailands og Noröur-Kóreu
Nýskipaður sendiherra Thailands
hr. Chet Navarat og nýskipaöur
sendiherra Aiþýöulýöveldisins
Kóreu hr. Chon Gi Gap afhentu I
fyrradag forseta Islands
trúnaðarbréf sin að viðstöddum
utanríkisráðherra Einari Agústs-
syni.
Sfödegis þágu sendiherrarnir
boö forsetahjónanna að Bessa-
stöðum ásamt nokkrum fleiri
gestum.
Sendiherra Thailands hefur aö-
setur i Kaupmannahöfn og sendi-
herra Alþýðulýöveldisins Kóreu
hefur aösetur f Stokkhólmi.
Staöa framkvæmdastjóra Evrópuráösins
Olof Rydbeck fram-
bjóðandi Norðurlanda
Rfkisstjórnir Danmerkur, ts-
lands, Noregs og Svlþjóðar hafa
komið sér saman um að bjóða
fram Sviann Olof Rydbeck i
kosningum þeim sem fram fara I
mai á næsta ári I stöðu fram-
kvæmdastjóra Evrópuráðsins.
Ráðgjafarþing Evrópuráðsins
mun þá kjósa eftirmann núver-
andi framkvæmdastjóra, en
skipun hans sem var til fimm ára
rennur út 15. september. 1979. A
ráögjafarþinginu eiga sæti 168
fulltrúar frá hinum 20 þjóðþing-
um meölimarikja. Tillagan um
framboö Rydbecks kom uppruna-
lega frá Evrópuráösnefnd sænska
rlkisþingsins.
Olof Rydbeck hefur mikla
reynslu i stjórnsýslu og störfum á
alþjóölegum vettvangi. A árúnum
1953-1955véittihann forstööu upp-
lýsingadeild sænska utanríkis-
ráöuneytisins og var talsmaður
rikisstjórnarinnar I utanrikis-
málum. Ariö 1955 varö hann út-
varpsstjóri sænska rikisútvarps-
ins. A þeim 15 árum sem hann
veitti útvarpinu forstööu óx stofn-
unin úr útvarpsstöö meö tveim
stuttum dagskrám upp f fjöl-
miölastofnun meö þrem innlend-
um dagskrám og einni dagskrá
fyrir útlönd ásamt tveim sjón-
varpsdagskrám.
Ariö 1970 var Rydbeck skipaöur
fastafulltrúi Svíþjóöar hjá Sam-
einuöu þjóðunum en þaö starf
haföi hann á hendi I sex ár. A ár-
unum 1975-1976 var hann fulltrúi
Sviþjóðar í öryggisráöi Samein-
uöu þjóöanna, Kurt Waldheim
aöalritari Sameinuöu þjóöanna,
útnefndi Olof Rydbeck áriö 1976
sem persónulegan fulltrúa sinn
vegna deilunnar i Vestur-Sahara.
Auk þess hefur hann haft á
hendi fjölda alþjóölegra
trúnaöarstarfa meöal annarra
formennsku I Útvarpsbandalagi
Evrópu 1960-1964.
Olof Rydbeck gegnir nú starfi
sendiherra Sviþjóöar i
Stóra-Bretlandi.
Islandsmótið í svifflugi
Flugmálafélag tslands gengst
fyrir islandsmóti I svifflugi, sem
hefst á Hellu-flugvelli laugardag-
inn 8. júli n.k. ogstendur I 9 daga.
Samtals eru 9 sviffhigur skráöar
til keppni. Þetta er 9. Islandsmót-
iö I svifflugi, sem Flugmálafélag-
ið heldur, en tvö fyrri móta urðu
þó ógild vegna ónógs fjölda gildra
keppnisdaga.
Flugvélar draga svifflugurhar
á loft i 600 m flughæð, þar sem
dráttartauginni er sleppt, og
reynir keppandi siöan aö fljúga
þá keppnisleiö, sem mótsstjórn
ákvaö fyrir þann dag. Svifflug-
urnar haldast á lofti meö þvi aö
notfæra sér hitauppstreymi, en til
þess aö þaö myndist þarf yfirleitt
að vera sólskin.
Keppt veröur I hraöaflugi á allt
Fjórar sviffluganna eru i eign
Svifflugfélags Islands, og tvær
veröa frá Svifflugfélagi Akureyr-
ar. Þessar svifflugur eru meö
rennigildi frá 1:25 til 1:30, þ.e.
þær lækka flugiö um 1 m fyrir
hverja 25eöa 30 m sem þær fljúga
áfram, og er þá miðaö viö kyrrt
loft. Hinar þrjár svifflugurnar
eru ieinkaeign, og hafa rennigildi
1:25 til 1:36. Auk framangreindra
sviffluga veröa einnig á
Heliu-flugvelli mótor-sviffluga
Svifflugfélags Islands, sem er
tveggja sæta, og hefur flug meö
eigin vélarafli, svo og
tveggja-sæta kennslusviffluga.
Búist er viö aö töluveröur fjöldi
svifflugmanna og annarra áhuga-
manna um flug muni búa i tjald-
búöum á Hellu-flugvelli móts-
timabilið.
að 106 km lögnum þrihyrnings-
leiöum, eöa á leiöum aö og frá til-
teknum púnktum. Ennfremur er
gert ráö fyrir keppni I fjarlægö-
arflugi eftir tilteknum ferlum,
eöa um fyrir fram ákveöná
púnkta. Keppendur sanna flug
sitt um framangreinda púnkta
meö þvi aö ljósmynda þá úr lofti
samkvæmt ákveönum reglum.
Keppendur veröa þeir Bragi
Snædal, Garðar Gislason, Haukur
Jónsson, Leifur Magnússon, Sig-
mundur Andrésson, Sigurbjarni
Þórmundsson, Stefán Sigurösson,
Sverrir Thorláksson og Þór-
mundur Sigurbjarnason. Auk
þeirra eru i hverju keppnisliöi
einn til þrir aöstoöarmenn. Móts-
stjóri veröur dr. Þorgeir Pálsson
og varamótsstjóri er Þorgeir
Arnason.