Þjóðviljinn - 07.07.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.07.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 48 hurfu spor- laust í Argentínu meöan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir 6/7 — Rodolfo Matarolo, argen- tinskur lögmaöur og talsmaöur þarlendrar mannréttindanefnd- ar, sagði í dag að öryggislið Argentlnustjórnar hefði numið á brott 48 manns, meöan heims- meistarakeppnin I knattspyrnu stóð yfir, og hefði ekkert spurst til neins þeirra siðan. Matarolo, sem nú býr eriendis, sagði að I sem fangelsum Argentinustjórnar væru nú um 15.000 pólitiskir fangar, enda þótt herforingja- stjórnin viðurkenndi ekki hand- töku nema um 3.500 þeirra. Lögmaðurinn sagði að herfor- ingjastjórnin argentinska hefði reynt að nota heimsmeistara- keppnina til þess að koma sér i álit i augum heimsins. Talið er vist að flestir þeirra, sem numdir eru á brott af hermönn- um eða lögreglu stjórnarinnar, séu myrtir án dóms og laga. Likum margra hefur verið hent i fljót, eftir að höfuð og útlimir. hafa verið höggnir af þeim til að gera þau óþekkjanleg. Videla, forsprakki argentinsku herforingjastjórnarinnar — viö- urkennir ekki handtöku nema 3.500 af 15.000 pólitiskum föng- um. U Sýrlendingar setja Sarkis úrslitakosti Krefjast afvopn- unar hœgrimanna 6/7— Elias Sarkis/ forseti LíbanonS/ lýsti því yfir i dag að hann óskaði að láta af embætti. Vestrænir sendiráðsmenn segja að Sarkis/ sem er kristinn/ hafi gefið þessa yfirlýs- ingu eftir að Sýrlendingar höfðu sett þá úrslitakosti að varðliðasveitir hægri- manna yrðu afvopnaðar og sýrlenska gæsluliðið í Líbanon, sem þar er i um- boði Arababandalagsins, fengi að fara hindrunar- laust um landið og koma sér upp bækistöðvum hvar sem það vildi. Haft er eftir útvarpi falangista að Sarkis hafi einnig lýst yfir vilja sinum til afsagnar i mótmæla- skyni vegna stórskotahriðar Sýr- lendinga á austurborgina i Beirút, þar sem kristnir menn búa og varðliðar falangista og annarra h'ægrimanna hafa bæki- stöðvar. Sagði útvarpið að Sarkis, hefði talað um, að hann gæti ekki sætt sig við stórskotahrið á ibúð- arhverfi „undir þvi yfirskini aö þetta væri gert af öryggisástæð- um”. Yfir 200 manns hafa sam- kvæmt ágiskun verið drepnir i Breiút, siðar bardagar milli Sýr- lendinga og hægrimanna hófust þar á laugardaginn, og yfir 500 særst. Beitt hefur verið skrið- drekum, eldflaugum og stórum fallbyssum auk smærri vopna. 1 nótt héldu Sýrlendingar uppi mik- illi stórskotahrið á austurborgina, og er sagt að um 50 manns hafi þá látið lifið eða særst. Siðar i dag fréttist að Sarkis hefði tekið til greina að hætta við Sarkis — stjórn hans er valdalltil og getur fátt gert til að hafa áhrif á gang mála. að segja af sér, að þvi tilskildu að Sýrlendingar slökuöu eitthvað á skilyrðum sinum. Ambassadorar Bandarikjanna og Bretlands eru báðir sagðir hafa lagt fast að Sarkis að vera áfram i forseta- embætti. Sýrlenska útvarpið sagði i dag, að gæsluliðið myndi halda áfram bardögum við þá, sem yllu vandræðum i Libanon, eins og það var orðað. Haft er eft- ir libönskum embættismönnum að Sýrlendingar hafi gefið Sarkis frest til hádegis i dag að gefa tryggingar fyrir þvi, að varðliöa- sveitir hægrimanna yrðu afvopn- aöar og sýrlenska liðið mætti fara hvert á land sem það vildi i Libanon. Hrossa- taöi hent í breska þingið Krafíst betri aðbúðar fyrir ÍRA-fanga 6/7 — Tuttugu minútna hlé varð I dag á umræöum I neðri málstofu breska þingsins er hrossataðs- kögglum tók allt i einu að rigna yfir þingheim. Voru þar að verki tvær ungar manneskjur, piltur og stúlka, og létu þau þessa skothrlö ganga ofan af áheyrendapöllum þingsins. Höfðu þau haft áburöinn með sér þangaö i pokum. Þingmenn flýðu i skjól hver sem betur gat, en einn þeirra að minnsta kosti var hæfður i höfuð- ið. „Hann meiddist ekki,” er tekið fram i fréttaskeyti frá Reuter. Þingverðir hlupu til og fjarlægðu parið af áheyrendapöllunum. Þau hrópuðu: „Látið irsku pólitisku fangana lausa.” Fyrr um daginn hindruðu fjór- ar ungar stúlkur varðskipti lif- varða Bretadrottningar við Buck- ingham-höll meö þvi að leggjast út af endilangar fyrir fótum lif- varðanna. Sá þetta margt manna, þvi að ferðamönnum þykir gam- an af að horfa á- varöskiptin. Stúlkur þessar voru, likt og parið sem hrossaskitnum henti á þing- ið, að krefjast betri meðferðar á um 90 mönnum úr írska lýð- veldishernum (IRA), sem eru I breskum fangelsum, svo og þess að Bretar kalli burt hersveitir sinar af Norður-Irlandi. Sumir fanganna hófu hungurverkfall i dag til að krefjast betri aöbúðar. ísraelar hóta Sýrlendíngum 6/7 — israel hefur lýst þvl yfir, að það muni taka til sinna ráða ef Sýrlendingar láti ekki af stór- skotaárásum sinum á stöðvar Sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Vest- fjörðum Alþýöubandalagið á Vest- fjörðum fer sina árlegu sum- arferð um helgina 8.-9. júli. Farið verður á Látrabjarg um Rauðasandshrepp og víðar. Kvöldskemmtun verð- ur I öriygshöfn, Patreksfirði og þar dansað við harmó- nlkku undirleik. libanskra hægrimanna i Beirút. Til þess að undirstrika þessa við- vörun flugu hijóðfráar israelskar herþotur óvenjulágt yfir Beirút i morgun. Gluggar brotnuðu við þetta I mörgum húsum og særðust margir af glerbrotum. Skelfing greip um sig meðal borgarbúa, sem héldu að loftárás væri aö skella á, og varð mikill troðn- ingur á vegum út frá borginni. Fréttaskýrendur segja að mikil hætta sé nú á bardögum milli Sýr- lendinga og tsraela, þar eð Isra- elar muni ekki láta það liðast að libanskir hægrimenn, sem eru nánast einu bandamenn Israels i Vestur-Asiu, séu brotnir á bak aftur. Eftir yfirmanni israelsku leyniþjónustunnar er haft, að hægrimenn i Beirút séu mjög að þrotum komnir, enda hafi Sýr- lendingar um 17.000 manna her i Beirút og mikið stórskotalið. For- stöðumaður skrifstofu Begins, forsætisráðherra Israels, sagði i dag að Sýrlendingar væru að fremja fjöldamorð á óbreyttum kristnum borgurum I Beirút og myndu Israelar ekki láta það við- gangast. Lúövík Framhald af l', siðu. stjórn sem situr og hefur meiri- hiuta þings að baki sér sem verð- ur að leysa þennan vanda, sem hún átti þátt i að skapa? — Að sjálfsögðu hvilir ábyrgð- in á þessari rikisstjórn. Hún hefur réttilega meirihluta og ber enn á- byrgð á stjórn landsins. Auk þess hefurhún sérstaka ábyrgð I þessu máli, vegna þess hvernig það er til komið. En kjarni málsins er, að þetta dæmi sýnir vel að öll efnahags- mál þjóöarinnar voru komin I al- gjört öngþveiti hjá rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. Þetta sýn- ir að frystiiðnaðurinn gekk á al- gerum bráðabirgöaúrræðum til skamms tima. Og menn geta svo getið sér þess til, hvað hefði verið gert af hálfu rikisstjórnarflokk- anna, ef hún hefði haldið velli. En þetta dæmi úr frystiiðnaðin- um segir aðeins part af öllu á- standinu i efnahagsmálunum. Fyrir liggur aö verðlagsvisitalan mun hækka um 9-10% minnst eftir tvo mánuði með tilheyrandi kauphækkunum. Og 6-8% koma þar til viðbótar eftir aðra þrjá mánuði. Nýtt fiskverö kemur samkvæmt lögum 1. okt. Það ætti öllum að vera ljóst, að vandamál sjávarútvegsins liggja algerlega óleyst. Þar skilur rikisstjórnin viö allt i rúst og viðskilnaöurinn i öðr- um greinum efnahagsmála er svipaður. Nú er talið að verðbólgan muni vaxa um 38% frá byrjun ársins til loka þessa árs, en um 50% á milli áranna 1977 og 1978, ef tekið er meðaltal hvors árs. Þetta er al- gert met. Þannig er viðskilnaöur- inn er Geir Hallgrimsson segir af sér. Algert öngþveiti, hvergi ból- ar á góða blómlega búinu sem tal- að var um fyrir kosningar. Hann hefur haft það af að sigla efna- hagsmálunum i algert strand. óre. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra 29.-30. júli Leirhverasvæði I Kerlingarfjöllum. Að þessu sinni liggur leiðin að Hveravöllum, i Þjófadali og Kerlingarfjöll. Farið verður kl. 10 á laug- ardagsmorgni frá Svartár- brú i Laugadal og inn á Auð- kúluheiði hjá Friðmundar- vötnum og suður á Hvera- velli. Á leiðinni verður sér- staklega skoðað svæði það á Auökúluheiði, sem tillögur hafa verið uppi um að leggja undir umdeilt uppistöðulón: Blönduvirkjunar. Um kvöld- ið veröur ekið i Þjófadali og tjaldað. Verður þar eldur kveiktur og dagskrá flutt með söng og dansi. A sunnudagsmorgni geta menn farið i skoðunarferöir i ýmsar áttir, meðal annars gengið að Fögruhliö við ræt- ur Langjökuls. Siðan veröur ekið i Kerlingarfjöll og það- an norður Kjalveg aftur i Laugadal og komið að Svart- árbrú um kl. 9 á sunnudags- kvöld. Verð: 6.000,- kr. og hálft gjald fyrir börn yngri en 14 ára. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig og fái nánari upplýsingar hjá eftirtöldum: Hvammstangi: Þórður Skúlason, Hvammstanga- braut 19, simi 1382. Blönduós: Guðmundur Theódórsson, Húnabraut 9, simi 4196. Skagaströnd: Eðvarð Hall- grimsson, Fellabraut 1, simi 4685. Varmahiíð: Hallveig Thorla- cius, Mánaþúfu, simi 6128. Sauðárkrókur: Rúnar Bach- mann, heimasimi 5684, simi á verkstæöi 5519. Ilofsós: Gisli Kristjánsson, Kárastig 16, simi 6341. Siglufjörður: Júlíus Július- son, Túngötu 43. simi 71429. KJÓRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.