Þjóðviljinn - 07.07.1978, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. júli 1978
DIÚOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: GunnarSteinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs-
ingar: Siðumúla 6, Sími 81333 Prentun: Blaðaprent hf.
Tíntí uppgjörs eftir
„syndafallið”
Sú var tið að foringjar Sjálfstæðisflokksins völdu
sér mikilhæfa stjórmálaleiðtoga sem fyrirmynd um
stjórnhætti. Geir Hallgrimsson hefur aftur á móti
valið sér litilsigldan þjóðarleiðtoga sem fyrirmynd,
þar sem er Loðvik XV. Loðvik XV hafði einkunnar-
orðin: „Syndafallið kemur eftir minn dag”. Synda-
fall Geirs Hallgrimssonar hefur þegar séð dagsins
ljós. Vitnisburður útgerðarmanna og iðnrekenda
um stjórn Geirs Hallgrimssonar, stjórn kaupsýslu-
manna i Reykjavik, hvers oddviti Geir er, hefur
þegar verið birtur. Vitnisburðurinn hljóðar upp á,
að allt sé komið i strand, loka verði frystihúsum og
fis kvinnslustöð vum, fella verði gengi krónunnar um
15%. Syndafallið kom 10 dögum eftir kjördag.
Rikisstjórn Geirs endaði sinn feril með árás á allt
launafólk i landinu, en færði kaupsýslumönnum
frjálsa álagningu á silfurfati. Að dómi Geirs átti
alþýðan en ékki verslunarauðvaldið að borga. En
einn hængur var á stjómlist Greirs sem bendir til lit-
illa herstjómarhæ fileika fráfarandi forsætisráð-
herra. Á sama hátt og Páfarikið ræður fáum her-
deildum, vegur kaupsýslumannastéttin létt i at-
kvæðum. Sú tið er liðin að Morgunblaðið sem selt
var hálfdönskum reykviskum kaupmönnum fyrir
hálfri öld ráði úrslitum um hug kjósenda. Morgun-
blaðið dugar ei lengur nema að takmörkuðu leyti til
atkvæðaveiða. Kosningaósigur stjómarflokkanna
sýndi að launafólkhafnaði forræði kaupsýslumanna
jafnt hjá borg og riki.
En islenskir útgerðarmenn og iðnrekendur, sem
ástunda atvinnurekstur er aflar gjaldeyris, þess
gjaldeyris sem kaupsýslumennirnir sóa, lúta
enn forræði „gróðapunganna” i Sjálfstæðisflokkn-
um, svo notað sé orðalag fráfarandi sjávarútvegs-
ráðherra. Nú ólgar i Sjálfstæðisflokknum eftir
hmnið niður i 32% atkvæða og að tapaðri Reykja-
vik. Þar er nú hver höndin upp á móti annarri, og
fyrir dyrum stendur enn eitt uppgjörið i hverju
félagi Sjálfstæðismanna. Markús örn Antonsson
„hugsar upphátt” á siðum Morgunblaðsins i gær.
Hann lýsir togstreitunni innan flokksins og „telur
að úrslitin um formennskuna i Sjálfstæðisflokknum
hafi ekki enn verið ráðin”. Ljóst er að Geir nýtur
þess enn að enginn einn stendur upp sem forystuafl
gegn leiðsögn hans.
Timi uppgjörs er framundan i Sjálfstæðisflokkn-
um. Timi uppgjörs er kominn hjá gjaldj'v,ota at-
vinnurekendum sem ekki geta gert upp við launa-
fólk,heldur verða að ráðast til atlögu við þá er lagt
hafa gróðann i steinsteypu og gjaldeyrissóun. Það
þarf að ráðast til atlögu við þá meinsemd sem
verslunarauðvaldið er á islenskum þjóðarlikama.
En þegar timi uppgjörs fer i hönd velur flokkur
samvinnumanna og samvinnuhreyfingin, sem
stofnuð voru til höfuðs kaupmannavaldinu, hún vel-
ur að halda sér höndum undir forystu ölafs Jóhann-
essonar og Vals Arnþórssonar. Brautryðjendur
samvinnumanna létu það aldrei um sig spyrjast
að þeir sætu hjá er glimt var við kaupmannavaldið.
En i dag hefur forstjóravaldið og hermangið dregið
vigtennumar úr samtökum samvinnumanna og
Fra msóknarflokknum.
Launafólk gerði með atkvæði sinu þann 25. júni
kröfu til þess að tekist væri á við vandann. Launa-
fólk sýndi það skorinort að það telur að alþýða
þessa lands geti ekki borið uppi þá yfirbyggingu
sem er að sliga þjóðarbúið. Það getur ekki af sinum
lágu launum borgað skuldahala svonefndra at-
vinnurekenda. Það er verslunarauðvaldið en ekki
alþýðansem á að borga. Allt annað væri siðlaust og
vitlaust, svo fleyg orð séu notuð. —-óre.
Greitt um svör
hjá Geir
Forráöamenn frysti-iðnaðar-
ins i landinu rak i rogastans á
þriðjudaginn þegar þeir gengu á
fund forsætisráðherra til að tjá
honum vandræði sin og yfirvof-
andi rekstrarstöðvun. Forsætis-
ráðherrann var nefnilega svo
glaður og upprifinn. Hvort hann
gæti svarað þeim þegar i stað:
Þó það nú væri! Svar sitt væri
einfaldlega nei. Hann hygðist
alls ekki leysa þeirra vanda.
Svona skjót og ákveðin svör
höfðu þeir hraðfrystu aldrei áö-
ur fengið hjá þessum góða Geir.
Nú var ekki hikið, stamið og óá-
kveönin. Nú lágu linurnar ljóst
fyrir. Hvort hann gæti þá alls
ekki gert neitt fyrir þá? Jú,
hann skyldi glaður bera skila-
boð frá þeim hraðfrystu til
stjórnmálamannanna sem nú
ættu i viðræðum um framtiðar-
skipan mála i Stjórnarráðshús-
inu. Fréttirnar um vanda frysti-
iðnaðarins færu kannske fram
hjá þeim ef hann, Geir Hall-
grimsson, kæmi ekki að máli viö
þá og segði þeim allt af létta.
Vilmundarnir og
milliliðurinn
Vilmundur Gylfason kveðst
berjast gegn spillingu. Hann er
ekki einn um það i sinni ætt. Vil-
mundur afi hans Jónsson, fyrr-
um landlæknir, var lika að berj-
ast gegn spillingu þegar hann
lét bóka eftirfarandi i lands-
kjörstjórn fyrir réttum 22 ár-
um: „Landskjörstjórn hlýtur að
telja sér skylt að halda vörö um
þau fyrirmæli stjórnarskrár og
kosningalaga, svo og anda
þeirra fyrirmæla og tilgang, aö
uppbótarþingsætum verði út-
hlutaö til raunhæfrar jöfnunar
milli þingflokka”. Vilmundur
(afi), Jón Ásbjörnsson og Einar
Baldvin Guömundsson rituðu
með fyrirvara undir kjörbréf
Gylfa Þ. Gislasonar og Péturs
Péturssonar, landskjörinna
þingmanna Alþýðuflokksins, en
aðeins 2 kjörstjórnarmenn vildu
taka þau gild. Vilmundur og
Einar töldu raunar að svipta
bæri Alþýöuflokkinn öllum fjór-
Vilmundur yngri. Verður hann
jafn einarður gegn spillingunni
og Vilmundur afi?
um uppbótarþingsætunum
þannig aö hann hefði aöeins eft-
ir 4 kjördæmakosna þingmenn.
Meirihluti landskjörstjórnar
var nefnilega þeirrar skoðunar
að Hræðslubandalagið svo-
nefnda, kosningabandalag
krata og Framsóknar 1956, væri
ólögmætt og bæri vitni um spill-
ingu. Meirihluti alþingis taldi þó
ekki annað fært en samþykkja
kjörbréf Gylfa og félaga, en
breyta þyrfti kosningalögum,
sem og var gert. Upphafsmenn
og reiknimeistarar Hræöslu-
bandalagsins (að fá meirihluta
á þingi út á minnihluta at-
kvæða) voru prófessorarnir
Ólafur Jóhannesson sföar dóms-
málaráöherra og Gylfi Þ. Glsla-
son milliliður Vilmundanna.
Gylfi Þ. Gislason var laginn aö
skjóta syni sinum upp i þingsæti
Alþýðuflokksins hér i Reykja-
vik. En það hefur svosem komið
fyrir áður, að sonur tæki viö af
föður. Hermann Jónasson lét af
þingsetu fyrir Vestfirðinga 1967.
Vitað er að Steingrimur Her-
mannsson keppti þá vel og
drengilega að þvi að komast of-
arlega á framboöslista Fram-
sóknar þar vestra, en sennilega
hefur Hermann sett flokkshags-
muni ofar ættinni, nema nokkuð
er þaö að selabóndinn Sigurvin
af Rauðasandi hækkaöi um sæti
á framboðslistanum og stýrði
liði Framsóknar á Vestfjöröum
i það sinn. Vann Framsókn tals-
vert á i kjördæminu 1967 en
ihaldið setti niður. Nú kemur
Steingrimur tiisögunnar 1971 og
gerist liðsoddi Framsóknar-
manna. I þeim kosningum tapar
hann 8 prósentustigum miðaö
við það sem Sigurvin hafði haft.
Steingrfmur Hermannsson. Og
kemur nú fyrir litið að vera son-
ur gllmukappa.
Enn kemur Steingrimur til
Vestfiröinga 1974 og tapar upp-
undir lOOatkvæðum til viðbótar,
en Ihaldið græddi 300 atkvæöi og
fór i fyrsta skipti upp fyrir
Framsókn á Vestfjörðum. 300
atkvæði fóru af Steingrimi i
kosningunum um daginn, og
stendur hann nú eftir með 1.100
atkvæði og hefur tapaö félaga
sinum fyrir borð, Gunnlaugi i
Hvilft. 900 atkvæöi hefði hann
þurft að hafa til viðbótar til að
veröa jafnoki Sigurvins 1967.
Tíöindin góðu 1974
„Hér hafa mikil tiðindi
gerst”, sagði Þjóðviljinn I rit-
stjórnargrein 23. mars 1974. Att
var við það samkomulag sem
gert var i rikisstjórninni tveim
dögum áður um brottflutning
hersins og nýskipan mála á
Keflavikurflugvelli. Þetta var
orðin langþráð frétt fyrir les-
endur Þjóðviljans, þvi aö I
meira en tvö ár höfðu menn beð-
ið eftir þvi að gerðar væru ráð-
stafanir i samræmi viö ákvæöið
i stjórnarsáttmálanum frá 1971:
„Varnarsamningurinn við
Bandarikin skal tekinn til end-
urskoðunar eða uppsagnar i þvi
skyni að varnarliðið hverfi frá
Islandi I áföngum. Skal að þvi
stefnt aö brottför liðsins eigi sér
stað á kjörtimabilinu”.
Samkomulagið
um brottför hersins
Samkomulagið I mars 1974
milli ráöherra Alþýðubanda-
lagsins, Framsóknarflokksins
og Samtakanna um herinn og
Völlinn var i þrem liðum.
1 fyrsta lagi um brottflutning
hersins: Herinn skyldi hverfa
frá Islandi I fjórum áföngum á
tveim árum. Fyrsti fjórðungur
liðsins fyrir árslok 1974, annar
fjórðungur fyrir mitt ár 1975,
þriðji fjórðungurinn fyrir árslok
1975 og afgangurinn fyrir mitt
ár 1976.
Alltaf drepur hann
af sér mann
einn og tvo i róðri
Annar liöurinn fjallaði um
skuldbindingar gagnvart At-
lantshafsbandalaginu, en Al-
þýöubandalagið hafði fallist á
lands i NATO þrátt fyrir ein-
dregna andstööu viö hernaðar-
bandalagiö. Skyldi haldinn fyr-
irvarinn frá 1949 aö hér væru
engar herstöðvar, en eftirlits-
flugvélar NATO hefðu lending-
arleyfi i Keflavik þegar þurfa
þykir að mati islenskra stjórn-
valda. Vegna slikra lendinga
hafi NATO leyfi til að hafa á
Keflavikurflugvelli 100-200
manna hóp flugvirkja og ann-
arra tæknimanna. Islendingar
taki við starfrækslu radarstöðv-
anna á Suðurnesjum og i Horna-
firði ef þurfa þykir.
Þriðji liöur samkomulagsins
fjallaði um það að aftur yrði
tekin upp eðlileg Islensk lögsaga
á flugvellinum, þannig að hann
heyri undir isiensk ráðuneyti
eins og við á hverju sinni. Enn
fremur að sjónvarp . hersins
yröi þegar i stað takmarkað við
völlinn einan, en þvi yrði alveg
lokaö á miðju ári 1975.
Þagað gat ég þá
með sann
Málgögn stjórnmálaflokk-
anna hföðu ekki tækifæri til að
fjalla um samkomulagið um
brottför hersins 1974 eins og vert
hefði verið, þar eð nokkrum
dögum eftir að það var gert
heyrinkunnugt skall á prentara-
verkfall sem stóð nær 7 vikur.
En fyrsta frétt dagblaðanna
eftir hið langa hlé var þingrof og
nýjar kosningar til alþingis.
Þeir flokkar sem stóðu að
vinstri stjórninni áttu aðeins 2
dagblöö, Timann og Þjóðvilj-
ann. Timinn fjallaöi ekki um
samkomulagið i ritstjórnar-
grein, en Þjóðviljinn gerði það
einu sinni og fagnaði þvi mjög,
þótt skuldbindingarnar við
NATO brygðu þar nokkrum
skugga á. Alþýðublaðið fjallaði
ekki um málið frekar en ekkert
hefði gerst, .en Morgunblaöið
geisaði að vanda, enda helsjúkt
af viöhorfum VL-manna um þær
mundir.
Sé einhverí vafa
„Sjálfstæðisflokkurinn fékk
afar slæma útreið.... Umræður
Sjálfstæðisfólks um úrslit kosn-
Markús örn: Þaft á ekki aft sýna
hann Geir utan flokksins!
inganna hafa meira og minna
beinst að flokksforustunni og
sérstaklega stöðu formanns....
Agreiningur þeirra Geirs Hall-
grimssonar og Gunnars Thor-
oddsens undanfarin ár er kom-
inn beint upp á yfirborðið....
einnig staða Alberts..Uppgjör
milli Geirs og Gunnars hefur
farið fram i nánast hverju ein-
asta félagi Sjálfstæðisfólks i
höfuðborginni..... Mikiö og
vandasamt starf biður for-
manns flokksins...aö sameina
flokksmenn og efla flokksstarf-
ið... Sé einhver i vafa um að
Geir Hallgrimsson sé maðurinn
til að vinna þaö verk, spyr ég:
„Hver annar?” ....Honum sjálf-
um og flokknum öllum er án efa
hollast, aö hann starfi á innan-
flokksvettvangi”. (Markús örn
Antonsson hugsar upphátt I
Morgunblaðinu 6. júli 1978).