Þjóðviljinn - 07.07.1978, Side 7
Föstudagur 7. júll 1978 ÞJÓÐVJLJINN — SIÐA 7
Tætingslegar húsaraöir i gamla miðbænum , óhrjáleg
iðnaðarhverfi og ófrágengin hverfi ibúðarhúsa bera
sinnuleysinu ófagurt vitni. — Hugarfarsbreyting
þarf að eiga sér stað hjá þeim sem byggja hús
Guörún
Hallgrimsdóttir
verkfræöingur
FALLEG BORG?
A röltimi'nu erlendis um stór-
borgir jafnt sem fátækleg
sveitaþorp, þar sem hvert
skúmaskot ber snyrtimennsku
vitni og nosturslegt útlit garöa,
gangstétta og húsa vekur at-
hygli, hef ég oft velt þvi fyrir
mér, hvort hægt sé að afsaka
hir&uleysiö og hroövirknina, er
blasir alls staöar viö hér, meö
veöráttunni einni saman. Vissu-
legaer slikt freistandi. Blómum
skrýddir garöar, rósir á rósir
ofan, ekki þrifst slikt i noröan-
garranum. Eöa þá trén, ósköp
eru nú kræklóttar birkihrlsl-
urnar, sem árlega heyja sina
lifsbaráttu viö vorhretin, fátæk-
legar I samanburöi viö blómstr-
andi ávaxtatré og aldagamlan
trjágróöur sem breiöir úr krón-
um sinum og varpar skugga á
göturnar, vegfarendum til hag-
ræöis og yndisauka.
Þaö reyndist sumsé ákaflega
auövelt aö finna afsakanir fyrir
óhrjálegu útliti borgarinnar
okkar svo og þorpa viöa um
land, þegar hugurinn hvarflaöi
heim.
Eftir alllanga útivist feröast
ég meö strætisvögnum borgar-
markanna á milli og jafnvel gef
mértima tilað gangabæjarleiö.
Sólin skin eins og hún aöeins get-
ur skiniö á Islandi, allir iitir
skerpast, grasiö er grænt og
loftiö tært. Um stund fer ég aö
trúa bæklingum, sem prentaðir
eru til aö laöa erlenda ferða-
menn til landsins. Sundin eru
fagurblá, ég sannfæristenn einu
sinni um sérstæöa fegurö Esj-
unnar, þaö sindrar á Móskarös-
hnjúka, Kistufelliö er tignarlegt
eins og drottning I hásæti sjöllin
á Reykjanesi ásamt Vlfilfelli og
Hengli loka umgjörðinni.
Seiðmagnaöur Snæfellsjökull
dregur mig ýmist niöur aö sjó
eöa upp f Hlíöar, þar sem hann
blasir viö I öllu sinu veldi.
En drottinn foröi mér frá aö
lita mér nær. Ekki eru þessi
ósköp veöráttunni aö kenna.
Tætingslegar húsaraöir i gamla
miöbænum, óhrjáleg iönaðar-
hverfi og ófrágengin hverfi
ibúöarhúsa bera sinnuleysinu
ófagurt vitni. Hús hafa verið
rifin og i þeirra staö ýmist
byggö ný i æpandi ósamræmi
viö þaö sem fyrir var eöa grunn-
ur sléttaöur fyrir bllastæöi. Má
ekki á milli sjá hvort er ljótara,
húsin eöa stæöin, enda er hvoru
tveggja ófirágengiö og hefur oft
veriö um árabil. Nægir hér að
benda á Hverfisgötuna, er nema
von aö fávis kona spyrji, hvort
allt sé leyfilegt, bara ef maöur
telst eigandi lóöar.
Um langan aldur hefur
Borgartúniö veriö ein aöalum-
feröargata borgarinnar og um
leið ein ljótasta. Fyrir tiu árum
gekk undirrituö daglega úr
Hllöunum út I Laugarnes. NÓa-
túniö og Borgartúniö höföu aö
vlsu veriö malbikuö en aö ööru
haföi ekki veriö hugaö. Allt eftir
veöri og vindum náöi forin I ökla
eöa moldviörið fyllti öll vit.
Eina breytingin sem siöan hefur
átt sér staö er bygging glæsi-
legra gatnamóta, sem «iginn
kemst yfir nema fuglinn fljúg-
andi og svo náttúrulega bilarn-
ir. Gangstéttargerö viröist ekki
hvarfla aö yfirvöldum né annar
nauösynlegur frágangur. Gang-
braut lögö til bráöabirgöa frá
Klúbbnum i áttina til Nóatúns er
öll úr sér gengin og sjálfsagt
lifshættuleg þeim, sem valtir
eru á fótum. Sömu sögu má
reyndar segja um flestar gang-
stéttir, einnig þær sem eiga aö
heita varanlegar. Viröist þar
einu gilda hvort um lagöar eöa
steyptar stéttir er aö ræöa. Mis-
sig og sprungur gera þær erf-
iöar yfirferöar, ekki vildi ég
þurfa aö aka barnavagni um
borgina.
Hvert sem augaö litur sjást
ófrágengin mannvirki, hrófa-
tildur, skúrar ogdrasl. Hvarfiar
helst aö manni, aö enginn búi I
þessari borg, hér sé aöeins
unniö myrkranna á milli og
aldrei litiö upp. Sumarleyfinu er
slöan eytt á sólarströnd.ljót-
leikann sér enginn. Auövelt er
aö skilja, aö fólk sem by ggir yfir
sig, eigi ekki mikiö afgangs til
aö fegra I kringum sig. En örlitil
snyrtimennska kostar ekki pen-
inga. Hjá iön- og verslunarfyrir-
tækjum hefur lengst af rlkt sú
hefö aö ljúka aöeins þvl nauö-
synlegasta, þvl sem aröbært
er, annað er ekki tekið með i
kostnaðaráætlun.
A höfuöborgarsvæöinu er þó
eitthverfisem afberogsýnir aö
heildarsvip má fá og ekki þarf
allt aö vera hálfkláraö. A ég þar
viö Flatirnar. Nú gætu margir
sagt, aö ég hugsi eins og
Fegrunarfélag Reykjavikur og
verölauni aöeins millana. Þaö
er ekki rétt. En sú hugarfars-
breyting veröur aö eiga sér
staö, aö áætlanir um bygginga-
kostnað nái einnig til frágangs á
húsum og til umhverfis. A móti
mætti draga úr kostnaöi innviöa
eöa minnka fyrirhugaö mann-
virki.
Hlutverk borgarinnar sjálfrar
er stórt og vanrækt. Ekki er
vist, aö nýr borgarstjórnar-
meirihluti geti I bráö sinnt
skyldum sinum viö gangstéttar-
gerö og frágang lóöa. En ein-
hverntlma kemur aö þvi,aö þeir
semja slna eigin f járhagsáætlun
og mættum viö þá biöja um
raunhæfar aögeröir til bóta I
staö innantómra loforöa um
græna byltingu.
Guörún Hallgrimsdóttir.
Norræn ráðstefna stúdentaráðsformanna
Atvinnuhortur til umræðu
• Fáir þurfa að búa við eins ömurleg kjör
og islenskir námsmenn:
• Samþykktir gerðar um Arabísku stúdenta-
nefndina í Jerúsalem og málefni Suður Afríku
'Dagana 16.-19. júní s.l. var
haldin i Reykjavik norræn ráö-
stefna stúdentaráðsformanna,
svonefnt NOM (Nordisk Ordför-
ande Möte). Raðstefnuna sóttu af
háifu Stúdentaráðs Háskóla ts-
lands (SHÍ) þau: Sórún Gisla-
dóttir, Boili Héöinsson, Óskar
Guömundsson, Tómas Einarsson,
Sigrún Páisdóttir, Bragi Guö-
brandsson ogGisli Fannberg. Frá
Finnlandi var mættur Jarmo
Heimo, formaður finnska
sf.údentaráösins (SYL), frá Dan-
mörku (DSF) þeir Ole Erik Han-
sen, Kurt Keller og Poui Ivan
Sörensen. Frá Noregi Sven Molle-
kleiv formaður stúdentaráösins
norska (NSU), Kjell Roland og
Dagfinn Haavik. Frá Sviþjóð
mættu þeir Anders Frostell for-
maður sænska stúdentaráðsins
(SFS) og Johan Bent Paahisson.
Þess má geta að fulltrúar allra
Noröurlandanna nema Sviþjóðar
og Finnlands eru iitaöir nokkuð
svipaö póiitiskt tii vinstri. Sænsku
Enn
fellur
dollarinn
4/7 — Enn heldur Bandarikjadoll-
arinn áfram aö slga gagnvart
japanska jeninu og komst I dag
niður I 201.30 jen. Astæöurnar til
þessa eru einkum glfurlega hag-
stæöur viöskiptajöfnuöur Japana
viö útlönd og aö sama skapi óhag-
stæöur viöskiptajöfnuöur Banda-
rikjanna.
og finnsku stúdentaráöin eru hins
vegar I höndum hægri manna.
Voru umræöur allar hinar
gagnlegustu og menn sammála
um ágæti þess að hittast á þennan
hátt reglulega og ræöa málin. Var
rætt um atvinnuleysi meöal
stúdenta og einnig um atvinnu-
horfur aö námi afloknu. Er þaö
óviöa jafn algengt og á Islandi aö
stúdentar vinni svo mikiö meðan
á námi stendur og einnig I öllum
þeim frium er gefast frá skól-
anum.
Var einnig rætt um fj-
ármögnun náms og
hvernig þeim málum
væri komiö á Noröurlöndum.
Er þaö ekki ofmælt aö segja aö
sennilega þurfa fáir aö búa viö
jafn ömurleg kjör og islenskir
námsmenn, þ.e. aö þurfa aö taka
vfeitölubundin námslán til þess
eins aö þurfa aö fjármagna nám
sitt. Var einnig rætt um þetta
atriöi meö tilliti til þeirra er
stunda þurfa nám i ööru landi en
heimalandinu. Vöktu íslensku
fúlltrúarnir máls á þessu vegna
hins gifurlega fjölda felenskra
námsmanna erlendis og þvl aö
um einn þriöji allra íslenskra
stúdenta skuli sækja nám
erlendis. Svo aö ekki sé nú talað
um hinn mikla sparnaö sem
islenska rikiö veröur fyrir meö
þvi að koma þessum fjölda náms-
manna af sér yfir á aðrar þjóöir.
Stúdentaleiötogarnir létu ekki
þar viö sitja aö ræöa hin þrengri
hagsmunamál norrænna
stúdenta, heldur létu alþjóöamál
einnig til sín taka. Var samþykkt
efirfarandi ályktun i tilefni
mannréttinda-skeröingar er
Arabiska stúdentanefndin i
Jerúsalem varö fyrir:
„Mótmæli gegn árásum á
Arabisku stúdentanefndina.
Stúdentasamtökin á Noröurlönd-
um sem sitja mót i Reykjavik
vilja mótmæla þeim ofsóknum
sem Arabiska stúdentanefndin
viö Hebreska háskólann I Jerú-
salem hefur oröiö að þola.
1 janúar 1978 ákvaö Arabfska
stúdentanefndin aö efna til mót-
mælaaðgerða fyrir framan
Knesset og fundar i Breska há-
skólanum I Jerúsalem til aö and-
mæla heimsókn Sadats til Israel.
Stjórn háskólans bannaöi
arabisku stúdentunum að halda
fund á umráöasvæöi háskólans.
Mótmælaaögeröirnar voru einnig
bannaöar.
Greinilegt er aö stjórn háskól-
ans viðurkennir ekki lengur til-
verurétt Arablsku stúdenta-
nefndarinnar.
Arabisku stúdentanefndinni
veröur að tryggja sjálfsögöustu
mannréttindi, svo sem funda- og
tjáningarfrelsi.
Stúdentasamtökin á Noröur-
löndum krefjast:
— aö Arabiska stúdentanefndin
fái aftur rétt sinn til aö halda
fundi á umráðasvæöi háskólans.
— aö banninu við aö dreifa ritum
á háskólasvæöinu veröi aflétt.
— aö Arabíska stúdentanefndin
fái aftur rétt sinn til aö efna til
samkoma á háskólasvæðinu”.
Einnig var borin upp eftirfarandi
tillaga um málefni Suöur-Afriku.
„Stúdentasamtökin á Noröur-
löndum á fundi I Reykjavlk 17.
júni 1978 lýsa yfir samstööu meö
hörundsdökku fólki og stúdentum
i Suöur-Afriku og baráttu þeirra
gegn kynþáttastefnunni.
Stúdentasamtökin á Noröur-
löndum lýsa einnig yfir fullum
stuöningi viö alþýöu Namiblu og
frelsishreyfingu hennar SWAPO,
er berst fyrir sjálfstæði landsins.
Spurninguna um stöðu Namiblu
ætti aö leysa i samræmi viö
ákvarðanir Oryggisráös Sam-
einuöu Þjóöanna.
Stúdetnasam tökin leggja
áherslu á aö mál veröa ekki til
lykta leidd i Zimbabwe án þátt-
töku bjóöfrelsishreyfingarinnar.
Stúdentasamtökin á Noröur-
löndum styöja baráttu frelsis-
hreyfinga Isyðri hluta Afriku sem
beinfet aö þvi aö tryggja hinum
svarta meirihluta lýöræöisleg
réttindi og raunverulegt frelsi.”
Voru báöar þessar tillögur sam-
þykktar samhljóöa af öllum sam-
tökunum' Norsk Studentunion,
Stúdetnaráði Háskóla Islands,
Sveriges Förenade Student-
kaarer, Suomen Ylioppilaskunt-
ien Liitto og Danske Studerendes
Fællesraad. Eru ráöstefnur
þessar haldnar til skiptis á Norð-
urlöndunum og veröur næsta for-
mannaráöstefna haldin i Osló I
desember n.k.
Gunnlaugur Viihjáimsson.
Lýst eftir
manni
Lögreglan i Reykjavik lýsir
eftir 25 ára gömlum manni,
Gunnlaugi Viihjáimssyni, Miklu-
braut 70, Reykjavik.
Gunnlaugur er um 179 cm á
hæð, grannur, skolhæröur, stutt-
hærður. Gunnlaug vantar vinstri
handlegg frá olnboga, notar krók.
Gunnlaugur var klæddur i hvita
lopapeysu, meö bekk, ljósar
gallabuxur og var i sandölum.
Þeir sem einhverjar upplýs-
ingar geta gefið um feröir
Gunnlaugs eftir 18. júni s.l. eru
vinsamlegat beðnir um aö láta
lögregluna I Reykjavik vita.
HESTAMENN
Gerist áskrifendur að
Eiðfaxa mánaðarbiaði
um hesta og hesta-
mennsku.
Með einu símtali er
Áskriftarsimi 85111
Pósthólf 887, Reykjavík.
Frá Norrænu Stúdentaráðsformannaráðstefnunni 17. júnl s.l.