Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 3
1
Þriöjudagur 11. Júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Réttarhöldin yfir sovéskum andófsmönnum:
Fordæmd víöa um um lönd
10.7 — Réttarhöld yfir tveimur af
þekktustu andófsmönnum Sovét-
rikjanna, Aiexander Ginsbúrg og
Anatólí Sjtsjaranskl, hófust f dag
og mæta haröri gagnrýni utan-
lands frá, meöal annars frá rlkis-
leiötogum og verkalýössamtök-
um. Ginsbúrger stefnt fyrir rétt I
Kalúga, um 190 kQómetra suöur
af Moskvu, en Sjtsjaranskf I
höfuöborginni. Þeir eru báöir af
gyöingaættum. Ginsbúrg er
ákæröur fyrir andsovéskar æs-
ingar og áróöur, en Júri Orlof,
leiötogi Helsinki-hópsins, sem
sætti svipuöum ákærum, var
dæmdur til sjö ára vistar I erf-
iöisvinnubúöum I maf s.l. Sjtsjar-
anski er ákæröur fyrir landráö og
getur búist viö dauöadómi.
Haft er eftir andófsmönnum i
Moskvu aö Viktoras Pyaktus, lít-
háiskur féiagi Helsinki-hópsins,
verK leiddur fyrir rétt I dag 1
Vilnu, höfuöborg Litháens.
Bandarisk stjórnarvöld hafa
mótmælt sérstaklega harölega
réttarhöldunum yfir Sjtsjaranski,
en hann er meöal annars ákæröur
um njósnir fyrir CIA, bandarísku
leyniþjónustuna. Carter Banda-
rikjaforseti segir þá ákæru upp-
spuna frá rótum.
Ginsbúrg, sem er 41 árs aö
aldri, hefur tekiö þátt I baráttu
andófsmanna 1 tvo áratugi, eöa
nánast frá þvl aö fyrst fór aö bera
á sovésku andófshreyfingunni.
Bandarikjastjórn fordæmdi
réttarhöldin i dag, en Carter for-
seti og Vance utanrikisrábherra
höfnuöu engu aö siöur kröfum um
aö Bandarlkin slitu viöræöum um
takmarkanir kjarnorkuvigbúnaö-
ar (SALT) viö Sovétrikin. Eld-
sprengju var kastaö aö skrifstofu
Intúrist, feröaskrifstofu sovéska
rikisins, I New York. I Israel
spreiuöu mótmælamenn and-
sovésk vigorö á veggi rússnesk-
orþódoxrar kirkju i Jerúsalem.
Callaghan forsætisráöherra
Breta sagöi aö réttarhöldin yröu
alvarleg þolraun fyrir samskipti
Bretlands og Sovétrikjanna.
Utanrlkisráöherra Belgiu kallaöi
fyrir sigsovéskaambassadorinn i
Briissel og kvaö belgisku
stjórnina hafa alvarlegar
áhyggjur út af réttarhöldum
þessum yfir tveimur sovéskum
borgurum, sem ekkert heföu unn-
Ginsbúrg — tveggja áratuga viö-
ureign viö yfirvöld.
iö til saka annaö en þaö aö krefj-
ast þess, aö lokasáttmála Hels-
inki-ráöstefnunnar væri fram-
fylgt I einu og öllu. Alþjóöasam-
band frjálsra verkalýösfélaga,
sem hefur 55 miljónir félaga, for-
dæmdi Sovétrikin I dag harölega
Sjtsjaranskl — verður hann
dæmdur til dauöa?
fyrir réttarhöldin.
Sjtsjaranski lýsti sig saklaus-
an af öllum ákærum, er hann var
leiddur fyrir réttinn I dag, og
kvaöst lita á ákværurnar sem
fjarstæöur. Ginsbúrg gaf réttin-
um I Kalúga svipuö svör.
NAVARRA:
Stórfelldar óeirdir vegna
ruddaskapar lögreglu
10/7 — Atök milli óeiröalögreglu
og mótmælafólks hófust á ný I dag
I Pamplona, höfuðborg spænska
fylkisins Navarra, sem aö hálfu
leyti aö minnsta kosti er byggt
Böskum. Átökin hófust eftir
jaröarför ungs vinstrisinna,
sem lögreglan skaut til bana á
laugardaginn.
Mar gar þúsundir manna fylgdu
hinum myrta til grafar og gengu
frá kirkjugaröinum til staöarins,
þar sem hann var skotinn. Þar
var sunginn baskneskur söngur
og siðan alþjóöasöngur verka-
lýðsins. Þeir, sem stóöu fyrir
jarðarförinni og göngunni, báöu
mótmælafólkið aö dreifa sér í
Máritaníuforseta
steypt af stóli
Óljóst um
fyrirœtlanir upp
reisnarmanna
10/7— Stjórnarbylting hef-
ur verið gerð í Máritaniu
og er ókunnugt um örlög
forsetans/ Moktar Úld
Dadda. Hamdi Úld Múkn-
ess/ utanríkisráðherra
landsins/ sem situr ráð-
stefnu Einingarsamtaka
Afriku (OAU) í Kantúm/
höfuðborg Súdans, sagði í
dag að foringi stjórnar-
by Itingarmanna væri
Mústafa úld Mohamed
Salek undirofursti/ sem er
yfirmaður herforningja-
ráðs Máritaníuhers.
Skipuö hefur verið nefnd til að
fara meö stjórn I landinu, en
óljóst er enn um fyrirætlanir
hennar og raunar um stjórnar-
byltingu þessa yfirleitt. Yfirlýs-
ingar stjórnarbyltingarmanna til
þessa benda ekki til þess aö þeir
hafi neinar stórbreytingar i
hyggju. Máritanía, sem fyrrum
var frönsk nýlenda, hefur áfram
verið mjög höll undir Frakkland,
og hafa Frakkar stutt Úld Dadda
forseta meö vopnum, hernaðar-
sérfræöingum og flugher I stríöi
hans við skæruliöa frá Vestur-
Sahara, sem Máritania og
Marokkó skiptu á milli sin aö
ibúunum forspuröum er yfir-
ráöum Spánar lauk bar.
Moktar Úld Dadda er einn
þeirra forustumanna afrískra,
Moktar úld Dadda ( til vinstri)
ásamt Hassan Marokkókonungi.
— Frakkar mega sakna vinar I
staö, þar sem hann er.
sem skóluöust hjá Frökkum og
hafa siöan veriö þeim hliðhollir.
Nýlenduyfirvöldin frönsku
kostuöu hann til háskólanáms i
Paris, þar sem hann tók lögfræöi-
próf. Hann hefur verið forseti
Máritaniu siöan hún varö sjálf-
stætt riki 1961.
friösemd. Nokkrir unglingar
geröu þá hróp aö lögreglumönn-
um og kölluöu þá moröingja, og
geröi lögreglan þá áhlaup á fólk-
iö. Uröu af þessu átök viöa um
götur borgarinnar.
Maöurinn sem var drepinn var
félagi I samtökum trotskista.
A laugardaginn fóru fram I
Pamplona hin árlegu bolahlaup,
en í sambandi viö þau eru mikil
hátiöahöld, er draga aö sér f jölda
feröamanna. Er þá nautum, sem
ætluö eru til ats, hleypt út á
göturnar, þar sem þau fara i
kapphlaup viö fólkiö. Baskneskir
vinstrisinnar gengu um nautaats-
sviöiö l borginni meö fána
og höföu uppi kröfur um náöanir
til handa baskneskum föngum og
aukið lýöræöi, Einhverjir nær-
staddir ýföust viö mótmæla-
mönnunum og uröu af því áflog
nokkur, þó ekki alvarleg. Segja
sjónarvottar aö þeim hafi nærfellt
verið lokiö er óeiröalögreglan
geröi áhlaup á leikvanginn og
skaut gúmkúlum og reyksprengj-
um beint inn i mannfjöldann, en
um 20.000 manns voru þá á leik-
vanginum.
Mannfjöldinn trylltist þá og
henti öllu lausiegu i lögregluna,
og skaut lögreglan þá nokkrum
sinnum af skammbyssum. Er tal-
iö aö þá hafi hinn látni vinstri-
sinni veriö drepinn. Yfirvöld
segja aö 135 menn hafi særst og
meiðst, en fréttamenn telja aö
þeir slösuöu séu mikiu fleiri.
Allir Stjórnmálaflokk-
ar nema Franco-sinnar
hafa fordæmt lögregluna fyrir at-
hæfi hennar og eru á einu máli
um, aö hún beri fulla ábyrgö á
óeiröunum. Hátiöahöldin voru
stöövuö og einn af stjórnendum
þeirra segir aö þau veröi ekki
hafin aftur nema þvi aðeins aö
óeiröalögreglan sé kölluö af göt-
unum, landstjóri stjórnarinnar
látinn segja af sér og rannsókn
fyrirskipuö. Prestur einn sagöi i
dag i stólræöu aö banamenn
vinstrisinnans unga væru liðs-
menn afla, sem Navarramenn
heföu um nokkurt skeiö haft
grunuð um tiiraunir til aö svipta
þáfrelsiogað koma I veg fyrir aö
þeir sameinuöust bræörum sfnum
i öörum Baskahéruöum.
CHICAGO:
Nasistafundur
undir lögregluvemd
10/7 — Um 20 bandariskir
nasistar héldu útifund i garöi
nokkrum I Chicago I dag, drógu
nasistafána á stöng og æptu slag-
orö úr hátölurum. Múgur manns
þyrptist aö, margir þar á meöal
gyöingar og vinstrisinnar. Geröu
þeir hróp aö nasistum, en 1500
manna lögreglulið iiaföi siegiö
hring um þá svo aöþeir uröu ekki
fyrir teljandi hnjaski. Lögreglan
handtók yfír 60 andnasista, og
sakaöi suma þeirra um óviöeig-
en
Ótryggt vopnahlé í Beirút
10/7 — Elias Sarkis, forseti
l.Ibanons, seglst ætla aö standa
viö þá hótun slna aö segja af sér
embætti. Er haft eftir heim-
ildum aö Sarkis telji miklar
likur á þvi að bardagar brjótist
út aö nýju, og aö hann geti
ekkert gert til aö koma I veg
fyrir þaö.
Svo á að heita aö friður riki I
Beirút, en leyniskyttur hafa sig
þó eitthvaö f frammi og einnig
ber það viö aö þungavopnum sé
beitt. Er fiestra mál aö ekkert
megi út af bera til aö bardagar
sýrlenska hersins og varöliöa-
sveita hægrimanna blossi upp
aö nýju.
andi hegöun á almannafæri
aöra um árás á lögregluna.
Þrátt fyrir þessar miklu hand-
tökur uröu ekki teljandi óeiröir
viö þetta tækifæri, gagnstætt þvi
san búist haföi veriö viö, þar eö
fjölmargir, einkum gyðingar,
voru ævareiöir yfir þvi aö
nasistum skyldi lföast aö halda
fund á almannafæri. Foringi
nasistanna, Frank Colin, haföi I
fyrstu fyrirhugaö að marséra
með kumpa'num sinum gegnum
útborgina Skokie, sem aö miklum
hluta er byggö gyðingum, en yfir-
völdum tókst aö fá hann ofan af
þvi.
Nasistarnir voru klæddir
brúnum skyrtum og meö haka-
krossarmbönd. Colin æpti I há-
talara aö hann tryði þvi ekki aö
fjöldamorö nasista á gyöingum
heföu nokkurntima átt sér stað,
en þótt svo hefði veriö, hefðu gyö-
ingarnir átt þaö skilið. Hann og
lagsbræöur hans töluöu einnig um
aö blökkumenn, gyöingar og
kommúnistar heföu gert meö sér
samsæri.
Washington:
30.000
konur
kreQast
jafii-
réttís
9/7 — Yfir 30.000 bandarisk-
ar konur hvaöanæva af land-
inu gengu I dag til þinghúss-
ins I Washington til þess aö
krefjast þess aö viöbótar-
grein I stjórnarskrá Banda-
rlkjanna ætluö til þess aö
tryggja konum fullt jafnrétti
á viö karla, veröi aö lögum.
Þingiö hefur þegar sam-
þykkt viöbótargrein þessa,
en 38 af 50 rikjum Bandarikj-
anna veröa aö staðfesta hana
fyrir 22. mars n.k. tU þess aö
hún veröi aö lögum.
35 riki hafa þegar staöfest
greinina en óvist er um þaö
hvort þrjú ríki I viðbót fara
aö dæmi þeirra áöur en
fresturinn rennur út. —
Konurnar gengu i hvitum
búningum aö dæmi kvenrétt-
indakvennanna sem böröust
fyrir kosningarétti konum til
handa fyrir meira en 60 ár-
um. Þær höföu á göngunni
uppi fána kvenréttinda-
kvennanna purpurarauöa,
hvlta og gullnay og gengu
sömu braut og kvenréttinda-
konurnar höföu fetaö árla á
öldinni. Nokkur hundruö
karlmanna gengu meö þeim.
Göngufólkiö hrópaöi I kór
vigorö sem fólu i sér kröfur
um fulit jafnrétti kvenna og
karla hvaö snerti laun og aö-
gang aö vinnu.
Blada-
manna-
yerk-
falli
afstýrt
í Noregi
Þorgrimur Gestsson simar
frá Osló.
Yfirvofandi blaöamanna-
verkfalli i Noregi var afstýrt
á siöustu stundu, en þaö heföi
oröið fyrsta verkfall blaöa-
manna i Noregi. Samningar
tókust eftir 20 tima
samningafund á sunnudags-
morgun. Samninganefndin
samþykkti samkomulagiö
einróma, svo samningarnir
koma ekki tii allsherjar-
atkvæöagreiöslu. Stjórn
blaöamannafélagsins hefur
aftur á móti lýst óánægju
meb samningana.
Samið vartilársins 1980 og
kauphækkunin varð 4,4%,
þ.e. hækkun um 3.200 n.kr. á
árslaun sem eru um 85
þúsund n.kr. Blaðamenn
náöu ekki fram þeirri kröfu
að fá áhrif á rekstur blaö-
anna en fengu því framgengt
aö allar blaöamannastööur
yröu auglýstar.