Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 13
ÞriOjudagur 11. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Gísli Helgason ræðir við Oddnýju Guðmundsdóttur
RagnbeiOur Steindórsdóttir I hlutverki Skáld-Rósu I samnefndu
leikriti Birgis Sigurðssonar, sem Leikfélag Reykjavikur sýndi I
vetur. Meó henni á myndinni er Þorsteinn Gunnarsson.
Á Sumarvöku út-
varpsins, sem hefst
klukkan 21.10 í kvöld, les
Rósa Gísladóttir frá
Krossgerði brot úr sögu
Natans Ketilssonar og
Skáld-Rósu eftir Brynjólf
Jónsson frá Minna-Núpi.
Þetta er síðari lestur og
nefnist Skáld-Rósa.
Rósa Guðmundsdóttir,
sem oftast var nefnd
Vatnsenda-Rósa eða
Skáld-Rósa fæddist á Ás-
gerðarstöðum í Hörgár-
dal í Eyjafirði árið 1795,
en lést 1855. Hún var ung í
vistum á Möðruvöllum,
Ketilsstöðum á Völlum og
víðar. Rósa bjó með fyrri
mannisínum i Húnaþingi,
m.a. á Vatnsenda í
Vesturhópi. Þau skildu,
og með síðara manni
sinum bjó hún í Ölafs-
vík? undir Jökli og að Ös
eyrivið Hafnarf jörð. Hún
var um skeið í þingum við
Natan Ketilsson, þann er
myrtur var á llluga-
stöðum á Vatnsnesi 1828,
átti börn með honum og
var því af sumum nefnd
Natans- Rósa.
Eftir Rósu hafa varð-
veisttvö Ijóðabréf, annað
til Natans Ketilssonar,
hitt til dóttur hennar,
einnig allmargar stökur
og kviðlingar. Einkum
eru það ástarvísur, sem
hafa haldið á lofti nafni
hennar. —eös
t dag kl. 10.45 er á dagskrá
þáttur sem nefnist „Farkennar-
ar”. Gisli Helgason tekur
saman þáttinn og ræöir við
Oddnýju Guðmundsdóttur.
„Oddný er mjög sérstæð
kona,” sagði GIsli i stuttu spjalli
við Þjóðviljann. „Hún stundaði
farkennslu I 30 ár, ferðaðist vitt
og breitt um landið og yfirleitt
hjólandi. Stundum hjólaði hún
alla leiö frá Reykjavik noröur á
Langanes og dagleiðirnar voru
iðulega 100—200 km.”
GIsli sagði aö Oddný væri llk-
lega slöasti farkennarinn hér á
landi. Hún hætti farkennslu
fyrir tveimur árum. Oddný er
mjög þjóöleg I sér og heldur
mjög á lofti Islensku þjóðerni og
menningu. Hún segist ekki hafa
getaö lagað sig að nútlma
kennsluháttum og þessvegna
hafi veriö eins gott fyrir sig aö
hætta.
I samtali sinu við Gisla rifjar
Oddný upp ýmislegt frá ferli
sinum sem farkennari. Hún
hefur kennt I öllum landsfjórð-
ungum, slðast á Langanesi.
Gisli sagði aö nú segðist hún
vera hætt að vera „förukerling”
og væri loksins komin með fast-
an samastaö, á Þórshöfn á
Langanesi.
Oddný Guðmundsdóttir er
þjóðkunn af ritstörfum sinum.
Hún er fædd á Hóli á Langanesi
Oddný Guðmundsdóttir.
nokkrar skáldsögur, þeirra á
meöal „Svo skal böl bæta,” og
„Skuld” Nokkur leikrit eftir
hana hafa verið flutt i útvarp-
inu, m.a. „Vellygni-Bjarni” og
JFósturlandsins Freyja.”
— eös
GIsli Helgason.
1908, varð gagnfræðingur á
Akureyri og stundaði nám I
utvarp
Sviþjóö, Sviss og Danmörku.
Hún hefur ort mikið og skrifað
Síðastí farkennarínn
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
7.10 Létt lög og morgunrabb.
7.55 Morgunbæn.
8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá.
8.15 Veðurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.)
8.35 Af ýmsu tagi: Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Gunnvör Braga les söguna
af „Lottu skottu” eftir
Karin Michaelis (2).
9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn-
ingar.
9.45 Sjávarútvegur og fisk-
vinnsla. Umsjónarmenn:
Agúst Einarsson, Jónas
Haraldsson og Þórleifur
Ólafsson.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir.
10.25 Viösjá : Helgi H. Jónsson
fréttamaöur stjórnar þætt-
inum.
10.45 Farkennarar: Gisli
Helgason tekur saman þátt-
inn og ræöir við Oddnýju
Guömundsdóttur.
11.00 Morguntónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar, Til-
kynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
15.00 Miðdegissagan:
„Angellna” eftir Vicki
Baum. Málmfriður Sig-
uröardóttir les (21).
15.30 Miödegistónleikar:
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15) Veöurfregnir).
16.20 Popp
17.20 Sagan: „Til minningar
um prinsessu" eftir Ruth M.
Arthur. Jóhanna Þráins-
dóttir þýddi. Helga Harðar-
dóttir les (2).
17.50 Víösjá: Endurtekinn
þáttur frá morgninum.
18.05 Tónleikar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir, Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Barnsfæðingar — verö-
laun syndarinnar. Anna Sig-
urðardóttir forstöðumaður
Kvennasögusafns Islands
flytur erindi.
20.00 „Alfhóll” leikhústónlist
eftir Friedrich Kuhlau.
Konungl. hljómsveitin I
Kaupmannahöfn leikur,
Johan Hye-Knudsen stj.
20.30 Útvarpssagan: „Kaup-
angur” eftir Stefán Júiius-
son . Höfundur les (19).
21.00 tslenzk einsöngslög:
Guðmundur Jónsson syngur
lög eftir Björgvin Guð-
mundsson. ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó.
21.20 Sumarvaka.
22.30 Veöurfregnir. Fréttir.
22.50 Harmónikulög Arnstein
Johansen leikur.
23.00 A hljóðbergi Dækja eða
dýrlingur? Judith Anderson
les Júditarbók úr apókrýf-
um bókum Bibliunnar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Laus staða
Staða útsölustjóra við útsölu Afengis- og
tóbaksverslunar rikisins á ísafirði er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs-
manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist skrifstofu
Áfengis- og tóbaksverslunar rikisins,
Borgartúni 7, fyrir 3. ágúst 1978.
Áfengis- og tóbaksverslun rikisins.
Skrifstofumaður
Starf skrifstofumanns i launadeild fjár-
málaráðuneytisins er laust til umsóknar
frá 1. ágúst.
Laun skv. alunakerfi starfsmanna rikis-
ins, launaflokkur 7.
Umsóknir sendist launadeild fjármála-
ráðuneytisins fyrir 20. júli.
Fjármálaráðuneytið.
Frá Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur
Staða forstöðumanns við sálfræðideild
skóla i Reykjavik (Austurbæ) er laus til
umsókna.
Umsóknir berist fræðsluskrifstofunni
fyrir 30. júli n.k., en þar eru veittar nánari
upplýsingar um starfið.
Fræðslustjóri.
Staða skólastjóra
við Héraðsskólann Reykholti er laus til
umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júli
nk’ Umsóknir sendist formanni skóla-
nefndar, Snorra Þorsteinssyni, Hvassa-
felli, simi 93-7480. Hann veitir nánari upp-
lýsingar.
Skólanefnd.