Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 16
vúÐv/wm
Þriöjudagur 11. júli 1978
Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tlma er hægt aö ná t blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins f þessum simum: Ritstjörn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
^ 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans i slma-
skrá.
Verður Friðrik
forseti FIDE?
Fríðrík Ólafeson telur heimspólitíkina ráöa of miklu,
en hann nýtur studnings Vestur-Evrópusyæóisins
1 tilefni þess aö sameiginlegur
fundur I. og II. svæöis innan Al-
þjóöaskáksambandsins heföi lýst
yfir einróma stuöningi viö fram-
boö Friöriks ólafssonar stór-
meistara til forseta FIDE, haföi
Þjóöviljinn samband viö Friörik,
og spuröi hann hvernig hann liti á
þessa yfirlýsingu.
,,Ég hef þessa fregn aö visu aö-
eins gegnum Morgunblaöiö, en
ekki frá Einari S. Einarssyni
sjálfum, sem situr fundinn fyrir
Islands hönd. Þvi get ég i raun-
inni ekki tjáö mig meira um þetta
en fram kemur i Morgunblaðinu.
En þaö er aö sjálfsögöu ánægju-
legt aö hafa þennan einróma
stuöning. Nú, Austantjaldslöndin
standa sjálfsagt saman um
Gligoric, svo enn er of snemmt aö
spá nokkru um úrslit forsetakosn-
inganna. Eg vil þó taka fram, aö
viö Gligoric, erum afskaplega
góöir kunningjar, og viö tökum
Sláttur
hafinn en
spretta
treg
þetta mál ekki alvarlega. Ég yröi
fyrsti maöurinn aö óska Gligoric
til hamingu, næöi hann kjöri, og
hann yröi sjálfsagt sömuleiöis
fyrsti.maöurinn aö óska mér til
hamingju, nái ég kjöri. Enda
viljum viö báöir vinna aö hags-
munum skákarinnar og skák-
manna, og ég veit aö viö höfum
mjög svipuö sjónarmiö i þvi máli.
Svo er aftur annaö mál, hvort við
veröum i þeirri aöstööu aö geta
ráöiö einhverju þar um.
Spurningin stendur fyrst og
fremst um, hvort FIDE eigi aö
vera eingöngu hagsmunatæki
skákmanna og skákarinnar, eöa
hvort öðrum málum skuli
blandaö þar i.
Þaö sem skiptir mestu máli i
sambandi við málefni FIDE er aö
ná samstööu um aöalatriöi, og ég
trúi þvi ekki fyrr en á reynir að
það sé ekki hægt. Agreiningsefnin
koma oft aö langmestu leyti utan-
frá, aöallega vegna þess aö skák-
mennirnir sjálfir hafa ekki áhrif
sem skyldi. Þaö veröur eitt
meginverkefni næsta forseta
FIDE aö bæta úr þvi.
Friörik ólafsson
I þvi skyni mætti nefna, aö
komiö hefur fram sú hugmynd aÖ
mynda svæöi FIDE eftir heims-
álfum I staö núverandi svæöa-
skiptingar, þar sem m.a. svæöi I
og II takmarkast viö Vestur-
Evrópu auk Israels. Þarna viröist
mér fremur miöaö viö heims-
pólitikina en skákina sem slika”.
Banaslys
í Árnes-
sýslu
Um kl. 1.45 sl. sunnudagsnótt ók
bill út af vegamótunum þar sem
mætast Skálholts- og Skeiöavegur
i Arnessýslu. ökumaöurinn. var
einn i bilnum og mun hafa látist
samstundis. Hann hét Jón Logi
Jóhannsson, 32ára, til heimilis aö
Dúfnahólum 2 i Reykjavik.
Ekki er meö öllu ljóst hvernig
slysið hefur viljaö til, aö þvi er
lögreglan á Selfossi tjáöi blaöinu i
gær. En út litur fyrir aö bilstjór-
inn hafi komiö eftir Skálholtsvegi
og ætlaö aö beygja upp á Skeiöa-
veg en af einhverjum ástæöum
misst vald á bifreiöinni, e.t.v.
ekki tekið eftir vegamótunum i
tima.
Ekki kvaöst lögreglumaöur sá,
sem viö var rætt, minnast þess,
aö þarna heföi áöur oröiö slys. —
—mhg
Fer torgklukkan loks af staö?
Astæöan fyrir þvi aö torg-
klukkan hefur veriö stopp mán-
uöum saman er ekki stórfelld
bilun eins og flestir hafa áiitiö,
heldur hafa eftirlitsmenn SVR,
sem annast hafa stillingu á úr-
verkinu, ekki komist aö þvl þar
sem þaö er staösett uppi á lofti á
horni Austurstrætis og Lækjar-
götu.
Torgklukkan mun vera I
einkaeign, en ekki tókst Þjóö-
viljanum aö hafa uppi á raun-
verulegum eigendum hennar i
gær. Upphaflega fékk Magnús
Kjaran leyfi veganefndar og
bæjarstjórnar til aö setja upp
Hver á klukkuna og qf hverju
er ekki gert viö hana?
„auglýsingaklukku" á torginu
hinn 7. nóvember 1929, og er lik-
legt aö erfingjar Magnúsar eigi
klukkuna nú.
Strætisvagnar Reykjavikur
hafa hins vegar annast viöhald
og stillingu klukkunnar árum
saman, en til þess hafa eftirlits-
mennirnir þurft að komast upp
á loftið, þar sem úrverkiö stend-
ur. Erikur Asgeirsson forstjóri
SVR sagöi i samtali viö Þjóö-
viljann i gær, aö eftir aö eig-
' endaskipti heföu oröið á hús-
næöinu, heföi þurft aö fara i
gegnum lager til aö komast aö
verkinu, og þaö hefði ekki veriö
auösótt mál. „Eftirlitsmennirn-
ir gáfust hreinlega upp á aö
reyna aö komast að úrverkinu,
og þess vegna er klukkan
stopp”, sagöi Erikur. „Hins
vegar höfum viö fullan hug á aö
koma henni af staö aftur”.
Þegar blaöamaöur og ljós-
myndari fóru niður á torg i gær-
dag, var allt lokaö og læst upp á
loftiö, enda er nú unniö að
breytingum á húsnæöinu. Eng-
inn var þó við vinnu þá stund-
ina, en i ráöi mun vera aö þar
komi tiskuverslun. Hvaö þá
verður um úrverkiö, er ekki gott
aö segja, en Eirlkur taldi hugs-
anlegt aö strætó tæki þaö yfir I
húsnæöi sitt i skýlinu á torginu,
eöa þá yfir i nýbygginguna, þeg-
ar hún verður tekin i notkun, ef
þaö getur ekki veriö áfram á
sinum upprunalega stað.
Hvernig væri nú aö eigendur
Lækjargötu 2 opnuöu fyrir þeim
frá Strætó, svo hægt væri aö
setja klukkuna af staö? Klukka
sem er stopp er nefnilega til lit-
ils gagns! _AI
Fundur á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Stuðningur \ið þjálfun í
jarðhitafræði hérlendis
• þjálfunin nær eingöngu verkleg og
stendur í 6 mánudi
• Leiöbeinendur veröi Orkustofnun
og Háskóli íslands
Rætt við Val
Þorvaldsson,
ráðunaut á Selfossi
— Segja má aö sláttur sé aó
byrja en spretta hefur veriö léleg,
sagöi Valur Þorvaldsson, ráöu-
nautur á Selfossi, er biaöamaöur
Þjóöviljans haföi tal af honum i
gær og innti hann eftir heyskap-
arhorfum á félagssvæöi Búnaöar-
sambands Suöurlands.
— Voriö hefur veriö kalt þar til
þá nú siöustu viku að brugöiö hef-
ur til hlýinda og spretta örvast.
Nokkuö margir eru byrjaöir aö
slá en hinir eru lika fjölmargir,
sem ekki eru farnir aö bera niður.
Og þetta er nú ennþá óverulegt
hjá þeim, sem þó eru byrjaðir.
— Hér er töluvert kal á viö og
dreif i túnum, sagöi Valur, —
hvergi stórfellt að visu en þó nóg
til þess aö rýra sprettu býsna
mikið sumsstaöar. Þaö er ekki
mikiö um samfelldar kalskellur,
en „okkur sýnist lengra á milli
stráanna en oft hefur veriö þann-
igaö þó aö túnin líti kannski ekki
svo illa út til að sjá þá reynast
baggarnir færri þegar fariö er aö
binda en menn hafa e.t.v. átt von
á”, sagöi Valur. I stuttu máli má
segja aö spretta sé áberandi lé-
legri en undanfarið ár, yfirleitt.
Kuldar voru lika i vor og úthagi
siögróinn svo að fé var lengi á
túnum. Allt leiöir þetta til einnar
niðurstööu.
Þurrkar hafa hinsvegar veriö
aö undanförnu, þannig aö ef gras-
vöxtur hefði verið aö sama skapi
þá heföi verið gaman aö lifa. En
þaö er nú sjaldan aö öll hagstæö
atvik leggist á eitt.
Þaö hefur veriö heldur þurrt nú
I hálfan mánuö og þeir, sem byrj-
aöir eru aö slá eru búnir aö ná
heyi I hiöður. Þaö þornar fyrr
þegar þunnt er á.
Nú, sumir, sem verka vothey,
gera þaö strax i sláttarbyrjun.
Votheysverkun er aö aukast og
Framhald á 14. siöu
Starfshópur Háskóla
Sameinuöu þjóöanna þingaöi á
Laugarvatni, dagana 3.-9, júli og
ræddi um þörf á þjálfun á sviöi
jaröhitafræöa. Kom fram m.a. i
niöurstööum fundarins, aö stofn-
anir Sameinuöu Þjóöanna hafa i
hyggju aö styöja starfsþjálfun
einstaklinga á lslandi. Leiöbein-
endur á námsskeiöum veröur
Orkustofnun i samvinnu viö Há-
skóla islands.
Þrenns konar þjálfun
I heild var samþykkt aö styöja
þrenns konar þjáifun fyrir sér-
fræðinga á sviði jarNiita:
a) Háskólanám viö University of
Aukland á Nýja Sjálandi (styrkt
af þróunarsjóöi S.Þ.)
b) Námskeiö viö Háskólann i
Kyushu, Japan og einnig viö
Jaröhitastofnunina i Pisa, Italiu.
(Styrkt af UNESCO.)
c) Starfsþjálfuneinstaklinga á Is-
landi (Orkustofnun I samvinnu
viö Háskóla íslands).
Aö auki var viöurkennd þörf
fyrir þjálfun og fræöslu á eftir-
töldum sviöum, án þess aö ræöa
þaö frekar:
a) Fræöslufundir tengdir ákveön-
um landsvæöum.
b) Starfsþjálfun á vinnustaö.
Fariö var yfir námsskrá nám-
skeiða san nú er völ á og tillögu
aðnámsskrá starfsþjáifunar á Is-
landi. Alyktaö var aö námskeiöin
og starfsþjálfunin fjöHuöu nægi-
lega vel um bæöi aimenn og sér-
fræöileg atriöi þjálfunar jaröhita-
sérfræðinga. Starfsþjálfunin á Is-
landi var talin mikilvæg viðbót
við þá fræðslu sem nú er i boði.
Fulltrúar þeirra þjóöa sem koma
til meöaö notfæra sér starfsþjálf-
unina á íslandi lögöu sérstaklega
áherslu á aö hún tæki sem
skemmstan tima án þess aö
missa marks. Starfshópurinn var
þeirrar skoöunar aö umsækjend-
ur frá þróunarlöndum þar sem
jaröhitaleit eöa vinnsla er hafin
hefðu forgang aö starfsþjálfun-
inni á tslandi og aö þeir heföu ein-
hverja verkreynslu á sinu sér-
sviði áöur en starfsþjálfunin hæf-
ist. Starfshópurinn gerðisér grein
fyrir aö þjálfun sérfræöinga nýtt-
istekkifyllilega nemaaövöl væri
Framhald á 14. siöu
Skemmtanaskattur:
Undanþágur sjaldgæfar
„Þaö er mikil ásókn i þessa
niöurfellingu á skemmtana-
skattinum og þvi hefur jafnan
veriö fylgt vel eftir, ef slik und-
anþága er veitt. Veröa menn aö
sýna skilagrein, þannig aö
tryggt sé aö öllum ágóöanum sé
variö til máiefnisins.
Langoftast er um lfknarsafn-
anir aö ræöa, eöa einhverja
söfnun t.d. til húsbyggingar sem
fellur undir menningu eða
liknarmál” sagöi Birgir
Thorlacius ráöuneytisstjóri i
menntamálaráðuneytinu er við
ræddum við hann um undan-
þágu á greiöslu á skemmtana-
skatti sem mjög hefur veriö til
umræöu eftir aö I ljós kom aö
einstaklingar hugöust hiröa
megniö af ágóða af „skáta
sirkusnum”. Var veitt undan-
þága á skemmtanaskatti af aö-
göngumiöunum, þar sem öllum
ágóöanum átti að verja til bygg-
ingar æskulýðshúss.
„Þetta var veitt út á hiö góöa
nafn skátahreyfingarinnar og
viö munum fylgjast vel meö aö
ágóöinn fari I réttar hendur”,
sagði Birgir ennfremur.
A skrifstofu Tollstjórans feng-
um viö þær upplýsingar aö
skemmtanaskattur af sirkus
væri 20%, en miöaverðiö var
2800 — 3700 krónur og er þvi um
dágóöa upphæð að ræöa.
Þar fengum viö einnig þær upp-
lýsingar aö undanþágur frá
skemmtanaskatti væru mjög
sjaldgæfar og oftast vegna likn-
armála, en t.d. leiksýningar og
sinfóniutónleikar eru undanþeg-
in skemmtanaskatti, enda renn-
ur þessi skattur aö mestu i fé-
lagsheimilasjóö og i rekstur
sinfóniuhljómsveitar. þs