Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 11. júll 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 af erlendum vettvangi l Bretlandi er það margra mál að kosið verði til þings þar í landi í haust. Margaret Thatcher, leið- togi íhaldsflokksins, sem nú er í stjórnarandstöðu, telur að Callaghan forsæt- isráðhera og leiðtogi Verkamannaflokksins láti kjósa 12. október, vegna þess að daginn eftir verði kunngerðar tölur um við- skiptajöfnuð við útlönd og verðlag í smásölu. Ekki er búist við að þær tölur muni auka vinsældir ríkisstjórn- ar Verkamannaf lokksins neitt að ráði. Kosningabaráttan viröist þegar byrjuö og jafnvel oröin i heitara lagi. Ekki var raunar viö ööru aö búast, þvi aö undanfariö eitt og hálft ár hefur stjórnin lafaö við völd á stuöningi Frjálslynda flokksins, sem er miðjuflokkur Bretlands. Frjálslyndir geröust skjótt leiöir á að láta þann stuön- ing i té og hafa ákveðið aö kippa aö sér hendinni um næstu mán- aöamót. Þeir vilja nýjar kosning- ar og David Steel, leiðtogi þeirra, hótar að greiða atkvæði með thaldsflokknum á þingi til þess aö fella stjórnina, ef Callaghan taki ekki af sjálfsdáöun ákvöröun um að láta kjósa i haust. Ranglátt kosningafyrir- komulag Steel fer ekki leynt með þaö, að hann óskar þess eindregið að Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn, stóru flokkarn- ir tveir, komi nokkurnveginn jafnsterkir út úr kosningahriö- inni, þannig að hvorugur þeirra geti myndað lifvænlega stjórn nema með stuðningi Frjáls- lyndra. Frjálslyndir eru reiðu- búnir að ganga i stjórnarsængina með þeim stóru flokkanna, sem byöur betur. Þaö skilyröi, sem Frjálslyndir setja fyrst og fremst, er aö kosningafyrirkomu- laginu verði breytt, þannig aö fleiri flokkar en þeir tveir stærstu hafi einhverja möguleika á aö fá þingmannatölu i samræmi viö kjósendafylgi sitt. Frjálslyndir vilja hlutfallskosningar til aö lappa upp á núverandi einmenn- ingskjördæmakerfi, sem er þann- ig úr garði gert að þeir einir frambjóðendur ná kosningu, er fá flest atkvæðin i sinu kjördæmi. Núverandi fyrirkomulag eru stóru flokkunum tveimur mjög i hag, enda vilja þeir á þvi enga breytingu. Einmenningskjör- dæmafyrirkomulagiö hefur haft i för með sér að i marga áratugi hafa Verkamannaflokkurinn og i- haldið skipst á um að fara meö stjórn, og aörir ekki komiö til greina. Hinsvegar eru báðir stóru flokkarnir fúsir til að lofa Frjáls- lyndum öllu fögru i skiptum fyrir stuðning þeirra, án þess aö þeim detti i hug að efna loforðin. James Callaghau — David Steel ■ landsfööursvipurinn kemur sér ,Á {haldinu. vel. innileg fyrirlitning Margaret Thatcher — þykir leið- inleg og nöldursöm. Bretar komnir í kosningaham: Frjáklvndir berjast fyrir hlutfalkkosningum „Marklausir ónytjungar" Þaö má þvi allteins búast viö aö eftir kosningar myndi annaðhvort Verkamannaflokkur eða ihald stjórn með stuðningi Frjáls- lyndra. Mörgum Bretum finnst háttalag Frjálslynda flokksins lágkúrulegt og kalla ab hann hafi það eitt á stefnuskrá sinni að selja sig hæstbjóðanda, en Frjálslyndir hafa vissulega mikið til sins máls, þar sem hið rangláta kosninga- fyrirkomulag er. David Steel, leiðtogi Frjáls- lyndra, er sagður vilja áfram- haldandi samstarf við Verka- mannaflokkinn. Þeim Callaghan kemur ágætlega saman. Forsæt- isráðherrann, sem er hægri krati, er ekki einungis feginn stuðningi Frjálslyndra gegn íhaldinu, held- ur og einnig gegn vinstrimönnum i sinum eigin flokki. Af íhalds- flokknum er Steel minna hrifinn. Thatcher segir hann að sé ,,áber- andi dugleg sem stjórnmálamað- ur, en skammsýn,” og aðrir for- ustumenn ihaldsins „marklausir ónytjungar.” En styðji Steel Verkamannaflokkinn á ný, gerir hann sig sennilega ekki ánægðan með minna en eitt eða tvö ráð- herraembætti. Það yrði i fyrsta sinn eftir siðari heimsstyrjöld, aö samsteypustjórn yrði mynduð i Bretlandi. Fengu nærri fimmtung at- kvæða Það er ekki nema eðlilegt að Frjálslyndir reyni að hagnýta sér þá aðstöðu, sem þeir hafa út á jafnan styrkleik stærstu flokk- anna tveggja. I kosningunum 1974 fengu þeir nærri 20% greiddra at- kvæða, sem heföi þýtt að þeir hefðu fengið yfir 120 þingsæti i neðri málstofunni ef þingsætum hefði verið úthlutað i samræmi við atkvæðafjölda. En þeir fengu aðeins 13 þingmenn, þar eð fram- bjóðendur þeirra fengu flest at- kvæði i aðeins 13 kjördæmum. Frjálslyndir veittu rikisstjórn Verkamannaflokksins stuðning i fyrra með þvi skilyrði, að kjör- dæmafy rirkomulaginu yrði breytt. En ekki hefur orðið af efndum hjá Callaghan. Stuðningurinn við hann hefur að likindum kostað Frjálslynda flokkinn fjölda atkvæða, sem hann hafði unnib af íhaldsflokkn- um, og í dag er taliö að aðeins 6-7% kjósenda séu á bandi Frjáls- lyndra. Þeir fóru miklar hrakfar- ir i aukakosningum s.l. ár. En þeir eru vanir að sækja i sig veðr- ib, þegar kosningar nálgast, svo aö þeir gera sér vonir um sex e ða sjö þingsæti að minnsta kosti eftir næstu kosningar. Thatcher hljóp á sig Komi annaðhvort Verka- mannaflokkurinn eða ihaldið út úr kosningunum með starfhæfan meirihluta, hrapar verðgildi Frjálslyndra að sjálfsögðu niður i ekki neitt i þeirra augum. En fáir hafa trú á slikum úrslitum i haust. Fyrir tæpu ári var Ihalds- flokkurinn i sókn, miðað við nið- urstöður skoðanakannana og úr- slit aukakosninga, og orðinn drjúgt fylgismeiri en Verka- mannaflokkurinn. En nú er sá kúfurinn farinn af. Thatcher of- mat andúðina á þeldökkum landsmönnum, ættuðum mestan- part frá Indlandi, Pakistan og Vestur-Indium, og fór að tala um þá i tón, sem minnti á málflutning fasistanna á hægri kantinum. Það Virðist mörgum hafa ofboöið. Þar að auki kváðu margir Bretar orðnir leiðir á Thatcher sem slikri. Það er talað um að hún sé eins og „skömmótt, sinöldrandi tengdamóðir”. Hinsvegar hefur Callaghan tekist að koma sér upp traustvekjandi landsfööursvip. Nú eru flokkar þeirra nokkuð jafnir að fylgi, miðaö við niður- stöður skoðanakannana. thaldið óspart á gifuryrði Nú er sem sé af sú tiöin að ganga megi að þvi sem visu, að annar stóru flokkanna fái hreinan þingmeirihluta i kosningum. Til- koma flokka sjálfstæðis- og sjálf- stjórnarsinna i Skotlandi og Vels (Wales) hefur átt mikinn þátt i því. öllum ber saman um að sú kosningabarátta, sem þegar virð- isthafin, verði sú harðasta siðan i lok siðari heimsstyrjaldar. Búist er við að hvorugur stóru flokk- anna spari stóru orðin. thalds- flokkurinn er raunar þegar kom- inn i kosningahaminn. Nýverið likti einn talsmanna flokksins Verkamannaflokknum við nas- ista, á þeim forsendum að Verka- mannaflokkurinn væri marxiskur og marxismi og nasismi væru á- þekk fyrirbæri. Búist er við að kosningabarátta ihaldsins verði mjög i þeim dúr, eða i anda slag- orða eins og „sjálfstæði gegn só- sialisma”. Verkamannaflokkn- um verður hægt um hönd að svara fyrir sig með þvi að benda á kynþáttahyggju hjá Thatcher og stimpla þar með thaldsflokkinn sem fasiskan. dþ. Happdrættisbíllinn ad Hala Steinþór Þórðarson bóndi að lala i Suðursveit hreppti hina 'læsilegu bifreið, Chevrolet dalibu 1978, I happdrætti Slysa- /arnafélags tslands 1978. Sonar- »onur Steinþórs og nafni, Steinþór rorfason, veitti bifreiðinni við- :öku frá Gunnari Friðrikssyni forseta SVFt og Guðjóni Jóna- tanssyni fulltrúa i happdrættis- nefnd SVFI. Enn eru ósóttir vinningar, Binatone sjónvarpsspil, er komu á eftirtalin númer: 4767, 7966, 23503, 28657 og 44779”. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERD VERÖTRYGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR 1NNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*’ 10.000 KR. SKÍRTEINI 1966 - 1.11.: 20.09.78 kr. 307.330 1967 - 1.fl.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 271.541 1970 - 1.11.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 150.983 1971 - 1.H.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 103.228 1972 - 2.fI.: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 77.003 1973 - l.fl.A: 15.09.78 - 15.09.79 kr. 58.670 INNLAUSNARVERÐ ÁRSGREIÐSLUMIÐA 1973 - l.fl.B: 15.09.78 - 15.09.79 10.000 KR.SKÍRTEINI kr. 4.877 50.000 KR.SKÍRTEINI kr. 24.385 *) Innlausnarverð er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslu Seðlabanka fslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1978 (#) SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.