Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.07.1978, Blaðsíða 11
Þriftjudagur 11. jilll 1978 ÞJ6DVILJINN — StPA 11 Fram-Val ur 0:3 OF STÓR VALSSIGUR Valsmenn ósigraðir eftir stórsigur gegn Fram. Guðmundur Þorbjömsson skoraði tvö mörk Valsmenn halda enn for- ustu í islandsmótinu í knattspyrnu eftir stórsigur yfir Fram á sunnudags- kvöldið. Valsmenn sigruðu 3:0 eftir aö staðan hafði verið 2:0 í leikhléi. Valsmenn verðskulduðu sigur i leiknum en ekki svo stóran sem raun bar vitni. 1:0 hefðu verið sanngjörn úrslit. Framarar byrjuðu leikinn vel og léku þá eins og þeir best gera og áttu þeir leikinn fyrsta hálf- timann en eftir það tóku Vals- menn að vakna til lifsins. A 34. minútu náði Atli Eövaldsson knettinum á egin vallarhelmingi og lék með hann á leifturhraöa i átt að marki Fram, gaf siðan á Jón Einarsson sem gaf þegar fyr- ir markið á Guömund Þorbjörns- son sem tók knöttinn á lofti við- stöðulaust og skot hans hafnaöi i marki Fram án þess að Guð- mundur Baldursson kæmi vörn- um við. Guömundur Baldursson átti góð- an leik í marki Fram gegn Val og bjargaði liðinu frá enn stærra tapi. Eftir markið dofnaði mjög yfir Framliðinu og Valsmenn tóku að sækja meira. Það var siöan á 44. minútu að Guðmundur Þor- björnsson fékk góða sendingu innfyrir vörn Fram og hann skor- aði meö góðu skoti 2:0. Eftir að Framarar höfðu fengið á sig tvö mörk i fyrri hálfleik bjuggust flestir viö að þeir myndu taka sig á I þeim siöari en það var Jón Einarsson sem gerði þá drauma Framara að engu. Hann komst inn i sendingu til mark- varðar Fram og skoraöi örugg- lega meö skoti yfir hann 3:0. Mark Jóns var skoraö á 1. minútu og eftir það var aöeins eitt liö á vellinum. Valsmenn tóku öll völd og á 30. minútu átti Jón Einarsson mislukkaö skot I dauðafæri þar sem auðveldara virtist að skora en ekki. Fleiri marktækifæri sáu ekki dagsins ljós og leiknum lauk þvi meö markatölunni 3:0 fyrir Val. Valsmenn fóru illa af stað I byrjun leiksins og virkaði vörn þeirra þá mjög Óörugg. Virtust menn vart vita hvað þeir voru aö gera. En þetta skánaði þegar á leikinn leið og menn fóru að átta sig. Jón Einarsson var einna frlsk- astur Valsmanna i leiknum og - hefur ekki áöur leikið svo vel fyrir Val. Hraði hans var mikill og gifurleg ógnun af leik hans. Þá var Guömundur Þorbjörnsson góður. Guðmundur Baldursson var besti maður Fram i leiknum og bjargaði liðinu frá enn stærra tapi. Einnig áttu þeir Asgeir Elias- son og Pétur Ormslev góða spretti á þeim hálftima sem áður er getiö. Leikinn dæmdi Arnþór Óskars- son en linuverðir voru þeir Hall- dór Gunnlaugsson og Sævar Sigurðsson. SK. Ósiðaðir Suðurnesjamenn KR burstaði Reyni 6:1 — og hafa tekið íorustu í 2. deildiimi. Framkoma Suðumesjamanna íil mikillar skammar KR-ingar léku sér að Reyni frá Sandgerði er liöin léku I Islands- mótinu i knattspyrnu i 2. deild i gærkvöld. Leiknum lauk með sigri KR sem skoraði sex mörk gegn aðeins einu marki Reynis- manna. Staðan i leikhléi var 2:0 fyrir KR. Fyrir KR skoruðu: Sverrir Herbertsson þrennu, Vilhelm Fredrekssen tvö mörk og Börkur Ingvarsson eitt. Mark Reynis skoraði Ari Haukur Arason. Eftir þennan leik hafa KR-ing- ar tekið forystuna i deildinni og virðast stefna hraöbyri I 1. deild. Ekki er hægt að skilja við þenn- an leik, sem Þorvarður Björnsson dæmdi vel án þess aö minnast á áhangendur Reynis frá Sand- geröi. Voru þeir liði sinu til mikillar skammar og létu fýlu sina og barnaskap bitna á blaöa- mönnum sem sátu i stúku sinni og stóðu fyrir þeim þannig að þeir sáu ekki leikinn. Var hér um full- orðna menn að ræða en virtust þeir margir hverjir vera hrein börn i sér. Ekki nóg með þetta. Annar linuvörðurinn var kvenmaður sem ekki er algengt i knattspyrnu og hreyttu þeir i hana hinum ljótustu orðum sem ekki eru blaöamatur. En þessir fuglar sem ekki kunna að taka ósigri ættu aö hugsa sitt mál áður en þeir leika þennan leik aftur. Þeir eru fullorönir menn en ekki krakkar eða manni sýndist það allavega þar til barnaskapur- inn kom upp I þeim, en þá sá mað- ur aö þetta voru ósiðaöir Suðurnesjamenn og yfirgáfu þeir Laugardalsvöllinn daprir i bragði. SK Úrslitleikjaum helginai 1.1 deild uröu: FH—IBK 2-0 I Fram—-Valur 0-3 IA—Þróttur 3-2 KA—Breiðablik 0-3 I Vikingur—IBV 0-11 Staðan I 1. deild er nú ': [ Valur Akranes Fram IÍBV Vlkingur Þróttur | FH IBK KA Breiöablik 9 9 0 0 25-5 18 1 10 8 1 1 28-10 17 10 5 1 4 13-13 11| 9 4 2 3 14-12 10 10 4 1 5 18-19 9 10 2 5 3 15-16 9 10 2 4 4 17-22 8 10 2 3 5 11-16 7 10 1 4 5 8-20 6 10 1 1 8 9-26 3 [ Markhæstu menn: Matthias Hallgrlmsson 1A 10 Ingi Björn Albertsson Val 9 I Þorsteínn í 4. sætí Noröurlandamót unglinga | i fjölþrautum fór fram um I helgina og urðu úrslit þessi: I tugþraut er árangur tal-l inn i þessari röð: 100 m lang-1 stökk, kúluvarp, hástökk,400| m, 110 m gr, kringlukast,I stangarstökk, spjótkast<1500| m. I fimmtarþraut er röðin I þannig: 100 m gr, kúluvarp, hástökk, langstökk, 800 m.| Unglingar: Tor Skotaam Noregur 6770 | | Stig. 11.6 — 6.54 — 13.29 1.95 — 54.5 — 15.7 — 43.04 — I [ 3.10 — 50.73 — 4:37.1 öystein Guldbrandsen ] [ Noregur 6799 stig. 11.4 — 6.71 — 13.45 — 1.83 — 50.5 — 15.8 j — 33.98 — 3.60 — 50.78 — I I 4:48.3 Johan Eklund Sviþjóö ] | 6846 stig. 11.7 — 6.35 — 12.69 - 1.95 — 52.7 — 16.1 — 39.88 - 3.90 — 57.05 — 4:53.3 Esa Jokinen Finnl.. 72401 [ stig. 11.6 — 6.78 — 13.15 1.92 — 49.4 — 15.8 — 33.72 — | I 3.90 — 60.45 — 4:23.2 Pétur Pétursson Island | 6595 stig. 11.5 — 6.37 — 13.91 | — 1.86 — 51.6 — 16.3 — 35.37 - 3.20 — 47.96 — 4:39.8 Drengir Guðmund Olsen Noregur I 6879 stig. 12.0 — 6.37 — 14.50 I — 1.81 — 52.8 — 16.5 — 49.59 - 3.80 — 56.63 — 4:54.9 Bo Rasmussen Danmörk I 6726 Stig. 11.8 — 6.06 — 13.50 — 1.84 — 52.6 — 16.4 — 43.62 I— 3.50 — 51.97 — 4:31.1 Peter Ljung Sviþjóö 6541 I stig. 12.1 — 5.94 — 14.60 — 1 1.78 — 54.6 — 16.9 — 49.25 — I 3.60 — 59.55 — 5:08.5 Kalle Ristola Finnl- 6967 I stig. 11.2 — 6.67 — 15.79 — 1.84 — 54.0 — 16.4 — 47.98 — I 3.40 — 56.78 — 5:09.9 Seppo Haavisto Finnland 17085 Stig. 11.6 — 6.49 — 15.08 I — 2.08 — 53.2 — 16.7 — 48.95 |— 3.50 — 49.63 — 4:47.2 Esa Viitasalo Finland 6594 Istig. 12.0 — 6.39 — 12.77 — 1.84 — 53.4 — 15.7 — 34.10 — 13.90 — 56.05 — 4:50.4 Vésteinn Hafsteinsson ts- jland 6244 stig. 12.5 — 5.77 — j 14.00 — 1.78 — 56.0 — 17.5 — 148.63 — 3.30 — 51.09 — 4:40.3 Þorsteinn Þórsson lslarítí j 6775 stig. 12.0 — 6.09 — 13.73 I— 1.99 — 53.9 — 15.5 —41.14 — 3.60 — 53.11 — 4:46.0 Stúlkur Hilde Fredriksen Noregur 4050 stig. 14.1 — 10.44 — 1.65 — 5.84 — 2:17.5 Birgitte Kristensen Dan- mörk 3531 stig 16.1 — 10.99 — 1.71 — 5.41 — 2:45.0 Dorthe Ebling Danmörk 3455 stig. 15.2 — 8.79 — 1.47 — 5.71—2:28.5 Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.