Þjóðviljinn - 14.07.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.07.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. júll 1978 ÞJQÐVILJINN — SIÐA 5 Karlmennirnir voru iðnir við matseldina enda um útigrill að raeða Góð aðstaða var til dvalar í tjaldbúðum að Laugum Sumar- hátíö Alþýðu- banda- lagsins á Laugum Sumarhátíð Alþýðu- bandalagsins á Laugum í Reykjadal hófst föstu- daginn 7. júlí og sóttu hana iim 100 manns er best lét. Veðurguðirnir voru móts- gestum eitthvað and- snúnir, en þó rættist úr veðrinu síðasta daginn. Sumarhátíðina sóttu einkum Alþýðubandalags- fólk úr Þingeyjarsýslum, Akureyri og innsveitum Eyjafjarðar, en sárlega vantaði þátttakendur frá Dalvík og Ölafsfirði. Eins og myndirnar bera með sér var þarna fjörugt tjald- búðalíf og höfðu karl- mennirnir frumkvæðið í matseldinni að sögn Ijós- myndara. Á laugardagskvöld var kvöldvaka í íþrótta- skemmunni. Skemmtu menn sér þar vel og þöndu þeir nikkur: Einar Krist- jánsson frá Hermundar- felli, Garðar í Lautum og Böðvar Guðmundsson. Sungið var fram á rauða- nótt og mun Angantýr Einarsson frá Raufarhöfn hafa spilað á gítar í sam- fleytt þrjár klukkustundir. Þátttakendur tjáðu tíðindamanni blaðsins að þeir teldu svona sumar- hátíðir vel til fallnar að auka kynni flokksmanna í kjördæminu og ánægju- legast væri hve ailar kyn- slóðir skemmtu sér þarna vel saman. Fólk á öllum aldri tók þátt í sumarhátíðinni og voru útigrillin vinsæl! Síðasta daginn var hægt að sleppa regnfötum og fá á sig rauðan lit að utan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.