Þjóðviljinn - 15.07.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 15.07.1978, Page 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 15. júll 1978 WOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: CJtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Réttarhöldin í Sovét Fátt er algengara en að fulltrúar Sovétrikjanna kvarti yfir „sovétfjandskap” sem svo er nefndur. Og enginn er iðnari við að skapa efni i þennan sovétfjandskap en sovésk stjórnvöld sjálf. Þegar þessar linur eru skrifaðar hefur Alexandr Ginzburg fengið dóm sem hljóðar upp á átta ára þrælkunarvinnu og útlegð að auki og Litháinn Petk- us fimmtán ára dóm, en búist er við enn þyngri dómi yfir Sjaranski á hverri stundu. Þeir menn sem fyrr voru nefndir, eru fyrst og fremst ásakaðir um andsovéskan áróður, „óhróður” um Sovétrikin. Við getum vel hugsað okkur, að einhver fari með „óhróður” til dæmis um islenskt eða sænskt þjóð- félag. En það er um leið alveg ljóst, að slikur „ó- hróður” mundi aldrei leiða til fangelsisdóma, hvað þá dóma sem að hörku eru á við þá sem upp eru kveðnir fyrir manndráp. Með þessum samanburði er reyndar alls ekki verið að gefa til kynna, að þeir Ginzburg eða Petkus hafi farið með staðlausa stafi. Við vitum af fyrri málaferlum og meðferð á andófs- mönnum, að ráðamenn i Moskvu þola enga aðra túlkun á sovéskum veruleika en þá sem er rækilega innan ramma þeirra eigin ritskoðunar. Og réttar- höldin nú eru enn ein staðfesting á þvi, að þeir ætli að berja niður með harðri hendi alla viðleitni til að rjúfa hið stranga rikiseftirlit með ræðu og riti. Um leið sýna sovésk yfirvöld með réttarhöldum þessum megna fyrirlitningu sina á almenningsáliti i heiminum. Þau munu sem fyrr reyna að skjóta sér á bak við það, að það séu einkum „borgaraleg öfl” sem mótmæli réttarhöldum sem þessum. Vesal- dómur þeirra undanbragða er öllum augljós. Og sovésk yfirvöld munu þessa daga, eins og stundum áður, þurfa að taka úr umferð þau fáu vestrænu kommúnistablöð sem seld eru i helstu borgum landsins — til að fela það fyrir sovéskum borgur- um, að sósialistar og kommúnistar á ítaliu, i Frakklandi og fleiri löndum, eru framarlega i hópi þeirra sem fordæma þá skrumskælingu á réttarfari sem nú hefur farið fram i Vilnius, Moskvu og Kalúga. Þvi um leið og fram er reidd fyrirlitning á al- menningsáliti i heiminum, þá er beitt fyrirlitlegum aðferðum i réttarsal. Það kemur fram i fréttum af málaferlunum nú, og einnig er skemmst að minnast málaferlanna yfir andófsmanninum Júri Orlof, að hinir ákærðu eiga fárra kosta völ i málsvörn sinni. Þeir fá ekki að kjósa sér verjendur, þeir fá ekki að leiða fram þau vitni sem þeir kjósa, dómarar gripa fram i fyrir þeim með dólgshætti, á áheyrenda- bekkjum situr valið lið sem hefur það hlutverk að hæða og svivirða hina ákærðu, og ef einn eða tveir af nánum ættingjum hins ákærða fá að vera við- staddir, þá mega þeir þakka fyrir ef þeim er ekki misþyrmt af þessu leiguliði. Það er kannski út i hött að fara i tilefni þeirra ó- tiðinda sem úr Sovétrikjunum koma nú með tilvis- anir i mannréttindaskrár, sem einnig Sovétrikin hafa undirritað. Réttarhöld sem þessi eru i pólitisk- um skilningi fyrst og fremst yfirlýsing um það, að Sovétrikin ætli að túlka slik skjöl eins og þeim list best, skammta sjálfum sér hrikalegt lof og sáralitla gagnrýni svo langt sem vald þeirra nær. Að likind- um á þetta að sýna styrk hins sovéska rikis. í reynd opinbera réttarhöldin á einstaklega nakinn hátt pólitiska veikleika Sovétrikjanna, hrikalega sið- ferðilega kreppu. Það er sjálfsögð skylda islenskra sósialista að taka af heilum huga undir þá öldu mótmæla og for- dæmingar sem þessi réttarhöld hafa vakið um við- an heim. —ÁB Fyrstu fréttir Morgun- blaösins af „skátasirkus- inum" Stærsta og útbreiddasta dag- blaö landsins, Morgunblaöiö, hefur allt til þessa ekki séö neina ástæöu til aö birta fregnir af fjármála-umsvifum skáta i sambandi við breska sirkusinn sem lék hér listir sinar á dögunum. Hins vegar birti Morgunblaðið i gær opiö bréf til Bandalags islenskra skáta (B.l.S.) frá einum af stjórnar- mönnum skátafélags á tsafiröi. Þeir lesendur Morgunblaösins sem ekki sjá önnur blöö, hljóta aö hafa furðað sig nokkuö á þeim fréttum sem fram komu I þessuopna bréfi um „fjármála- hneyksli á vegum Bandalags islenskra skáta”, eins og bréf- ritari komst að orði. Hér veröur engum getum leitt aö þvi, hvers vegna Morgunblaöiö hefur ekki sjálft séö fréttagildi „fjármála- hneykslisins, en hitt er þó gleði- legt aö blaöiö skuli birta þetta skörulega bréf. Svona þurfa skátar aö vera Bréfritarinn af tsafirði telur aö einstaklingar sem ætla sér aö hagnast persónulega á fjár- öflunarstarfsemi skátahreyf- ingarinnar séu ekki hæfir i trúnaðarstööur innan hennar. Aöfarir þeirra brjóti i bága viö skátalögin. „Sem betur fer er starfsemi skátafélaganna á tslandi ekki á þeim villigötum sem fjáröflunarstarfsemi B.l.S. viröist vera”, segir bréfritari og nefnir hann dæmi því til staö- festingar. Segir hann isfirska skáta hafa frá fyrstu tiö unniö endurgjaldslaust aö fjáröflun fyrir félög sin eins og hverju ööru skátastarfi. Svona muni þetta vera viöa um land. „Þaö eru áreiöanlega til farsælli leiöir til aö leysa fjárhagsvanda B.t.S. heldur en aö fela þau i hendur ævintýramönnum.” Tillögur bréfritara eru þessar: 1) Visa „jókerskátunum” úr trúnaöarstööúm hjá skáta- hreyfingunni. 2) Greiöa aö fullu skemmtanaskatt af sirkusnum. 3) Kalla saman aukaþing til aö ræöa fjármál B.I.S. og hvernig réttur skuli viö sá álitshnekkir sem hreyfingin hefur oröiö fyrir”. Klippari Þjóöviljans er bréf- ritara sammála um aö slikar aögeröir séu vænlegar til aö leiða fram þaö heilbrigða i skátahreyfingunni. Vonandi eru viðhorf bréfritara rikjandi meðal skáta. Benedikt formaður barðist gegn vinstri villu Morgunblaðiö heiörar Bene- dikt Gröndal formann Alþýöu- flokksins i gær meö þvi aö birta af honum „svipmynd” i opnu blaösins. Er Benedikt ein- Benedikt formaftur heiðraftur i Morgunblaðinu. kenndur þar meö oröunum „atvinnupólitikus af lifi og sál”, og munu flestir sósialistar telja þaö harla borgaralegt einkenni á manni, sem keppir að almannatrúnaöi. Rakinn er ævi- ferill Benedikts, minnst á Amerikudvöl, Alþýöublaösskrif og vistina hjá Framsóknar- mönnum: „1951 ... gekk hann á mála Sambandsins og varö rit- stjóri Samvinnunnar næstu 7 árin”. (Þess má geta að yngri bróöir Benedikts ritstýrir nú Samvinnunni). Meöan Hannibal var formaöur Alþýöuflokksins var Benedikt varaformaöur” og þegar Hannibal tekur vinstra hliöarsporið til samvinnu viö sósialistana er Benedikt i þeim hópi sem hvaö haröast baröist gegn Hannibal”. Rakinn er þingmennskuferill Benedikts og hvernig hann leysti Gylfa af hólmi i forustu flokksins eftir ófarir flokksins i kosningunum 1974. Samt sé þaö „staöreynd aö þaö er fyrst á siöustu mánuöum sem verulega hefur reynt á póli- tiska hæfileika hans”. Er þá haft i huga prófkjöraævintýrið: „mátti ekki miklu muna aö Benedikt formaöur félli sjálfur”. Er Morgunblaðið að spá í ,/lausa fylgið"? Viö lok þessara Morgunblaös- skrifa um Benedikt formann er vikiö að vanda hans viö aö mynda stjórn. Erfiðleikar hans eru settir i samband viö þaö, „hversu laust fylgi flokksins er eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Þar reynir fyrst fyrir alvöru á stjórnkænsku Bene- dikts”. Hitt lætur Morgunblaöiö ósagt hvert hiö ,,lausa fylgi” muni fara, ef Benedikt mis- tekst. Kannske má segja aö þaö skiljist fyrr en skellur i tönnum. Allar leiðir eru nú haföar opnar fyrir lokadóminn um Benedikt formann. „Sumir segja aö hann sé heldur léttvægur stjórnmála- maöur og tækifærissinni, en aörir aö maöurinn sé ekki allur þar sem hann sé séöur og slóttugri en ætla mætti”. Hvers konar viðræður vildi Geir Hallgrimsson? Svo sem frá var greint 1 útvarpsfréttum sl. miövikudag fól forseti tslands Benedikt Geir Hallgrlmsson. Var hann of seinn meft svarift, efta var hann rétt mátulegur I þvi? Gröndal þá um morguninn aö gera tilraunir til myndunar meirihlutastjórnar. Benedikt lýsti þvi yfir þá þegar að hann mundi stefna að myndun rikis- stjórnar meö Sjálfstæöisflokki og Alþýöubandalagi. Klukkan hálf-niu á miövikudagskvöld barst formanni Alþýöubanda- lagsins bréf frá Benedikt þar sem Alþýöubandalaginu var boöið til slikra þriflokka- viöræöna. Klukkan tiu á fimmtudagsmorgun hófst fundur i þingflokki Alþýðu- bandalagsins þar sem ákveðið var aö hafna boöi Benedikts um viöræöur um samstjórn meö Sjálfstæðisflokknum. Bréf var samiö til formanns Alþýöuf- lokksins og þvi komiö á fram- færi viö hann klukkan aö ganga tvö. Um 3-leytiö er fjölmiölum afhent fréttatilkynning frá Alþýöubandalaginu með afriti af þvi bréfi. Samkvæmt Morgunblaöinu i gær tók Sjálf- stæöisflokkurinn máliö fyrir klukkan 16 siödegis á fimmtu- dag. A þeim fundi miöstjórnar og þingflokks Sjálfstæöismanna var samþykkt aö taka boöi Benedikts, og ritaöi Geir Hall- grimsson bréf til Benedikts Gröndals þvi til staðfestingar. Bréf Geirs er samiö og ritaö eftir aö vitaö var um viöbrögö Alþýöubandalagsins. Þess vegna er eðlilegt aö spurt sé: Var Geir aö svara þvi játandi aö fara i tviflokkastjórn meö Alþýöuflokknum? Var hann fyrir sitt leyti að hvetja til myndunar nýrrar „viðreisnar- stjórnar”? „Mikil og alvarleg ábyrgð" Arna Gunnarssonar „Meö tilliti til bréfs Benedikts er meö ólikindum hvernig Alþýðubandalagið treysti sér til aö neita tilmælum hans”, segir á forsiðu litla Alþýöublaösins i gær. I ritstjórnargrein segir Arni Gunnarsson alþingis- maöur: „Alþýöubandalag og Framsókn reyna nú aö telja þjóöinni trú um, aö Alþýöu- flokkurinn eigi þá ósk heitasta aö fara i nýja viöreisnarstjórn. Þetta er sagt gegn betri vitund. Alþýðuflokkurinn hefur lýst yfir þvi, að hann telji hugmyndina um viðreisnarstjórn óraunhæfa. Slik stjórn hefði ekki þaö afl og þá breidd sem nauðsynlegt er til aö takast á viö hinn stórfellda efnahagsvanda sem viö blasir”. t framhaldinu útmálar Arni meö mörgum fögrum orðum, hvaö Sjálfstæöisflokkurinn sé búinn mörgum kostum sem samstarfsaöili en færir ekkert samsvarandi fram um Alþýöu- bandalagiö. Ekkert minnist Arni á vinstri stefnu eöa mögu- leika þess aö koma stefnu- málum vinstri manna og sósfal- ista 1 framkvæmd i samvinnu viö Sjálfstæöisflokkinn. Hins vegar drepur hann á nýsköp- unarstjórnina fyrir 30 árum og fer loflegum oröum um þá Brynjólf Bjarnason og Einar Olgeirsson fyrir þaö aö þeir hafi ekki látiö þröngsýni stjórna at- höfnum sinum og geröum. Hitt skortir gersamlega að Arni geri nokkurn raunverulegan saman- burö á aöstæöum fyrir 30 árum og nú, og veröur þetta þvi aö dæmast gersamlega marklaust oröagjálfur. Vitaskuld ræöur Arni Gunnarsson ekkert viö sögulegan samanburö, en til hins mætti ætlast aö hann skýröi hreinskilnislega frá þvi, hvaö hann á viö með oröalaginu aö Alþýöubandalagið hafi „bakaö sér mikla og alvarlega ábyrgö” með þvi aö hafna samstjórn með Sjálfstæöisflokknum. Heldur Vilmundur opinni leið til Framsóknar? Vilmundur Gylfason viörar stjórnarmyndunarhugmyndir sinar i Dagblaöinu i gær, og er hún sennilega skrifuð um þaö leyti sem dr. Kristján Eldjárn var að tala viö Benedikt Gröndal á miðvikudagsmorgni. Vilmundur segir aö „viö” þurf- um viönámsstjórn, hún þurfi að sporna gegn eyöslu og þenslu. Hitt skipti ekki máli hvort stjórnin kallist vinstri eöa hægri, enda séu þau orð úrelt og lýsi ekki flokkakerfinu. „Ekki veröi séð aö afstaöan til varnar- mála hafi aö minnsta kosti sögulega nokkuð aö gera meö hægriog vinstri”. Verkefnin eru að mati Vilmundar þessi: aö hreinsa til i bákninu, að endur- skoöa reksturinn, aö gjörbreyta efnahagsstefnunni, aö breyta kjördæmaskipan. — Hins vegar þarf alls ekki að breyta neinu i sambandi við utanrikis- og sjálfstæöismál, ef dæma má eftir þvi að Vilmundur getur þeirra mála að engu ööru en þvi sem aö ofan greinir. — Vilmundur rékur ramman áróöur fyrir þriflokkastjórn meö Sjálfstæöisflokknum. Af vinstri stjórnar „módel- inu” telur hann vera slæma reynslu, en segir siöan: „Komi þessi möguleiki uppá aftur, þá veröur þaö að vera á allt öörum efnahagslegum forsendum en i hin tvö fyrri skipti”. Um Fram- sókn segir hann: „Að Fram- sóknarflokkurinn sé „vinstri”- flokkur er einhvern veginn ósköp litiö I takt viö raunveru- leikann”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.