Þjóðviljinn - 15.07.1978, Side 5

Þjóðviljinn - 15.07.1978, Side 5
Laugardagur 15. jiilí 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 af erlendum v&ttvangi Sovéskir skriödrekar af nýrri gerö. A þeim vettvangi hefur Varsjárbandaiagiö veriö taliö hafa mesta yfirburöi yfir Natd. En þeir yflr- buröir fara minnkandi: slöan 1971 hefur Nató fjölgaö vfgfærum skriðdrekum sinum um 42% en Varsjárbandalagið um 22%. Evrópustríð yrði óhjá- kvæmilega atómstríð Það sem mestu varðar um nifteindasprengjuna er ekki það, að það sé siðlaust að framleiða hana og vopna með henni heri, heldur hitt að hún skiptir litlu eða engu máli sem vopn, Vestur - Evrópa verður ekki ör- uggariþótt þangað verði flutt ný kjarnorkuvopn, fleiri bandariskir her- menn eða þótt Vestur - Evrópurikin taki mikinn vigbúnaðarkipp sjálf. Núverandi grundvallar- hugmyndir Nató um varnir eru óraunhæfar; ráðamenn þess þurfa að tileinka sér raunsæi og þar með nýjar hug- myndir. Þetta eru þær meginskoöanir, er fram koma i nýjum skýrslum frá tveimur heimsþekktum stofn- unum um vigbúnaöar- og afvopn- unarmál, Center for Defense Information (Upplýsingamiöstöö um varnarmál) i Washington, höfuöborg Bandarikjanna, og Alþjóölegu friöarrannsóknastofn- uninni (SIPRI) i Stokkhólmi. t skýrslunum er harölega andæft þeirri áróöursherferö, sem ýmsir framámenn i Nató-rlkjum hafa hafiö fyrir auknum vigbúnaöi i Evrópu. Tvær rangar forsendur. Flestir viöurkenna aö stofnanir þessar séu einhverjar þær fær- ustu á sinu sviöi, hvort sem þeir eru sammála öllum niöurstööum þeirra eöa ekki. Forstööumaöur Center for Defense Information er Gene Larocque, fyrrum aömir- áll, og til skamms tima sat i stjórn stofnunarinnar Paul Warnke, nú aöalsamningamaöur Bandarikjanna um afvopnunar- mál. Þaö segir sig sjálft aö slikir menn vita flestum meira um hiö raunverulega ástand i vigbún- aöarmálum og eiga öörum auö- veldara meö aö átta sig á hvaö satt er eöa logiö I þeim efnum. — Frá Center for Defense Infor- mation komu upphaflega fullyrö- ingarnar um, aö Bandarlkin heföu kjarnorkuvopn á Kefla- vikurflugvelli, en viö þeim feng- ust ýmist loöinsvör eöa engin frá islenskum og bandariskum for- svarsmönnum. Rannsóknarmenn Center for Defense Information benda á, aö hernaöaráætlanir Nató byggist I dag á tveimur forsendum. t fyrstalagi er gert ráöfyrir þvi, aö góöir möguleikar séu á þvi aö hægtsé aöheyjaEvrópustriö meö svokölluöum venjulegum vopn- um, sem sagt aö ekki veröi gripiö til kjarnorkuvopna. En veröi samt sem áöur gripiö til kjarn- orkuvopna, ganga áætlanasmiöir Nató út frá þvi, aö hægt veröi aö takmarka þá brúkun viö svoköll- uö taktisk — þaö er aö segja „minniháttar” — atómvopn, svo og aö tryggja aö kjarnorkuvopn- um veröi ekki beitt utan Evrópu. ( I siöasttalda atriöinu er aö visu heldur litil huggun fólgin fyrir Evrópumenn.) Nifteindaflaugar myndu engu breyta. En enginn rökstuöningur af viti liggur þessum forsendum til grundvallar, segja samstarfs- menn þeirra Larocques og Warn- kes. Þeir segja aö bæöi Nató og Varsjárbandalagiö hafi aö visutil áætlanir um striö meö venjuleg- um vopnum, en hvorugt banda- lagiö hyggist heyja slikt striö lengur en á meöan þaö hefur sæmilega möguleika til aö vinna. Óliklegt er aö skjótur sigur vinn- ist i sliku striöi og megi þá búast viö þvi aö sá aöilinn, sem fari halloka, gripi i örvæntingu sinni til kjarnorkuvopna. Rannsóknarmenn ’ Center for Defense Information álita, aö þetta muni enda meö algeru atómstriði, og skipti þá litlu máli til eöa frá, hvort Nató hafi nift- eindaflaugar eöur ei. — Þaö styö- ur röksemdir þessarar banda- risku rannsóknastofnunar, aö meöalæöstu ráöamanna Nató um hermál viröist sú skoöun rikjandi, aö Evrópustriö veröi óhjákvæmi- lega fljótt aö atómstriöi, enda þótt sterkir aöilar i bandaiags- rikjunum reki áróöur fyrir öörum sjónarmiöum. A sjötta áratug aldarinnar komu Vesturveldin sér upp takt- iskum kjarnorkuvopnum og hafa nú á bak viö eyraö aö smiöa nýjar gerðir af þeim, svosem nifteinda- sprengjuna. Þessar framkvæmd- ir voru rökstuddar meö þeirri fullyröingu, að „venjulegur” vopnabúnaöur Varsjárbanda- lagsins væri miklu öflugri en hjá Nató. Takti'sku atómvopnunum átti þvi að beita gegn þessu meinta ofurefli Varsjárbanda- lagsins, ef I nauöir ræki. Frjálslega farið með töl- ur. En I skýrslunni frá SIPRI held- ur Leitenbergprófessor viö Corn- ell-háskólann i Bandarikjunum þvifram, aö Nató hafi árum sam- an hallað mjög um allar sagnir, er þaö sagöi frá ofurefli Varsjár- bandalagsins á sviöi venjulegra vopna. Hinn bandariski prófessor gagnrýnir harölega Institute for Strategic Studies (ISS), þekkta- rannsóknastofnun um hermál, sem hefur aösetur i Lundúnum. Leitenbergber ISS, sem fær jafn- an góöan uppslátt i fjölmiölum fyrir niöurstöður sinar, beinlinis á brýn, að stofnunin sendi frá sér upplýsingar, sem séu ekki sann- leikanum samkvæmar. Hann segir að Natóhagnýtisér tölur frá ISS til þess aö tryggja herjum sinum stööugt hærri fjárveitingar — á aö nokkru leyti fölskum for- sendum. Leitenberg segir að margt bendi til þess, aö Nató sé enn sterkara en Varsjárbanda- lagið, hvaö „venjulegum” vopna- búnaöi viökemur. 1 skýrslunni frá Center for Def- ense Information fer fjallaö um þróun vigbúnaöar- og afvopn- unarmála I Evrópus.l. ár. Carter Bandarikjaforseti og Nató hafa gefið I skyn, aö Varsjárbandalag- iðvigbúistóöfluga.enNató standi þvi sem næst i staö á þeim vett- vangi. „Ofurefli” Varsjár- bandalagsins fjarstæða. En I skýrslu Upplýsingamið- stöðvar um varnarmál segir, aö siöustu átta árin hafi herstyrkur Nató, vopnaöur venjulegum vopnum, stigmagnast. í skýrsl- unni eru birtar nokkrar tölur, sem ýmsum munu koma á óvart. Siðan 1971 hefur liösafli Natóauk- ist um 15%, en Varsjárbanda- lagsins aðeins um 5%. Bandariski herinn hefur þó á þessum tima magnast enn meira en þessar töl- ur segja til um. A timum Viet- namstriösins var bandariski landherinn sérstaklega orðinn ákaflega stiröbusalegt skrif- stofu- og þjónustubákn, þannig aö aöeins sárafáir liðsmenn hlut- fallslega voru bardagahermenn. Þetta hefur nú veriö lagaö til mikilla muna, þannig aö mann- skapnum I þjónustustörfum hefur stórfækkaö en bardagahermönn- um stórfjölgaö. Nú hafa Banda- rikin á aö skipa 50% fleiri bar- dagahermönnum en þau höföu meöan Vietnam-striöiö stóð sem hæst. A sama tima hefur Nató fjöigaö vigfærum skriödrekum sinum um 42% en Varsjárbandalagiö um 22%. Nató hefur samt sem áöur ennmiklu minna skriðdrekalið en „andstæöingurinn,” en þessar tölur sýna aö biliö mjókkar, gagnstætt þvi sem erindrekar Nató hamra á i áróöri sinum. Þá hefur Nató fjölgaö striösflugvél- um slnum um 8% siöan 1971, en á sama tima hafa flugherir Var- sjárbandalagsinsrýrnaö um4%.A tæknisviöinu er enginn vafi á aö Nató og Bandarikin hafa enn for- ustuna, segir Upplýsingamiöstöö- in. Grafið undan öryggi Ev- rópu. Sérfræöingar hennar telja, að allt skrafiö I herbúöum Nató um möguleika á striöi meö „venju- legum” vopnum og hraövaxandi vigbúnaöur á þvi sviöi hafi grafið undan öryggi Evrópu. Þetta hafi orbib til þess, aö margir telji nú að ekki þurfi til þess aö koma aö gripið veröi til kjarnorkuvopna i stórum stil. Þaö út af fyrir sig geri striö ekki eins hræöilegt og áöur I ýmsra augum og auki þannig likurnar á vopnuöum árekstrum. Aukinn vigbúnaöur með „vnjulegum” vopnum skapi auk þess vaxandi spennu, sem iika auki stribshættuna. Og þar meö hættuna á algeru atómstriöi, enóttinn viöþaö hefur haldiömönnum frá Evrópustriöi i yfir 30 ár, segja sérfræðingar Upplýs ing a m iöstöðv arinn ar. Þeir halda þvi einnig fram aö herir þeir, sem Nató hefur nú i Evrópu, séumeira en nógu sterk- ir til að hrinda staðbundnum árásum austan aö, ef til þeirra skyldi koma. Þannig sé óliklegt, að Sovétmenn geti hertekiö Vestur-Þýskaland meö leiftur- sókn, áður en Bandarikjamönn- um gefist ráörúm til aö bauna á þá kjarnorkuflaugum. í 17 miljónir | atvinnu- leysingja í vestrænum iðnríkjum 13/7 — 17 miljónir manna eru atvinnulausar i aðildarrikjum Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD), sem vestræn ! iðnriki, Japan og fleiri eiga aðild að, og nokkur hundruð miljónir ■ manna i þróunarlöndunum hafa enga vinnu, sagði Heinz-Oskar Vetter, formaður vesturþýska verkalýðssambandsins, er hann og verkalýðsleiðtogar frá mörgum löndum öðrum gagn- rýndu i kvöld rikisstjórnir sinar fyrir að gera of litið til þess aö draga úr atvinnuleysi. Verka- lýðssamtökin gáfu til kynna, að þau gætu tekiö þá stefnu aö hvetja til viðskiptahafta, nema þvi aðeins að eitthvaö að gagni væri gert til úrbóta i þessum málum. Kínverjar vara við mengun 11/7 — Iönvæðingu fylgir jafnan mengunarhætta, og þaö mega Kínverjar sanna eins og aðrir. í grein i Alþýöudagblaöinu i Peking segir, að á sumum svæðum sé mengunin þegar orðin óþolandi og að sumir embættis- menn séu enn alltof kærulausir um þetta mál. „Látum okkur aldrei detta i hug að við getum leyft okkur kæruleysi i umhverfisverndarmálum aöeins vegna þess, að iönaöur okkar er ekki mjög langt kominn,” stendur i greininni. Namibía sjálfstæð fyrir árslok 12/7 — Samkomulag hefur náðst um tillögu fimm Vesturlanda- rikja þessefnis, aö Namibia veröi sjálfstæö fyrir árslok. Samdist um þetta á ráöstefnu I Luanda, höfuöborg Angólu, en þar hitti Sam Nujoma, forseti SWAPO, frelsishreyfingar Namibiu, að máli fulltrúa Bandarikjanna, Bretlands, Frakklands, Vest- ur-Þýskalands og Kanada, sem lögöu tillöguna fram. Fulltrúar framlinurikjanna svokölluöu, Tansaniu, Mósambiks, Sambiu, Angólu og Botsvana.sóttu ráöstefnunaeinn- ig. Suður-Afrika, sem rikt hefur yfir Namibiu siöan i heimsstyrj- öldinni fyrri og siöan 1966 i trássi viö Sameinubu þjóöirnar, samþykkti tillögu Vesturlanda- rikjanna fimm um sjálfstæöi til handa landinu i april s.l. Ó, Gud 12/7 — Yf.irvöld Suöur-Afriku hafa bannað sýningu á kvik- myndinni „Ó, Guö” (Oh God), þar i landi. I henni fer góðkunnur gamanleikari, George Burns, með hlutverk Drottins allsherjar. t myndinni er Guð á gömlum tennisskóm og á höfðinu með hatt svipaðan þeim er fiskimenn ganga með, segir i Reuter-frétt. Eitt atriðanna I myndinni er heimsókn Guös til undirforstjóra stórmarkaðs, en fyrir honum viðurkennir Guð aö sér hafi orðið á að hafa of stóra steina i ávexti nokkrum, er hann skapaði ávöxt- inn i árdaga. Talsmaöur yfirvald- anna segir, að óverjandi sé aö leyfa sýningu kvikmyndarinnar þar eð hún gefi I skyn að Guö sé ekki almáttugur, eins og sé trú sannkristinna manna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.