Þjóðviljinn - 26.07.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 26.07.1978, Page 5
Miðvikudagur 26. jiili 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 a/ eriendum vettvangi Namibía: SAMKOMULAG UM SJÁLFSTÆÐI ! ZAMfiiA BOTSWMU Namibia er átta sinnum stærri en tsland en Ibúar aðeins á milli sjö og átta hundruð þúsund. Um 100.000 þeirra eru hvitir, fiestir af ættum Búa og Þjóðverja. Blökkumenn skiptast i marga þjóðflokka og ættbálka, sem einkum tala Bantúmál, en fáeinar þúsundir búskmanna eru i land- inu og einnig ættbálkar af blönduðum uppruna. Fyrir nokkrum dögum héldu fulltrúar SWAPO, sjálfstæöis- hreyfingar Namibíu, sem i mörg ár hefur háð skæruhernað gegn Suður-Afrikustjórn, og sendi- menn stjórna fimm Vesturlanda- rikja tveggja daga ráðstefnu með sér i Luanda, höfuðborg Angólu. A þessari ráðstefnu samþykkti SWAPO tillögur Vesturlandarikja þessara — Bandarikjanna, Kanada, Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýskalands — um lausn deilunnar um framtið Namibiu. Suður-Afrika, sem I tiu ár hefur rikt yfir Namibiu i trássi við Sameinuðu þjóðirnar, hafði áður samþykkt tillögurnar, með semingi þó. Samkvæmt tillögunum verður Namibia sjálfstætt riki um ára- mótin, en á timabilinu þangað til skulu fara fram kosningar og Sameinuðu þjóðirnar hafa eftirlit með þvi að Suður-Afrika skili af sér völdunum. Samþykki SWAPO kom á óvart Þetta eru talsverð tiðindi og reynast vonandi góð, þvi að ekki verður annað sagt en að loft sé viða lævi blandið i Afriku um þessar mundir. Vitað var áður að SWAPO var óánægð með ýmis atriði i tillögunum, svo að nokkuð kom á óvart að forustumenn hreyfingarinnar skyldu fallast á þær með litlum breytingum. En á bak við þetta liggja ýmsír leikir i valda- og hagsmunataflinu i Afriku. Namibia er geysilega jaröefna- auðugt land, og mun þar að finna höfuðskýringuna á gifurlegum áhuga Vesturlandarikja á henni. Lengi vel töldu Vesturlönd hags- munum sinum þar best borgið með þvi að Suður-Afrika hefði þar yfirráð áfram, hvað sem liði 611- um samþykktum Sameinuðu þjóðanna. (Svo átti að heita að Suður-Afrika færi með stjórn Namibiu i umboði þeirra. en þeg- ar S.þ. sviptu Suður-Afrikumenn þvi umboði, höfðu þeir það að engu.) Svipaða afstöðu höfðu voldugustu iðnriki Vesturlanda gagnvart Angólu, granna Nami- biu i norðri, sem einnig er gagn- auðug. Þar voru Portúgalar studdir gegn frelsishreyfingum landsmanna, meðan þeir entust til að striða, en þegar Portúgali brast móð, reyndu Vesturlanda- rikin að notfæra sér sundrungu Angólumanna og styðja til valda aðila, sem ætla mátti að yrðu Vesturlandarikjum leiðitamir. 1 þeim tilgangi studdi bandariska leyniþjónustan CIA tvær angólsk- ar stjórnmálahreyfingar, FNLA og UNITA, með vopnum og fé, Mobuto valdsmaður I Zaire l agði einnig hönd á plóginn og Suður- Afrikumenn gerðu innrás. Læröu Vesturlandaríki af reynslunni? Þessar fyrirætlanir um að gera Angólu að leppriki vestræns auð- magns fóru hinsvegar út um þúf- ur vegna liðsinnis Kúbumanna við MPLA-hreyfinguna, sem sið- an hefur ráðið rikjum i Angólu. Vesturlönd og Suður-Afrika voru þó ekki af baki dottin og hafa með liðsinni Mobutos stutt FNLA og einkum UNITA til skæruhernaðar gegn Angólustjórn. Sá hernaður hefur hinsvegar ekki borið tilætl- aðan árangur, heldur orðið til þess eins að her Kúbana er ennþá i Angólu, Vesturlandavaldhöfum til mikillar armæðu. Þetta virðist hafa leitt til þess, að ráöamenn á Vesturlöndum hafi komið sér saman um breytta stefnu gagnvart Angólu og Nami- biu. Þeir óttast trúlega aö áfram- haldandi skærustrið i Namibiu geti orðið til þess, að SWAPO komist um siðir til valda með að- stoð Sovétmanna og Kúbana, og slik Namibiustjórn kynni að reyn- ast miður vinsamleg Vesturveld- unum. Nái SWAPO hinsvegar völdunum i samráði við Vestur- veldin, má gera ráð fyrir þvi að Namibiustjórn, sem hreyfingin ráði mestu i, yrði fús til efnahags- legs samstarfs við Vesturlönd. Þáttur framlínurikjanna Það út af fyrir sig að ráðstefnan var haldin i Luanda undirstrikar þátt Angólu i samkomulaginu. Hin breytta stefna Vesturveld- anna hefur meðal annars opin- berað sig i batnandi samskiptum Angólu við Bandarikin og Portú- gal. Bandarikin, sem geta haft Mobuto i hendi sér ef þau vilja, hafa nú að sögn neytt hann til að lofa að hætta stuðningi við FNLA og UNITA, sem hafa bækistöðvar fyrir skæruliða sina i Zaire. Aðal- bækistöðvar UNITA eru hinsveg- ar i Namibiu, þaðan sem hreyfing þessi herjar inn i Angólu með virkum stuðningi Suður-Afriku. Þegar Namibia verður sjálfstæð, neyðast UNITA-menn væntan- lega til að hafa sig þaöan á brott, og mundi þá fokið i flestöll skjólin fyrir þá. A móti hefur Neto, forseti Angólu, heitið þvi að gera sitt til að bæta samskiptin við Zaire. t þeim tilgangi eru Angólumenn nú fgrnir að afvopna uppreisnar- mennina frá Shaba, sem hafa griðland i Angóiu, til aö tryggja að þeir geri ekki fleiri innrásir i heimaland sitt. (Allir virðast nú sammála um, að hvorki Kúbanir né Angólumenn hafi átt neinn hlut að siðari Shaba-innrásinni, og hefur þá Carter Bandarikjafor- seti orðið sér til skammar meö æsingskenndum gifuryrðaflaumi i garð Kúbana.) En fleiri Afriku- riki en Angóla lögðu hönd á plóg- inn til að samkomulag næðist, fyrst og fremst hin „framlinurik- in” svokölluðu, Sambia og ekki sist Mósambik og Tansania, enda þótt siðastnefndu tvö rikin hafi undanfarið gagnrýnt Vesturveld- in harðlega fyrir yfirgangsstefnu i Afriku. Walvis Bay Samkvæmt tillögunum, sem samþykktar voru i Luanda, skulu Suður-Afrikumenn fækka i her sinum i Namibiu niður i 1500 manns fram að hinum fyrirhug- uðu kosningum. Nú hafa Suöur- Afrikumenn 20.000 — 40.000 manna herliö i landinu, um ná- kvæma tölu er ekki vitaö.) SWAPO mun hafa krafist þess, að allur suðurafriskur her yrði á brott fyrir kosningar og þó sér- staklega úr norðurhluta landsins, þar sem itök SWAPO eru mest, en báðum kröfum harðneituðu Suð- ur-Afrikumenn. SWAPO féllst um siðir á að halda þessu ekki til streitu, og er þar um að ræða verulega undanlátssemi af hreyf- ingarinnar hálfu. Engu minni var undanlátssemi SWAPO viðvikj- andi Walvis Bay, sem er á miðri strönd Namibiu og eina hafskipa- höfn landsins. Suður-Afrika harð- neitar enn að sleppa Walvis Bay ásamt með öðrum hlutum lands- ins, og SWAPO sætti sig um siðir við óljós loforð Vesturveldanna um yfirlýsingu i þá átt, aö Walvis Bay væri af landfræöilegum rök- um eðlilegur hluti Namibiu, og enn þokukenndari fyrirheit um aðstoö við Namibiumenn til að byggja nýja hafskipahöfn. (Astæðan til þessarar „sérstöðu” Walvis Bay er að höfnin var bresk nýlenda meðan Namibia að ööru leyti var undir yfirráðum Þjóð- verja. Þessvegna tilheyrði Walvis Bay aldrei hinu namibiska eða suðvesturafriska „verndar- svæði” Þjóðabandalagsins og sið- ar Sameinuðu þjóðanna.) Hæpið að treysta heil- indutn Suður-Afríkumann- anna Suður-Afrikustjórn er efalaust grautfúl út af þessari þróun mála, en hefur ekki séð sér annað fært en gefa eftir er Vesturveldin settu henni stólinn fyrir dyrnar. Spurn- ing er samt sem áður, hvort suö- urafriskir valdhafar muni standa við gerðan samning. Grunsemdir vekur að fyrir skömmu heyrðist frá einum þeirra aö Suður- Afrikumenn myndu hvergi draga úr liðstyrk sinum i Namibiu fyrr en „friður” væri kominn þar á. Sjálfsagt ætla þeir sér sjálfum að meta, hvað sé friður og ekki. Lika má reikna með að Suður- Afrikumenn rétti stuðningsmönn- um sinum i Namibiu hjálparhönd eftir bestu getu fyrir kosningarn- ar og svifist einskis i þvi efni. Þaö gæti leitt til átaka. Að sögn ýmissa kunnugra, þar á meðal biskups anglikönsku kirkjunnar i Nami- biu, er trúlegt að SWAPO vinni kosningarnar, þar eð sú hreyfing hefur mikið fylgi meðal Ovambo- þjóðflokksins i norðurhluta lands- ins, en um helmingur namibiskra blökkumanna, ef ekki fleiri, eru af þeim þjóðflokki. Ýmsir aðrir þjóðflokkar, svo sem Herero, munu ekki kviðalausir um að Ovambóar verði fullmikils ráð- andi i sjálfstæðri Namibiu, og þaö hafa Suður-Afrikumenn eftir bestu getu notfært sér. Eftir samkomulagið i Luanda hefur aukist bjartsýni um að einnig kunni á næstunni að nást hliðstætt samkomulag i Ródesiu. Framlinurikin hafa að öllum lik- indum áhuga á að það náist, en af ýmsum ástæðum getur þar oröið erfiðara um vik til samninga en i Namibiu. dþ. Suðurafriskir hermenn f Namibiu. Þeir koma til með að hjálpa sinum mönnum eins og þeir geta og þora.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.