Þjóðviljinn - 26.07.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.07.1978, Síða 7
MiBvikudagur 26. júll 1978 fÞJ6ÐVILJlNN — SIÐA 7 JTillögurnar eru allar róttækar. Hver og ein krefst kjarks forystumanna til ad snúast til atlögu gegn erlendum drottnurum og hvetja jafnframt almenn- ing i landinu til samstööu um sjálfstæði þjóðarinnar Fjórar megin tillögur í efnahagsmálum Ég leyfi mér þá mikil- mennsku að senda væntanlegum stjðrnendum landsins nokkrar tillögur i efnahagsmálum. Þær snúast allar um aögerðir, sem myndu draga úr skuldum landsins og koma á greiðslu- jöfnuði við útlönd. Framkvæmd slikra tillagna er að minum dómi forsenda fyrir þvi, að islensk stjórnvöld geti yfirhöfuð stýrt efnahagsmálum þjóðar- innar. I dag er þeim stýrt, hvort sem mönnum likar betur eða verr, frá skrifstofum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) i Washington, en ekki úr stjórnarráðinu. Þar sem tillögur þessar munu vafalaust þykja nokkuð rót- tækar i hugum margra lesenda, býst ég við, að þær fái dræmar undirtektir, i bili. En þótt ég geri mér engar vonir um, að forustumenn núverandi stjórn- málaflokka taki undir þessar tillögur, er ég sannfærður um, að fleiri en ég komist að sömu niðurstöðum, þegar grannt verður skoðað. Aðalspurningin verður þvi sú, hvort nógu marg- ir íslendingar viðurkenni i tæka tið nauðsyn róttækra aðgerða og breytts lifsstils, þ.e. áður en landið verði tekið upp i skuldir. Þessu læt ég ósvarað. Utanríkisverslun 011 utanrikisverslun verði sett undir strangt eftirlit opinberra aðila, en þó þannig, að fulltrúar almennings (þ.e. fulltrúar neytendasamtaka, verklýðs- samtaka og atvinnufyrirtækja) fái aðstöðu til að fylgjast með framkvæmd eftirlitsins til að fyrirbyggja misnotkun þess. Bannaður verði innflutningur vara, sem unnt er að framleiða innanlands með góöu móti. Gerðar verði almennar skoðanakannanir til að fá fram álit neytenda og framleiðslu- fyrirtækja á þvl, hvernig ráð- stafa eigi gjaldeyri lands- manna. Stuöst verði við skoðanakannanir þessar til að raða innfluttum vörum I for- gangsröð, þannig að þær vörur sem eru nauðsynlegar fyrir efnahagskerfi landsins svo og þær, sem stór fjöldi neytenda telur nauðsynlegar, fái forgang við innflutning. Bifreiðainn- flutningur verði stöðvaður með öllu i a.m.k. tvö ár, enda er bilafloti landsmanna þegar far- inn að iþyngja umferð i þéttbýli (78.000 bifreiðar). Fjármagstil- færslur SH, 1 SIS, Flugleiða, ISAL, og IBM til skyldra fyrir- tækja erlendis skulu hafðar undir smásjá. Slikt er nauð- synlegt til að koma i veg fyrir það að gjaldeyrir fari að óþörfu úr landi i formi duldra greiðslna og til fjárfestingar erlendis. Stóriöja og virkjunarframkvæmdir Framkvæmdir á vegum Járn- blendifélagsins á Grundartanga verði stöðvaður og áform um járnblendiverksmiðju lögð á hilluna. Með þvi móti er unnt áð minnka erlend lán um a.m.k. 8 miljarða króna. Ennfremur er þannig komið i veg fyrir þann botnlausa taprekstur verk- smiðjunnar, sem fyrirsjáan- legur er (og áætlaður var meir en einn miljarður á ári). En sparnaðurinn endar ekki hér. Með þessu móti losnar um mikla raforku frá Sigöldu- virkjun, sem mætti veita til almennings og til islensks iðnaðar. Þetta myndi gera kleift að fresta virkjun Hrauneyjafoss um tvö ár hið minnsta og fresta þannig töku erlendra lána til þeirrar virkjunar um sama tima. Loks skal endurskoða orku- spár, sem hafa verið lagðar til grundvallar áætlunum um Virkjanir á íslandi. Þessar orkuspár byggjast á forsendum, sem ekki er hægt að fallast á. Þar er t.d. gert ráð fyrir að hver og einn maður noti eftir 25 ár þrefalt meiri orku á heimili sinu, og er þar ekki meðtalin orkunotkun til húshitunar. Enn- fremur er gert ráð fyrir að á næstu 25 árum stækki meðal- ibúðin á íslandi enn um tæp 70%. Loks er gert ráð fyrir að rafhitun húsa sé öll byggð á notkun svokallaðrar forgangs- orku (sem er talsvert dýrari og hleypir upp þörfum á uppsettu virkjunarafli.). Þessar forsend- ur byggjast, eftir þvi sem mér er tjáð, á úreltum sænskum spám um vöxt I orkunotkun heimila og á umdeildum mann- fjöldaspám. En flest islensk heimili eiga nú helstu rafknúin heimilistæki, sem 1 framboöi eru. Auk þess eru ibúðir á Is- landi að margra dómi þegar óhóflega stórar og dýrar. Með þvi að endurskoða slikar orku- spár, breytist grundvöllur virkjunaráætlana og leiðir það af sér möguleika til að hægja á hraða i virkjunarframkvæmd- um. A undanförnum árum hefur um 1/3 af öllum erlendum lán- um verið bundinn við virkjunar- framkvæmdir. Að fara sér hægt i virkjunarmálum myndi þvi létta verulega byrði I þeim efn- um. Samhliða ofanereindum að- gerðum væri timabært og þjóð- hagslega hagkvæmt að yfirvöld skipulegðu upplýsingaherferð um orkusparnað og orkunýt- ingu. Umferðarmál í þéttbýlí. Til að undirbúa þjóðfélagið undir breytta skipan alþjóð- legra efnahagsmála (snar- hækkandi verð á oliu og hrá- efnum) og til að minnka gjald- eyrisútgjöld, skal gera ráðstaf- anir sem myndu beina umferð i þéttbýli frá einkabilum fyrir i strætisvagna, reiðhjól og fót- göngu. Það væri óraunhæft að banna notkun einkabilsins með öllu, eins og sumum umhverfis- verndarmönnum myndi vafa- laust þykja rétt að gera. Hins vegar er rétt að stefna að út- rýmingu þessa eyðslusama fyrirbæris á næstu 20-30 árum. Eyðslusemi þess hvað varðar orkunýtingu er með þvi versta sem þekkist á sviði flutninga- tækni. Allt eftir stærð fólksbils og fjölda farþega, notast 66-96% af orkunni, sem dælt er inn i bil- inn, til að flytja umbúðirnar (bilinn). Fyrri talan á við 750-kg þungan Volksvagn með 5 far- þegum, en seinni talan á við 1700-kg. þungan Range-Rover með einum farþega. Orka þessi er auk þess ekki endurnýjanleg frá náttúrunnar hendi og er að þessu leyti hrein rányrkja. Innflutningsbann á bifreiðum mundi þýða minnst 5 og allt að 10 miljarða króna á ári i gjald- eyrissparnaði, og eru þá vara- hlutir ekki meðtaldir. Til fróð- leiks má geta þess, að við- skiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 10,5 miljarða i lok 1977. Samskipti við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Til að gera islenskum yfir- völdum kieift að ná tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar, er nauðsynlegt að endurskoða samskipti Islands við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF). Stefna sjóðsins — sem kemur fram i stofnSáltmálanum og i framkvæmd hans — grundvall- ast á hagfræðikenningum frjálshyggjunnar og trú á kosti markaðsbúskapar. Markmið IMF er i höfuðdráttum að renna stoðum undir óheft- an kapitalisma i þátttökurikj- um þess eða stuðla að breyting- um i átt að kapitalisku hag- kerfi I löndum, sem reka áætl- unarbúskap. Þróun markaðsbú- skapar (meö tilheyrandi frjáls- ræöi i gjaldeyrismálum) i þátt- tökurikjum sjóðsins, einkum þeirra sem eru efnahagslega vanþróuð auðveldar fjölþjóöa- fyrirtækjum og lánastofnunum að ná tökum á framleiðsluþátt- um viðkomandi rikja. Að IMF skuli þannig ryðja brautina fyr- ir ofangreinda aðila er skiljan- legt, þegar haft er i huga að ráð- andi öfl I sjóðnum eru Banda- rikin, Vestur-Þýskaland og Jap- an, helstu útflutningslönd fjár- magns og miðstöðvar fjölþjóða- fyrirtækja. Til þess að ná markmiðum sin- um, beitir IMF útsmognum hagrænum aðferðum, sem gera þátttökurikin smám saman háð lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Með auknum og króniskum skuldum þjóðrikja, er sjóöurinn i stakk búinn til að 'segja stjórnvöldum viðkomandi þjóðrikja fyrir verkum i efnahagsmálum. Fyrjrmæli sjóðsins til þjóðrikja eru öll miðuð við það að veikja mátt verkalýðshreyfingarinnar, iþyngja þjóðlegum framleiðslu- greinum og halda þjóðum i ánauð erlendra lánastofnana. Til að leysa greiðslujöfnunar- vandamál leggur IMF til að stjórnvöld skeri niður opinbera þjónustu, afnemi niðurgreiðslur á matvörum og öðrum nauö- synjum, felli gengi, hækki vexti, afnemi takmarkanir á innflutn- ingi og á ráðstöfun erlends gjaldeyris, o.fl. Yfirmenn Seðlabanka Islands og fjármálaráðuneytisins hafa alla tið haft náin samskipti við IMF i Washington. Á hverju ári og stundum oftar, koma full- trúar IMF til Islands til að „kanna”efnahagsástandið og veita „góð ráð”. Þótt litið sé vit- að um viðræður islenskra em- bættismanna við fulltrúa IMF — enda allt á huldu á þeim stöðum — þekkir þjóðin mæta vel afleið- ingar þessara samskipta: Skuldabyrði landsins er orðin meir en 33% af þjóðartekjum; innflutningur er svo að segja frjáls, með þeim afleiðiSgum að viðskiptajöfnuður hefur nú ver- ið óhagstæður 7 ár i röð; erlend- um auðhringum er hleypt inn i landið aðaldyra- og bakdyra- megin. En þvi miður gera sér fáir grein fyrir hlutverki IMF i mótun efnahagsstefnu stjórn- valda á liönum árum. Ef stjórnmálamenn vilja i raun koma efnahag landsins i horf, er nauösynlegt að þeir undirbúi gaumgæfilega úrsögn Islands úr Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum. Niðurlag Hver og ein af ofangreindum tillögum er róttæk, miðað við núverandi aðstæður. Hver og ein þeirra krefst kjarks forustu- manna til að snúast til atlögu gegn erlendum drottnurum og hvetja jafnframt almenning i landinu til samstöðu um sjálf- stæði þjóðarinnar. Framkvæmd þeirra krefst loks, að almenn- ingur sýni þeim jafn viðtækan stuðning og landhelgisbaráttan fékk. Margt bendir til þess, að stjórnmálamenn skorti kjark og innsýn. Ennfremur er það óraunhæft að bdast við almenn- um stuðningi við slikar tillögur. Hér rikir enn almenn trú á kosti óhefts markaðsbúskapar og á stjórnlausa utanrikisverslun. Fáir þora að ganga fram fyrir skjöldu gegn eyðslusömum neysluvenjum, sem byggjast að mestu leyti á innfluttum vörum og þjónustu. Forustumenn stjórnmálaflokka, verkalýðs- leiðtogar og háttsettir embætt- ismenn hafa ekki heldur séð ástæðu til að gefa þjóðinni gott persónulegt fordæmi i þeim efn- um, heldur ýtt stöðugt undír aukið bruðl i nafni „valfrelsis” annars vegar og „kjarakrafna” hins vegar. Þess vegna má búast við, að efnahagsvandamálum þjóðar- innar verði áfram „reddað” á þann hátt, að jafna greiðslu- stöðu landsins við útlönd með erlendum lánum (t.d. frá IMF) og sökkva landinu enn betur i skuldafenið. Verði ekki aðhafst i þessum málum af festu og með almenn- um stuðningi, má búast við, að efnahagserfiðleikar aukist og stjórnmálakreppum fjölgi á komandi árum. Þá mun hið valta sjálfræði Islendinga vikja fyrir grimulausri IMF-stjórnun yfir efnahag landsins. 1 gegnum slika þróun gengu aðrar þjóðir á undan okkur(Chile, Zaire, Indó- nesia, o.fl.), þó með ólikum hætti, hver fyrir sig. Þessar þjóðir eru nú komnar aftur i eins konar nýlendustöðu gagn- vart hinum alþjóðlega fjár- málaheimi. Einræðisástand og kúgun i mörgum þróunar- löndum má rekja m.a.s beint eða óbeint til efnahagsráðstaf- ana (stabilÍEation-programs), sem IMF knúði stjórnvöld við- komandi rikja til að fram- kvæma. Verði þróunin eins og að ofan er lýst, mun hún leiða til þess, að atvinnugreinar, sem eru i höndum landsmanna (fiskiðn- aður, landbúnaður og smáiðn- aður), verði látnar drabbast niður* Margir tslendingar myndu þá flytja smám saman úr landi i leit að betri framtið. Eftir yrðu þó ákveðnir hópar, þ.e. þeir sem starfa myndu hjá erlendum orkufrekum iðnaðar- fyrirtækjum (þeim myndi þá fjölgahér)ogi þjónustugreinum. 18.7.78. EliasDaviðsson. Oröid er frjálst Raðspil blaðamennskunnar Ekki get ég setið lengur hjá i þessum ljóta leik. Venjulega eru raöspil þannig gerð að heilmynd er bútuö i stykki, sem fólki gefst siöan kost- ur á að raða saman. Nú hafa bæði Þjóðviljinn og Dagblaðið farið út á aörar brautir. Blöð þessi hafa tint til brot hér og þar án tillits til hvort þau passi saman. Siöan hafa þau raðað stykkjunum upp og reyna siðan að fylla rifurnar með mauki sem soðið er i þeirra pottum. Það sem ég á við með þessu er, að nú i þetta skipti hefur skáta- hreyfingin orðið fyrirmynd þessa raðspils blaðamanna. Blöð þessi hafa nú reynt að telja þjóðinni trú um að skátahreyfing- in sé angi af Sjálfstæðisflokknum, að hún sé full af eitri, svikum og lygi. Undir slikum svipuhöggum er ætlast til að við róum skipum okkar. A slikt get ég ekki horft aö- gerðarlaus. I fyrsta lagi vil ég benda á að skátahreyfingin rúmar fólk með hvaða stjórnmálaskoðun sem er, i öðru lagi rúmast þar fólk með hvaða trúarskoðun sem er. I þriðja lagi þá hef ég á 18 ára skátaferli minum aldrei vitað til að ungmenni hafi verið alin þar upp til illverka. 1 fjórða lagi þá hefur hreyfingin okkar látiö margt gott af sér leiða á ýmsum sviðum þjóðlifsins, t.d. með þvi að hvetja ungt fólk til að nýta fritima sinn til þroskandi útivistar og ferðalaga. Kennt unglingum að veita af sjálfum sér og vinna að ýmsum þroskavæn- legum verkefnum. Vera má að einhverjir sjái of- sjónir yfir þyi þá einhversstaðar er gott gert,*en þó trúí ég þvi enn að þjóðfélagsþegnar Islands hafi þann þroska til að bera aö styðja frekar svo þroskavænlega starf- semi entrúa múgæsingaskrifum, sem nú hafa ráðist gegn okkur, það er aldrei að vita á hverju slik- ir skrifarar enda. I dag er það skátahreyfingin, á morgun getur það orðið K.F.U.M., ungtemplar- ar eða iþróttafélögin. Það væri i beinu framhaldi af þvi að eyöi- leggja tómstundahreyfingu barna frá 8 ára aldri, en það virðist vera þessara manna verkefni. Ég hef nú um tæplega 2ja ára skeið starfað sem erindreki hjá Bandalagi Islenskra skáta og Skátasambands Reykjavik- ur. Starf mitt þar og áður sem forystumaður i 2 skátafélögum hefur sýnt Tnér og sannað að verkefni þau,sem við skátar vinn- um að, hafa hjálpað mörgum unglingum og mörgu barninu til að öðlast heillavænlegt lif og auk- inn þroska. Ég þekki lika vel þörf hreyfing- arinnar fyrir fjármagn,en það er eitt af þvi sem okkur er nauðsyn- legt eins og hverjum öðrum slik- um samtökum. Mér virðist þvi sem skrif um þessi mál beinist að þvi að fyrirmuna okkur að afla fjár. Það er mér þvi þungbært að vita til þess, að fólk sem ég hélt vera þroskaðar félagshyggju per- sónur t.d. alþýðubandalagsmenn, skuli ráðast svo harkalega sem raun ber vitni, á aðra slika. Einnig vil ég benda lesendum þessara lina á það að þegar svo hart er vegið að æskulýðssamtök- um, ætti hver og einn að velta þvi fyrir sér hvert stefna muni ef mörg slik samtök verða eyðilögð. Afleiðingin mun væntanlega verða sú, að þjóðfélagið situr uppi með alla unglinga þjóðarinnar á strætum og torgum, þvi viðleitni ýmissa ráðandi afla þjóðfélagsins beinist mikið að þvi að leggja nið- ur þá fáu staði sem hingað til hafa verið athvarf æskunnar. Ráð mitt er, að þið sem að skátahreyfingunni hafið nú ráð- ist, hættið slikum raðspilsleik og Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.